Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 7
tektsins, tel ég að hann eigi eftir að líkja ósjálfrátt eftir húsum úr raunveruleikanum. Eg held að fólk sé bara að þreifa sig áfram, en það er enginn viss stíll í gangi. Hinsvegar sér maður vissar hneigðir í átt að gífurlegu raunsæi og nákvæmar eftirlíkingar af hlut- um úr raunveruleikanum. Hversvegna ger- um við þetta? Byggingar geta verið svífandi, á hreyfíngu, of stórar eða of litlar - hvað er „of‘ í þessu sambandi? - og ég tel að í fram- tíðinni munum við venjast allt öðrum hlutum í sýndai-veruleikanum en tíðkast í dag. Við þurfum til dæmis ekki að skipuleggja upp- lýsingar í myndrænu formi skrifborðs, með skjölum, möppum og slíku, heldur má þróa allt annað kerfi. Þetta er bara sá raunveru- leiki sem við þekkjum í dag og hann tökum við með okkur inn í sýndarveruleikann. Hérna komum við inn á hitt sviðið sem ég hef mikinn áhuga á. Það er að búa til heim þar sem maður getur safnað upplýsingum sínum saman og skipulagt þær sjónrænt þannig að maður er ekki bara með möppur og skjöl, eins og fólk þekkir úr Windows-um- hverfinu, heldur þrívíddarheim þar sem hægt er að tengja skjöl með öllum möguleg- um hætti og skipuleggja þannig hugmynda- heim sinn á allt annan hátt en við eigum nú að venjast. Þetta er því þrívíddarheimur tengdur persónulegum gagnabanka. Slíkir myndrænir upplýsingaheimar geta svo þró- ast út í að vera fjölnotendaumhverfí þar sem fólk getur boðið hvert öðru inn í sinn upplýs- ingaheim eða a.m.k. hluta af honum.“ Aftur að sýndarháskólunum. Hvernig fer kennslan fram í þessum háskólum? „I raun er þetta ekki svo ólíkt venjulegum háskólum. Hver háskóli býður upp á nám- skeið sem „raunverulegir" prófessorar halda inni í sölum sýndarbyggingarinnar. Nem- endur skrá sig á námskeið og fá aðgang að rafgerving sem er staðgengill þeirra inni í heiminum. Þeir sækja svo tíma í ákveðnum fógum í ákveðnum skólastofum, rétt eins og í raunveruleikanum. Þar inni getur prófessor- inn sem er líka í formi rafgervings sýnt myndbönd, kyrrmyndir, kallað upp gröf, lík- ön og teikningar eða texta. Allt eru þetta skjöl sem nemandinn getur svo tekið með sér heim og skoðað þar. Þar sem um margnotendaumhverfi er að ræða, þá geta samræður orðið jafn stór hluti kennslunnar og í hefðbundnum háskólum. Nemendur geta einnig hist í salarkynnum háskólans og rætt námið eða bara um daginn og veginn." I rafheimum eru allir hlutir ritaðir með tölvukóðum. Er því ekki einfalt að breyta t.d. háskólasvæðinu eftir því hvernig kennslu- hættir háskólans breytast? „Jú, því inni í stafrænum heimum er auð- velt að hafa alla hluta staka. Hvert hús getur verið stakur kóði sem er sóttur í hvert skipti sem heimurinn er hlaðinn. Þannig má á mjög auðveldan hátt breyta stökum hlutum án þess að breyta sjálfum heiminum í aðalkóð- anum. Þetta notaði ég þegar ég forritaði há- skólaheiminn og því verður mjög auðvelt að aðlaga hann að breyttum aðstæðum. Þetta er líka notað í flestöllum heimum eins og Colonycity eða Active Worlds á Netinu. Þessir heimar eru vinsælir margnotenda- heimar þar sem maður getur hannað eða val- ið sitt eigið hús af heimasíðu heimsins.