Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 12.05.2006, Qupperneq 26
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR26 fólkið í landinu Auðkúluhreppur í Arnarfirði náði frá Langanesi til Sléttaness við mynni fjarðarins en hann var sam- einaður Þingeyrarhreppi árið 1990 en svo Ísafjarðarbæ árið 1996. Aðeins er búið á fjórum bæjum en nú síðast var búi brugðið á Hrafnseyri og svo var bærinn að Lokinhömrum lagður í eyði fyrir þremur árum en hann er yst í firðin- um. Fossinn Dynjandi prýðir fjörð- inn sem hefur alið Íslendingum sjálfstæðishetju en Jón Sigurðsson fæddist og ólst upp á Hrafnseyri eins og landsmenn vita. Steinsnar frá er Auðkúla en þar búa þau Hreinn Þórðarson og Hildigunnur Guðmundsdóttir. Þeim þykir þó lítið til þessa fornfræga sveitunga koma. Jón Sigurðsson var enginn guð „Ég held að hann hafi verið ótta- legur loftbelgur,“ segir Hildigunn- ur en bítur svo á varirnar eins og það sé ekki til siðs að hallmæla hetjunni svo skammt frá fæðing- arstað hennar. „Ég veit að mönn- um hér þótti mikið til þess koma að vera úr sömu sveit og hann en ég er annarrar skoðunar,“ segir Hreinn bóndi hennar. „Eflaust var þetta merkilegur maður en hann var enginn guð líkt og margir vilja vera láta,“ bætir hann við. „Okkar börn eru því ekki alin upp við það að þurfa að sýna minningu hans meiri lotningu en annarra,“ bætir húsmóðirin við. Sama sveit í þremur hreppum En þó sveitin sé afskekkt á veturna færist heldur betur líf í hana á sumr- in þegar ferðamenn koma unnvörp- um til að skoða fæðingarstað sjálf- stæðishetjunnar. Sveitungar fara heldur ekki var- hluta af hræringum og hagræðingu í sveitarstjórnarmálunum. „Þetta er þriðja sveitarfélagið sem við búum í þó við höfum aldrei flutt neitt,“ segir Hildigunnur. „Þegar ég kom hingað frá Barðaströnd var þetta Auðkúluhreppur en svo varð þetta Þingeyrarhreppur og nú er þetta Ísafjarðarbær. Svo erum við í síma- skrá og hjá póstinum skráð á Bíldu- dal sem tilheyrir svo Vesturbyggð þannig að það eru sviptingar í þessu þó maður fari ekki neitt,“ segir hún og hlær við. Einbúinn og athafnamaðurinn Þokan er að hverfa og fossinn Dynj- andi ber við fjarðarbotninn þegar blaðamaður gerir sér leið um Dynj- andisvog, eftir Mosdal og áleiðis að Ósi til Þorbjarnar Péturssonar, sem er betur þekktur sem Bjössi á Ósi. Bjössi var úti í fjárhúsi þegar blaðamann bar að enda sauðburður hafinn. „Er ekki rétt að bjóða þér kaffisopa,“ segir Bjössi og svo er gengið í bæinn og hann hellir upp á meðan farið er yfir sögu sveitarinn- ar. „Mér var sagt að um miðja síð- ustu öld hafi um 35 til 40 manns búið hér í Mosdal en svo fór að fækka verulega. Lengi vorum við tveir, ég og Aðalsteinn á Laugabóli, en eftir að bú hans brann 1993 var varla nokkur búskapur þar. Svo fellur hann frá 1998 og árið eftir kom Árni Erlingsson og Auður Erlendsdóttir frú hans. Þau eru með alveg feikna- legt hestabú þarna með um sjötíu hesta. En mér finnst Árni nágranni minn hugsa heldur stórt. Ég held að hann vilji leggja undir sig allan Mosdalinn en honum verður ekki kápan úr því klæðinu.“ Blaðamaður ákveður að taka hús á þessum mikla athafnamanni og nágranna einbúans að Ósi. Eftir að hafa farið yfir ár og torfærur kemst hann svo að því að Árni hefur lítið yndi af blaðamönnum. Eftir kaldar kveðjur frá Laugabóli er Bjössa mætt öðru sinni og honum fengin tíðindin af næsta bæ. „Þetta vissi ég, við erum svolítið sérstakir hérna í Mosdalnum,“ sagði Bjössi. Það er glaðasólskin og blíða uppi á Dynjandisheiði þegar Jón Sigurður Eyjólfsson skröltir holóttan veginn niður í dalalæðuna sem hylur Arnarfjörð; forvitinn að komast að því hvað menn séu að brasa við fjörðinn þar sem sjálfstæð- ishetjan fæddist og Gísli Súrsson var veginn. STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Íbúafjöldi: 8 Sveitarfélag: Ísafjarðarbær Sveitarstjóri: Halldór