Vísir - 17.09.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 17.09.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóra#-: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð) 32. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 17. september 1942. Ritstjórar Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgreiðsla 189. tbl. BREYTING VIRÐIST AÐ VERÐA A BARDOGUM VIÐ STALINGRAD. að koma við skriðdrekum. Barizt við nordvesturúthverfin. EINKASKRYTI FRÁ UNITED PRESS, New York, í morgun. Fregnir frá Rússlandi skýra frá því, að breyting- ar sé að byrja að gera vart við sig á bardögun- um við Stalingrad. Segja fréttaritarar, að bar- dagarnir sé að fá á sig blæ umsáturs, með því að það verði nú örðugra en áður að koma við skriðdrekum og er því ekki eins mikill kraftur í áhlaupunum. Stafar þetta af því, að leikurinn hefir nú borizt að úthveríum Stalingrad að norðvestan og Rússar hafa þá að líkindum tekið sér stöðvar innan um rústir yztu húsanna í borginni og þar eiga jafnvel skriðdrekar erf- itt með að athafna sig. IÞetta leiðir hinsvegar af sér, að þegar skipað er að gera áhlaup verða fótgönguliðsmennirnir að sækja fram án stuðnings skrið- dreka og hefii- það í för með sér að mannfallverður meira en áður. Rússar hafa nú í fyrsta skipti skýrt frá því, að barizt sé í út- hverfum Stalingrad, og þetta er jafnframt í fyrsta skipti á 10 dögum, sem þeir minnast á bar- I daga í nox-ðvestri af borginni. Töldu þeir sig áður hafa sér- staklega góða aðstöðu til þess að bægja hættunni frá úr þeirri átt, þar eð að þeir gæti ógnað fylkingararmi Þjóðverja með sókn að norðan. Loftárásum er haldið áfram sem fyrr, en neðanjarðarbyrgi Rússa eru svo traust, að þegar þýzku flugmennirnir halda, að þeir sé búnir að vinna á þeim j og talið er óhætt að gera áhlaup, þá eru varnirnar oft jafntraust- ar og áður. Suður við Mosdok kveðast Rússar hafa náð með gagná- hlaupum hervægilegri hæð, sem Þjóðverjar tóku, eítir að þeim barst liðsauki yfir Terekána. Hafa Rússar því dregið úr hætt- unni, sem Grosny-olíusvæðið er í, hyersu lengi sem það stendur; Herstjórn Rússa skýrir frá því, að hersveitum hennar hafi tekizt að stöðva Þjóðverja á ströndinni suðaustur af Novo- rossisk og sömuleiðis gangi vel að halda þeim í skefjum í fjöll- unum fyrir ofan Tuapse, þar sem þeir sækja frá Maikop. Frá miðvígstöðvunum segja Rússar eíígar markverðar breyt- ingar. Þjóðverjar skýra hins- vegar frá því, að Rússar haldi þar áfram uppteknum hætti, geri hverja árásina af annari, en þeim sé jafnan tvístrað með stórskotahríð og loftárásum. í fyrradag kveðast Þjóðverjar, hafa eyðilagt 106 skriðdreka á þessum slóðum og þar af 71 á bardagasvæði einnar herdeild- ar. — Hjá Leningrad kveðast Rúss- ar hafa tekið eitt virki. Sækja þeir báðum megin að rananum, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu noður til Schliisselburg við Ladogavatn. VETURINN NÁLGAST. í Teheran í Persíu gera menn nú ráð fyrir, að vetur muni ganga óvenjulega snemma í garð á meginlandinu. Stafar þetta af því, að snjór hefir fallið á fjallið Demavend, sem er rétt hjá Teheran. Það er 18.000 fet á hæð. Venjulega snjóar þar elcki fyrr en um miðjan október- mánuð. NÝJAR VÍGSTÖÐVAR. Það er skoðun margra hern- aðarsérfræðinga í London, að fall Stalingrad geti ekki verið langl undan og blöð þar í borg hafa enn einu sinni krafizt þess, að stofnað verði til nýrra víg- stöðva í Véstur-Evrópu. Ðioðartekjur Svla 12 miiljarOarkrúnð. 