Fréttablaðið - 12.05.2006, Side 42

Fréttablaðið - 12.05.2006, Side 42
■■■■ { heilsa og útivera } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6 Þór Níelsen fluguveiðimaður segir að veiði við Þingvallavatn sé allt- af að færast í aukana. Í fyrra hélt hann fyrirlestur um veiðitímabil við Þingvallavatn hjá Stangveiði- félagi Reykjavíkur og komust þá færri að en vildu, sem að hans mati sýnir þann mikla áhuga sem er fyrir svæðinu. „Veiðitímabilið við Þingvalla- vatn er í heild sinni frá 1. maí til 15. september, en best er að hefja veiði upp úr 20. maí,“ segir Þór. „Þá leit- ar bleikjan upp en hún er vinsælasti fengurinn. Af öðrum fisktegundum sem lifa í vatninu má nefna urriða og murtu, sem fer á stjá í júníbyrj- un,“ bætir hann við. Bestu veiðistaðina við Þingvalla- vatn segir Þór vera Leirutá, Prest- hólma og Vatnsskot, þar sem ágætri salernisaðstöðu hefur nú verið komið upp, Hallsvík, Öfugsnáða, Vatnsvík og Nautatanga. Þór segir að enn sem komið er séu Íslendingar meirihluti þeirra sem stunda veiðar við Þingvalla- vatn, þótt erlendir veiðimenn séu farnir að láta sjá sig. „Fólk er oft yfir helgi og tjaldar þá annað hvort eða leggur húsbílum á nálægri grasflöt,“ segir hann. „Svo er líka alltaf hægt að gista á Hótel Valhöll. Sjálfur hef ég þann hátt á að mæta snemma morguns, þar sem bleikjan tekur betur á morgnana en á öðrum tímum dags, og fara heim að kveldi til.“ Til að geta stundað veiði við Þingvallavatn þarf tilskilin rétt- indi eða leyfi sem nálgast má á þjónustumiðstöð svæðisins. „Eldri borgarar og öryrkjar eiga rétt á sumarkorti, sem veitir þeim rétt til að veiða ókeypis í vatninu,“ segir Þór. „Svo stendur öllum til boða að kaupa veiðikort, sem kosta 5.000 kr. og eru til sölu í öllum helstu veiðiverslunum. Veiðikortið sem var fyrst tekið í notkun í fyrra heimilar fólki að veiða í 24 vötnum á landsvísu yfir allt veiðitímabilið, en Þingvallavatni var nýlega bætt í þann hóp og er það fagnaðar- efni fyrir veiðimenn,“ segir Þór að lokum. Bleikjan tekur betur að morgni Vaxandi áhugi er fyrir veiði í Þingvallavatni. Þór hefur komið upp fluguhnýtingaherbergi heima hjá sér, þar sem hann sameinar vinnu og eitt helsta áhugamál sitt, fluguhnýtingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þór hefur búið til ýmsar tegundir flugna sem komið hafa að góðu gagni við veiðar í Þing- vallavatni. Af flugum sem hann hefur gert má nefna „Amalíu“, „Tealand Black“ og „Peacock með kúlu“. Þá vinsælustu bjó hann til fyrir 37 árum og heitir hún „Svarti killer“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Pétur Snæbjörnsson unglæknir segir að áhugi hans á hjólreiðum hafi fyrst kviknað fyrir alvöru þegar hann komst í kynni við hjólreiða- menningu Dana, er hann lagði stund á læknisfræði í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. „Þetta var um svipað leyti og ég ákvað að breyta um lífsstíl. Ég fór að stunda líkams- rækt til að komast í betra form og fannst hjólreiðar góður liður í því átaki. Síðan þá hefur þetta snúist upp í vana hjá mér og nú fer ég eins mikið og ég get á hjólinu.