Vísir - 07.07.1913, Blaðsíða 1

Vísir - 07.07.1913, Blaðsíða 1
663 3 S Ostarb' bestir og ódýrasiir gj verslun p m E i versiun Einars Árnasonar. H m | Stimpla og’ p Bnnsiglismerki utvcgar afgr. Vísis. Sýnishorn liggjaframmí. Kemur út alla daga. —Sími 400. Afgr.í Hafnarstræti 20. kl. 0-3 og 4-8. IViánud. 7. júlí ISI3. Háflóð kl.7,42’árd. ogkl. 8,3’ síðd. Afmœlí. Frú Amalía Sigurðardóttir. Frú Ásta Hallgrímsson. Frú Snjólaug Sigurjónsdóttir. Ungfrú Kristjana Markúsdóttir. Ari Antonsson, verslunarm. Einar Einarsson, skipstjóri. Hallgr. Benidiktsson, prentari. Lorentz Miiller, verslunarstj. Á morgun: Póstáœtlun. Ingólfur til og frá Garði. Póstvagn fer til Ægissíðu. Veðrátta í dag: Loftvog r < Vindhraði Veðurlag Vestme. 761,8! 9,3 OjÞoka Rvík 760,2^12,0 OjRegn ísaf. 758,0 13,6 sv 3Alsk. Akureyri 759,3 14,5 s 6 Ljettsk. Grímsst. 724,8 14,5 0 Heiðsk Seyöisf. 760,7 6,0 OMóða Þórshöfn 764,4 11,0 N 2 Ljettsk. N—norð- eða norðan,A—aust-eða austan.S—suð- eða sunnan, V—vest8 eöa vestan. Vindhæö er talin í stigum þann- ig :0—logn.l—andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi, 7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—storniur, 10—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. Skáleturstölur í hita merkja frost. Líkkisturnarffi&ráS™’"84 götu 6.—Simi 03.- ---Hverfis- HELGI og EINAR. Ur bænum. Barnastúkurnar allar hjer í bænum tóku sjer skemtigöngu í gærdag fram á Seltjarnariies. Gekk lúðrasveit á undan og börnin svo í fánum skreyttri fylkingu. Fótboltafjelag Reykjavíkur þreytti i gær fótboltaleik við Frakka; lauk svo, að Fótboltaf. Rvíkur vann 6 leika, en Frakkar 4. Kong Helge fór í fyrrakveld vestur og norður urn land með nokkra farþega. Drekkið Egilsmjöð og Malt- extrakt frá innlendu Ögerðinni «AgIi Skallagrímssyni«. Ölið mælir með sjer sjálft. Sfmi 390. a$ landv Bátur ferst. 3 menn úr Reykjavík drukkna. Hinn 19. f. m. fórst báturífiski- róðri á boða undan Hafnanesi við Fáskrúðsfjörð. Á honum voru þrír nienn hjeðan úr bæ og drukknuðu allir. 25 blöð (frá 5. júlí) kosta á afgr.50 aura. Send út um land 60 au,— Eínst. blöð 3 au. Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi), opin kl. 8-0, 12-3 og 6-8. Sírni 400. Langbesti augl.staöur í bænum. Augl. sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu. Frá þessum degs tekur Landsbankinn fyrst urs? sínn forvexti af víxlum og vexti af Lír.um, öðrum en veðdeildarlánum, ©V2V0 P a. auk framlengingargjalds. Frá sama tíma greiðir bankinn 472% vexti .p a. af fje,sem lagt verður inn gegn viðiökuskírteini, þeg- ar upphæðin nemur 500 kr. og stendur óhreifð 6 mánuði. Reykjsvík 5. júlí 1913. Bankastjórnin, Súrmjólk fæst (Yoghurt) Formaður var Bjarni Hannesson, ókvæntur maður, frá Grettisgötu 50. Lætur eftir sig aldraða móður. Tómas Halldórsson (Guðmunds- sonar adjuncts) skósmiður, ekkju- maður, sem átti mörg börn og gamla móður. Sveinn Einarsson unglingspiltur frá Bergstaðastræti 27. Átti hjer foreldra og systkini. Slysið varð nálægt landi og hefðu mennirnir Iíklega.getað bjargað sjer, ef þeir hefðu verið syndir. Ennþá ný flskg’eymsluaðferð. í »Fiskets Gang« 14. maí og 28. maí er skýrsla hájohnsen, fiskiagent í Húll, um nýa geymsluaðferð á nýum fiski, sem rússneskur prófes- ?or í eðlisfræði, Danilevsky að nafni, hefur fundið upp og skýrt frá í HúII að viðstödduin mörgum stórútgerð- armönnum. Þau efni, sem notuð eru við þessa geymsíu, eru aðallega eða eingöngu saltvökvi, edik og vín- andi. Skulu þýddir hjer kaflar úr áminstri skýrslu: »Prófessorinn skýrði frá því með túlk, að aðferð sinni mætti skifta í þrent. Fyrsta aðferðin væri sú, að leg&Ía fiskinn 15—20 mínútur nið- ur í vökva, sem ekki, væri skaðleg- ur í sjálfu sjer og ekki gerði nein- ar breytingar á sjálfum fiskinum. Þvínæst væri fiskurinn lagður nið- ur í annan vökva þar sem hann gæti verið svo Iengi, sem vera vildi, nokkra daga eða fleiri mánuði ílO til 25 stiga hita án þess aðskemm- ast. Þagar fiskurinn væri tekinn úr þessum vökva, væri hann