960.000 talsímar í Svíþjóö Samkvæmt nýgefinni skýrslu fjármálaráðuneytisins sænska, eru þjóðartekjíirnar áætlaðar 12 milljarðar króna á ári. Næstum 5 milljarðar hverfa aftui* til rikis og bæja í opin- ber gjöld og þar af fara 2.7 milljarðar til lahdvarna, um 400 milljónir til félagsmála og 300 milljónir til fræðslumála. • ' Talsimum fjölgaði í Sviþjóð um 70.000 á síðasta ári og hefir aldrei fjölgað eins mikið á einu : ári. Eru talsímanotendur þvi orðnir 960.000 samtals, eða 153 , á hverja 1000 íbúa. Eru Svíar j þá næstir Bandaríkjunum i tal- símafjölda, sem hafa 165 á 1000 íbúa og hafa flesta síma allra þjóða í heimi. í Slokkhólmi eru 435 símar á 1000 ibúa, en í næststærstu borgunum, Gautaborg og Málm- ey, eru þeir 244 og 209. Sprengingar miklar hafa átt sér stað í kolanámum hjá Budapest. Eldar kviknuðu líka á námasvæðinu. • Randaríkjamenn hafa * til- kynnt missi flugvélastöðvar- skipsins Yorktown. Það var hæft tundurskeyti eftir Midway- orustuna. Þegar tundurspillir- inn Hamann var að bjarga á- höfninni var hann líka hæfð- ur tundurskeyti. Stntl og lagjgott. Síðan í ágúst 1939 til jafn- lengdar á þessu ári hafa land- búnaðarafurðir i Bandaríkjun- um hækkað í verði uin 85%. • Styrjaldarráð Kyrrahafs- svæðisins hefir lialdið langan fund í Washington. Þar var rætt um Indlandsmálin. Nash — fulltrúi N.-Sjálands — lagði á- herzlu á það, að þau mætti ekki draga úr baráttumætti banda- manna. • Rexistar í Belgíu hafa verið hvattir til að vera við því búnir að þurfa að verjast uppreistum, ef innrás verði reynd. Varamað- ur Degrelles hefir sagt, að Rex- istar verði m. a. að afvopna lög- reglu landsins, þar eð henni sé ekki treystandi. • Talsmaður stjórnarinnar i Chungking hefir skýrt frá því, að hún liafi komizt yfir jap- anskt framtíðarkort af nýskip- an Asíu. Yfirráðasvæði Japana nær yfir N.-Ástralíu skv. kort- i inu. Mexiko hélt upp á fullveldis- dag sinn i fyrradag. Lazaro Bardagarnir eru háðir að eins 50 km. fyrir norðan Port Mores- by. Landslagið gerir bardaga að vísu erfiða, en Japanir standa betur að vígi, þar eð þeir eiga i undan fæti að sækja. Þeir sækja líka á af kappi miklu i þeim til- gangi, að ryðja sér leið suðurv á bógirin áður en handamenn geta búið of vel úm sig.. í herstjórnarlilkynningu þeirri, sem skýrði frá þessum nýju hernaðaraðgerðum, var ekki sagt frá því, hvernig bar- dagar gengu. Þeir eru svo ný- byrjaðir, að enn þá mun ekki vera hægt að segja neitt um það. Herstjórnartilkynning fiot- ans á Anzac-svæðinu skýrir frá viðúreignirini á Salomonseyj- um. Hefir heldur dregið úr bar- dögum á Guadalcanal og stafar það af því, að Japanir fara sér hægar, livort sem það er „logn- ið fyrir storminn“ eða ekki. Blamey, liershöfðingi, sem var fyrir skemmstu í eftirlits- för á Nýju Guineu, hefir sagt, að Japanir sé miklu betur búnir til bardaga í frumskógum og hitabeltissvækju en hersveitir bandamanna. Hafa þeir rann- sakað það árum saman, livaða Cardenas, fyrrurn forseti, tók