Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 30

Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 30
[ ] Mikið líf er í pólsku búðinni Stokrotka við Hvaleyrarbraut þar sem gott úrval er af pólsk- um mat og sælgæti. Það er vel við hæfi að í Hafnar- firði sé starfrækt pólsk búð enda hefur fjöldi innflytjenda í bænum aukist síðustu ár og er nú talið að ríflega þúsund íbúar bæjarins séu af erlendu bergi brotnir. Stærstur hluti kemur einmitt frá Póllandi en einnig er stór hópur fólks frá Eystrasaltslöndunum, gömlu Júgóslavíu og Filippseyjum. Pólska búðin Stokrotka við Hvaleyrarbraut var opnuð fyrir tveimur og hálfu ári og selur aðal- lega pólskar matvörur auk tíma- rita. Fremur nýlega var opnað eld- hús í búðinni og er nú hægt að kaupa sér pólskan mat á mjög góðu verði. Eigandi staðarins segir að fólk á öllum aldri heimsæki búðina, mjög mikið sé af innflytj- endum sem sæki staðinn en Íslend- ingar séu farnir að gera það í æ ríkari mæli. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu í versluninni og hefur pólska sælgætið sem selt er í búð- inni notið mikilla vinsælda. Þá hefur sérstakur pólskur heilsu- drykkur einnig slegið í gegn en hann er aðallega gerður úr gulrót- um en einnig öðrum ávöxtum. Þeir sem heimsækja búðina koma aftur og aftur, enda margt þangað að sækja. Komið hefur verið upp íslensk- um merkingum við vörurnar og hvetjum við alla til að kíkja í þessa sérstöku og stórskemmtilegu búð. Pólska sælgætið vinsælt Vel er tekið á móti viðskiptavinum Stokrotka. Notalegt er að setjast niður í Stokrotka og fá sér pólskan mat. Mikið og spennandi vöruúrval er í versluninni. Pólska búðin Stokrotka í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Smákökur eru ekki bara fyrir jólin. Það er gott að hafa ljúffengt nasl þegar komið er heim úr vinnunni. ÞAÐ ER HÆGUR VANDI AÐ BÚA TIL SMJÖR HEIMA. Börn velta veröld- inni talsvert fyrir sér. Hvernig verður ... og hvaðan kemur...? er algengt upphaf spurninga- flóðs sem foreldrar þurfa að gera sitt besta við að svara. Ein þess- ara spurninga gæti verið: Hvernig verður smjörið til? Því er auðvelt fyrir mæður og feður að svara og það í verki. Með því að grípa pela af rjóma, hella honum í sultukrukku með loki og hrista síðan vel í talsverðan tíma geta börnin séð með eigin augum hvernig þykkfljótandi rjóminn verður smátt og smátt að smjöri. Þessari kennslustund er síðan hægt að ljúka með því að smyrja nýtilbúnu smjör- inu á lystugt brauð. Ráð } Smjör í krukkuLandslið Íslands í uppvaski lenti í fjórða sæti í Norður- landakeppni uppvaskara í Stokkhólmi í lok apríl. Norðurlandakeppnin fór fram á Gastronord-sýningunni í Stokk- hólmi en landsliðið skipuðu Íslandsmeistarinn Erna Aðal- heiður Karlsdóttir sem vinnur á Nordica hotel, Da Chadaporn og Aron frá Landspítalanum, Bryn- hildur Magnúsdóttir frá DAS Hafnarfirði og Hugrún Ólafs- dóttir frá Alcan. Liðstjóri lands- liðsins var Þuríður Helga Guð- brandsdóttir, matartæknir í Fellaskóla. Keppnin fór fram 25. apríl og stóð íslenska liðið sig með prýði og sýndi fagleg og góð vinnu- brögð. Úrslitin voru á þá leið að Finnarhrepptu fyrsta sætið, Svíar voru í öðru og Danir í því þriðja. Íslensku uppvaskararnir lentu í fjórða sætu en þeir voru samt sem áður með næstfæst refsistig í keppninni á eftir Svíum. Norðmenn ráku síðan lestina í fimmta sæti. Upplýsingar fengnar af www. freisting.is Uppvaskarar í útrás Vasklegt landslið uppvaskara. MYND/FREISTING.IS Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir tvírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is Kaffihús: Laugavegi 24 Smáralind Verslanir: Kringlunni Smáralind Laugavegi 27 Suðurveri Akureyri Egilsstöðum �� �� ��� ��� �� � ����������������� ������������� ���������������������������������� ����������������������
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.