Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 76

Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 76
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR44 2 fyrir 1 til Ítalíu 17. og 24. maí frá kr. 29.990 Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Bologna á Ítalíu í maí. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Ítalíu á einstökum kjörum. Verð kr. 29.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 17. og 24. maí. Netverð á mann. Síðustu sætin Fataverslunin H&M hefur skrif- að undir samning við hönnuðina Rolf Snoeren og Viktor Horsting sem saman mynda hönnuða- teymið Viktor & Rolf og munu þeir hanna föt fyrir verslunina. H&M hefur áður fengið hönnuð- ina Stellu McCartney og Karl Lagerfeld til vinnu, en línur þeirra beggja fyrir verslunina voru svo vinsælar hjá viðskipta- vinum að mikil örtröð myndaðist í búðunum enda ekki á hverjum degi sem hægt er að fá flíkur frá frægum hönnuðum á gjafvirði. Hönnun Viktors & Rolfs fyrir H&M mun koma í verslanir í Evr- ópu, Norður-Ameríku og Mið- Austurlöndum í nóvember á þessu ári. „Rætur okkar eru í hátískunni, í henni er hjartað og sálin í hönnun okkar. Hins vegar höfum við líka mjög gaman af því að leika okkur með andstæður og það er frábært að fá að kynna sýn okkar fyrir svo stórum hópi eins og viðskiptavinir H&M eru,“ sögðu hönnuðirnir tveir en þeir hafa vakið athygli fyrir frísklega og töff hönnun sem einkennist meðal annars af fallegum smáatr- iðum í flíkunum. Viktor & Rolf hanna fyrir H&M VIKTOR & ROLF Úr nýjustu vetrarlínu hönn- uðanna en spennandi verður að sjá hvað þeir gera fyrir H&M. Tónlistarmaðurinn Paul Simon gefur út plötuna Surprise 5. júní næstkomandi en þetta er fyrsta sólóplata hans í sex ár. Simon til aðstoðar á plötunni er Brian Eno, sem hefur meðal ann- ars unnið með U2. „Samstarfið með Brian Eno opnaði dyrnar að fjölmörgum möguleikum hvað varðaði hljóminn. Það var líka gaman að vera með honum í hljóð- verinu og ég skemmti mér mjög vel,“ sagði Simon. Á plötunni eru ellefu lög, þar á meðal Father and Daughter, sem var tilnefnt til óskarsverðlauna. Surprise frá Paul Simon PAUL SIMON Tónlistarmaðurinn virti er að gefa út sína fyrstu plötu í sex ár. KÓNGAFÓLK Ekki er víst hvort að blátt blóð rennur í æðum þessara krakka en þau tóku sig vel út í búningum. ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA Dorrit Moussaieff forsetafrú hafði áhuga á að sjá hvað krakkarnir í Ísaksskóla voru að læra. FRAMBJÓÐENDUR ÁHUGASAMIR Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og Birni Inga Hrafnssyni, sem báðir skipa fyrsta sæti sinna flokka, þótti gaman að sjá hvað er að gerast í Ísakssóla. 80 ár eru síðan Ísaksskóli var stofnaður og í tilefni af því var afmælishátíð haldin í gær. Krakk- arnir komu fram og léku listir sýnar fyrir gesti og gangandi. Allir voru velkomnir og fengu gestir að koma inn í kennslustund- ir og einnig var samkoma á sal þar sem mikið var um söng, leik og gleði. Forseti Ísland, Ólafur Ragn- ar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaeiff heiðruðu Ísaks- skóla með nærveru sinni og af myndunum að dæma sýndu krakk- arnir forsetahjónunum mikinn áhuga. Frambjóðendur flokkanna voru einnig mættir og segja má að fullt hús hafi verið í skóla Ísaks Jónssonar í gær. Gleði í 80 ára afmæli Ísaksskóla RÉTT UPP HENDI... Krakkarnir höfðu spurningar reiðum höndum fyrir forsetahjónin og hlustuðu á svörin með eftirtekt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BOÐIN VELKOMIN Börnunum fannst for- setahjónin forvitnileg. Forsetafrúin spjallaði við krakkana og voru þau mjög áhugasöm. LEIKA LISTIR SÝNAR Áhorfendur voru dolfallnir yfir fögrum tónum frá þessum unga dreng. Keith Richards hefur verið útskrif- aður af sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð á höfði. Gít- arleikari Rolling Stones féll niður úr tréi í fríi á Fiji - eyjum í síðasta mánuði. Aðgerðin þótti takast vel en hún var gerð til að létta þrýst- ingi á heilanum eftir að blætt hafði inná hann. Gat var borað á höfuð Richards og þurfti því að fjarlæga smá brot úr höfuðkúpunni. Sam- kvæmt fjölmiðlafulltrúanum Fran Curtis mun Richards mæta reglu- lega í skoðun á næstu vikum. Fjölmiðlar á Bretlandi birtu fréttir þess efnis að Richards hefði þurft að fara í tvær aðgerðir en Curtis vísaði því algjörlega á bug. „Fyrsta og eina aðgerðin var gerð á mánudaginn og heppnaðist full- komlega,“ sagði Curtis við blaða- menn. Jerry Hall, fyrrverandi eig- inkona Mick Jagger, sagði að Richards stæði sig mjög vel en tónleikaferð hljómsveitarinnar um Evrópu hefur verið frestað þar til gítarhetjan hefur náð sér fullkom- lega. Richards útskrifað- ur af sjúkrahúsinu KEITH RICHARDS Féll úr tréi og skaddaðist á höfði en hefur nú verið útskrifaður. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.