Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 80
48 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Ansi athyglisverð frétt birtist á heima- síðu ÍBV, ibv.is, í gær en það er Gísli Hjartarson, meðlimur í knattspyrnudeild ÍBV, sem ritar. Gísli fékk fyrirliða Úganda, Andrew Mwesigwa, til félagsins og hann er ekki hættur að flytja Afríkumenn til landsins, eða réttara sagt til Vestmanna- eyja. Gísli mun á næstunni flytja 15-18 ára stráka til Eyja frá Afríku og Banda- ríkjunum. Gísli hefur þegar ákveðið að reyna að koma ungum dreng frá Suður-Afríku, Wade að nafni, til landsins en þessir strákar verða allt að tíu vikur í Eyjum. Einhvers staðar verða þessir blessuðu menn að gista og því er Gísli búinn að auglýsa eftir fósturheimilum. „Þessir strákar eru efnilegir í knattspyrnu en vantar að koma sér einhvers staðar á framfæri og það geta þeir ekki heima hjá sér. Þetta er tilraunaverkefni sem fór af stað þegar ég fékk Úgandamanninn hingað. Þessir strákar koma hingað í gegnum félagsskap manna úti sem hjálpar strákum sem eru ekki bara efnilegir knatt- spyrnumenn heldur einnig duglegir að læra og þeir vilja halda áfram í skóla,“ sagði Gísli við Fréttablað- ið í gær en nágrannar okkar í Skandin- avíu hafa farið svipaðar leiðir á síðustu árum með ágætum árangri og er nokkuð um Afríkumenn í Norðurlanda- deildunum að gera það gott. Í Belgíu gefur síðan að finna heilt lið sem byggt er upp af Afríkumönnum. En er þetta framtíðin í Eyjum? „Ég vona ekki. Þá meina ég að vonandi höldum við Eyjamenn áfram að framleiða góða knatt- spyrnumenn svo við þurfum ekki að fylla liðið okkar af aðkomumönnum. Svo getur þetta virkað öfugt og við kannski sendum einhverja af okkar strákum í ein- hverja ævintýramennsku. Þetta gæti síðan reynst gjöfult fyrir ÍBV en það verður tíminn að leiða í ljós,“ sagði Gísli sem bíður við símann. GÍSLI HJARTARSON Í KNATTSPYRNUDEILD ÍBV: FLYTUR INN AFRÍSKA KNATTSPYRNUMENN Vantar fósturheimili fyrir Afríkubúa í Eyjum FÓTBOLTI Guðjón minnir á að ekk- ert sé öruggt í hörðum heimi knattspyrnunnar en segir þó að hann verði áfram með Notts County á næsta tímabili. Guðjón tók við liðinu síðasta sumar og byrjaði vel, en fljótlega breyttist tímabilið í hálfgerða martröð hjá liðinu sem bjargaði sér frá falli úr deildinni á síðustu andartökunum í lokaleiknum. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Þegar ég kem er mér lofað ákveðn- um fjárhag, og auk þess sagt að ég fengi pening ef ég sel leikmenn eða leysi undan samningi. Það gerðist ekki þar sem allur pening- urinn fór í rekstur félagsins. Það var erfiðasti bitinn að kyngja, maður þarf oft að borga leikmönn- um fyrir að fara, og þegar maður er með lítinn pening á milli hand- anna þá er erfitt að fá til sín sterka leikmenn,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær, en hann segir dvölina hfa verið erfiða á tíðum. „Að mörgu leyti var þetta erfið- ara en ég bjóst við. Maður verður bara að takast á við það en skammdegið var ansi þungt hér á köflum í vetur,“ sagði Guðjón sem kveðst þó aldrei hafa ætlað sér að gefast upp. „Ég hugsaði aldrei um að hætta. Ég spurði mig aftur á móti hvort það yrði þess virði að vera hér áfram ef engar breytingar myndu eiga sér stað. Það er ekki mjög bjart framundan, en það er betra framundan,“ sagði Guðjón sem ætlar að gera stórtækar breyting- ar á leikmannahópnum í sumar. „Ég er að leita að öllu, ég er þegar búinn að leysa tólf leikmenn undan samningi og hugsanlega eru fleiri á leiðinni út. Ég starfa við mjög þröngan fjárhag og ætla að hafa færri leikmenn í hópnum á næsta tímabili. Að sama skapi munum við borga þeim meira og væntanlega fá betri leikmenn um leið,“ sagði Guðjón sem var með 22 leikmenn í hópnum á tímabilinu en ætlar að fækka þeim um þrjá. Guðjón er ekkert að skafa utan að því þegar kemur að því að tala um næsta tímabil. „Ég ætla að gera alvöru atlögu að því að fara upp. Það er kannski ekki raunhæft en ég ætla mér það samt. Ég set mér háleit markmið og nenni ekki neinu kjaftæði,“ sagði Guðjón Þórðarson. hjalti@frettabladid.is Áfram hjá Notts County Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri enska 2. deildarfélagsins Notts County, ætlar að gera miklar breytingar á liðinu í sumar. Guðjón hefur hafið sannkall- aða vortiltekt hjá félaginu og stefnir rakleiðis upp með liðið á næsta tímabili. ÁHYGGJUFULLUR Þó Guðjón Þórðarson hafi starfað við þröngan kost í Englandi í vetur ætlar hann að halda starfinu áfram. Guðjón sést hér áhyggjufullur á hliðarlínunni í vetu en Notts tapaði mörgum leikjum og rétt slapp við fall. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HANDBOLTI Í lok handboltavertíð- ar hefjast vangaveltur um fram- tíð leikmanna en ljóst má vera að einhverjar hreyfingar verða á mönnum og þá sérstaklega hjá þeim sem eru í neðri deildinni og geta ekki hugsað sér að spila þar. Þeir tveir leikmenn sem eru hvað mest í umræðunni eru markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Mosfellingurinn Ernir Hrafn Arnarson. Björgvin Páll var í láni hjá ÍBV í vetur frá HK en hann stað- festi í samtali við Fréttablaðið í gær að hann yrði ekki áfram í Eyjum. Einnig væri ljóst að hann yrði ekki áfram hjá HK þar sem hann gæti ekki starfað með þjálf- ara liðsins, Miglius Astrauskas, en ósætti þeirra á milli varð til þess að hann fór upphaflega til Eyja. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að val Björgvins standi á milli Fram og Hauka. „Ég er samningsbundinn HK og er að fá mig lausan þaðan. Ég veit af áhuga fjögurra liða og það er allt opið í stöðunni,“ sagði Björgvin Páll í gær en heimilda- menn Fréttablaðsins telja líklegt að hann fari í Fram. Mosfellingurinn Einar Ingi Hrafnsson og Víkingurinn Brjánn Bjarnason hafa líka verið orðaðir mjög sterklega við Íslandsmeist- arana í Safamýrinni. Ernir Hrafn Arnarson er einnig eftirsóttur en talið er að val hans standi á milli Vals og Stjörnunnar. „Ég er óákveðinn. Ég ætla að klára prófin í skólan- um fyrst og tek svo ákvörðun. Það eru tvö til þrjú lið sem ég er að skoða af alvöru,“ sagði Ernir Hrafn í gær en heimildamenn Fréttablaðsins hallast að því að hann fari í Val. - hbg Stóru liðin slást um efnilegustu handboltamenn landsins: Björgvin í Fram og Ernir í Val? BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON Ver að öllum líkindum annað hvort mark Fram eða Hauka næsta vetur. > Gunnar til HK Gunnar Magnússon, sem þjálfaði lið Víkings/Fjönis í DHL-deild karla í vetur, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá HK auk þess sem hann mun hafa yfirumsjón með þjálfun yngri flokka hjá félaginu. Gunnar skrifaði undir þriggja ára samning en þrátt fyrir að vera aðeins 29 ára býr hann yfir umtalsverðri reynslu sem þjálfari. Þá hefur einnig verið geng- ið frá samningum við Litháann Migli- us Astrauskas um að hann verði áfram aðalþjálfari HK en hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil og náði ágætum árangri í vetur. Rúnar hættur Handboltakappinn Rúnar Sigtryggson hefur hætt störfum sem framkvæmda- stjóri Þórs á Akureyri eftir aðeins tæpt ár í starfi. Rúnar kom heim úr atvinnu- mennsku fyrir ári síðan og gekk í raðir Þórs og gerðist framkvæmdastjóri félagsins við sama tækifæri. Formaður félagsins, Sigfús Ólafur Helgason, tekur við starfinu af Rúnari. FÓTBOLTI Samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráða- manna liða í Landsbanka- deild karla munu Íslands- meistarar FH verja titilinn á tímabilinu sem hefst nú á sunnudaginn. FH fékk 268 stig í efsta sætið en saman í 2.-3. sæti eru ÍA og KR með 247. Nýliðum Víkings er spá falli úr deildinni en þeir höfnuðu í 10. og neðsta sæti spánnar. Sam- kvæmt spánni verða það Eyjamenn sem fylgja Víkingum niður en ÍBV fékk 82 stig. Athygli vekur að rétt eins og í spá Fréttablaðsins, Sýnar og NFS er Skagamönnum spáð góðu gengi í ár, en sem kunnugt er hefur félagið fengið góðan liðsstyrk í bræðrunum Þórði og Bjarna Guð- jónssyni sem og Arnari Gunnlaugssyni. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, segir að spáin hafi ekki komið honum á óvart. „Við lentum í 2.-3. sæti í fyrra og ætlum ekki að standa okkur verr en þá svo að þetta er í sam- ræmi við okkar eigin væntingar. Framan af sumri í fyrra vorum að slípa saman nýtt lið en nú þekkja leikmenn betur hver annan,” sagði Ólafur. - vig Spá fulltrúa liða í Landsbankadeildinni var kynnt í gær: FH-ingar verja titilinn SPÁIN 1. FH 268 2.-3. ÍA 247 2.-3. KR 247 4. Valur 225 5. Keflavík 170 6. Fylkir 150 7.-8. Breiðablik 91 7.-8. Grindavík 91 9. ÍBV 82 10. Víkingur 79 ÞJÁLFARAR LIÐA Í LANDSBANKADEILDINNI Þeir voru að sjálfsögðu mættir á árlegan kynning- arfund deildarinnar í Smárabíó í gær og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.