við embætti yfirhersöfðingja þenna dag. • Vargas, Brasilíu-forseti, hefir | fyrirskipað allsherjarhervæð- | ingu. Þing Brazilíu hefir fallizt j áað leyfa Justo, fyrrum forsetá j Argentínu, að ganga í þjónustu j Brasilíu. j • Rannsóknarnefnd, sem þjóð- þing Bandarikjanna setti á fót, hefir komizt að þeirri niður- stöðu, að amerisku orustuflug- vélarnar sé ekki eins góðar og þær beztu, sem. Bretar fram- leiða. • Svissneska blaðið „Die Na- tion“ ritar, að Pólverjar hafi trú á framtið þjóðar sinnar, þnátt fyrir þær ógöngur, sem hún eigi nú í. • Samkvæmt fregnum, er bor- izt hafa til London, hefir þýzka blaðið Frankfurter Zeitung gert þá kröfu, að erlendir verka- menn sé ekki látnir hagnast ó störfum sínum fyrir Þjóðverja. • Wendell L. Willkie ræddi við Paldevi, keisara í Iran, í gær. Willkie mun fara þaðan til Kuibysev, en síðan til Moskva og færa Stalin bréf frá Roosfe- velt. • Fregnir frá London herma, að þýzka lögreglan flytji á brott þá ibúa Luxemburg, sem fylgi Þjóðverjum ekki að málum, • Japönum hefir ekki tekizt að hrinda árásum Kínverja í grennd við Kinhwa. Þeir hafa nú tekið sér stöðu fyrir suðvest- an borgina og ætla að reyna að stöðva sókn Kínverja þar. fatnaður og annar útbúnaður henti bezt við bardaga í Burma og á Malakkaskaga, og sé þetta ein skýringin á sigrum þeirra. Japanir standa verr að vígi — en þrældómur vofir yfir e£ þeir sigra. Blandy, flotaforingi í ame- ríska flotanum, hefir sagt eftir rúml. 40.000 km. eftirlitsför á j Kyrrahafi, að Bandaríkin standi nú betur að vígi en Japanir. Blaðamenn spurðu Blandy, hvort lier og floti Bandarikj- anna mundu geta staðizt Jap- ani, fef þeir tæki á öllu sínu, og svai’aði hann því játandi. „En það er ekki nóg að verjast“, sagði hann. „Það verður að leita á. Bezta vörnin er góð sókn.“ Josepþ Drew, fyrrum sendi- herra USA i Tokyo, hefir sagt í ræðu, að Bandaríkjaþjóðin kunni að verða lmeppt í þræla- liald, ef liún geri sér ekki ljóst lúð skjótasta, hvað styrjöldin sé í raun og veru alvarleg. Japanír hefja sókn suður til Port Moresby. Dregur úr bardögum á Salomonseyjum. Harðir bardagar hara nú blossað upp aftur í Owen Stanley- fjöllunum á Nýju Guineu. Eru það Japanir, sem eiga frumkvæðið þarna og eru þeir byrjaðir sókn niður á láglendið og til Port Moresby. Vísitalan er 210 fyrir september « ii þ<> er kjiit- ogf mjólkurhækkfliii> in 11 iu miðjan máuuðinii ckki talin með. Búið cr að reikna út vísitöluna fyrir septembermán- uð og hefir hún reynst 210, eða 15 stiga hækkun frá þvi sem hún var i ágúst, því þá var hún 195. Hér er þó ekki reiknað með hækkuninni á m.jólkinni, mjólkurafurðunum og kjötinu sem varð í þessum mánuði, heldur er vísitalan reiknuð út frá því verðlagi sem er á vörum um mánaðamótin næstu á undan. Hækkun sú sem nú hefir orðið á vísitölunni stafar m. a. af verðhækkun á kartöflum, kolum, brauði, fatn- aði og ýmsu fieiru. Vísitaian 210 kemur til greina við greiðslu október- mánaðarkaups. Húsaleiguvísitalan er enn ekki kunn orðin, en hún mun verða reiknuð út á næstunni. Stuttbylgjuútvarpið frá New York til íslands í gærkveldi Rauði Kross Bandaríkjanna hefir opnað samkomuhús á nýj- um. stað fyrir hermenn hér í bænum. Var útvarpað sérstakri dagskrá