Tíminn - 04.10.1942, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.10.1942, Blaðsíða 4
444 TÍMUVN, smmndagiim 4. okt. 1942 112. blað Skipstjóri í 25 ár (Framh. af 1. siðvj - hópar komu á hafnarstaðina. Sérhvert byggðarlag átti nóg með sig. „Þetta var nú í fyrra stríði", sagði skipstjórinn. — Það var oft kvöl i vond- um veðrum að velja á milli far- þeganna og hinna vörusnauðu byggðarlaga við lélegar hafnir. Hvort heldur átti að liggja og bíða, ellegar snúa frá og flýta ferðinni! Á Sterling var Einar skipstjóri í 4 ár, á Goðafossi í 9 ár og á Dettifossi hefir hann verið 12 ár. — Frá 1927—1939 sigldi Einar skipum sínum milli Reykjavíkur um England til Hamborgar. „Ströng áætlun, en góðar hafnir“. — Hrakningar? — Hefi aldrei lent í hrakning- um, og aldrei orðið neitt að neinum minna skipverja eða samferðamanna. Tel ekki, að einu sinni fór maður sem ég var með á skútu, úr liði á öxl. — Einu sinni var óttast um okkur á Sterling. Við lágum á Blönduósi og áttum að fara það- an til vesturhafna Húnaflóa, þegar á skall norðanstórhríð, svo að á Blönduósi varð eigi leg- ið. Farþegar voru margir, og þegar legið hafði verið úti í sólarhring án þess að veðri slot- aði eða upp rofaði, var afráðið að halda til ísafjarðar. En bjarghringir voru í slyðrum á miðþiljum, en tveir höfðu ein- hvernveginn skolast fyrir borð, og var fregn um „rekann“ kom- in til Reykjavíkur, áður en við komumst til ísafjarðar. — Björgun? — Hefi stundum komið með fleiri menn að landi,en ég hefi farið með. Telst að mér og mín- um samverkamönnum hafi auðnast að bjarga 23 mönnum úr sjávarháska. Einar Stefánsson er tvikvænt- ur. Fyrri kona hans var skip- stjóradóttir frá Marstal. Síðari kona hans er Rósa Páls- dóttir, Eyfirðingur að ætt, hin ágætasta kona. Þegar litið er til baka og íhug- að er hversu okkur, eyþjóðinni, vegnaði meðan við áttum eigin skip í förum, og hversu okkur hrakaði og hlaut að hraka, eftir að við gjörðum sáttmálann við Noregskonung, um að hann sendi hingað sex haffær skip árlega með varning, þá skiljum við hversu mikilsvert það var, þegar við afréðum öðru sinni að eign- ast skip og áræddum að læra að sigla þeim. Og þegar maður hef- ir dvalið góða stund og rætt við hinn ýturvaxna, yfirlætis- lausa skipstjóra, á hinu veglega heimili hans, um þau fjörutíu og þrjú ár, sem hann er búinn að vera sjómaður, og það sem breyzt hefir á þessum árum, þá skilur maður hver lífæð sigling- arnar eru okkur, og hversu eðli- legt það er, að eigi að heimta peningana eða lífið af þessari þjóð, að þá sé vopninu miðað á siglingarnar. G. M. Á víðavangl. (Framh. af 1. síðu) af Vatnsnesi á barnasíðuna. Þetta eru sjálfsagt duglegir piltar heima fyrir. En ósköp klæðir þessi orðvaðall þá illa. Lærdómurinn úr stjórnmála- skóla Gunnars Thoroddsens fer þeim líkt og þeir hefðu pípu- hatt á höfðinu en íslenzka leð- urskó á fótunum. Pilturinn frá Ósum heldur, að öll framtíð þjóðarinnar sé undir því komin, að öllum flokkum sé útrýmt nema Sjálf- stæðisflokknum. Óhindruð sam- keppni á öllum sviðum, ekkí sízt um verzlunargróða, sé höf- uðskilyrði fyrir „góðri sambúð stétta þjóðfélagsins undlr kjör- orðinu: Stétt með stétt. Hvort er þetta heldur moð- Sök bítur sekan (Framh. af 1. síðu) var skip það, er féla^ði hafði til flutninganna, fast í öðrum flutningum, og skapast af þessu margvísleg óþægindi, þar sem nú er kominn sá tími, að nauð- synlegt er að koma mjölinu til bænda hið allra fyrsta.