Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 43. og 47. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Enighjalla 11 — hluta —, þinglýstri eign Þorbjargar A. Oddsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri miövikudaginn 22. október 1980 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 43. og 47. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Smiðjuvegi 40 — hluta —, þinglýstri eign Jóns Björnssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. október 1980 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 43. og 47. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980, á Skemmuvegi 4 — hluta —, þinglýstri eign Framleiöslufélags iðnað- armanna, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. október 1980 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1979, á spildu úr landi Smárahvamms, þinglýstri eign Gunnars Krist- jánssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. október 1980 kl. 10.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 107. og 111. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979, og 5. tölublaði 1980, á Digranesvegi 79, þinglýstri eign Edvins Mikaels Kaaber, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 22. október 1980 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 107. og 111. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1979 og 5. tölublaði 1980, á Fannborg 3 — hluta —, þinglýstri eign Karls Davíðssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðviku- daginn 22. október 1980 kl. 11.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Blaðburðarfólk óskast Austurbær Vesturbær Lindargata Garðastræti Hverfisgata 4—62 Sóleyjargata Laufásvegur frá 2—57 Þingholtsstræti Hringið í síma 35408 Verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins: 42% hækkun verðlags og kaup gjalds milli 1980 og 1981 RAGNAR Arnalds, fjármálaráð- herra boAaði i )?ær á sinn fund blaðamenn til þess að kynna þeim fjárlaKafrumvarpið, sem laKt var fram á Alþinni i Íyrradaií. Á fundinum kom fram eins ok raun- ar hefur verið skýrt frá i Morgun- blaðinu, að heildartekjur sam- kvæmt frumvarpinu nema 533,6 milljörðum króna. Þar af eru beinir skattar, tekju- <>k ei«na- skattur áætlaðir 91,6 miíljarðar, óbeinir skattar 431,4 milljarðar króna <>k áætlaðar aðrar tekjur rikissjóðs 10,6 milljarðar króna. Reinu skattarnir eru 17.2% af heildarniðurstöðutölum fjárlaKa- frumvarpsins, óbeinir skattar 80,8% ok aðrar tekjur 2.0%. Heildarskattbyrði vegna skatt- heimtu ríkissjóðs er samkvæmt þessu 28,5% af áætlaðri vergri þjóðarframleiðslu. Tekjuáætlun frumvarpsins er reist á þeim for- sendum að kauplag og verðlag hækki að meðaltali um 42% milíi áranna 1980 og 1981. Heildargjöld ríkissjóðs eru alls 526,5 milljarðar króna, en af þess- ari upphæð renna 214,2 milljarðar til samneyzlu, 87,6 milljarðar til framkvæmda og til framkvæmda- sjóða og um 244,7 milljarðar króna fara til neyzlu og rekstrartil- færslna. Lánagreiðslur A-hluta frumvarpsins umfram lántökur nema alls um 2 milljörðum króna. Frumvarpið eins og það liggur nú fyrir er með um 3,8 milljarða króna greiðsluafgangi. Veigamestu útgjaldaliðir frum- varpsins eru tryggingamál, en til þeirra fara 136,5 milijarðar króna eða 25,9% frumvarpsins, til fræðslumála renna 69,5 milljarðar eða 13,2%, til heilbrigðismála renna 39,8 milljarðar eða 7,6%, til niðurgreiðslna fara 31 milljarður eða 5,9%, til vegamála fara 35 milljarðar eða 6,6%, til vaxtamála fara 19,6 milljarðar eða 3,7%, til orkumála fara 20,7 milljarðar eða 3,9%, til búnaðarmála fara 21,5 milljarðar eða 4,1%, til dómgæzlu- og lögreglumála renna 20,3 millj- arðar eða 3,9%, til húsnæðismála renna 11,8 milljarðar eða 2,2%, til útvegsmála renna 7,7 milljarðar eða 1,5%, til sérstakra efnahags- ráðstafana renna 12 milljarðar eða 2,3% og til annarra útgjaldaþátta renna 101,1 milljarður króna eða 19,2%. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að BSRB-samningurinn kosti ríkissjóð á bilinu 4 til 4,5 milljarða króna, en að auki er gert ráð fyrir 21 milljarði króna til þess að mæta hækkun verðbóta á laun. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að Byggingasjóður ríkisins og Byggingasjóður verkamanna hafi til ráðstöfunar um 40 milljarða króna á árinu 1981, en ráðstöfun- arfé sjóðanna er um 23 milljarðar á þessu ári. Þá er í áætlun um útgjöld til tryggingamála gert ráð fyrir 5% hækkun tekjutryggingar frá miðju næsta ári. Ragnar Arnalds lagði áherzlu á að liðurinn „listir, framlög" hækk- aði úr 480 milljónum króna á fjárlögum ársins 1980 í 859 milljón- ir króna samkvæmt frumvarpinu eða um 79%. Þá kvað hann unnið að endurskoðun laga um Lánasjóð íslenzkra námsmanna og er á síðari hluta þessa árs gert ráð fyrir að lánin brúi 90% af umframfjárþörf námsmanna. Framlag ríkissjóðs til Lánasjóðsins hækkar um 50% milli áranna 1980 til 1981. I lok blaðamannafundarins voru nefnd nokkur atriði um hagræð- ingu í ríkiskerfinu. Var m.a. nefnt, að á fjárlögum 1980 hafi verið ákveðin sala á eldri Fokker Land- helgisgæzlunnar og sala á Árvakri. Nú er gert ráð fyrir sölu varðskips- ins Þórs. Þá segir að áfram verði unnið að endurskipulagningu Bif- reiðaeftirlits ríkisins með það fyrir augum að draga úr kostnaði við skoðun bifreiða og jafnframt er þess getið, að tekin verði til athugunar ákvæði laga um styrki til jarðræktar, framræslu og bú- fjárræktar í tengslum við nýja stefnumótun í landbúnaðarmálum. Þá verður haldið áfram úttekt á starfsemi ýmissa ríkisstofnana, m.a. á rekstri Orkustofnunar, Pósts og síma, Jarðvarmaveitna ríkisins, Jarðborana ríkisins, Ríkisútvarps- ins og fleiri stofnana. Loks er þess getið að athugað verði um samein- ingu stofnana, sem hafi svipað hlutverk í því skyni að draga úr stjórnunarkostnaði. Eru þar nefnd- ar Landmælingar íslands, Sjómæl- ingar Islands, embætti yfirdýra- læknis og Sauðfjárveikivarnir. Frá hlaöamannafundi Ragnars Arnalds fjármálaráðherra. er hann skýrði fjárlagafrumvarpið. Við borðscndann sitja aðstoðarmenn ráðh<Tra á fundinum, Ilallgrímur Snorrason frá Þjóðhagsstofnun, Höskuldur Jónsson. ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu (stendur). Þröstur Ólafsson. aðstoðarmaður ráðherra. Ragnar Arnalds, Brynjólf- ur Sigurðsson. hagsýslustjóri. og Magnús Torfi Ólafsson. blaðafuiitrúi ríkisstjórnarinnar. - Ljúsm.: Ól. K. M. Jón Ólafsson bóndi — sextugur Sextugur er í dag, 15. október, góðbóndinn og sveitarstjórnar- maðurinn Jón Ólafsson í Geld- ingaholti. En hvað ég man sumrin, þegar ég dvaldi hjá honum í kaupavinnu kringum 1960. Þá þótti snjallræði að koma ungling- um í sveit, og þykir raunar enn. Hitt er þó ef til vill meira um vert, þegar haldið er góðu sambandi, eftir að kaupamaðurinn er kominn á fullorðinsár og alvara lífsins tekin við, en það er einmitt eitt af sérkennum fólksins í Geldinga- holti að gleyma ekki sínu kaupa- fólki og halda áfram að þykja vænt um hjúin, þótt tímar líði. Það hefur verið mer hamingja og upplyfting að mega áfram blanda geði við heimiíisfólkið í Geldingaholti, þar sem heimilis- bragur er með öðrum og fjörlegri hætti en tíðkast í hinu fyrirskrif- aða fjölskylduformi vísitolunnar og reiknislokksins. Þar hafa börn- in ekki tvístrast sitt i hverja áttina og því er oft glatt á hjalla í starfi og leik. Svona fjölmenn og samhent familía er orðin að því skapi sjahlgæft sem hón er dýr- mætt fyrirbrigði. Og það er sama, hvenær gestinn ber að garði í Geldingaholti, ævinlega er honum innilega fagnað og skorað á hann að stansa sem lengst og þær áskoranir eru alveg ekta og engin uppgerð til í því fólki. Jón í Geldingaholti er gjörhug- ull bóndi, enda sótti hann sér menntun í búfræðum norður á Hóla í Hjaltadal, þar sem hann var við nám veturinn 1944—45, ásamt Steina í Ásbrekku, Gesti í Skaftholti og fleiri. Það var vina- legur texti, sem þeir skráðu í minningabækur hvers annars um vorið. En (h>ii Jóni láti húskap- urinn vel g bú hans sé í miklu áliti hjá ráðunautum og öðrum hálærðum :erfr;eðingum í land- búnaði. þa hygg eg að ekki sé ofmælt, þótt sagt sé, að honum þyki meira gaman að fénu en kúnum- ekki órgrannt um að mjaltir hafi freinur þótt tilheyra kvenþjóðinni þar á bæ. í sumar voru fyrir 20 i fjósi og hálft fjórða ’hundrað fjár i Geldingaholti. Þó hefur Nonni areiðanlegti mest gaman af hestunum, því að hann er hestamaðe. af guðs náð og tekur sig fnkivel ut i hnakkpum, þegar ha"- u stiginn á hak stórum ug -■ eðilegum Gcldinga holtsgteði■ ■’ ■•'.!!! En frægasti færleikur Nonna er Gulltoppur, sem hafði þrjá um þrítugt, (>egar hann féll fyrir fimmtán árum, glófextur úrvalsgripur, sem vann Ilreppasvipuna hvorki tneira né minna en sex sinnum, þennan fagra og veglega verðlaunagrip, sem fyrst var keppt um árið 1911, og var það reyndar í fyrsta skipti, sem keppt var um gæðingaverð- laun á Islandi Iíg veit ekki, hvort nokkurn tíma er hahlin svo hrúta- sýning á Suðurlandi, að hruta- boltar Jóns í Geldingaholti komist þar ekki á blað og verðla'inarollu átti Nonni á Landbúnaðarsýning- unni á Selfossi fvrir tveimur árum. Það hafa hahiið áfram að hlað- ast á Jón í Geldingaholti viður- hlutamikil trúnaðarstörf, því að samferðamennirnir finna og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.