“ Sérð þú fyrir þér að fólk eigi eftir að eyða sífellt meiri tíma í rafheimum og ef svo er, hvaða afleiðingar telur þú að það hafi á sam- félag manna? „I framtíðinni munu örugglega flestir í hinum vestræna heimi verða nettengdir og fara að byggja sér hús og önnur umráða- svæði inni á Netinu. En við erum enn að bíða eftir byltingunni. Ef tæknin og mannleg hugsun þróast í samhengi við hvort annað, þá má búast við því að menningin fari að taka við sér mjög fljótlega, því við erum að verða tilbúin með nauðsynlegustu tæknina. Töluvert hefur verið skrifað um breytt hátt- erni fólks inni í rafheimum, bæði af sálfræð- ingum og félagsfræðingum og margt af þess- um skrifum hefur verið mjög athyglisvert. Eg man til dæmis eftir einu dæmi þar sem manni var refsað fyrir að hafa eytt barþjóni og herbergjum í einhverjum heiminum með því að forrita hlutina burt og það átti að refsa honum með því að neita honum um að- göngu að heiminum. Þetta var svo skelfileg tilhugsun fyrir viðkomandi að hann bað um að verða refsað frekar í raunveruleikanum þannig að hann gæti haldið áfram að vera til í sýndarheiminum. Mér fannst mjög merki- legt að heyra þetta og ég er ekki viss um að allir sem eru að hanna þrívíddarheima geri sér grein fyrir því hvaða sálfræði liggur hér að baki.“ (Heimasíða Sigrúnar er: www.sigi-un.com og þaðan má komast inn á aðra vefi, t.d. inn á háskólasvæðið.) DÁSAMLEGT ÓHAPP AÐ HAFA ÞÝTT LAXNESS Ú VERÐUR að afsaka en ís- lenskan mín er ómöguleg," segir José Antonio Fernández Romero þegar við höfum heils- ast á umferðamiðstöðinni í heimaborg hans Vigo í Galisíu sem er sjálfstjórnarhérað á norð-vesturströnd Spánar. Ég segi eins og er að mér heyrist hann ekki þurfa að hafa áhyggjur af íslenskunni sinni en hann maldar í móinn og segist hafa verið að lesa í gegnum Þórberg Þórðarson undanfarna daga til að undirbúa sig fyrir viðtalið. „Hann er einn af mestu stflistum sem íslensk tunga hef- ur átt og því gott að rifja upp málið með hon- um.“ Allt viðtalið heldur Romero áfram að af- saka íslenskuna sína en ég kemst alltaf betur og betur að því hve ótrúleg tök hann hefur á málinu, það renna upp úr honum orðasam- bönd sem fæsth- íslendingar hætta á að nota og þá sjaldan sem honum verður á að beygja vitlaust leiðréttir hann það sjálfur eftir svolitla umhugsun eða spyr foi-vitinn hvernig þetta eigi nú aftur að vera, - nokkuð sem ís- lendingar gera heldur ekki svo gjarna. En hugarfar Romeros þarf kannski ekki að koma á óvart, hann er prófessor í málvísindum við Háskólann í Vigo og svo segir hann að það liggi ein- hverjh- leyniþæðir á milli sín og ís- lenskunnar eftir tíu ára dvöl sína hér á sjötta og sjö- unda áratugnum, „þrátt fyrir að hafa lært önnur tungumál þá hefur íslenskan staðið mér næst ein- hverra hluta vegna,“ segir hann og brosh- að örlög* um sínum. Sjálfsagt þekkja ekki margir Is- lendingar nafn Romero, en á Spáni hefur hann verið íslenskum bókmenntum haukur í horni. í fjörutíu ár, eða allt frá árinu 1959, hefur hann fengist við að þýða ís- lenskar bók- menntir á spænsku og galisísku, með nokkrum hléum þó. Fyi-stu bækurnar voru íshmdsklukknn og Heimsljós eftir Halldór Laxness (útg. 1959). Síðan liðu 23 ár, en þá kom út galisísk þýðing hans á Sagnakveri Skúla Gíslasonai- (1982) og tíu ís- lendingaþættir (1984). Aftur liðu 11 ár en þá þýddi Romero hátt í þrjúhundruð ijóð eftir ís- lensk nútímaskáld í mikið