Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 81
DAGSKRÁ kl. 14.00 Námskeið sett Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi kl. 14.05 Listin að vera leiðtogi Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO kl. 16.15 Kaffihlé kl. 16.30 Tengslanet Sigríður Snævarr, sendiherra kl. 17.00 Að hugsa stórt - og öðruvísi Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir Hulda Dóra Styrmisdóttir, ráðgjafi Dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR kl. 18.00 Kvennakokteill, góðgæti og óvæntur gestur LEIÐTOGANÁMSKEIÐreykvískar konurfyrir Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síma 515 1700 eða á leidtoganamskeid@xd.is Allar frekari upplýsingar er að finna á www.betriborg.is Reykvískum konum er boðið á spennandi leiðtoganámskeið á Grand Hótel á sunnudaginn, 14. maí. Námskeiðið hefst kl. 14.00 með erindi Ásdísar Höllu Bragadóttur, forstjóra BYKO og höfundar bókarinnar Listin að vera leiðtogi, og lýkur með kvennakokteil kl. 18.00. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík FÓTBOLTI KSÍ hefur í samvinnu við miði.is ákveðið að bjóða fótbolta- áhugamönnum á landinu að kaupa miða á völlinn í sumar í gegnum internetið. Hægt verður að nálg- ast þjónustuna í gegnum vefsíð- urnar ksi.is, landsbankadeildin.is, midi.is og vefsíðum félaga deild- arinnar. Miðar sem keyptir í for- sölu eru 200 krónum ódýrari en þeir sem keyptir eru á vellinum rétt fyrir leik. „Með þessu skrefi erum við að stíga inn í 21. öldina og nýta okkur tæknina,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, þegar hann kynnti þjónustuna. - vig Nýjung í miðasölu: Hægt að kaupa miða á netinu FÓTBOLTI Rétt eins og hjá körlunum er því spáð að núverandi Íslands- meistarar kvenna, Breiðablik, muni standa aftur uppi sem sigur- vegari þegar Landsbankadeild kvenna er á enda í haust. Blikar fengu 189 stig og höfðu nokkra yfirburði í spánni en í 2. sæti er Valur með 159 stig og því næst KR með 152 stig. Þór/KA og FH er spáð tveimur neðstu sætum deild- arinnar. Þess má geta að spáin var að mestu unnin áður en landsliðsfyrir- liðinn Ásthild- ur Helgadóttir ákvað að rifta samningi sínum við Breiðablik til að geta spilað með Malmö og áður en þýska landsliðskonan Viola Oderbrecht skrifaði undir samn- ing við Val. Má gera ráð fyrir því að þær breytingar hefðu haft ein- hver áhrif á spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna deildarinnar. - vig Landsbankadeild kvenna: Breiðablik spáð titlinum SPÁIN 1. Breiðablik 189 2. Valur 159 3. KR 152 4. Stjarnan 112 5. Keflavík 100 6. Fylkir 60 7. FH 49 8. Þór/KA 43 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 9 10 11 12 13 14 15 Föstudagur ■ ■ SJÓNVARP  18.30 Motorworld á Sýn.  19.00 Gillette sportpakkinn á Sýn.  19.30 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttaþáttur.  20.00 FA bikarkeppnin á Sýn. Keppni vetrarins rifjuð upp.  20.30 Súperkross á Sýn. FÓTBOLTI KSÍ, Landsbankinn og samtök félaga í Landsbankadeild- inni hafa sett sér það skýra mark- mið í sumar að slá áhorfendametið í efstu deild. Núverandi met er frá árinu 2001 þegar rétt tæplega 97 þúsund manns mættu á völlinn yfir sumarið en nú á að rjúfa 100 þúsund áhorfenda múrinn. Landsbankinn mun á næstu dögum setja af stað mikla auglýs- ingaherferð um deildina, sem m.a. felst í einhverri umfangsmestu sjónvarpsauglýsingu sem gerð hefur verið hér á landi. - vig Landsbankinn og KSÍ: Ætla að slá áhorfendametið BOX Flest fólk með góðan smekk á kvikmyndum man eftir styttunni góðu sem sást í stórmyndinni Rocky III frá 1982. Er hún af box- hetjunni Rocky Balboa sem átti að vera frá Philadelphiu en stórleik- arinn Sylvester Stallone gæddi þessa alþýðuhetju lífi í einum fimm frábærum kvikmyndum. Rocky-myndirnar gerðu mikið fyrir Philadelphiu á sínum tíma og því fékk styttan stóra að standa á besta stað í borginni til fjölda ára. Hún fór síðan á mikið flakk um borgina en endaði að lokum í geymslu borgarinnar. Nú á að dusta rykið af styttunni og koma henni aftur fyrir á góðum stað enda Stallone búinn að gera sjöttu Rocky-myndina sem heitir einfaldlega Rocky Balboa. Ekki er búið að ákveða hvar en ljóst er að hún fær góðan stað. „Ef það er gerð mynd um Andr- és Önd í Philadelphiu er ekki víst að við myndum koma styttu af honum fyrir. Rocky er fínn en við verðum að ákveða hvar við drög- um línuna í framtíðinni,“ sagði einn af meðlimum borgarstjórnar- innar. - hbg Umdeild risastytta snýr aftur úr geymslu: Rocky Balboa sett aftur á stall í Philadelphiu HVAÐ ER MEÐ ÞESSA STYTTU? Rokkarinn Jon Bon Jovi veltir hér vöngum yfir styttunni góðu sem eitt sinn var látin standa fyrir utan heimavöll ruðningsliðsins Philadelphia Eagles. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FYRIRLIÐARNIR Spá Blikum Íslandsmeist- aratitlinum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR FÖSTUDAGUR 12. maí 2006 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.