Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 86
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR54 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Ef hún blótar á sviðinu 2 Seltjarnarnes og Álftanes 3 Sevilla Mynd Ólafs Jóhann-essonar, Africa United, er nú sýnd í norskum kvikmynda- húsum. Norðmenn hafa tekið ágætlega á móti myndinni sem var forsýnd á íslenskri kvik- myndahátíð í Cinemateket í Osló á miðvikudag. Dagblaðið Aften- posten gefur myndinni fjórar stjörnur af sex og setur ekkert út á hana nema þá myndatökuna en myndavélin er sögð oft vera á mikilli hreyfingu. Aftenposten tók einnig ágætis viðtal við Ólaf en hann hefur verið duglegur að kynna myndina í norskum fjölmiðlum og meðal annars hefur hann mætt í viðtöl þar sem hann hefur reynt að halda uppi samræðum á norsku með misgóðum árangri. Í viðtalinu í Aftenposten gagnrýnir Ólafur norska knattspyrnusambandið fyrir að hafa ekki svarað neinum bréfum en hugmyndir hafa verið uppi um það að sambandið gæti hugsanlega nýtt sér myndina í eigin herferð gegn rasisma. Fréttablaðið veltir fyrir sér á hvaða tungumáli bréfið hafi verið skrifað... Ólafur ætti kannski að senda samband- inu nýtt bréf og hafa það á ensku, það væri kannski skiljanlegra. FRÉTTIR AF FÓLKI LÁRÉTT 2 óskiptu 6 hæð 8 sægur 9 yfir rúm 11 frú 12 flott 14 smápeningar 16 nafnorð 17 fjór 18 tunnu 20 golf áhald 21 gort. LÓÐRÉTT 1 líkamshluti 3 í röð 4 sendir 5 dýra- hljóð 7 skemmtun 10 frostskemmdir 13 bein 15 eyja 16 lík 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 öllu, 6 ás, 8 mor, 9 lak, 11 fr, 12 smart, 14 klink, 16 no, 17 fer, 18 ámu, 20 tí, 21 raup. LÓÐRÉTT: 1 háls, 3 lm, 4 loftnet, 5 urr, 7 samkoma, 10 kal, 13 rif, 15 krít, 16 nár, 19 uu Eurovision - keppn-in virðist vera komin í uppnám hjá Íslendingum en hin skrautlega persóna Ágústu Evu Erlends- dóttur, Silvía Nótt, hefur farið mikinn að undan- förnu. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær hótar Samband evrópskra sjónvarps- stöðva að vísa laginu úr keppni vegna óviðurkvæmilegs orðalags en textanum var breytt eftir að hafa verið sendur út til hinna sjónvarpsstöðvanna og inniheldur hið vinsæla blótsyrði „fuck.“ Fréttir af Ólafíu Hrönn og Ingvari E. Sigurðssyni í hlutverkum Silvíu og Mario vöktu einnig litla kátínu meðal aðdáenda sem bauluðu á eftirhermurnar. Gamanið gæti því heldur verið farið að kárna hjá Ágústu Evu, Gauki Úlfarssyni og hinum í Eurovision - hópnum en þau eru nú stödd í Grikklandi að undirbúa sig fyrir undankeppnina sem fram fer 18. maí. Víst er að einn þeirra sem myndi gráta þurrum tárum yfir brottvísun Silvíu væri Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáld, en hann barðist ötullega fyrir því að laginu yrði hent út eftir að það lak á netið þegar undankeppnin fór fram hér á landi. Alþjóðlega listasetrið að Eiðum í eigu Sigurjóns Sighvatssonar á í samstarfi við Ara Alexander Ergis Mangússon um gerð hundrað þátta heimildarmyndaseríu sem byggja á viðtölum hins heimsþekkta sýningarstjóra Hans Ulrich Obrist, við fjölmarga skapandi hugsuði um víða veröld. Mörg viðtalanna fara fram að Eiðum en önnur verða tekin í hinum ýmsu stórborgum heimsins. Alls hafa um tuttugu viðtöl þegar farið fram. Ari Alexander mun leikstýra þáttunum en hann er einn