Tíminn - 18.02.1943, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.02.1943, Blaðsíða 1
F.TTSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Simar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Simi 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA hL Símar 3948 og 3720. 27. árg. Itcykjavík, fimmtudagiim 18. febr. 1943 20. blað Fiárlöffin fyrir 19 4 3 mæta ástæðulausri $mm í fjárlögunum fyrir árið 1943, sem voru afgreidd frá Alþingi síðastl. fimmtudag, eru tekjurnar áætlaðar 66 milj. kr. og rekstrargjöldin 61.4 milj. Hækkuðu rekstr- argjöldin nokkru meira en gert var ráð fyrir í seinasta blaði, aðallega vegna tillagna frá ríkisstjórninni um launahækkanir, sem námu um 800 þús. kr. Þeirri gagnrýni hefir verið hreyft, að afgreiðsla fjár- iaganna beri Alþingi vitni um litla fyrirhyggju, þar sem tekjurnar muni of hátt áætláðar og framlög til verk- legra framkvæmda séu í mesta lagi. Þessar ásakanir virðast ekki hafa við rök að styðjast. Tekjurnar eru áætlaðar 24 milj. kr. lægri en þær reyndust síðastliðið ár og er þó t. d. víst, að skatttekjurnar muni verða hærri nú. Framlög til verklegra framkvæmda eru sennilega hlutfallslega lægri á þessum fjárlögum en flestum fjár- lögum undanfarinna ára. Hraðirystihúsín að taka til starfa Hraðfrystihúsin eru nú óðum að taka til starfa. Virðist útlit fyrir, að þau muni verða rekin líkt og venjulega yfir vetrar- veryðina. Eins og kunnugt er, hafa fæst þeirra starfað undanfarið. En bæði hefir ríkisstjórninni tekizt að afla þeim aukinna hlunn- inda hjá hinum erlendu kaup- endum fisksins og verkalýðsfé- lögin hafa víða lækkað taxta sína með tilliti til sérstöðu þeirra. Rekstur þeirra flestra mun því geta hafizt að nýju. Sums staðar hafa þó enn ekki náðst samningar við verkalýðs- félögin, en von er um að þeir muni nást. Á síðastliðnu ári bættust við sjö ný frystihús: í Grindavík, í Sandgerði, á Hellissandi, í Stykkishólmi, á Patreksfirði, á Drangsnesi og í Reykjavík. Voru 47 frystihús á landinu í árslok. Á þessu ári munu sennilega 11 ný frystihús taka til starfa. Eitt þeirra; í Grindavík, hefir þegar tekið til starfa. Hin eru í Garði, tvö í Keflavík, í Ytri- Njarðvík, í Hafnarfirði, í Reykjavík, á Súðavík, á Lang- eyri vestra, á ísafirði og Fá- skrúðsfirði. Ofsavcdur á Sudurnesjum Ofsaveður af suðvestri skall á í gærmorgun á Suðurnesjum, og olli það verulegu tjóni sums staðar. í Sandgerði rak á land vél- bátinn „Víði“, 27 smálestir að stærð, eign Guðmundar Jóns- sonar á Rafnkelsstöðum. Gerð- ist þetta klukkan 5 að morgni. Brotnaði hann þó lítið, er hann rak á land, en á flóðinu var talið, að honum yrði hætt við áföllum. Þak fauk og í gærmorgun af fiskhúsi, er h.f. Garður í Sand- gerði á. Ýmsar fleiri skemmdir minni háttar urðu syðra af völdum óveðursins. Eftir þeim skýrslum, sem Teiknistofunni hafa borizt, mælti Þórir, telst mér svo til, að um 80 ný íbúðarhús hafi verið reist í sveitum landsins árið 1942. Má þó vera, að þau hafi verið nokkru fleiri. — Auk þess var talsvert reist af alls konar peningshúsum, hlöð- um, gróðurhúsum og fleira. Auk þess eru viðbyggingar og gagn- gerðar endurbætur gamalla húsa um 20. Byggingarvísital- an í sveitum var 197 tímabilið 1941—1942, talið frá vori til vors. En síðan hefir mikil hækkun orðið; stafar hún eink- um af kauphækkununum síð- astliðið sumar, en að nokkru leyti af því, að sumar bygginga- Þá hefir verið reynt að telja það ógætni hjá Alþingi, að fella niður úr fjárlögunum heimild fyrir ríkisstjórnina til að lækka framlög til verklegra fram- kvæmda um 35%, ef hún telur sýnilegt, að tekjur ríkissjóðs lækki verulega. Þessi heimild komst í fjár- lögin á þeim tíma, þegar þau voru afgreidd talsvert áður en fjárlagaárið hófst og því óséð, hvort tekjuáætlunin mundi standast. Nú er hins vegar kom- ið nokkuð fram á fjárlagaárið og t. d. sýnt, hversu hár einn helzti tekjustofninn, skattarnir, verður. Er þetta ein ástæðan fyrir því, að þingið taldi þessa heimild þarflausa nú. Það mun þó einnig hafa ráð- ið nokkru um þessa