safn norrænna ljóða (Poesía Nórdica, 1995). Fyrir þær þýð- ingar hlaut Romero æðstu þýðendaverðlaun Spánai- ásamt Francisco J. Úriz sem þýddi skandinavískan hluta safnsins. Það sama ár kom út annað ljóðasafn (101 Poemas) þar sem Romero þýddi nokkur íslensk ljóð. Árið 1997 voru birtir fimm Islendingaþættir i þýðingu Romeros í tímariti sjóðs sem kenndur er við spænska Nóbelsverðlaunahafann Camillo José Cela. í fyrra kom svo út Ijóðasafn Jó- hanns Hjálmarssonar (Antología) í þýðingu llomeros og fyrr á þessu ári komu Englar al- heimsins efth- Einar Má Guðmundsson út í þýðingu hans. Nýlega hefui- Romero svo lokið við að þýðá Gísla sögu Súrssonar og Banda- mannasögu og væntir þess að þær munu koma út á næstunni. Tilviljanir Það vekur athygli hvað það verður langt hlé á þýðingastarfi Romeros eftir að hann þýddi tvær skáldsögur Halldórs Laxness í lok sjötta áratugarins. Romero verður svolítið mæðu- legur á svip þegar ég inni hann eftir þessu og segist sem minnst vilja tala um þýðingar sínar á Laxness. Hann segir að allur þýðendaferill sinn hafi verið með svolitlum ólíkindabrag, það hafi til dæmis verið alger tilviljun að hann lagði út á þessa braut í upphafi. „Það var í fyrsta lagi tilviljun að ég skyldi José Antonio Fernández Romero hefur þýtt íslenskar bókmennti r á spænsku og galisísku í fjörutíu ár með hléum. ÞRÖSTUR HELGASON komst að því að þýðendaferill Romeros hefur verið með svolitlum ólíkindabrag en á endan- um hafa tilviljanir, óhöpp og efasemdir fært íslensk- um bókmenntum dýrmætan liðsmann suður á Spáni. fara til íslands af öllum löndum heimsins. Ég var við nám í Madríd 1949 og langaði til að læra germönsk mál, ensku eða þýsku. Það var hins vegar ekki germönskudeild við Madríd- arháskóla svo ég hóf nám í málvísindadeild. En löngunin til að læra erlend mál var enn til staðar þannig að ég fór að litast um eftir tæki- færum til þess að komast til annars lands. Mig hafði raunai- alltaf langað til að fara til út- landa. Ég greip því tækifærið þegar ég sá auglýsingu í dagblaði um styi-k til að fara til íslands. Ég fékk styrkinn en það var svo sem ekkert afrek því ég var sá eini sem sótti um. Spánverjar vora ekki mikið fyrir að ferðast á þessum tíma. Ég ætlaði bara að vera í eitt ár og læra tungumálið en ég var á íslandi í tíu ár, 1952 til 1962, fyrst sem styrkþegi og svo sem lektor við Háskóla íslands. Það var svo einnig tilviljun að ég gerðist þýðandi. Þegai- Halldór Laxness fékk Nó- belinn kröfðust Spánverjar að ég þýddi fyrh’ þá eitthvað eftir hann. Ég virðist hafa verið sá eini sem þeir fundu í verkið. Þétta var í raun dásamlegt óhapp, dásamlegt ye.gna þess að ég hefði annars aldrei lagt fyrir tnig þýðingar en óhapp vegna þess að ég var engan veginn til- búinn til þess að taka að mér þýðingastörf. Það var misráðið að láta hafa sig út í þetta svona ungan og óreyndan. Ekki vegna þess að mig skorti íslenskukunnáttu heldur vegna þess að mig skorti spænskukunnáttu. Tök mín á móðurmálinu vora ekki nógu góð, mál- þroskinn ekki orðinn nægilega mikill til þess að fara að vinna með skáldskap. Það verður enginn þýðandi nema hafa góð tök á móður- málinu. Þetta var mikið áfall fyrir mig. Þýð- ingin var ekki góð, í mesta lagi sæmileg. Mér líkaði hún ekki og ég held að mönnum hafi al- mennt