Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.01.2001, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 C 3 Ræðarar á sigurbraut TÍU meðlimir úr kapp- róðrarklúbbnum Brokey tóku þátt í árlegu innan- hússmóti sem haldið var í Hollandi á dögunum. Þátt- takendur á mótinu voru 140 talsins, á aldrinum 15–17 ára, og þar af voru tvær stúlkur og 8 drengir. Íslenska liðið náði ágætis árangri á mótinu, karla- og kvennaliðin unnu til gullverðlauna í 500 metra spretti og í einstaklings- keppni í sömu vegalengd urðu Íslendingar í 2. og 3. sæti í karlaflokki og ís- lenskur keppandi varð í 3. sæti í kvennaflokki. Eiður Ágústsson sem sigraði í greininni setti nýtt Ís- landsmet og var jafnframt með besta tíma allra keppenda á mótinu í vega- lengdinni, 1 mínútu og 29 sekúndur. Íslensku kepp- endurnir kepptu einnig í liðakeppni í 4 x 500 metra spretti og eftir æsispenn- andi rimmu við hollenskt lið tryggðu íslensku liðin sér 1. og 2. sætið í grein- inni. Karlalið Brokeyjar stóð uppi sem sigurvegari á mótinu þegar árangur allra var lagður saman og kvennaliðið endaði í hópi efstu liða. Ármann Kojic, liðsstjóri og formaður róðrar- félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að ár- angur íslenska liðsins væri góð hvatning fyrir alla þá sem stunda íþrótt- ina hér á landi. Ekki var hægt að merkja á fyrstumínútunum að heimamenn væru líklegir til að vinna sinn annan sigur í vetur og höfðu gestirnir frá Sauðárkróki 9:16 forystu um miðjan fyrsta leikhluta. Við það virtust gestirnir líta svo á að það væri nánast formsatriði að ljúka leiknum með sigri en heimamenn voru á öðru máli. Þegar mínúta var eftir af fyrsta fjórðungi jöfnuðu þeir, 17:17, og nokkrum mínútum síðar náðu þeir 26:21 forystu. Þegar Tindastólsmenn gerðu sig líklega til að jafna metin tóku Bjarki Gústafs- son og Herbert Arnarson til sinna ráða og með fjórum þriggja stiga körfum á stuttum tíma varð munur- inn 46:29. Búast mætti við að Tindastóls- menn hefðu hugsað sinn gang í leik- hléinu en svo var ekki enda fengu þeir varla tækifæri til að komast í gang því leikmenn Vals/Fjölnis voru komnir á bragðið. Sjö mínútum síðar var munurinn kominn upp í 30 stig og Valur/Fjölnir sló af um tíma en tók svo til við fyrri iðju án þess að Tindastólsmenn fengju nokkuð um það að segja. „Það er allt önnur og ánægjulegri tilfinning að vinna leiki,“ sagði Torfi Magnússon þjálfari Vals/Fjölnis eft- ir leikinn. „Við unnum fyrir þessum sigri og við höfum verið inni í fleiri leikjum í vetur en vantað trúna á að geta klárað okkur í gegnum leikina. Sigur er mikilvægur en það skiptir líka miklu máli að við höfum trú á að við séum að gera eitthvað, sem hægt er að nota í leikina. Við spiluðum ein- falda maður á mann vörn en gerðum það aðeins betur en venjulega og hirtum að auki fleiri fráköst,“ bætti Torfi við. Herbert var atkvæðamikill og þurftu varnarmenn gestanna að hafa stöðugar gætur á honum. Bjarki átti einnig góðan leik og Bri- an Holt tók sig á þegar leið á leikinn. Pétur Már Sigurðsson kom inná undir lokin en gerði sér lítið fyrir og skoraði 13 stig. „Við vorum alveg vonlausir, héld- um að við gætum labbað inná völlinn og unnið án þess að hafa nokkuð fyr- ir því,“ sagði Lárus D. Pálsson fyr- irliði Tindastóls eftir leikinn. „Að vísu erum við enn við toppinn í deild- inni en þessi úrslit hjálpa ekki til þegar kemur að lokum mótsins. Nú hjálpar okkur ekkert sigur í leikjum við lið eins og Grindavík, sem var lík- lega besti leikur okkar í vetur,“ bætti fyrirliðinn við dapur í bragði. „Við eigum að geta haldið dampi ef hug- arfarið er í lagi en það gekk ekki og fleiri lið hafa lent í því.