Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 40
4 Það er frábær útivera að þeysast eftir göngustígunum, hlaupandi eða á línuskautum, með yngsta fjöl- skyldumeðliminn í kerru. Það þýðir hins vegar lítið að ætla sér að hlaupa um með stífa og stirða kerru. Hægt er að fá sérstakar hlaupakerrur sem henta vel fyrir dálítinn ærslaskap, þær eru léttar og meðfærilegar og á góðum dekkjum, oftast þremur í stað fjögurra. Þar sem hlaupakerrur eru oft á mun meiri ferð en hefðbundnar kerrur er mikilvægt að gæta fyllsta öryggis og sjá til þess að barnið sé vel fest í kerruna. Flestum nýjum hlaupakerrum fylgir beisli og mikilvægt er að nota það frá fyrsta degi jafnvel þótt barnið sé ekki farið að hreyfa sig mikið. Þá ætti líka helst að vera klofband í kerrunni svo barnið sé öruggt. Það segir sig líka sjálft að ef ætlunin er að hlaupa með kerruna skiptir miklu máli að bremsubúnaðurinn sé góður. Hægt er að fá nánari upplýsingar um öryggi barna í kerrum á vefsíðunni www.lydheilsustod.is. Starfsfólk verslana sem selja hlaupakerrur veitir einnig góðar upplýsingar. Best er að kynna sér málin vel og kaupa kerru sem hentar. Hlaupið með kríli í kerru Hlaupakerrur eru frábær búnaður fyrir þá sem vilja hreyfa sig mikið á sama tíma og þeir eyða tíma með börnunum sínum. Carena, tvíbura- eða systkinakerra. Þessi kerra fæst í versluninni Fífu og hefur verið vinsæl lengi. Hún er sterk og þolir mikið álag. Verð: 29.900 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Fislétt Quinny-kerra úr versluninni Fífu. Bremsur á báðum afturhjólum og hægt er að smella maxi-cosi barnabílstól á kerruna. Verð: 35.000 kr. Baby Sam hlaupakerra. Handbremsa fyrir framhjólið og öryggistaumur úr kerrunni sem sá sem hleypur getur haldið í. Góður öryggisbúnaður. Verð: 13.990. Sportleg hlaupakerra úr Baby Sam. Gróf dekk og mjúkt sæti fyrir barnið. Verð: 16.990 kr. Hlaupakerrur verða sífellt vinsælli tæki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Jogger Baby USA hlaupakerra frá Baby Sam með stórum og stöðugum dekkjum. Kerran er á sérstöku tilboði á 9.990 kr. Sund er ákaflega góð íþrótt sem allir geta tileinkað sér. Sundið styrkir hjartað, eykur þol og þjálf- ar vöðvana og er því tilvalin leið til þess að koma sér í form. Það er auðvelt að hreyfa sig í vatninu og allar hreyfingar verða mjúkar. Þess vegna hentar sundið einstaklega vel fyrir þá sem eiga við meiðsli að stríða eða eru viðkvæmir í liðum og þola því illa að hlaupa eða ganga. Öllum börnum er kennt að synda á unga aldri en margir týna sund- tökunum niður þegar kemur á full- orðinsár. Undanfarin misseri hafa sundnámskeið fyrir fullorðna verið vinsæl enda vilja margir bæta færni sína í sundinu til þess að geta synt sér til heilsubótar og ánægju. Í sumar verða fjölmörg sundnám- skeið í boði. Brynjólfur Björnsson sundkennari hefur kennt fullorðn- um sund undanfarin misseri og í sumar verður hann með námskeið í Árbæjarlaug og Laugardalslaug. Þá stendur einnig til að halda nám- skeið fyrir ósynda og vatnshrædda og er Brynjólfur þegar farinn að skrá á slík námskeið í síma 699 2998. Birna Guðmundsdóttir kennir skriðsund fyrir fullorðna í Sundlaug Garðabæjar og í Hafnarfirði ætlar Sundfélag Hafnarfjarðar einnig að standa fyrir sundnámskeiðum. Á Akureyri hefur Ingibjörg Isaksen kennt fullorðnum sund við góðan orðstír og í sumar verða slík náms- ekið einnig í boði. Syntu inn í sumarið Víða verður boðið upp á sundnámskeið fyrir fullorðna í sumar, meðal annars fyrir ósynda og vatnshrædda. Sund er góð hreyfing fyrir alla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Aldur skiptir ekki öllu máli þegar kemur að hjarta- og æðasjúkdóm- um. Þeir sem eru ungir að aldri og stunda enga líkamsrækt geta jafn- vel haft viðkvæmara hjarta en þeir sem eru mun eldri en í góðu formi. Regluleg hreyfing styrkir hjartað, heldur blóðrásinni góðri og minnk- ar líkur á ýmsum áföllum. Þá getur einnig verið gott að skoða stöðuna reglulega, til dæmis með því að láta athuga blóðþrýstinginn og mæla kólesterólmagnið í blóðinu. Ef allt er eins og það á að vera er hægt að halda blóðráðsinni góðri og hjart- anu heilbrigðu með því að... ...REYKJA EKKI ...BORÐA FITULÍTINN MAT OG FIMM SKAMMTA AF ÁVÖXTUM OG GRÆNMETI Á HVERJUM DEGI ...HALDA SÉR Í KJÖRÞYNGD ...STUNDA REGLULEGA LÍKAMSRÆKT ...FORÐAST STRESS OG ÁLAG Hjarta og æðakerfi Tveir eða þrír bollar af kaffi á dag geta dregið úr líkum á Alzheimer- sjúkdómi. Rannsóknir hafa sýnt að heilmikið er af virkum efnum í kaffibaunum sem eru góð heils- unni. Einnig getur kaffi bætt árang- ur í líkamsrækt ef það er drukkið rétt fyrir æfingu, en það virkar þó aðeins sé það gert stöku sinnum. Of mikið af kaffi hefur hins vegar slæm áhrif á heilsuna og virðist því gullni meðalvegurinn vera tveir til þrír bollar á dag. Kaffi ■■■■ { heilsa og útivist } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.