ekki þótt hún neitt sérstök. Ég hafði engar forsendur til þess að þýða, ég lét hafa mig út í þetta án þess að hafa getuna til þess. Ég ákvað því að snerta ekki meira á þýðing- um. Það var svo ekki fyrr en 23 árum seinna að mig langaði til að reyna aftur. Þá var ég fluttur aftur til Spánar eftir að hafa búið í Sví- þjóð og Finnlandi í sextán ár. En þrátt fyrir. að það væri langt um liðið frá íslandsdvöl minni og ég hefði talað sænsku miklu meh-a þá kom ekkert annað til greina en að þýða ún íslensku, hún virtist hafa skotið dýpri rótum í mér. Eftir nokkra yfirlegu tókst mér að snara; Sagnakveri Skúla Gíslasonai■ og tíu íslend-! ingaþáttum sem komu út á galisísku. Ég heí* haldið áfram að þýða íslenskar bókmenntir nú síðustu ár en ég hef aldrei þýtt neitt úr öðrum tungumálum, ekki einu sinni sænsku." Það er belra að biða eilítið Romero kennir námskeið í þýðingum við Háskólann í Vigo og segist þar hafa reynt að; miðla af biturri reynslu sinni sem ungur þýð- andi. „Við þessa nemendur segi ég alltaf að þeir verði að gefa sér tíma, þeir verða að bíða með að gefa út þýðingu þangað til að þeir eru tilbúnir. Þýðandi sem hefur ekki náð nægi- lega góðum tökum á móðurmáli sínu gerir hvorki sjálf- um sér né höfund- inum sem hann þýðir greiða með því að birta eftir1 sig þýðingu. Það er betra að bíða eilítið. Ein vond þýðing getur gefið ranga mynd af höfundinum og þýðandanum." Romero segist ennfremm- segjai nemendum sínum frá kynnum sínum af Helga Hálfdan- arsyni, þýðanda, en hann segist eitt pinn hafa aðstoðað hann við að þýða spænsk þjóðkvæði sem birt voru í; tímaritinu Helga- felli. „Ég dáðist mjög að því hversu fljótur Helgi var að þýða. Hann skildi ekki orð í spænsku og bað mig um að þýða vísurnar orð fyrir orð. Síðan bað hann mig að lesa þær fyrir sig á spænsku. Þegar hann hafði heyrt þær tvisvar sinnum greip hann lok af skókassa, sem var sá pappír sem var hendi næst, og hripaði þýðinguna niður. Og hún var frábær. Bæði efnið og hrynjandin komust til skila á undraverðan hátt. Þetta þótti mér alveg stórkostlegt. Þetta geta ekki1 margir og það segi ég nemendum mínum.“ Ég er gamall hundur og flýti mér hsegt Eins og áður sagði hefur Romero nýlokiðí að þýða tvær Islendinga sögur. Hann segist. halda að Grænlendingasaga, Eiríkssaga og Kormákssaga hafi verið þýddar áður á. spænsku. „Annars er áhugi á íslenskum og skandinavískum bókmenntum ekki jafnmikill hér á Spáni og í Frakklandi og á Italíu þar sem hann hefur verið að aukast á undanförn- um ái-um. Ég hef þó í hyggju að halda áfram að þýða eitthvað. Én ég er gamall hundur og flýti mér hægt, ég þýði þegar ég er í skapi til þess og get ekki þýtt eftir pöntun. Ég vil samt helst ekki velja verkin sem ég þýði sjálfur. Ég er ekki sérfræðingur á sviði bók- mennta og vil þess vegna helst að menn sem vit hafa á velji fyrir mig það sem ég á að þýða.“ Sem stendur segist Romero þó helst hafa áhuga á að þýða ljóð íslenskra kvenskálda. „Það eru svo ágætar skáldkonur á íslandi og það væri gaman að gefa út þýðingar á nokkr- um þeirra hér. Ég hefði áhuga á samstarfi við einhvern íslenskan bókmenntamann eða for- lag um útgáfu á ljóðasafni íslenskra kven- skálda hér á Spáni. Skilaðu því til íslands með kveðju.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.