Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 19
Fulltrúar FBM á karlaráðstefnu i Stokkhólmi. F. v. Jóhannes Eggertsson. Margrét Friðriksdóttir og Axel Guðmundsson. A myndina vantar Birgi Ragnarsson. AXEL GUÐMUNDSSON Eg hef ekki lagt það í vana minn að sækja ráðstefnur, en þegar ég sá tilkynningu á vinnustað mínum um karlaráðstefnu í Stokkhólmi, þá kveikti það áhuga minn. Ég hef nefnilega nýlega (fyrir 2 árum) uppgötvað þörf mína fyrir nánd við aðra karla. Ég uppgötvaði þessa þörf á karlanámskeiði sem haldið var hér á landi á vegum bresku mannúðarsálfræðistofnun- arinnar Spectrum. (Því má skjóta inn til gamans að námskeið Spect- rum á Islandi hafa undanfarin ár verið haldin í húsi FBM á Hverfis- götunni). Ég hef stundað sjálfs- ræktamámskeið á vegum Spectr- um hér á íslandi sl. 8 ár og þegar mér bauðst þátttaka í námskeiði með yfirskriftina „Men for men", þá vissi ég ekkert út í hvað ég var að fara. Og enn síður grunaði mig hvaða áhrif þetta námskeið hefði á mig. En ég ákvað að skella mér, fullur eftirvæntingar um það að fá nú loksins uppskriftina að því hvernig „sannur karlmaður" væri. Hvað má maður og hvað má mað- ur ekki? Hvað má maður vilja og hvað getur maður ekki leyft sér að vilja? Hvemig á manni að líða? Þetta vom allt spurningar sem ég átti ekki skýr svör við og vonaðist til að fá þau á silfurfati. Svörin reyndust einföld - en ekki auðveld. „Sannur karlmaður" er sannur þú. í stað þess að fá í hendumar uppskrift að sönnum karlmanni fékk ég fræðslu um hrá- efnið og svo var ég spurður: „Hver er þín uppáhalds uppskrift? Hvað hefur þú matreitt? Hvemig ert þú?" Ég fékk heldur engar upplýsingar um það hvað væri rétt og hvað væri rangt. Mér var einfaldlega stillt upp frammi fyrir þessum sígildu spumingum, sem ég þurfti nú sjálfur að finna svörin við: Hver er ég? Hvað vil ég? Hvað þarf ég? Hvað geri ég? Hvað get ég? Hvað vil ég láta bjóða mér? - Sannur karlmaður er einfaldlega sannur ég. Ég uppgötvaði að ég hafði ekki átt nothæfar karlmannsfyrirmynd- ir í æsku. Ég varð að skapa mér mínar eigin fyrirmyndir og þær vom ekki alltaf raunhæfar. Ég þurfti nú að endurskoða mig og ég þurfti að bera saman bækur mínar við aðra karlmenn. Sýna þeim mig eins og ég er og biðja um það sama frá þeim. Þetta var upphafið að því sem ég kalla mína karlavakningu. Það kveikti aftur í mér áhuga á því að vita hvað karlar em að gera annars staðar í heiminum í þessum mál- vun, - og það var sá áhugi sem dró mig til Stokkhólms. Ég var svo lánsamur að minn besti vinur hefur sama áhuga á þessum málum og hann ákvað að koma með mér. Við erum saman í karlahópi hérna heima og við fundum mikinn stuðning hvor í öðrum. Myndin sem birtist mér á Nor- disk Forum af norrænum karl- mönnum var sú að við kunnum almennt ekki að eiga náin sam- skipti. Við erum mjög varkárir og óöruggir um það hvað við viljum og þurfum frá öðrum, bæði körl- um og konum. Við veljum að halda okkur við rökræður og við leggjum áherslu á að finna baráttufleti. - Berjast fyrir auknum rétti til fæðingarorlofs, sem mér finnst mjög gott mál, berjast fyrir jöfnum rétti gagnvart herskyldu og þar fram eftir götunum. Það sem ég saknaði á ráðstefn- unni var sú nálgun sem ég hef haft á karlmennsku mína og styrk. Ég saknaði þess að skoðuð væri ábyrgð okkar á stöðunni og hvem- ig við getum breytt heiminum með því að taka aukna ábyrgð á okkur sjálfum. Hvemig við þurf- um að sinna okkur sjáfum í stað þess að taka of mikla ábyrgð á öðr- um. Hvernig aukin ábyrgð mín á lífi mínu skilar auknu jaftrrétti til mín og annarra. Hvernig ég þarf að gangast við viðkvæmni minni til að öðlast raunverulegan styrk. Hve mikinn kjark þarf til að gang- ast við þeim hliðum í okkur sem við höfum ekki viljað kannast við. - Og þessi sannleikur á auðvitað ekki einungis við um karla, heldur alveg jafnt um konur. Við viljum réttlæti. Við viljum frið. Við viljum hamingju og ástríkt umhverfi. Þetta á við um flesta og því betri tengsl sem við eigum við okkur sjálf, því betur gengur okkur að skapa okkur þann heim sem við viljum. A Nordisk Forum fann ég einn mann, sem á þessu sviði bar af PREmRim3/95 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.