Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 18
Stökktu til Benidorm 18. eða 25. maí frá kr. 29.995 Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Benidorm í maí. Þú bókar og tryggir þér flugsæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú býrð. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herb./stúdíó/íbúð. Stökktu tilboð 18. og 25. maí. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Síðustu sætin Verð kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð 18. og 25. maí. Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Pitstop – vörubíladekk Dugguvogi 10 (v/Sæbraut) • 104 R.vík • S: 568 2020 og Hjallahrauni 4 • 220 H.fj • Sími 565 2121 Athugið að vörubílaþjónusta okkar er í Dugguvogi Við höfum einnig á boð stólum frábær dekk frá Taurus undir dráttar- og vinnuvélar Mjög góð dekk á góðu verði! Ótrúlegt tilboð á mjög góðum NÝJUM HANKSUGI vörubíladekkjum 315/80 R22,5 á 9” breiðum stálfelgum. Aðeins krónur 34.200 + vsk tilbúin undir bílinn á felgum. Við eigum einnig fjölmargar aðrar stærðir af nýjum vörubíladekkjum frá Michelin, Hanksugi og Kormoran og sóluð vörubíladekk frá Vulkan á frábæru verði. Við geru m þér TILBOÐ SÚPE R – þjónusta í fyrirrúmi. 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR KOSNINGAR Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélag landsins og bjóða fjórir listar þar fram. Sjálf- stæðisflokkur hefur setið í meiri- hluta á kjörtímabilinu. Mikil upp- bygging á sér stað í sveitarfélaginu og reiknar bæjarstjóri með að íbúum muni fjölga úr þeim 7.300 sem þeir eru í dag í tíu þúsund eftir þrjú ár. Framsóknarflokkur og bæjarmálafélagið Mosfellingur, sem Samfylkingin og vinstri grænir standa að, hafa setið í minnihluta. Samfylking og vinstri grænir bjóða nú fram í sitt hvoru lagi. Allir núverandi minnihluta- flokkar gagnrýna meirihlutann fyrir mikla miðstýringu og segja að ekki hafi verið hlustað á raddir bæjarbúa. G-listinn og Framsóknar- flokkur sátu saman í meirihluta á kjörtímabilinu 1998 til 2002 og tala oddvitar flokkanna um að viðsnún- ingur hafi orðið á þróun íbúalýð- ræðis síðan þá. Oddviti sjálfstæðismanna hafnar þessu og vísar til íbúaþings og hverfafunda sem haldnir voru á kjörtímabilinu og segir mikið samráð hafa verið haft við íbúa bæjarins. Ágreiningur er á milli flokka um skipulagsmál og auknar álögur á kjörtímabilinu gagnrýndar. Oddvitar Samfylkingar og Framsóknarflokks telja að það hafi bitnað sérstaklega illa á barnafjölskyldum í bænum. Allir flokkar setja málefni fjöl- skyldna meðal helstu stefnumála í kosningabaráttunni. Vinstri grænir og Samfylking vilja gjaldfrjálsa leikskóla og Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja lækka leik- skólagjöld þangað til aðkoma ríkis- valdsins gerir það kleift að þeir verði gjaldfrjálsir. Mismikil endurnýjun á sér stað í efstu fimm sætum listanna. Sama fólk situr í fjórum efstu sætum D- lista og nýr kemur í fimmta. Á B- lista kemur nýtt fólk í 2. til 5. sæti en oddvitinn sat seinast í þriðja sæti. Þrír nýir koma inn á V-lista en oddviti og sá sem skipar þriðja sætið voru áður á G-lista. Á S-lista sitja sömu menn í tveimur efstu og nýtt fólk kemur í næstu þrjú. - sdg Fjórir framboðslistar í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins: Fólksfjölgun og uppbygging MOSFELLSBÆR Mikil uppbygging er í áætlunum bæjarfélagsins og gert ráð fyrir að íbúafjöldi verði kominn upp í tíu þúsund eftir þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þann 9. ágúst 1987 varð Mosfellshreppur að bæ og fékk nafnið Mosfellsbær. Sveitarfélagið er röskir tvö hundruð ferkílómetrar að flatar- máli. Fjöldi íbúa er 7.157 samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember 2005. Sjö full- trúar sitja í bæjarstjórn. KOSNINGAR 2002 Fjöldi íbúa á kjörskrá: 4.321 Fjöldi greiddra atkvæða: 3.481 (80,6%) Fjöldi auðra og ógildra seðla: 75 Listi Framsóknarflokksins (B) 827 atkv., 2 fulltr. Listi Sjálfstæðisflokks (D) 1.787 atkv., 4 fulltr. Listi Samfylkingar og vinstri grænna (G) 792 atkv., 1 fulltr. Bæjarfulltrúar B-listans: Þröstur Karlsson verslunarstjóri Bryndís Bjarnarson kaupkona, Bæjarfulltrúar D-listans: Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Haraldur Sverrisson rekstrarstjóri Herdís Sigurjónsdóttir meinatæknir Hafsteinn Pálsson verkfræðingur Bæjarfulltrúi G-listans: Jónas Sigurðsson lagerstjóri KOSNINGAR 2006 B-listi Framsóknarflokks 1. Marteinn Magnússon markaðsstjóri 2. Helga Jóhannesdóttir viðskiptafræðingur 3. Óðinn Pétur Vigfússon grunnskólakennari 4. Halldóra M. Baldursdóttir aðstoðargæðastjóri 5. Eva Ómarsdóttir háskólanemi D-listi Sjálfstæðisflokks 1. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri 2. Haraldur Sverrisson bæjarfulltrúi 3. Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi 4. Hafsteinn Pálsson bæjarfulltrúi 5. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson vinnumarkaðsfræðingur S-listi Samfylkingarinnar 1. Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi 2. Hanna Bjartmars Arnardóttir, myndlistarkona og kennari 3. Anna Sigríður Guðnadóttir aðstoðarforstöðumaður 4. Baldur Ingi Ólafsson þjónustufulltrúi 5. Óskar Ingi Sigmundsson deildarstjóri V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 1. Karl Tómasson tónlistar- og blaðamaður 2. Bryndís Brynjarsdóttir myndlistarkona og kennari 3. Jóhanna B. Magnúsdóttir umhverfisráðgjafi 4. Elísabet Kristjánsdóttir kennari 5. Bjarki Bjarnason rithöfundur og kennari MOSFELLSBÆR Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúi leiðir lista Samfylkingarinnar. Í síðustu kosningum buðu Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð saman fram undir merkjum bæjarmálafélags G-listans þar sem Jónas skipaði efsta sæti. Að sögn Jónasar gekk samstarfið vel en ákveðið var að bjóða fram sér núna. „Samfylkingin er það stór flokkur að okkur þótti sóknarfæri í að bjóða fram sem slíkir.“ Grunnstefna Samfylkingarinnar snýr að fjölskyldunni og aðstæðum hennar. „Við viljum gera leikskóla gjaldfrjálsa í áföngum og hlúa að stoðþjónustu grunnskólanna.“ Áhersla er einnig lögð á íbúa- lýðræði. „Við teljum að þróun íbúalýðræðis hafi verið snúið til verri vegar með mikilli miðstýringu á kjörtímabilinu og viljum bæta aðbúnað íbúa til að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarð- anatöku.“ Jónas telur bæjarfélagið hafa mikla möguleika og mikilvægt að skemma ekki þá möguleika sem bærinn hefur. Jónas Sigurðsson S-lista: Létta á barnafólki í bænum Karl Tómasson, tónlistar- og blaðamaður, er efsti maður á framboðslista vinstri grænna. Helstu stefnumál vinstri grænna lúta að velferðarmálum, skipulagsmálum og umhverfisvernd. „Við viljum gera leikskóla gjaldfrjálsa og hafa fríar máltíðir í skólum.“ Einnig eru málefni barnafjölskyldna, aldraðra og öryrkja í fyrirrúmi að sögn Karls. „Við viljum auka ferðamennsku í bænum til muna og losna við svefnbæjarímyndina,“ segir Karl sem telur þann málaflokk hafa gleymst hjá bæjaryfirvöldum í gegnum tíðina. Karl segir skipulagsmálin einnig mikilvæg og að vinstri grænir vilji byggja upp miðbæjartorg kringum Kjarnann. „Hægt er að búa þar til torg með gróðri, listaverkum og mannlífi.“ Karl segir mikinn hraða á uppbyggingu í bænum sem sé eitt logandi sár. „Gæta verður að þessi hraða uppbygging komi ekki niður á þjónustu við bæjarbúa.“ Karl Tómasson V-lista: Miðbæjartorg við Kjarnann Marteinn Magnússon markaðsstjóri leiðir lista Framsóknarflokks. B-listinn leggur áherslu á fjölskyldu- væna fjármálastefnu þar sem álögum og gjaldtöku verði stillt í hóf. Stefnt er að því að taka upp frístundagreiðslur til að koma til móts við foreldra. „Einnig viljum við tryggja daggæslu frá lokum fæðingar- orlofs. Með breyttu þjóðfélagi er þetta eitthvað sem þarf að vera í lagi.“ Álögur hafa stórhækkað á tímabilinu að sögn Marteins. Tekur hann leikskólagjöld sem dæmi og segir þau hafa hækkað um fjörutíu prósent. „Við höfum sagt að ekki sé hægt að láta barnafjölskyldur vera breiðu bökin í samfélaginu.“ Marteinn segir B-lista hafa gagnrýnt það sem hann kallar óviðunandi vinnubrögð meirihluta í skipulagsmálum og segir að hagsmunapólitík og spilling verði ekki liðin. Marteinn Magnússon B-lista: Fjölskylduvæn fjármálastefna Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri er oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í meiri- hluta á kjörtímabilinu og setur áframhald- andi trausta fjármálastjórn í forgang. Helstu stefnumál lúta að skipulagi, mál- efnum fjölskyldna og aldraðra. „Við munum beita okkur fyrir lækkun leikskólagjalda og forsendur eru fyrir því vegna þess árangurs sem hefur náðst í fjármálastjórn bæjarins.“ Að sögn Ragnheiðar hefur fast- eignaprósenta aldrei verið lægri en nú og fasteignagjöld á svipuðu róli og hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgar- svæðinu. Mikil uppbygging er framundan og fólksfjölgun í samræmi við það. Vel hefur tekist að skipuleggja þróun þjónustustigs í samræmi við fjölgun að sögn Ragnheiðar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir D-lista: Áfram traust fjármálastjórn Mosfellsbær SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.