“ Húsavik. Samkv. upplýsingum frá Þórhalli Sigtryggssyni kaup- félagsstjóra, hefir Kaupfélag Þingeyinga nú fengið alls 1000 poka. Hafði pantað 3000 poka. Ekki enn fengið fullnaðarsvar um afganginn. Flutningsmögu- leikar engir eins og sakir standa. Stjórn kaupfélagsins skipti þessum 1000 pokum milli sveit- arfélaganna. Fóðurbirgðafélög- um í hverjum hreppi var falið að skipta því milli einstaklinga. Þetta er nú verið að flytja frá Húsavík. Bændum liggur á fullri vitn- eskju. Sláturtíð er bráðum liðin. Þeir verða að haga ásetn- ingu eftir þvi, sem þeir fá af fóðurbæti. Og fluttningar innan héraðs geta þá og þegar teppzt. Reyðarfjörður. Samtal við I Þorstein Jónsson kaupfélags- stjóra, Reyðarfirði. „Hefi ekki einn poka af síld- armjöli. Hefi pantað frá Siglu- firði, en fékk aðeins 50 poka með Esju í stað 1000. Hefi snú- ið mér til S.Í.S. með pöntun á 600 pokum og útvegun á flutn- ingi. Á von á síldarmjöli frá Seyðisfirði, en ekki nógu miklu. Síldarverksm. ríkisins gátu ekki látið 1000 poka. Vissu ekki fyr- ir víst hvað ég fengi. Mjög baga- legt vegna örðugra flutninga upp á Hérað, þegar komið er haust.“ Morgunblaðið getur reynt að hagga þessum staðreyndum ef það getur. Eitt er víst: Það þarf meira en gífuryrði til að sannfæra bændur á Norður- og Austurlandi um að þetta sé „allt í lagi.“ Leiðréttingar. 1. Morgunblaðið segir m. a.: „Kaupfélög, sem áttu fullar vöruskemmur af mjölinu, voru látin neita að afhenda einn einasta mjölpoka — —“ Hvaða félög eru það, Moggi sæll? — Eða átti t. d. Kaupfé- lag Þingeyinga að láta alla þessa 1000 poka í eina eða tvær sveitir, þótt hinar fengju ekkert 2. í landinu eru 8224 smál. af síldarmjöli, segir Moggi. Það er rétt, að Viðskiptanefnd hafa borizt upplýsingar um nokkrar birgðir eftir að hún gaf ráðu- neytinu, fyrstu skýrslu um mál- ið. En í þessari tölu Moggans eru 660 smál., sem eru þegar seldar og kaupandi hefir ennþá ekki samþykkt að gefa þá sölu eftir, enda munu fullyrðingar Morgunbl. um nægar birgðir ekki greiða fyrir því. Aðrar birgðir, sem blaðið telur hjá verksmiðjunum, hljóta að vera frá fyrra ára, ef þær eru þá til. En því stöðvaí stjórnin þá af- greiðslu, fyrst að birgðirnar eru svona miklar? 3. Morgunbl. ætlar að afsaka sig með því, að allt skiprúm strandferðaskipanna, sem með nokkru móti hafi fengizt, hafi verið notuð til þess að flytja síldarmj öl. Þetta er rangt. Það var ekki hausaspeki eða hreinræktáður nazismi? Hinn pilturinn veit sjáanlega betur en hann lætur og er prúð- ari og greindari. Hann leggur réttilega áherslu á það, að byggð býli fari ekki í eyði vegna húsaleysis. Þetta er líka skoðun Fram- sóknarma.nna, en hvað segir pilturinn þá um skoðun Morg- unblaðsins, sem vill leggja all- ar „harðbalasveitirnar“ í eyði. — Hvar heldur hann að Vatns- nesið leri^di þá? Upplansn — Viðnám (Framh. af 3. síðu) fara fram.