Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 20
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR20 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sumarhús við Bifröst Nýtt 85 fm sumarhús á góðum útsýnisstað við Birkihraun rétt fyrir ofan Háskólan á Bifröst. Mikið útsýni, fallegt landslag, auðveldar samgöngur, þjónusta, verslun, laxveiði og nýr golfvöllur auka alla tómstundamöguleika. Nánari upplýsingar á skrifstofu. V. 17,9 m. Skipholti 29a s:530 6500 Það kostar 350 milljónir að byggja golfvöll í Viðey. Árstekjur gætu numið tæpum 90 milljónum og stæðu undir kostnaði. Að tólf árum liðnum mætti reikna með hagnaði af byggingu og rekstri vallarins. Mogginn um góða siði „Að hrækja er gott og gilt ef það er gert á snyrtilegan hátt eins og fólk gerir með annan úrgang sem það þarf að losa sig við.“ VÍKVERJI MORGUNBLAÐSINS. Mogginn um stjórn- mál „Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu í þessum kosn- ingum til borgarstjórnar og engin sérstök ástæða til að ætla, að flokkurinn klúðri þeirri stöðu.“ LEIÐARI MORGUNBLAÐSINS. Sex nemendur við Viðskiptaháskólann á Bif- röst könnuðu hvort raunhæft sé að nýta Viðey undir golfvöll og komust að raun um að svo sé. Vinsældir golfíþróttarinnar hafa vaxið mjög á liðnum árum og sér ekki fyrir endann á þeim. Af því hefur leitt að mikil ásókn er á golf- velli á höfuð- borgarsvæðinu og yrði nýr völl- ur kærkomin við- bót fyrir kylfinga. Á þeirri staðreynd og fleirum byggja nem- arnir útreikninga sína. Það var í ljósi umræðna um stöðu og framtíð Viðeyjar sem Arnar Þór Óskarsson, Gísli Jóhann Eysteinsson, Jón Helgi Guðnason, Katrín Rósa Eðvaldsdóttir, Sigurður Jón Sig- urðsson og Stefán Þór Sigfússon ákváðu að ráðast í verkefnið. Þau lögðu dag við nótt í þrjár vikur og úr varð næstum 70 síðna skýrsla, byggð á hugmynd Hannesar Þor- steinssonar golfvallaarkitekts sem hann lagði fram í samkeppni á vegum Reykjavík- urborgar um framtíð Viðeyjar árið 1988. Hugmyndin vakti athygli á sínum tíma en það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem Helgi Pétursson, þá borgarfulltrúi, tók málið upp á ný. Það lognaðist út af fljótlega en nú er golfvöllur í Viðey enn á ný til umræðu. „Við vildum taka þátt í umræðunni um framtíð eyjarinnar,“ segir Gísli Jóhann. „Aðsókn í eyjuna hefur dregist saman á síð- astliðnum árum og við viljum snúa þeirri þróun við.“ Golfvöllur þarf vitaskuld talsvert pláss en teikningar Hannesar gera ráð fyrir að innan við þriðjungur landrýmis fari undir völlinn. Gera þær og ráð fyrir að ekki verði farið nærri helstu útivistarsvæðum. Þá leggja sexmenningarnir til að veitingasala verði í Viðeyjarstofu sem kylfingar jafnt sem aðrir gestir eyjarinnar geti nýtt. Er því ráðgert að eftir sem áður geti almenningur notið náttúrunnar í Viðey, hvort heldur er til golfiðkunar eða annarrar útivistar. Líkt og áður sagði sér ekki fyrir endann á vinsældum golf- íþróttarinnar sem er mest stundaða íþrótt landsins, næst á eftir knattspyrnu. Um 2.300 félagar eru í fjölmenn- asta golfklúbbi lands- ins, Golfklúbbi Reykja- víkur, og getur það tekið allt að þrjú ár að fá inngöngu í klúbbinn. Níu golfvellir eru á höfuð- borgarsvæðinu, fjórir átján holu vellir og fimm níu holu vellir og er jafnan örtröð á þá alla þegar vel viðrar. Sömu sögu er að segja af landsbyggð- inni, aldrei hafa jafnmargir leik- ið golf á þeim fjölmörgu völlum sem eru úti um allt land. Það kost- ar sitt að stunda golf enda liggja dýrar framkvæmdir að baki hverj- um golfvelli og umhirða þeirra er einnig kostnaðarsöm. Vallargjöld nema yfirleitt nokkrum þúsundum króna og félagsgjöld í klúbba á höfuð- borgarsvæðinu hlaupa á tugum þús- unda. Skýrsluhöfundar leggja áherslu á að Reykjavíkurborg muni ekki bera kostn- að af golfvellinum. Notendur greiði vallargjöld og verði notkun í sam- ræmi við áætlanir muni þau mæta kostnaði af uppbyggingu og rekstri vallarins. Við þetta fari svo saman að með golfvelli „viðhelst það græna umhverfi sem fyrirfinnst í Viðey, og dýralífi verður ekki raskað að ráði“, segir í niðurstöðum skýrslunnar. Gísli Jóhann segir að ekki verði meira aðhafst í málinu af þeirra hálfu, það sé nú í höndum stjórnmála- manna. bjorn@frettabladid.is Fuglar og skollar í Viðey PÚTTLÍNAN LESIN Kylfingar myndu eflaust njóta þess að stunda íþrótt sína í Viðey og ekki setja fyrir sig að taka ferju á golfvöllinn. Nemendur við Viðskiptahá- skólann á Bifröst hafa komist að því að golfvöllur í eynni geti borgað sig upp á tólf árum. Framhaldið er í höndum stjórnmálamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND ÁST Í GOSBRUNNI Ronni og Meryam kys- stust í gosbrunni í Düsseldorf í gær um leið og þau kældu sig niður. 