Vísir - 05.10.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 05.10.1913, Blaðsíða 2
V t S I R í J, P.T.Brydes verslun íieldur áfram á mánudaginn þann 6. október kl. 4 e. h. í Alnavörudeildinni . og verða þá seldar allskonar glervörur, eldhúsáhöld og glysyarninguro mr LANGUR GJALDFRESTU R. TSW| Vandlætingasamur klerkur. Það bar til í Hörmested-kirkju í Danmörku sunnudag, 31.ágúst, að þegar meðhjálparinn Frederik- sen kennari ætlaði að vanda að fara að lesa kórbænina, stje sókn- arpresturinn Larsen í fullum skrúða fram fyrir gráturnar og harð- bannaði honum að lesa bænina. Sakaði klerkur meðhjálpara sinn með hárri röddu í áheyrn alls safnaðarins í kórdyrum um að hafa brotið svo mjög á móti skírlífi og góðu siðferði, að hann gæti ekki þolast sem meðhjálp- ari í guðshúsi. — Kært hafa sóknarmenn yfir þessari vand- fýsni prestsins fyrir prófasti. Járnbrautarslysin í Vesturheimi. Þau hafa orðið óvenju tíð upp á síðkastið og hafa blöðin þar vestra borið stórar sakir og þungar á járnbrautarfjelögin út af þeim. Segja þau nálega einum rómi, að slysin sjeu beinlínis að kenna stjórn fjelaganna. Vagna- lestirnar fari allt of hart, vagn- stjórarnir sjeu ekki látnir gegna skyldu sinni og varúðarmerkja- | kerfið allt í ólagi og úrelt, svo öllu slíku þurfi að gerbreyta. Danskir fjárglsefrar kom- ast enn upp. Hálfri milljón stolið úr sjálfs hendi. Motto: There is something rotten........ Það hefur lcomist upp við rannsókn á skjölum dánarbús Ludvig Holbergs yfirrjettarmála- flutningsmanns, föður skáldsins Kai Holberg, að hann hefur í lifanda lífi eytt um hálfri milljón af fje úr sjálfs hendi, er honum var trúað fyrir af ýmsum skjól- stæðingum hans. Þessi maður var mikils virtur af öllum, talinn stórefnaður, hafði ótakmarkað traust auðugra og mikils metinna manna, og var einkum ráðunaut- ur heldra fólks og talinn hinn ráðvandasti í hvívetna.” Þetta Bækur, innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG kaupa menn í BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR, L.ækjargötu 2. ◄SaSHIIg: kemur því yfir alla sem þruma úr heiðskíru lofti; bera dönsk blöð það í bætifláka fyrir hann, að hann hafi haft svo litlar tekj- ur, og eytt um efni fram, og þess vegna orðið að grípa svona traustataki á annara fje í vörsl- um sínum. Hann háfði verið málafærslumaður í 40 ár. jlRADDlR ALMEHNINGS.3 Xonur. Ef þið viljið lesa góðar bækur, eða ef þið viljið styðja að því að aðrir geti það, þá ættuð þið að ganga í Lestrarfjelag kvenna Reykja- víkur, er hefur bækistöð sína í Thor- valdssensstr. 2 (gamla kvennaskólan- um). Fjelagið gerir sjer far um að kaupa aðeins góöar bækur, bæði skemti- og fræðibækur og einu sinni á mánuði heldur fjelagið fundi til þess, meðal annars, að rekja og ræða efni nokkurra hinna helstu bóka. Á fund- unutn er og lesið blað, er fjelags- konur rita. Útlán bóka fer fram 4 daga vik- unnar: sunnudaga, kl. I1/,—3 og mánud., miðvikud. og föstud. kl. 6—8 síðd. Á lestrarsalnum liggja blöð, bækur og tímarit til aflestrar. Bókaeignin er orðin hátt á 5. hundrað bindi og er fjelagið . þó aðeíns tveggja ára gamalt. Fjelag- ar eru 100 að tölu, en æltu að skifta hundruðum í jafnfjölmennum bæ og Reykjavík er. Gjaldið er kr. 3,oo um árið, eða sem svarar verði einnar bókar. Stúlkur, er stunda nám hjer, .