Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.05.1982, Blaðsíða 28
bandi eru að neyta kolvetnanna í eins upprunalegu (óunnu) formi og hægt er. í reynd kann að vera erfitt að sneyða algerlega hjá hvítu hveiti eða vörum unnum úr hvítu hveiti, þar sem margir verða að borða á vinnustað sín- um. Þó eigum við öll að geta borðað 100% ósigtað heilhveiti- brauð heima fyrir og bakað úr heilhveitimjöli. Við getum einnig bætt upp þau trefjaefni, sem á vantar í mat okkar með því að bæta við hveitiklíði. Það verður einnig nauðsynlegt að hætta að borða sýrop, mol- assis, og sætindi. Forðist að nota brúnan eða hvítan sykur í drykki, te eða kaffi. Flestir sætir drykkir innihalda mikinn sykur, — leitið áreiðanlegra upplýsinga um sykurinnihald þeirra og forðist þá. Ef þér tekst þetta þá losnar þú við áunna sætindalöngun á fá- einum vikum. Ef löngun í sæt- indi vakna má reyna ferska ávexti. Það er mesta furða hve ferskir ávextir og grænmeti eins og gulrætur bragðast sætt, þegar sykurneyslunni hefur verið hætt. Trefjaríkur matur án sykurs er hvorki fábreyttur né sérviskuleg- ur, heldur aðeins valinn af skyn- semi til þess, að líkami okkar fái að nærast á þeirri hollustu, sem hann er skapaður fyrir. Offituvandamálið. Náttúruleg matvara er fyrir- ferðarmikil, fyllir magann fljótt og seður vel. Ef matvaran er fín- unnin, þjappast kolvetnin saman og orkan eða hitaeiningafjöldinn (kaloríurnar) eykst per þyngdar- einingu. Þegar börnum er gefinn sykur, kviknar hjá þeim löngun í sætindi. Þannig hafa margir ánetjast sætindalönguninni, og haldið henni við allt frá barn- æsku. Offeit börn halda því miður áfram að vera offeit eftir að þau eru orðin fullorðin. Þess vegna er svo mikilvægt að koma í veg fyrir offitu, þegar i barn- æsku. Ríkuleg trefjaefni koma í veg fyrir ofát. í fyrsta lagi, þá eru hitaeiningarnar ekki eins saman- þjappaðar og í öðru lagi þarf að tyggja þau vel, sem framkalla munnvatn og aðra meltingar- safa, sem fylla magann og auka á saðningskennd. Nýleg rannsókn sýndi, að ef borðað var hálft kíló af soðnum kartöflum á hverjum degi í 3 mánuði samfleytt þá leiddi það til líkamsléttunar. Kartöflur innihalda mikið af trefjaefnum einkum ef borðaðar eru með hýði og gefa þannig góða saðn- ingu. Þetta minnkar svo þörfina fyrir að borða á milli mála, en það er algeng orsök fyrir því, að fólk fitnar. Það er einnig mögu- legt að léttast með því að borða heilhveitibrauð, svo framarlega sem að ekki sé hrúgað á sultu og sméri. Ef þér tekst að forðast öll unnin kolvetni og borðar heil- hveitibrauð og aðrar vörur úr heilhveiti í staðinn þá aukast lík- urnar á því að þú náir að léttast. Ábendingar um matarval: Það verður nauðsynlegt að af- venjast sætum mat. Það getur tekið nokkra hríð, en þið munuð fljótt finna að ávextir og jafnvel gulrætur, — sem innihalda nátt- úrlega sykra — eru sætir þegar ekki er neytt annarra sætinda eða sykurs. Þessir náttúrlegu sykrar geta ekki valdið skaða þar sem þeir eru í eðlilegum hlutföll- um við önnur efni og hefur ekki verið þjappað saman í verk- smiðjum. Hættið að nota sykur í te og kaffi. Innan fárra vikna mun þér finnast það betra þannig. í stað þess að bragða sætindi eða súkkulaði er gott ráð að neyta ferskra eða þurrkaðra ávaxta eða bryðja hnetur. Það er því ágætt að hafa slíkar vörur við höndina næst þegar máltíð seinkar eða þú finnur til svengd- ar. Reyndu samt að hætta yfir- leitt að fá þér aukabita. Drykkir: Bjór og öl inniheldur sykur. Áfengi inniheldur lítinn sem eng- an sykur en áfengið sjálft er hita- einingaríkt, enda framleitt úr vatnsleysanlegum sykrum. Frá hitaeininga sjónarmiði er líklega best að velja whisky og vatn, þegar nauðsyn krefur að dreypa á áfengum drykkjum. Gos- drykkir og ávaxtasafar innihalda yfirleitt mikinn sykur. Reynið heldur að velja þá sem sættir eru með sætiefnum svo sem Freska og ósætt gos eins og sódavatn, ef þörf krefur. Sæt vín og sherry innihalda meiri sýkur en þurr vín. Að sjálfsögðu verður að gæta hófs í hvívetna, ef svo ber undir. Hunang er sykurblanda, sem býflugur hafa framleitt. Ef þér saknið þess að fá ekki sultu eða sýróp þá reynið gróft marm- elaði í staðinn, en það inniheldur börkefni, og á að borðast með heilhveitibrauði. Kynnist því grænmeti og þeim ávöxtum, sem verslanirnar hafa upp á að bjóða og reynið að gera sem best kaup. Trefjaefnin í káli og salati er næst klíði árangurs- ríkast fyrir þarmastarfsemina. Á sumum tímum árs eru ávextir og grænmeti ódýrari en annað. Reynið nýjar tegundir eftir því sem tækifæri gefast. 26 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.