“ Shawn Myers var bestur hjá Tindastóli en Adonis Pomones og Ómar Sigmars- son voru góðir í upphafi. Lítið sást til Michel Andropov fyrr en undir lokin þegar hann tók við sér. Langri bið lauk með hvelli ÞRIGGJA mánaða bið hins sameinaða liðs Vals og Fjölnis lauk með hvelli í gærkvöldi þegar eitt af efstu liðum úrvalsdeildarinnar, Tindastóll, fékk rækilega að finna til tevatnsins. Nýliðarnir voru mun ákveðnari og lögðu værukæra Tindastólsmenn að velli með 33 stiga mun, 106:73, í Grafarvoginum en Valur/Fjölnir hafði áður að- eins unnið einn leik í vetur, gegn KFÍ 15. október. Stefán Stefánsson skrifar Heimamenn byrjuðu leikinn meðlátum og hinn nýi erlendi leik- maður Grindvíkinga, Kevin Daley, hóf leikinn með glæsilegri troðslu sem kveikti vel í áhorfendum. Grind- víkingar stilltu upp frekar óvenju- legu byrjunarliði með þá Dag Þór- isson og Elentínus Margeirsson sem nýja menn í þeirri uppstillingu og þeir þökkuðu kærlega fyrir traustið og voru frískastir Grindvíkinga í fyrsta leikhluta. Elentínus átti skín- andi leik í hlutverki leikstjórnanda og áttu ÍR-leikmennirnir sem voru í leikstjórnendahlutverkinu erfitt með að gæta hans. Annars átti allt Grindavíkurliðið fínan leik í fyrsta leikhluta og ÍR-liðið virkaði ekki al- veg tilbúið í slaginn. Í öðrum leikhluta bitu gestirnir hressilega frá sér og átti Eiríkur Ön- undarson stórleik í leikhlutanum og þá urðu stigin 13 hjá honum. Í hálf- leik höfðu heimamenn nauma for- ustu, 58:51, og allt var mögulegt í stöðunni. Gestirnir lentu fljótlega í villu- vandræðum í þriðja leikhluta og virt- ust þá missa móðinn. Heimamenn náðu þó ekkert að bæta við forskotið og það eina sem gladdi augað var skemmtileg troðsla hjá Kevin Daley eftir að Guðlaugur Eyjólfsson hafði hent boltanum í spjaldið eftir hraða- upphlaup. Leikmenn ÍR byrjuðu síð- an að tínast út af í fjórða leikhluta og gestirnir gáfust upp. Eftir að hafa haft 10 stiga forustu eftir þriðja leik- hluta stungu heimamenn af og náðu mest 24 stiga forustu en leiknum lauk með sigri heimamanna, 104:82. Bestir í liði gestanna voru þeir Ei- ríkur Önundarson og Hreggviður Magnússon. Hjá heimamönnum var liðsheildin sterk en þó átti Elentínus Margeirsson bestan leik. Nýi erlendi leikmaðurinn í liði heimamanna, Kev- in Daley, komst vel frá sínum leik. Öruggt hjá Grindavík GRINDVÍKINGAR sigruðu ÍR sannfærandi í Röstinni, 104:82, eftir að hafa haft yfir í hálfleik, 58:51. „Það var margt gott í leik okkar, allir ákveðnir í að standa sig í fyrsta heimaleiknum á nýju ári. Þetta voru tvö dýrmæt stig í baráttunni í deildinni en við stefnum á fjórða sæt- ið úr því sem komið er. Kevin Daley er mikill háloftamaður og getur ýmislegt en á eftir að sýna margt annað,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir sigurinn. Garðar Páll Vignisson skrifar Haukar tóku á móti Þórsurum aðÁsvöllum og sigruðu, 88:78, náðu undirtökunum í öðrum leik- hluta og héldu þeim til loka þrátt fyrir að gestirnir næðu að minnka muninn í fjórða leikhluta. Leikurinn byrjaði með miklum lát- um, bæði lið léku á fullum hraða og hittnin var fín enda lítið um varnir og má eiginlega segja að fyrsti leikhluti hafi ekki verið ósvipaður og stjörnu- leikurinn, enda staðan 29:29 eftir fyrstu tíu mínúturnar. Í næsta leikhluta hægðu menn heldur á sér og tóku til við vörnina. Þórsarar hittu úr 8 