ættu ekki að sitja sig úr færi að ganga í fjelagið. Þeim er heim- ilt að vera í því mánuð í senn gegn 50 aura gjaldi um mánuðinn. Auk þessa heldur fjelagið opinni lesstofu fyrir börn bæarins. Þar geta börnin lesið lexíur sínar og fengiö að láni, á lestrarsalnum, ýmsar bæk- ur til stuðnings skólanámi sínu, enn- fremur sögubækur og æfintýri. — Barnalesstofan tekur til starfa fimtu- daginn 16. okt. og verður opin alla virka daga — 2 stundir í senn, eða mánud., miðv.d. og föstud. kl. 4—6 síðd. og þriðjud., fimtud. og laug- ard. kl. 5—7 síðd. Aðgöngumiðar fást á lesstofunni og kosta 10 aura um mánuðinn. Styðjið góða viðleitni ,með því að ganga í fjelag þetta. Nánari upp- lýsingar á lesstofuni. Stjórnin. Bæarstj órnarumræður 18. 8ept. Um fisksölu í bænum. NI. Sv. Björnsson sagðist sjá að hann hefði sært tilfinningar Kr. Þ. með því að Iesa upp brjef þau er nefndinni hefðu borist, af því áiiti hann að borgarstjóri hefði átt að gera það, slíkt gæti verið rjett, en nú hefðu brjef þessi verið send formanni nefnd- arinnar og hann falið sjer að skýra frá gerðum nefndarinnar; vera mætti að þessi næma til- finning Kr. Þ. kæmi meðfram af því, að hann væri konsúl! og bæri stundum »úníform« og vildi þá láta bera tilhlýðilega virðingu fyrir stöðu sinni. Þessi árvakri fugl brígslaði nefndinni um að- gerðaleysi og þættist rannsaka allt sjálfur; það væri gott ef slíkt kæmi fram, en aðfinnslur hans virtust þó bygðar meira á vit- leysu en góðum rökum. Sá eini er hefði rætt málið eins og vera bar, væri K. Z. En við það er fram hefði komið, vildi hann (Sv. B.) það athuga, að það væri alls ekki næg trygging fyrir því, að góð fisksöluhús kæmust á, þótt menn væru skyldaðir til að selja fiskinn inni, það hafi reynst svo með mjólkursöluna, að hún hefði verið sumstaðar leyfð, þótt að húsakynni og útbúnaður í þeim, hefði ekki að öliu leyti fullnægt þeim skilyrðum, sem um þau hefðu verið sett í reglu- gerðinni um mjólkursölu. Það komi til af því, að »prívat«-menn vildu sem minnst leggja í þann kostnað. Þar af leiðandi gæti það orðið kák eitt að láta menn sjálf- ráða um útbúnað á slíkum sölu- húsum, er hjer um ræddi. Bæar- búar keyptu mikið af fiski, í kringum 10 000 pd. daglega, og mætti gera ágóða af þeirri versl- un 300 kr. á dag, það væri ekki nema 8 °/oo ágóðanum, sem þyrfti fyrir leigu. Þetta væri svo lítið, að vart þyrfti að tala um hækkun á fiskverði fyrir það. Vildi fá röksemdir fyrir því, ef hann ætti að trúa því. Þeim mönnum færist illa að tala um ónýtt starf, er gerðu ekkert sjálfir eins og t. d. salernamálsnefndin. Kr. Porgrímsson kvað S. B. brúka drengjalæti á fundinum þar hann kallaði sig (K. Þ.) vitlausan, hann hefði þó ekki verið það og engin vitleysa væri í sinni ætt, að hann væri uniformsmaður kæmi ekki þessu máli við, svo sagðist hann snúa sjer að málinu og spurði hvað nefndin hefði gert. — Veit hún hve mörg pund eru seld daglega? Jeg held ekki. (S. B.: »Jú hún hefur Ieitað sjer upplýsinga um þaðt). Leitað sjer upplýsinga, segir bæarfulltrúinn; jeg segi nei, hún hefur engra upp- lýsinga leitað sjer um hvað mörg pund eru seld af úldnum og óæt- um fiski og góðum fiski o. s. frv. um slíkt veit hún hreint ekkert, sem þó þyrfti að rannsaka, — Vildi því fá nýja nefnd kosna til að rannsaka og koma fram með tillögur í mál- inu. P. O. Guðmundsson sagðist álíta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.