til hermannanna frá New York. íslendingar vestra tóku þátt í útvarpinu. Dag- skránni var endurútvarpað liér, en skilyrði voru frekar slæm. Meðal ræðumanna voru Thor i Thors sendiherra íslands í ; Washington, ,Ólafur ólafsson, formaður íslendingafélagsins í j New York (sonur Jóns A. Ól- afssonar, Skólavörðustíg 6), Norman Davis, forseti Ameríska Rauða Krossins, og Sonja Henie, skautamærin heimsfræga, sem flutti kveðju frá McVeagh, fyr- I verandi sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi, og kveðju frá tónskáldinu Irving Berlin. Vopnahlé á Madagaskar. Undir hádegi í gær tilkynnti landstjórinn á Madagaskar — Annet — í útvarp, að hann ósk- aði vopnahlés. Hafði hann þá sent tvo for- ingja á fund foringja brezku hersveitanna og höfðu þeir fullt umboð landstjórans til að semja um vopnahléð. Hersveitir Breta og banda- manna þeirra voru komnafe mjög nærri liöfuðborginni, Antananarivö. Önnur fylkingin var komin hálfa leið frá strönd- inni, þegar Annet tók þessa á- ! kvörðun. Loftárás á Kiska. Flugvélar Bandaríkjahersins gerðu Ioftárás á Kiska eftir há- degi á þriðjudag. Sprengjur liæfðu tvo tundur- duflaslæðara mfeð þeim afleið- ingum, að þeir suklcu, en auk þess löskuðust 3 kafbálar og þrjú lítil skip. Sex japanskar flugvélar voru skotnar niður, en tvær amerískar flúgvélar fórust í árekstri. Auk þess var sprengjum varpað á hermannaskála og er talið að 500 Japanir hafi'farizt eða særzt. Thor Thors ræddi hið mikla menningarstarf Rauða Krossins um heim allan. Hersveitir Bandarikjamanna á íslandi eru þar, sagði sendiherrann, vegna samninga, sem grundvallast á viðurkenningu beggja þjóðanna ú sameiginlegum hagsmuna- málum þeirra. „Hjá þjóð minni munuð þið finna ást á frelsi og lýðræði. Islendingar eru stað- ráðnir í að stjórna sér sjálfir.“ og vera sjálfstæðir.“ Ólafur ólafsson ræddi sam- eiginlega ást Islendinga og Bandaríkjamanna á frelsi og lýðræði. I ávarpinu frá Mcyeagh sendiherra var Islands mjög lilý- lega minnzt.. Millard Tydings, öldunga- deildarþingmaður frá Maryland, flutti stutt ávarp og fór vinsam- legum orðum um Island og Is- lendinga og ást þeirra á lýðræði á umliðnum öldum. — Rauði Krossinn hefir til þessa haft til afnota nokkur her- bergi í Miðbæjarskólanum, en lýundi þau, samkvæmt samn- ingum, 15. sept. Handalögrmál á veitingfaliáNÍ. \ Á 12. tímanum í gær kom tli handalögmála milli Islendinga og amerískra hermanna í veit- ingahúsi við Thorvaldsens- stræti. Var lögreglan kölluð suður i Kirkjustræti kl. 23.15 og voru þá uokkrir Islendingar og ámer- ískir liermenn í slagsmálum. Hófst viðureignin inni i veit- ingaliúsinu með þvi að amer- ískur bermaður sló islenzkan pilt, er var þarna inni, en liann sló hermanninn aftur. Félagar liermannsins sefuðu liann, en rétt á eftir kom litill hermaður að borði íslendinganna og kvaðst sendur til að jafna á þeini. Urðu handalögmál úr þessu og barst leikurinn út á götuna, þar sem lögreglan af- stýrði frekari vandræðum. Einn íslendinganna skrám- aðist á augabrún. « t fyrrinótt gerðu stórar og meðalstórar flugvélar banda- manna árás á Tobruk. Fimm eldar komu upp við höfnina. Kyrrt er á vígstöðvunum hjá EI Alamein.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.