af 11 skotum inn- an teigs í fyrsta leikhluta en í 2 af 12 í þeim næsta. Haukar hittu hins vegar úr 9 af 17 í fyrsta leikhluta og 7 af 14 í þeim næsta. Heimamenn náðu níu stiga forystu, 51:42, fyrir leikhlé og um miðjan þriðja leikhluta hafði þeim tekist að ná 16 stiga mun, 70:54. Eftir það varð ekki aftur snúið en engu að síður fór um einhverja stuðn- ingsmenn Hauka þegar gestirnir náðu að minnka muninn í sex stig, 81:75, þegar þrjár mínútur voru eftir. En Haukar héldu út. Sigurður Sigurðsson fór á kostum í upphafi leiks fyrir gestina, gerði fyrstu 12 stig liðsins auk þess sem hann lék ágætlega í vörninni. Hann snéri sig hins vegar í upphafi síðasta leikhluta, þegar staðan var 77:68, og kom ekki meira við sögu. Maurice Spillers átti einnig ágætan leik og Einar Örn Aðalsteinsson barðist af miklum krafti. Óðinn Ásgeirsson lét hins vegar fara fremur lítið fyrir sér og gerði öll sjö stig sín úr vítaskotum. Hjá Haukum var Mike Bargen sterkur, gerði varla mistök, hitti vel og átti fínan leik í vörninni. Bragi Magnússon var sjóðandi heitur og Jón Arnar Ingvarsson lék vel auk þess sem Marel Guðlaugsson hitti vel. Nú héldu Haukar út Skúli Unnar Sveinsson skrifar Morgunblaðið/Jim Smart Hér koma Gunnar Einarsson og Jón N. Hafsteinsson engum vörnum við. trausti og liðsheildin var sterk. Chris Dade sýndi mögnuð tilþrif og stórleikur hans undir lokin gerði það að verkum að Hamarsmenn fögnuðu sigri. Skarphéð- inn Ingason átti einnig mjög góðan leik, bæði í sókn og vörn og með sama áfram- haldi hlýtur Friðrik Ingi Rúnarsson landsliðsþjálfari að gefa honum gaum. Pétur var lengi í gang en hann kom sterkur upp á réttum tíma og hvatti læri- sveina sína vel áfram. Þá gerði Lárus Jónsson góða hluti og var óragur við að sækja að körfu KR-inga þrátt fyrir að hæðinni sé ekki fyrir að fara. Hvergerð- ingar geta verið stoltir af liði sínu eftir þessa frábæru frammistöðu á undan- förnum vikum. KR-ingar áttu lengi vel í miklu basli í vörninni. Í fyrri hálfleik var mikill sof- andaháttur í vörn heimamanna og hvað eftir annað áttu Hamarsmenn greiða leið að körfunni. Þeir réðu illa við Dade í fyrri hálfleik en hann skoraði þá 20 stig. Það fór mikil orka hjá KR-ingum í að vinna upp mun Hamarsmanna og ekki bætti úr skák að þeir lentu í villuvand- ræðum en Jón Arnór Stefánsson, Arnar Kárason og Ólafur Mar Ægisson fóru allir útaf með fimm villur. unni en Pétri og áhorfendum til mikillar undrunar fór knötturinn ekki ofan í körf- una. „Ég hélt að boltinn hefði farið ofan í en þegar ég sá skelfingarsvipinn á félögum mínum áttaði ég mig á því að ég hefði klúðrað skotinu. En sem betur fer kom þetta klúður mitt ekki að sök. Þetta er auðvitað gott afrek hjá liði eins og Hamri, að vinna ríkjandi Íslandsmeist- ara á þeirra heimavelli. Ég var samt eig- inlega búinn að stíla inn á það að vinna fyrsta útileikinn í vetur gegn Keflavík í undanúrslitum bikarsins en ég get ekki neitað því að þessi sigur á Íslandsmeist- urunum var ansi sætur og er gott vega- nesti upp á framhaldið,“ sagði Pétur við Morgunblaðið eftir leikinn. Það er ekki hægt annað en að taka hattinn ofan fyrir Hamarsliðinu. Sigur- viljinn var mikill hjá leikmönnum og þeir báru litla virðingu fyrir Íslandsmeistur- unum. Hamarsmenn léku af miklu sjálfs- ti útisigur arsmanna o sannarlega ástæðu til að gleðjast tisigur í úrvalsdeildinni á þessu auðveldustu leiðina til þess arna í Frostaskjóli í spennandi leik, KR í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.