Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 38
■■■■ { heilsa og útivist } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 „Úrvalið í gerð hjóla hefur raun- verulega aldrei verið meira heldur en nú, sem er aftur til komið af því að sífellt fleiri nýta sér þennan far- arskjóta í daglegu lífi,“ segir Ragn- ar Þór Ingólfsson, verslunarstjóri Arnarins, sem er stærsta reiðhjóla- verslun á Íslandi og hefur starfað síðan 1925. „Við erum með fjallahjól, götuhjól, stökkhjól og „comfort“- hjól fyrir fullorðna, með breið- um hnökkum, fjöðrum í sæti og reistum stýrum,“ nefnir Ragnar. „Svo eru svokallaðir „krúserar“, sem líkjast gömlu eins til þriggja gíra bandarísku strandhjólunum. Einnig eru þriggja til sjö gíra hjól í gamaldags stíl og með fótbremsu að koma aðeins aftur í tísku. Þá verða keppnishjólin sífellt vinsælli og var fyrsta bikarmótið haldið um síðustu helgi með góðri þátttöku. Keppnishjólin eru eiginlega þau einu sem við seljum sem ekki eru úr áli. Flóran er gríðarlega mikil og hjólin orðin mun sérhæfðari en áður.“ „Fyrir fjölskyldufólk erum við líka með hjólakerrur og tengihjól, eða einhjól, fyrir börn sem eru tengd aftan á fullorðinshjól,“ segir Ragnar. „Þau eru tilvalin fyrir fólk sem vill hjóla ágæta vegalengd með lítil börn, án þess að þreyta þau of mikið.“ „Við erum einnig með raf- magnsknúin reiðhjól, sem eru til- tölulega nýtt fyrirbrigði hérlendis,“ segir Ragnar. „Það eru hjól sem nota má á ýmsa vegu. Hjólin má keyra alfarið um á rafmagni, nota rafmagnsmótorinn sem hjálpartól til að komast upp erfiðar brekkur og svo framvegis, og svo má fjar- lægja geyminn og nota hjólið með hefðbundnum hætti. Sala á raf- magnsknúnum reiðhjólum hefur aukist verulega á milli ára,“ bætir Ragnar við. Ragnar rekur þá söluaukningu sem hefur almennt orðið á hjólum undanfarið að einhverju leyti til átaksins „Hjólum í vinnuna“, sem hófst á síðasta ári. Að hans mati kaupir fólk ekki aðeins hjól í aukn- um mæli, heldur nýtir þau einnig betur en áður. Það er ákveðinn liður í bættum lífsstíl og bara af hinu góða. Hjólreiðamenning á uppleið Úrval hjóla hefur aldrei meira en nú enda fólk farið að nýta sér hjólið mun meira. Fyrir yngstu hjólreiðamennina. Tengihjól ætlað börnum frá fimm ára aldri, sem tengt er aftan á fullorðinshjól. Svona hjól kostar 13.900 kr. Til eru margar gerðir og stærðir af tengihjólum í Erninum, bæði fyrir börn og fullorðna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hér sést hefðbundið Trek fjalla- og ferðahjól, sem fæst hjá Erninum og kostar 33.900 kr. Ortlieb-töskurnar eru aukabún- aður, en þær eru vatnsheldar og kosta á bilinu 12-14.000 kr. parið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Trek-hjólið sem Ragnar heldur á heitir Madone SSL, en þetta er ein útgáfa af hjóli Lance Armstrong, sem vann hjólreiða- keppnina Tour de France í sjöunda skiptið í fyrra. Hjólið er smíðað úr kolefnatrefjum, að teinum og gírum undanskildum. Hjólið kostar 700.000 kr. án fótstiga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hérna sést eitt rafmagnshjólanna sem eru í boði, en þau kosta frá 100.000 kr. og eru fáanleg í mörgum gerðum. Hjólið á myndinni kostar 161.000 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslenski fjallahjólaklúbburinn hefur starfað síðan 1990. Upphaflegur til- gangur með stofnun klúbbsins var að vinna að bættri hjólreiðamenn- ingu á Íslandi. Guðbjörn Margeirs- son varaformaður segir þetta enn vera baráttumál. „Nú fyrst eru breytingar að sjást til hins betra þar sem þingmenn á borð við Kolbrúnu Halldórsdóttur í Vinstri grænum eru að stuðla að bættum samgöngum með áherslu á hjólreiðar,“ segir Guðbjörn. „Þing- menn eru farnir að sjá að það er ekki endalaust hægt að moka undir einkabílinn,“ bætir hann við. „Nú hafa hins vegar verið stofn- uð í kringum klúbbinn regnhlíf- arsamtök sem heita Landssamtök hjólreiðamanna,“ segir Guðbjörn. „Þau tóku við pólitískri hlið klúbbs- ins, sem beitir sér nú meira í ferða- málum,“ segir hann enn fremur. „Við erum með góða ferðadag- skrá fram undan,“ segir Guðbjörn. „Má nefna að á hverjum þriðju- degi kl. 20:00 erum við með ferðir frá Mjóddinni um Reykjavík og nágrenni. Svo erum við með opið hús í klúbbhúsinu okkar að Brekku- stíg 2 fyrsta fimmtudag hvers mán- aðar frá kl. 20:00. Þar er fullkomin viðgerðaraðstaða fyrir hjól og svo hittast menn til að ræða um hjól- reiðar og allt sem þeim viðkemur,“ bætir hann við. „Við erum líka með þrjár helgar- ferðir skipulagðar fyrir sumar- ið,“ segir Guðbjörn. „Fyrsta ferð- in er árleg hjólreiðaferð farin 20. maí á Nesjavöllum. Í annarri ferð er rúta tekin upp í Borgarnes og hjólað þaðan í Skorradal þar sem gist verður í tjöldum dagana 7.-9. júlí. Þriðja ferðin er dagana 11.- 13. ágúst. Þá verður farið með rútu frá BSÍ til Þingvalla, þar sem gist verður í tvær nætur, hjólað í kringum Þingvallavatn á daginn og farið heim á sunnudegi,“ segir hann loks. Nánari upplýsingar um dag- skrána má skoða á heimasíðu klúbbsins www.this.is/hjol. Helstu útivistar- svæði Íslendinga Mikið er að gerast hjá Íslenska fjallahjólaklúbbnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.