þeirra fremstu í sínu fagi hérlendis. Fréttablaðið tók hann tali og spurði hann nánar út í þetta samstarfsverkefni. „Samstarf mitt með Sigurjóni hefur gengið vonum framar en við unnum saman að gerð heimildarmyndarinnar Gargandi Snilld sem Sigurjón átti frumkvæði að. Nú leiðum við hesta okkar aftur saman í mun stærra verkefni þar sem tónlistar- fólk, myndlistarmenn, rithöfund- ar, vísindamenn, málfræðingar og heimspekingar, allt heimsþekkt fólk, verður tekið tali af ekki minni manni en Hans Ulrich Obrist sem er sýningarstjóri Nýlistasafnsins í París. Grunn- hugsunin að baki þáttaröðinni lýtur að spurningunni, hvað býr að baki svo skapandi hugsuðum. Það er einstakur heiður að fá tæki- færi til að vinna með Ulrich Obrist og eins að komast í tæri við þá flóru skapandi fólks sem hann mun ræða við.“ Meðal þeirra fjöldamörgu sem rætt verður við eru, Yoko Ono, Matthew Barney, Ólafur Elíasson, J.G. Ballard, Mir- iam Backström, Magnús Blöndal, Juan Garcia Esquivel og Alain Robbie-Grillet og Björn Roth.“ Hér eru aðeins sárafáir heims- þekktir hugsuðir og listamenn nefndir til sögunnar. Hver þáttur sem ráðgert er að framleiða fyrir sjónvarp verður um tuttugu og sjö mínútur að lengd, en jafnframt verða viðtölin birt í fullri lengd á DVD-diskum eða um níutíu mínútur að lengd, hvert og eitt þeirra. Verkefnið er ekki fullfjármagnað en Ari segist vongóður um að sú hlið gangi fljótt eftir. „Þetta er langtímaverkefni sem mun í það minnsta standa yfir næstu þrjú til fimm árin. „Þessi þáttaröð er einstök að því leyti að hún mun veita innsýn í hugarheim einhverra þekktustu og frumleg- ustu andans menn samtímans en það hlýtur að teljast ómetanlegt til skilnings á þeim tímum sem við lifum og hrærumst í, bæði fyrir okkur samtímafólk og þær kyn- slóðir sem koma munu, segir Ari að lokum.“ - brb ARI ALEXANDER: GERIR NÝJA HEIMILDARMYND Rætt við fræga hugsuði ARI ALEXANDER Endurnýjar samstarfið við Sigurjón Sighvatsson en þeir gerðu garðinn frægan með heimildarmyndinni Gargandi Snilld. FRÉTTABLAÐIÐ / VALGARÐ Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með okkur Íslend- ingum þegar fyrsta almennilega sólin brýst út. Þá er eins og við umhverfumst og breytumst í sólarsjúka einstaklinga enda ekki furða eftir margra mánaða vetur. Við húkum að sjálfsögðu inni allan veturinn enda nenna fáir að slappa af úti í hríðinni. Ég rölti niður í bæ á laugardaginn þegar fyrsti hlýi dagur sumarsins rann upp. Þá var ansi margt um manninn á Austurvelli og öll kaffihús borgarinnar sem bjóða upp á útisetu voru uppfull og einhverra hluta vegna voru allir með bros á vör og sólgleraugu í stíl. Það er ekki annað hægt eftir langan áhyggjuvetur en að leggja vandamálin á hilluna í nokkra daga, setja upp sparibrosið og njóta við. Það er allavega á hreinu að það er bannað að velta sér upp úr áhyggjum og standa í veseni í þessa fáu fallegu daga sem við fáum ár hvert. Það er líka þannig að á þessum dögum eru allir stemmdir í spjall og heilsa öllum sem þeir þekkja hið minnsta úti á götu. Hver haldiði að nenni að stoppa í „small talk“ úti í biluðu roki við einhvern sem hann var með í barnaskóla? Það var nefnilega svo krúttlegt að ég varð vitni að einu svona spjalli þegar ég sat á kaffihúsi við Austurvöll. Þá var það þannig að ung kona og