afstöðu þingsins, að fjármálaráðherra hafði talað alldigurbarkalega um niðurskurð verklegra fram- kvæmda, en hins vegar lagt til, að allar grunnkaupshækkanir frá seinasta ári héldust óbreytt- ar og reiknað væri með svipaðri vísitölu og nú. Ýmsir þiqgmenn mu^u hafa óttazt, að stjórnin kynni því að nota þessa heim- ild, þótt ekki væri beinni tekju- rýrnun til að dreifa. Jafnframt töldu þeir, að ekki ætti ein- göngu að binda sig við niður- skurð verklegra framkvæmda, ef ríkissjóður yrði fyrir ófyrir- sjáanlegri tekjurýrnun. Undir slíkum kringumstæðum ætti stjórnin að kveðja saman þing- ið og gera annað tveggja: Afla vörur hafa hækkað í verði að mun, svo sem timbur. Þessi 80 íbúðarhús, sem reist voru, hafa sennilega kostað 25 þúsund krónur að meðaltali hvert eða alls um 2 miljónir króna. En fyrir það verð hefði mátt reisa um 200 íbúðarhús álíka stór fyrir stríð. Með því verðlagi, sem nú er, er óhætt að fullyrða, að hrein fásinna sé að ráðast í bygging- ar í sveitum nema hlutaðeig- endur hafi svo mikið fé undir höndum, að ekki þurfi að taka meiri byggingarlán en tíðkaðist fyrir stríð (4—6 þúsund krón- ur) og brýn nauðsyn sé á bygg- ingunum að hinu leytinu. nýrrar tekna eða framkvæma niðurskurðinn á öllum útgjöld- um ríkisins. Það væri rangt að láta niðurskurð, ef til hans þyrfti að grípa, bitna eingöngu á þeim, sem ættu að njóta verk- legu framkvæmdanna. Hins vegar gerði þingið sér ljósan þann möguleika, að verk- legar framkvæmdir torvelduðust vegna efnisleysis eða fólks- skorts. í tilefni af því veitti það stjórninni þessa heimild: „Aff leggja til hliðar og geyma það fé á sérstökum reikningi, sem ætlaff er til verklegra fram- kvæmda í Iögum þessum, ef skortur á efnivörum effa vinnu- krafti gerir ókleift aff vinna þær, og er óheimilt aff verja því til annarra hluta.“ Til þess að koma í veg fyrir, að verklegar framkvæmdir rík- #isins drægju vinnuafl frá at- vinnuvegunum, þegar annatími þeirra er mestur, var samþyklct svohljóðandi tillaga frá Eysteini Jónssyni um heimild fyrir rík- isstjórnina: * „Að haga vinnu við verkleg- ar framkvæmdir, sem ákveffnar eru meff fjárlögum þessum, á sem hagkvæmastan hátt fyrir framleiffslustarfsemi lands- manna og jafnframt þannig, aff atvinna í landinu yfirleitt verffi sem jöfnust þann tíma af ár- inu, sem viff verður komið vinnu viff slíkar framkvæmdir.“ Því er stundum haldið fram, að rétt sé að fresta verklegum framkvæmdum þangað til þær verði ódýrari og geyma það fé, sem til þeirra er veitt nú, til þeirra tíma. Fyrir því er vitan- lega engin trygging, að fást muni meiri afköst fyrir sömu krónutölu síðar. Gengi krón- unnar getur raskazt eða aðrar ófyrirsj-áanlegar breytingar komið til sögunnar. Margar framkvæmdir eru líka þannig, að það getur verið hagfellt að gera þær nú, enda þótt þær kostuðu minna síðar. Síðast, en ekki sízt, er sú réttartilfinning, að eigi að fara að færa niður tekjur manna og hlunnindi, þá eigi sú niðurfærsla að ná til allra, en ekki eingöngu þeirra, sepa njóta vefklegra fram- kvæmda ríkisins. Verður það að teljast meira en vafasöm rétt- sýni hjá fjármálaráðherranum að krefjast niðurskurðar verk- legra framkvæmda á sama tíma, sem hann vill framlengja grunnkaupshækkanir og fulla dýrtíðaruppbót launamánna. Er þó vitanlegt, að launagreiðsl- urnar eru rpeginhluti ríkis- gjaldanna, sennilega 70—80%. (FuLinh. á 4. slöu) Húsabyggíngar í sveitum Frásögn Þóris Balclvinssonar húsamcistara. Tíffindamaffur Tímans hefir átt tal viff Þóri Baldvinsson húsa- meistara, forstöffumann Teiknistofu landbúnaffarins, um bygg- ingar í sveitum síðastliffið ár. Fer hér á eftir frásögn Þóris: Þrjár kírkjubyg'gingar Tíminn birtir í dag á 2. og 4. bls. myndir af fjórum samkeppn- isteikningum að Hallgrímskirkju í Saurbæ. Geta lesendur lagt á þær dóm eftir sínum smekk. Til samanburðar eru hér birtar myndir af þremur kirkjum eða kirkjulíkönum, sem húsameistari rikisins, Guðjón Samú- elsson, hefir gert. Eru þær að vísu ekki gerðar í „samkeppni", en það skiptir engu máli. Hitt er aðalatriðið, hvort þessar kirkju- myndir færi mönnum ekki heim sanninn um það, að samkeppni um kirkjubyggingar viff húsameistara ríkisins sé f raun og veru þýffingarlaus. . 