Halldórsson Atvinna á svæðinu: Mjólkárvirkjun, sauðfjárbúskapur á tveimur bæjum, hestasetur á Laugabóli, æðarvarp. Athyglisverðir staðir: Dynjandi, Hrafnseyri - fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar Næsta þéttbýli: Þingeyri Vegalengd frá Reykjavík: 390, miðað við Hrafnseyri. Gamli Auðkúluhreppur Mjólkárvirkjun er í botni Borgarfjarðar í Arnarfirði. Þrír starfa þar og vinna sex daga í einu en fá svo fjögurra daga frí eftir fyrstu vinnutörn en tvo eftir þá næstu. Það getur þó verið hægara sagt en gert að bregða sér í fjölskyldufaðm á veturna þegar menn eiga frídaga en Hrafnseyrarheiðin er þá jafnan illfær. „Menn víla það ekkert fyrir sér að labba yfir heiðina til að komast til Þingeyrar,“ segir Steinar Jónasson stöðvarstjóri. „Í einu slíku tilfelli var Jón Örn Arnarson tæknifræðingur hætt kominn þegar lítil skriða féll á hann á leiðinni en honum varð þó ekki meint af.“ Ekki var hann þó kominn á áfangastað þegar til Þingeyrar kom því fjölskylda hans býr í Reykjavík. Af sjálfsögðu vílar hann það ekki heldur fyrir sér að aka þangað á sex daga fresti. „Bílinn ratar þetta,“ segir hann af mikilli hógværð. Bjössi á Ósi sveitungi þeirra kemst jafnan þannig að orði að þeir búi á Mjólká en geymi konurnar annars staðar. Virkjað er frá Glámuhálendinu en þar eru helstu ár Mjólká og Hófsá. Einnig er nokkuð vatn fengið úr fönnum sem bráðna ekki að fullu á sumrin. Þær minnka þó óðum líkt og Gláma, sem telst ekki lengur til jökla. Fallhæð vatnsins, sem kemur ofan af Glámuhálend- inu uns það þenur vélarnar í virkjuninni, er 596 metrar og getur engin virkjun státað af slíkri fallhæð á landinu. „Við verðum þó að njóta þess vel að geta montað okkur af þessu þar sem Kárahnúkavirkjun mun skjóta okkur ref fyrir rass þegar hún verður komin í gagnið,“ segir Steinar. Nú er verið að endurbæta virkjunina og því var fjölmennara á Mjólká en venjulega þegar blaðamann bar að garði. ATVINNUREKANDINN: MJÓLKÁRVIRKJUN Geyma konurnar annars staðar Skarphéðinn Hjálmarsson smiður, Jón Örn Arnarson, Stein- ar Jónasson og Jón Pétursson. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR DYNJANDI Hann er tignarlegur fossinn sem kórónar Arnarfjörð og gamla Auðkúlu- hreppinn. HJÓNIN FRÁ AUÐKÚLU Hreinn Þórðarson og Hildigunnur Guðmundsdóttir standa úti á hlaði með Tjaldanesfellið í baksýn. ÞORBJÖRN PÉTURSSON FRÁ ÓSI Bjössi situr í eldhúsi sínu og segir sögu sveitarinnar meðan hann sýpur kaffi. Sú saga fjallar síður en svo um samrýmda nágranna. Þú gætir unnið: • Ferð fyrir 2 á leikinn* • PS2 tölvu • PSP tölvu • Fótbolta tölvuleiki • Fullt af DVD og tölvuleikjum og fleira! *Ferðin á leikinn erdreginn 15. maí úr ölluminnsendum skeytum,vinningshafi verðurbirtur á www.gras.is Carlsberg býður þér og vini þínum á úrslitaleikinn í París að sjá Arsenal vs. Barcelona 17.maí! Sendu SMS skeytið JA MEF á númer ið 1900 og þú gætir unnið! Við sendum þér 2 spur ningar. Þú svarar með því að senda SMS ske ytið JA A, B eða C á númerið 1900. S LEIKUR SMS LEIKUR SMS LEIKUR SM S LEIKUR SMS LEIKUR SMS L Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í 100% beinni! Henry vs. Ronaldinho Arsenal vs. Barcelona Evróp ukepp nin í kna ttspyr nu hefst á PSP ! Léttöl Vi nn in ga r v er ða a fh en tir í Sk ífu nn i S m ár al in d/ Kó pa vo gi . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rtu k om in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið 9. hver vinnur! Ferð þú á leikinn? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Lifað við dynjandi fossanið LITIÐ ÚT ARNARFJÖRÐ FRÁ DYNJANDISHEIÐI Dalalæðan huldi nær allan Arnarfjörð að morgni en varð þynnri eftir því sem leið á dag- inn. Þó stóðu Bauluhúsaskriður og Tjaldanesfell, sem þarna sjást, ávallt upp úr. Þarna er horft frá Dynjandisheiði í átt að Auðkúlu. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.