“ Hjólið sem Pétur hefur átt í eitt og hálft ár er af tegundinni Moong- oose og segir hann það dæmigert átján gíra fjallahjól á grófum dekkj- um. „Ég lét gott og sanngjarnt verð meðal annars ráða því að þetta hjól varð fyrir valinu. Ég vil ekki vera á einhverju allt of fínu hjóli, vegna þeirra síbreytilegu veðuraðstæðna sem hér eru fyrir hendi. Það gengur ekki að eiga rándýrt hjól ef maður lifir í stöðugum ótta um að það muni ryðga í rigningunni,“ segir Pétur. „Svo lenti ég líka í því óláni að gamla hjólinu mínu var stolið fyrir nokkrum árum, þannig að ég vil ekki leggja of mikinn kostnað í hjólakaup,“ bætir hann við. Eins og áður segir notar Pétur hjólið mikið í daglegu lífi, hvort sem það er til að fara í vinnu, lík- amsrækt eða heimsóknir til vina og vandamanna. „Ég hef ekkert nema gott að segja um flesta þá stíga sem þegar eru í boði, en þeir mættu svo sannarlega vera fleiri,“ segir Pétur. „Ég hef raunverulega neyðst til að nota gangstéttirnar talsvert til að komast leiðar minnar, þar sem enn vantar þó nokkuð upp á reiðhjóla- stíga í Reykjavík. En þurfi ég að velja á milli þess að hjóla á gang- stétt eða götu, þá vel ég gangstétt- ina fram yfir götuna. Bílstjórar gera nefnilega sjaldan ráð fyrir hjólreiða- fólki og það skapar ákveðna hættu á götunum,“ segir hann alvarlegur í bragði. Pétur telur að ekki sé nóg að ráða bót á þessum vanda með því einu að fjölga hjólreiðabrautum í borginni, heldur skipti staðsetning þeirra einnig máli. Æskilegt sé að stígarnir liggi meðfram götunum, gagnstætt því sem hefur til dæmis verið gert á Bústaðavegi þar sem hjólreiðamenn þurfa að fara ýmsar krókaleiðir til að komast leiðar sinnar, segir Pétur. „Það er bara vonandi að borgin fjölgi vel stað- settum reiðhjólastígum, þar sem þetta er án efa ein skemmtilegasta íþrótt sem völ er á.“ Góður ferðamáti Pétur Snæbjörnsson velur hjól fram yfir bíl. Pétur telur hjólreiðar heilnæman ferðamáta. Hann segir slæma staðsetningu hjólreiða- brauta í Reykjavík hins vegar vera þránd í götu hjólreiðamanna og vonar að bætt verði úr því. FRETTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Þeir sem hafa góð lungu lifa lengur og því er mikilvægt að byggja upp þol og styrkja lungun. Ef þú átt erfitt með að tala eftir tuttugu mín- útna göngutúr er það merki um að lungun þarfnist þjálfunar. Þjálf- unin þarf ekki að vera flókin og það getur verið nóg að ganga rösklega í nokkrar mín- útur á hverj- um degi. Litlir hlutir eins og að ganga í vinnuna og sleppa því að taka lyftuna geta einnig gert gæfu- muninn fyrir lungun. Svo þarf varla að taka það fram að reyking- ar eru á algjörum bannlista. Rétt öndun er einnig mik- ilvæg fyrir lungun og ef þú átt erf- itt með að hreyfa þig af einhverj- um ástæðum geta léttar öndunaræf- ingar styrkt lungun. Sterk lungu A I K I D O w w w . a i k i d o . i s Námskeið allt árið í sal Aikikai Reykjavík í Faxafeni 8. Skoðið heimasíðuna www.aikido.is Verið velkomin í frían prufutíma (það eina sem þú þarft að gera er að mæta) Byrjendanámskeið: Sumarönn hefst mánudaginn 15. maí kl. 18:00 Verð 12.000 kr. fyrir fullorðna og 10.000 kr. fyrir unglinga (13-15 ára) (para- og systkinaafsláttur). Ókeypis aikido galli fylgir með byrjendanámskeiði! Hringið til að fá nánari upplýsingar: 840-4923 & 897-4675 eða kíkið á heimasíðuna: Eðli aikido er þannig að allir geta æft saman óháð kyni, aldri, styrkleika og þyngdarflokkum. Í aikido er öll áheyrsla lögð á að verjast árásum með því að beina krafti andstæðings frá sér í stað þess að reyna að mæta krafti með meiri krafti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.