1. mynd. Hallgrímskirkja á Skólavörðuhœð (líkan) 2. mynd. Katólska kirkjan í Reykjavík 3. mynd. Matthíasarkirkja á Akureyri Hallgrímskirkja Byggingarnefnd Reykjavíkur hefir hinn 11. þ. m. veitt leyfi til þess að reisa Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð eftir upp- drætti Guðjóns Samúelssonar. Falla þar með væntanlega nið- ur hinar smálegu deilur, sem reynt hefir verið að vekja um málið. Bygging Hallgrímskirkju verður ekki stöðvuð, af því að söfnuðurinn er einhuga um að reisa hana. Erlendar fréttir Rússar tilkynna, að þeir hafi tekið Karkov eftir harða bar- daga. Þjóðverjar hafa ekki við- urkennt fall borgarinnar enn- þá, en segja að Rússar séu komnir inn í hana og sé barizt í návígi á götum borgarinnar af hinni mestu heift. f Kákasíu er her Þjóðverja á flótta yfir til Krímskaga eftir að Rússar náðu borginni Kras- nodar á sitt vald. A viðavangi BURT MEÐ BRYNJÓLF! Meðan Sósíalistaílokkurinn lætur Moskvakommúnistann Brynjólf Bjarnason ráða lögum og lofum innan flokksins, er varla von að mikið sé að marka skraf Þjóðviljans um sam- starfsvilja við aðra þingflokka. Lundarlag Brynjólfs sver sig allt í ætt við heimatrúboðs- og ofsatrúarmenn, sem hóta dauða og eilífum kvölum öllum þeim, sem eitthvað víkja frá hinni einu réttu sáluhjálplegu trú. Ef Sósíalistaflokkurinn vill láta taka skraf sitt um lýðræði, „vinstri stjórn“ og samstarf, al- varlega, verða þeir að losa sig við Moskvaíhaldið úr forustu flokksins. ÞINGVÍSA. Gísli Jónsson er kunnur að pví að telja sér skylt að taka til máls um flest þingmál, sem fyrir koma. Hér á dögunum sló eitthvað út í fyrir honum, og var hann há spurður, hvort hann talaði fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins í þessu máli. En Gísli kvað nei við, hann talaði fyrir skyn- semina. — Varð þá einum þing- manni þessi vísa á munni: Þar gekk einn fram ófeiminn, ávarpaði hina, — ekki fyrir flokkinn sinn en fyrir skynsemina. ÞEIR VILDU EKKI! Morgunblaðið skrifar um kosninguna í menntamálaráð og segir það vera mála sannast, að hvorki Árni Pálsson eða Guðmundur Finnbogason hafi viljað taka aftur sæti í ráðinu. Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki „sparkað“ þeim. Ekki er ástæða til að rengja þessar upplýsing- ar blaðsins, en þar fyrir verður enginn fróðari um hina skyndi- legu ólyst á afskiptum af menntamálum, sem allt í einu hefir heltekið þessa tvo ágætu menn. ■ Sj álfstæðisflokkjurinn heimti aðeins 18 atkv. af 20 við kosn- inguna, en kommúnistar fengu eitt atkv. fram' yfir sína þing- mannatölu. Virðist því einn af listafrömuðum Sjálfstæðis- manna hafa kastað atkvæði á kommana til þess að gefa til kynna samstarfsvilja sinn við þá í menntamálaráði. Þessu ættu þeir Valtýr og Vilhjálmur að velta fyrir sér. PENINGAÐALLINN OG ALÞÝÐUFLOKKURINN. Alþýðublaðið telur, að Fram- sóknarflokkurinn hafi ekki staðið sig eins vel í baráttunni gegn peningaaðlinum og um- mæli Tímans benda til. Hins vegar hafi Alþýðuflokkurinn sinn skjöld hreinan. í tilefni af þessu mætti benda Alþýðublaðinu á kosninguna á Snæfellsnesi. Þar kom vel í ljós, hvernig peningaaðallinn hyggst að vinna kjördæmin. Hvaða hömlur vildi Alþýðuflokkurinn leggja á þá iðju peningaaðals- ins? Alþýðublaðið ætti að svara því áður en það hrósar flokki sínum meira fyrir baráttuna á móti peningaaðlinum. . Frá Rostov reka Rússar flótta Þjóðverja vestur á bóginn með- fram Svartahafi. Þrengist óðum um her Þjóðverja á Donetsvíg- stöðvunum, og er hann sagður í mikilli hættu. f Túnis verjast Þjóðverjar af harðfengi og hafa sótt fram um 50 km. á einum stað. Leggja þeir allt kapp 'á að hindra 8. her Breta frá að ná sambandi við herlið Bandamanna i Al- gier. Á Sikileyjarsundi hafa Banda- menn sökkt sjö flutningaskipum fyrir Þjóðverjum og ítölum. Var eitt þeirra olíuskip.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.