látinn í þriðja vökvann, sem hefði þá verk- un, að alt saltbragð sem í fiskinn- væri komið, hyrfi aftur. Fyrsti vökvinn er til þess ætlað- nr, að taka af fiskinum alt slím og drepa alla gerla. Gæti fiskurinn þol- að miklu lengri geymslu en ella, ef þetta væri gert sem fyrst, eftir að fiskurinn kæmi úr sjónuni. Önnur aðferðin væri lík hinni fyrstu og ætluð til þess að útvega fólki því sem næst nýan fisk með svo að segja engu salti í. Fiskur- inn væri fyrst lagður í súran vökva í 20 mínútur, og síðan jafiiiangan tíma í saitvatn með aðeins 8% af ■ salti og örlitlu af vínanda. í þessum vökva gæti síðan fiskurinn legið í marga mánuði án þess að skemm- ast. Tæki hann í sig nokkuð af salt- inu og vínandanum, sem svo hyrfi aftur, er hann væri soðinn. Þriðja aðferðin framleiðir aiveg ferskan fisk. Prófessorinn skýrði frá því, að hann hefði fundið efni, sem hægt væri að láta í vatnið og að fiskurinn gæti samí lifað í þvi fleiri kl.tíma, ef hann væri látinn í vökv- ann strax, er hann væri veiddur. Þetta efni sígur inn í fiskinn gegn- um tálknin og fer út í holdið og hverfur þar alveg við lífræna efna- breytingu. Á þennan hátt verður fiskurinn svo að segja neyddur til, að sótthreinsa sig bæði utan og innan og er gerlalaus eftir 3 kl.tíma. Fiskur, sem farið er svona mcð, getur haldist í þessu ástandi svo lengi sem vera vill, með þvf að leggja liann í vökvann eftir annari aðferðinni eða í poka, sem áður er búið að hreinsa og gegnvæta í vökv- anum, eða þá að pakka honurn nið- ur í kassa, sem verða að geymast á köldum stað (ekki í frosti). Lítur hann út eins og hann væri ný- veiddur«. í útlistun sinni hafði próf. Dani- Ievski minst á botnvörpungana, að það væri hægðarleikur að hagnýta aðferð sína á þeim með því að breyta innanbyggingunni lítið eitt. En æskilegra væri, að skipin væru þá stærri en tiú tíðkast alment, eink- u m þau, sem langar leiðir þyrftu að sigla og mikil kol þyrftu að hafa innan borðs. Líka gætu botn- vörpungar flutt veiði sína margir saman í þar til gerð flutningaskip. Eitt af því sem prófessorinn viidi Ieggja mikla áherslu á, var það, að Kaffi UppsöSum og er hún sýrð með hreinræktuð- um súrgerlum frá gerlarannsóknar- stöðinni í Lækjargötu. þessar aðferðir ekki rýrðu fiskinn á neinn hátt í gæðum eða settu í hann nein óholl efni. Að hann sjer- staklega vildi útlista þessa aðferð í Húll og bjóða hana þar til notk- unar, væri vegna þess að Húll væri stærsta fiskiköái í hcimi. Frh. flingúýsing'ar. 3. júlí. 1. Andrjes og Ágúst Pálssynir selja 25. f. m. Guðmundi Þorsfeins- syni húseignina nr.40A við Njáls- götu. 2. Guðm. Þorsteinsson selur s. d. Andrjesi og Ágúst Pálssonum luíseignina nr. 36 við Hverfisg. 3. Þorbjörg Gunnlögsdóttir selur 13. f. m. Kristjáni Magnússyni húseignina nr. 8A við Þingholts- stræti. 4. Árni Árnason selur 1. þ. m, Ólafi Jónssyni húseignina nr. 33 við Njálsgötu, 5. Jón Magnússon selur 25. f. m. Jóni Guðmundssyni húseign nr. 30 við Bergstaðastr. 6. Lára Þ. P. Þorsteinssdóttir selur 28. apríl þ. á. Guðjóni Guð- mundssyni og hann aftur Ara Þórðarsyni húseignina nr. 5 við Bjargarstíg. 7. Emil Schou bankastj, selur 2. þ. m. H. Tofte bankastj. húseign sína víð Stýrimannastíg. Eaddir almennings. íslens’k eimskip með íslensknm kaupfána. Góður íslendingur austfirskur skrifar á þessa leið 23. f. m.: »— Töluvert fje verður reitt sam- an hjer f sveit til eimskipafjelagsins nýa. Viljinn eindregið góður. Þökk og heiður sje ykkur Reyk- víkingum fyrir góðar aðgerðir í fána- málinu 12. þ. m. — Verði nú mál- inu fylgt áfram með sömu röggsemi, festu og samhu g, þá verður dag- urinn merkisdagur í sögu þjóðar- innar. , Hugsum okkur: Islensk eimskip — með íslenskum kaupfána. Það verður dýrðleg sjón! Jeg vildi að jeg fengi að lifa þann dag!« Fulltrúar þjóðarinnar á alþingi hafa nú það þakkláta hlutverk með höndum, að uppfylla þessa almennu ósk. Og hvað getur verið þeim ijúfara? Við'vonum öll »að fá að lifa þann dag!« Á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.