Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 50
■■■■ { heilsa og útivist } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Daníel Smári Guðmundsson er eig- andi verslunarinnar Afreksvörur, sem er til húsa að Síðumúla 31. Þar er seldur góður útbúnað fyrir íþrótta- fólk og metnaður lagður í að veita viðskiptavinum góða þjónustu þegar kemur að því að velja hlaupaskó. „Ég hef farið á námskeið erlendis og kynnt mér alla þessa skó sem ég er að selja,“ segir Daníel, sem leggur áherslu á að bjóða upp á skó sem henta öllu hlaupalagi eða hlaupastíl. „Niðurstig fólks er afar mismunandi og það þarf að hafa í huga þegar skór eru valdir. Það er ekki nóg að kaupa góða og vandaða skó heldur verða þeir að henta hlaupalagi hvers og eins,“ segir Daníel og útskýrir fyrir blaðamanni að hjá sumum beinist fóturinn inn á við í niðurstiginu en hjá öðrum halli hann út á við. „Ég vel skóna sérstaklega eftir þessu. Ég er með skó sem henta þeim sem eru með úthalla niðurstig og aðra fyrir þá sem hafa venjulegt niðurstig. Svo er ég með tvær gerðir fyrir þá sem eru með lítinn innhalla, tvær gerðir fyrir þá sem eru með meðal innhalla og svo eina skó sem henta þeim sem hafa mikinn innhalla í niðurstiginu en slíka skó hefur verið erfitt að fá hér á landi.“ Í afreksvörum er viðskiptavin- um boðið upp á fría göngugrein- ingu þegar skór eru valdir. „Þá sé ég nokkurn veginn hvaða skóbún- aður hentar hverjum og einum og svo fylgi ég því eftir þannig að fólk getur valið sér skó og prófað þá á hlaupabretti. Þetta er ódýr og góður kostur fyrir fólk því það getur verið dýrt að fara til sérfræðings ef síðan kemur í ljós að ekkert er í rauninni að. Ég fer yfir söguna með fólki, spyr hvort menn séu slæmir í baki og þess háttar og ef ég fæ einstaklinga til mín sem ég get ekki hjálpað sendi ég þá að sjálfsögðu til sérfræðings,“ segir Daníel og bætir því við að best sé að fólk taki með sér þann skó- fatnað sem það notar dags daglega þegar það mætir í göngugreining- una. „Fólk er orðið meðvitaðra um mikilvægi þess að nota góða skó en því miður verð ég stundum var við að fólk sé að hlaupa og ganga á lélegum skóm. Ég hef til dæmis fengið til mín gamalt fólk sem er svo slæmt í fótunum að það er hætt að komast út í búð en með réttum skóm fer þetta fólk að ganga á ný og það er gaman að geta hjálpað á þann hátt,“ segir Daníel, sem selur líka innlegg og tábergspúða sem gott er að eiga til þess að draga úr þreytu og minnka álag á fætur. Hlaupaskórnir sem Daníel mælir einna helst með heita New Bal- ance. „Þetta eru skór sem eru viður- kenndir af fótameinafræðingum um allan heim og eru í dag mest seldu hlaupaskórnir í heiminum. Þeir eru framleiddir í Bandaríkjunum og á Bretlandi og ólíkt ýmsum öðrum skóm breytist útlit þeirra ekki eftir duttlungum tískunnar. Ef fólk finnur réttu skóna getur það gengið að þeim vísum í nokkur ár,“ segir Daníel. 14 Bjartmar Þórðarson leikari situr svo sannarlega ekki auðum höndum. Þessa daga vinnur hann að tónlist, talsetningu teiknimynda og æfir af fullum krafti fyrir söngleikinn Foot- loose, sem frumsýndur verður 29. júní í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur. „Til að geta tekist á við öll þessu ólíku og krefjandi verkefni kemur sér vel að vera í góðu formi,“ segir Bjartmar. „Ég æfði líkamsrækt töluvert áður fyrr til að viðhalda góðu líkamlegu ástandi, en þar sem ég hef ekki lengur tíma fyrir slíkt vegna anna má segja að hollt mataræði og dansæfingarnar fyrir Footloose haldi mér í fínu formi,“ segir Bjartmar. „Svo skiptir hollt og gott matar- æði miklu þegar heilbrigður lífsstíll er annars vegar,“ bætir Bjartmar við. „Ég reyni að halda sykurneyslu niðri, þótt ég forðist öfgar í þeim efnum. Mitt mataræði samanstend- ur aðallega af ferskum ávextum og grænmetisréttum, sem ég elda sjálfur upp úr taílenskum sósum, en ég er mjög hrifinn af austurlensk- um mat. Þetta hefur komið mér að góðum notum í daglegu lífi og starfi,“ segir hann loks. Dans og grænmeti Bjartmar Þórðarson leikari heldur sér í formi með æfing- um og góðum mat. Bjartmar Þórðarson leikari segir dans og hollt mataræði koma sér til góða. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Skór sem henta göngulagi hvers og eins Daníel býður viðskiptavinum sínum upp á faglega ráðgjöf við val á hlaupaskóm. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þegar farið er út að hlaupa er afar mikilvægt að vera í góðum skóm. Í versluninni Afreksvörum er boðið upp á fría grunn-göngugreiningu og faglega aðstoð við að velja rétta skó. Góðir skór með meðalinnanfótarstyrkingu sem sameina flest það sem hlauparar leita eftir. Vegna svarta litarins eru skórnir einnig vinsælir götuskór. Verð: 12.990 kr. Mest seldu skórnir í dag. Þessi er fyrir þá sem hafa venjulegt niðurstig eða úthallað. Verð: 13.990 kr. Léttur æfinga og keppnisskór. Verð: 19.990 kr. Sterkur og stöðugur skór með miklum innanfótarstuðningi sem hentar vel fyrir þá sem eru þungir. Í hælnum er sérstakur styrktarkubbur og skórnir eru þeir vinsæl- ustu í göngugreiningunni hjá Daníel. Verð: 12.990 kr. FALLEGUR LÍKAMI er stolt hverrar konu 100% náttúruleg gel sem gera líkama þinn unglegri, stinnari og mýkri. Ítalska jurtavörufyrirtækið Erbavoglio hefur sérhæft sig í náttúrulegum lausnum til að gera húðina stinna og gefa henni aukna lyftingu og frískleika. Gelin hafa verið rannsökuð og virkni þeirra staðfest af háskólanum í Pavia á Ítalíu. SODO gelin eru unnin úr 100% náttúruefnum og jurtum sem vinna að því að súrefnismetta húðfrumurnar, endurheimta þéttleika vefjanna og gera húðina stinnari, unglegri og mýkri. SODO gelin fást líka í heilsuvörubúðum, snyrtistofum og sólbaðsstöfum. www.karon.is Fyrir brjóst, upphandleggi og háls Fyrir rasskinnar, læri og maga Fyrir andlit
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.