úr því, sem heilbrigt og eðlilegt gæti talizt. En á þeim timum, sem nú eru, og ef tekjur launþega og flestra framleið- enda væru algerlega bundnar með fast ákveðnu kaupgjaldi og afurðaverði sýnist einnig rétt að tekjum annarra þegna þjóðfé- lagsins séu ákveðin takmörk sett. Tel ég því að vel geti komið til mála að ganga ennþá lengra í því að taka stríðsgróðann með skatti. Jafnframt þarf að leggja þá kvöð á þá aðila, sem skatt- urinn rennur til, ríki og bæja- og sýslufélög að leggja hann eða einhvern hluta hans í heilbrigð- an atvinnurekstur, svo sem síld- arverksmiðjur, frystihús, skipa- kaup, landbúnað eða annað þess háttar. Hér að framan hefi ég bent á nokkrar ráðstafanir, sem allar miða í þá átt að veita viðnám gegn vaxandi upplausn. Ýmis- legt fleira mætti nefna, t. d. teldi ég æskilegt, að nefnd sér- fræðinga væri falið að athuga það, hvort gengishækkun væri framkvæmanleg, þ. e. hvort út- flutnings atvinnuvegir og pen- ingastofnanir gætu borið hana. Skoðun mín er sú, að annað hvort verði að gera átök í þess- um efnum, þegar að kosningum loknum eða alger upplausn sé í vændum, sem ekki verði rönd við reist. Nú er því annað hvort að duga eða bugast. Það verða kjósendur og skilja og velja sér þingmenn næsta kjörtímabil, eftir því, hverja afstöðu þing- mannaefnin hafa til þessara mála. notað í sumar, þrátt fyrir á- bendingar frá Skipaútgerð rík- isins. Og í sept. var afgreiðsla stöðvuð frá Ríkisverksmiðjun- um, en Súðin fékk slatta á Djúpavík til flutnings eftir að hafa farið fram hjá Raufar- höfn og Siglufirði án þess að taka þar einn poka af mjöli. 4. Mbl. segir að Tíminn „hafi Iogið því upp frá rótum, að af- greiðsla á mjölinu hafi verið stöðvuð." Þetta hefir þó greinilega komið fram í skiptum KEA og Kaupfélags Þingeyinga, eins og skýrt er frá hér að framan. Þótt skallinn á Mogga sé vafalaust þykkur eins og á beinasna, ætti hann að vara sig á að lemja honum svona hastarlega við steininn! 5. Loks segir Morgunbl., að síldarmjölsbirgðir hafi verið geymdar í fyrravetur, eftir til- lögu Sveins Benediktssonar. Þetta er ósatt, enda sennilega haft eftir forsætisráðherra. Tillagan um að geyma síldar- mjölsbirgðir var samþykkt á ráðherrafundi, og ábyrgð ríkis- sjóðs gefin fyrir, að verksmiðj- urnar yrðu skaðlausar. Hitt er sannanleg staðreynd, að Sveinn Benedíktsson neitaði, sem full- trúi Sjálfstæðisflokksins í síldar;yerksmiðjustjórninni, að afhenda mjölið til bænda fyrir það verð, sem ríkisstjórnin setti á það síðastliðið ár. Sveinn hætti ekki þessari mótspyrnu við málið fyrr- en honum var hótað, að hann yrði rekinn úr stjórn síldarverksmiðjanna, og þegar hann loks fékkst til að láta undan, uppnefndi hann mjölið og kallaði það „gjafa- mjöl.“ Það stoðar ekki ríkisstjómina á flóttanum, þótt Morgunbl. reyni að ausa auri og ósannind- um í slóðina. Staðreyndirnar tala sínu máli um allt land: Vetur nálgast, en fóðurbætir er ekki fáanlegur. GAMLA BÍÖ— Waterloo-bráin (Waterloo Bridge).! Amerísk stórmynd. Að- alhlutverkin leika. VIVIEN LEIGH, ROBERT TAYLOR. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3Vi-6í4: „ L A D D Y « með TIM HOLT. r- -NÝJA BÍÓ -___ Flughetjurnar (Keep ’em Flying) Bráðskemmtileg mynd. — Aðalhlutverkin leika skop- leikararnir frægu: BUD ABBOTT og . LOU COSTELLO. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ný bók: Máninn líður (The Moon is Down) EFTIR JOIIj\ STEINBECE í þýðingu Siííurðar Einarssonar dósents. Sölumetsbókin í Ameríku 1942 Fínnur Einarsson Bókaverzlun Austurstræti 1 — Sími 1336 . i ■■ i ■■ ii ini ■■ i mt n ■■■ n ii — i ii ii , mm ♦ Hlutaveltu halda skátarnir i d a g klukkan 2 eitir hádegi á Laugaveg 39 (bakhúsid) Þar verða margir góðir munir á boðstólum m. a. PENINGAR Postulíns kaffistell fyrir 12 manns. Glersokkar Silkisokkar Skinnjakki Svefnpokar (frá Toledo) Ferðatöskur Vindsæng ísl. leirmnnir Rafmagnsofnar Standlampar Allskonar matvörur, ásamt ýmsum öðrum góðum og gagnlegnm miiiinm sem of langt yrði npp að telja. Dráttnr 50 aura.----- ■ ■ Aðgangnr 50 aura. Telpukápur fallegt úrval, nýkomið. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f. Kosningapistlar haustið 1942 (Framh. af 3. síðu) bráðabirgðafrumvarp upp úr tillögu Framsóknarmanna og eldra frumvarpi Skúla Guð- mundssonar og þóttust hafa leyst af höndum mikla raun. Eysteinn Jónsson og Páll Hall- grímsson sáu, að rétt var að negla Sjálfstæðisflokkinn niður við hans eigin rúmstokk, og lögðu til, að í þessa grein fram- kvæmdasjóðsins yrðu veittar 10 miljónir af stríðsgróðaskatti. Þó sveið einum Sjálf- stæðismanni mjög í augum eyðslan til byggðanna og ritaði undir álitið með fyrirvara. Gísli Sveinsson hafði ekki liðkazt meir við 8000 kr. framlag ríkis- sjóðs í bíl hans heldur en það, að hann ætlaði sýnilega að láta tillögu Framsóknar- manna um rafmagnsmál dreif- býlisins daga uppi. Þó komst hún á dagsskrá og var rædd með nokkurri elju af okkur Bjarna borgarstjóra um mið- nætti undir þinglok. Þá ætluðu nokkrir Sjálfstæðismenn og all- ir þingmenn verkamanna- flokkanna að svæfa málið í nefnd, en Framsóknarmenn björguðu málinu frá þeirri tortímingu. Við lokaatkvæða- greiðsluna þorðu fulltrúar bæja- flokkanna, sem hafa eyðilagt frv. Skúla Guðmundssonar, ekki annað en vera með fram yfir kosningar. En þeir skulu ekki fá að sofa eins vært á málinu í þetta sinn eins og á kosningabombu sinni frá 1929. Héðan af munu Framsóknar- menn ekki slíðra sverðið I raf- magnsmálinu fyrr en tillaga Jóns Árnasonar er komin í framkvæmd. t Teknir úr umferð (Framh. af 2. slðu) Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú ákveðið að sýna kjósendum þessa menn ekki framar og þannig tekið þá úr umferð á hinni pólitízku braut. Þessir menn hafa sérstaklega verið taldir fulltrúar æskunnar í Sjálfstæðisflokknum. Má vel á því marka, hvert brautar- gengi unga fólkið veiti Sjálf- stæðisflokknum. Yantar HANKMO- eða diskahcrfi þriggja hesta. Tilboð sendlst afgr. Timans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.