28 stiga hiti var í Düsseldorf í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fleiri eru á móti en með því að Árbæjarsafn verði flutt út í Viðey, ef marka má niðurstöður skoðana- könnunar á vef Útvarps Sögu, utvarpsaga.is. Fjörutíu greiddu atkvæði gegn hugmyndinni en 23 voru með. Könnunin hófst um leið og hugmyndin var sett fram og er vert að hafa í huga að aðeins lesendur síðunnar taka þátt. Nú er spurt hvort fólk treysti stjórnendum Kastljóss og er til- efnið vísast umfjöllun þáttarinns um Baugsmálið. Þegar þetta er skrifað hafa ögn fleiri sagt nei en já. Umsjónarmenn vefs Útvarps sögu eru ötulir við að kanna hug fólks til málefna líðandi stundar, líkt og stjórnendur Reykjavík síð- degis á Bylgjunni sem daglega taka púlsinn á þjóðarsálinni. Sama er svo uppi á teningnum á visir.is og eru niðurstöður þeirrar könn- unar birtar í Fréttablaðinu. ■ Árbæjarsafn ekki í Viðey ARNÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR „Allt gott, sólin skín og veðrið er stórkostlegt,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Hvera- gerði. „Við sjálfstæðismenn vorum að undirbúa hagyrðingakvöld og svo höfum við verið að leggja síðustu hönd á blað. Kosningarnar eru í algleym- ingi og enginn tími til að láta sér leiðast eða hugsa um nokkurn hlut annan.“ Aldís starfar sem framkvæmdastjóri Kjöríss og því má segja að hitabylgjan síðustu daga hafi komið á versta tíma fyrir hana. „Það er vitlaust að gera á öllum vígstöðvum. Núna óska ég einskis annars en að það rigni og verði frekar napur- legt þó að það hljómi frekar illa verandi einn af eigendum Kjöríss þá myndi það óneitanlega minnka á manni álagið. Það myndi hjálpa og auka líkurnar á því að maður geti sinnt kosn- ingabaráttunni betur.“ Baráttan hefur farið frekar rólega af stað þannig að það er tiltölulega lítið um að vera ennþá. Flokkarnir gefa út blöð til að kynna stefnu- mál sín og framboðslista. „Helsta nýbreytnin er sú að það eru auglýsingar uppi um alla veggi út um allan bæ. Það er í fyrsta skipti nú sem flokkarnir fara út í það þannig að frambjóðendurnir eru sýnilegri en þeir hafa oftast verið sem er kannski ágætt því að það hefur flust hingað ákaflega mikið af nýju fólki sem þekkir kannski fáa og veit ekki hvaða fólk er í framboði. En þetta er að fara í gang og það er greinilegt að það er að fær- ast aukin harka í kosninga- baráttuna og framboðsmálin.“ Framkvæmdir í Hveragerði eru bæjarbúum ofarlega í huga í daglegu spjalli. Framundan er að úthluta lóðum í sumar. Verið er að leggja síðustu hönd á deiliskipulag á tveimur svæðum þannig að þar koma lóðir til úthlutun- ar. Það verður skemmtilegt að sjá hvernig það gengur fyrir sig. Hvergerðingar ræða líka mikið um atvinnumál og stöðu garðyrkjunnar. „Mörgum svíður að verða vitni að því að garðyrkjustöðvarnar eru rifnar hér hver á fætur annarri og jafnvel nýlegar stöðvar í góðum rekstri. Starfsaðstæður eru orðnar með þeim hætti að það er erfitt fyrir þessar stöðvar að starfa. Núna er lóðaverð orðið þannig að það er hagfelldara fyrir garðyrkjubændur að selja stöðvarnar sínar undir íbúðabyggð frekar en að halda áfram rekstri. Það er fjöldinn allur af garðyrkjustöðvum farinn undir ýtuna. Þessi þróun hefur verið að ná toppi síðustu tvö til þrjú ár. Það er ákaflega sérstakt að verða vitni að þessu því að það eru sár út um allan bæ þar sem áður stóðu garðyrkjustöðvar í fullum rekstri.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI KJÖRÍSS Í HVERAGERÐI: Svíður að garðyrkjustöðvar séu rifnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.