maður sátu á sitthvoru borðinu við völlinn. Svo heilsuðust þau vandræðalega og stuttu síðar færði ungi maðurinn sig til konunnar. En hún sat einmitt við hliðina á mér. Hann bauð henni upp á hvítvínsglas og þau spjöll- uðu um hvað hefði drifið á daga þeirra frá því í Hagaskólanum og kjöftuðu viðstöðulaust í örugglega klukkutíma. Hann minntist á hversu mikið hún hefði breyst með árunum og heillaði hana með ævintýralegum sögum af ferðalögum sínum og vinnu. Hvort hann var að spinna veit ég ekki en eitt er víst, allar konur hefðu bráðnað í stólnum þar sem hann verður að teljast afar reyndur og heimsvanur maður. Það skemmtilega við þetta var að áður en hún þurfti að þjóta í vinnu bauð hann henni út að borða til að halda samræðunum áfram. Hún þáði það og hélt svo brosandi í burtu. Þetta gerði daginn fyrir mig. Það er bara svo gaman að vera fluga á vegg og fylgjast með fólki dragast saman. Ég held og ég vona að við séum að líkjast örlítið frændum okkar frá Evrópu. Við erum farin að taka upp útimenningu þeirra og getum setið tímunum saman á kaffihúsum og spjallað við aðra en þá sem eru í innsta hring. Það er nefnilega málið! Það hefur enginn gaman af því að vera á endalausum hlaupum og horfa alltaf í hina áttina til að komast hjá því að heilsa. Ég ætla að vona að það verði margir sólardagar í sumar svo við komumst öll á sjéns, en athugið þó vel hver situr á næsta borði! REYKJAVÍKURNÆTUR: HARPA PÉTURSDÓTTIR SÉR SJÉNSA Í SUMAR Sól, sól skín á mig! HRÓSIÐ ...fær kaffihúsið Hljómalind sem býður viðskiptavinum upp á yndislega afslappaða stemningu, heimilislegar innréttingar, reyklaust loft og lífrænt ræktaðar vörur. Undanúrslitaþáttur Meistarans var sýndur í gær en þá var það hún Inga Þóra Ingvarsdóttir sem lagði Erling Sigurðsson að velli í ótrúlega spennandi viðureign. „Þetta kláraðist bara á síðustu spurningu og var alveg hrikalega spennandi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson stjórnandi þáttarins. „Við tókum lokin á þættinum reyndar upp tvisvar því fyrri hlutinn klúðraðist eitthvað og við þurftum að taka stig af Erlingi. En Inga Þóra tók sig bara til og vann aftur þannig að niðurstaðan var sú sama. Það sem gerðist í millitíð- inni var að Erlingur lagði mikið undir eina snúna spurningu um skírnarnafn Freddy Mercury og flaskaði á því, en hann tók tapinu afar drengilega eins og allir hafa gert.“ Í úrslitakeppninni mun Inga Þóra mæta Jónasi Erni Helgasyni en hann er yngsti keppandi Meist- arans. Athygli vekur að þau voru bæði í Gettu Betur liði Mennta- skólans við Hamrahlíð. „Inga Þóra og Jónas virðast bæði vera mjög sterk á taugum en það er það sem skiptir einna mestu máli. Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hversu erfitt þetta er. Það er meira en að segja það að gera þetta. Í næstu viku munum við svo sýna upprifjunar- þátt þar sem verður farið yfir undanfarna þætti en úrslitaþátt- urinn verður svo sýndur á Upp- stigningardag.“ Inga Þóra sigraði með glæsibrag INGA ÞÓRA INGVARSDÓTTIR Hún sigraði í undanúrslitaþætti Meistarans með glæsibrag og mætir Jónasi Erni Helgasyni í úrslitaþættinum. NÝR STÓR HUMAR GRILLPINNAR SIGIN GRÁSLEPPA �������������� ������� ���������� ���� ���������������� �������������� ������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.