Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 4

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 4
=NÝ DÖGUN= 4 ann Fiffó lifir innra með mér Mi -segir Elísabet Ingvarsdóttir sem missti 9 ára son sinn af slysförum fyrir tæpum þrettán árum „Ég man eins og gerst hefði í gœr, þegar Friðþjófur Ingi fœdd- ist. Það var 26. mars 1975 á mið- vikudegi fyrir páska. Hann var sérstaklega fallegt barn, en hann var reyndar mjög hœtt kominn í fœðingu. Naflastrengurinn var margvafinn um hálsinn eins og stundum gerist. En við vorum svo heppin að hafa mjög reynda og fœra ljósmóður við fœðinguna og ég hefi alltaf þakkað henni það að Friðþjófur Ingi lifði. Eftirköst voru engin og hann þroskaðist og dafnaði vel. Þegar af fœðingar- deildinni kom beið okkar heima, Ingvar, frumburðurinn okkar, sem þá var að verða 5 ára. Hann fagnaði komu litla bróður síns mjög og með þeim voru alltaf miklir kœrleikar, þó auðvitað kastaðist í kekki annað slagið, eins og gjarnan milli brœðra. Tveimur árum síðar fœddist okk- ur svo þriðji sonurinn, Sverrir Þór. Friðþjófur Ingi eða Fiffó eins og hann var alltaf kallaður, var ákaf- lega rólegt barn. Sverrir Þór, sá yngsti, var hins vegar öllu fyrir- ferðarmeiri og sá um þá hliðina fyrir hönd brœðranna. Á þessum árum bjuggum við í barnmörgu hverfi í Breiðholtinu og Fiffó eignaðist marga vini og varð vinsœll meðal þeirra. 7 eða 8 ára gamall var hann fenginn til að sýna föt á tískusýningum og í bœklingum og fannst bara gaman. Hann lék líka í nokkrum sjón- varpsauglýsingum, þótti hafa rétta útlitið. Fiffó gekk mjög vel í skóla Elísabet Ingvarsdóttir og maður hennar Sverrir Friðþjófsson misstu son sinn, Friðþjóf Inga fyrir toepum 13 árum. Friðþjófur Ingi var þá 9 ára. Elísabet, sem starfar í stjórn Nýrrar dögunar, féllst á að deila með okkur reynslu sinni af missi sonarins. svo að í raun lék allt í lyndi. Lífið blasti við honum. ÖRLAGARÍKUR SUMARDAGUR 9. júlí 1984 rann upp bjartur og fagur með yfir 20 stiga hita. Sverr- ir, maðurinn minn, var á þessum tíma forstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar Fellahellis í Breið- holti. Þennan mánudag var ákveð- ið að hann tœki tvo yngri brœð- urna, þá Fiffó, sem var orðinn 9 ára og Sverri Þór 6 ára, með sér í vinnuna. Þeir voru þátttakendur á sumarnámskeiði á vegum Fella- hellis og því upplagt að fá far með pabba. Þennan dag stóð til að fara með krakkana niður í Elliðaárdal. Ég mun líklega alltaf minnast kveðjustundar okkar Friðþjófs þennan morgun. Hún var með öðrum hœtti en venjulega og mun innilegri. Ég var sjálf að flýta mér í vinnuna en gaf mér samt meiri tíma en ég var vön til þess að kveðja hann. Fyrir það hef ég allt- af þakkað. Það stóð til að Sverrir fœri með hópnum niðrí Elliðaárdal. Það var svo sem ekkert á dagskránni að forstöðumaðurinn fœri með, en Sverrir hafði hins vegar œtlað sér að skjótast niður eftir og taka myndir. Hann komst þó aldrei; festist í viðtölum við fólk í Fella- helli, sem þangað sótti í leit að vinnu. Hins vegar fylgdu auðvitað hópnum traustir og ábyggilegir leiðbeinendur í Elliðaárdalinn. Síminn hringdi um þrjú leytið. Það var Steinunn systir mín há- grátandi og sagði mér að Frið- þjófur litli vœri týndur. Mér fannst það harla ólíklegt. Það hlyti þá frekar að vera Sverrir Þór. En ég áttaði mig þó fljótt á alvöru máls- ins, ekki síst vegna þess að Stein- unn var einn af leiðbeinendunum. Ég hringdi í Sverri en það var allt- af á tali og ég var þá orðin ansi óróleg. Þá datt mér í hug að hringja í lögregluna og sagði þeim að ég hafi fengið tilkynningu um að sonur minn vœri týndur. Ég man vel að lögreglumaðurinn reyndi að halda mér á snakki sem lengst og svaraði mér í raun engu. Ég var óþreyjufull og vildi losna úr símanum og sagði því lögreglu- þjóninum að ég vildi reyna að ná 4

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.