Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 12.05.2006, Síða 16
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR LÉTT SPÆGIPYLSA 65% MINNI FITA LONDON Bresk þingnefnd segir það vera skiljanlegt að bresku leyni- þjónustunni hafi ekki tekist að afla sér nægilegra upplýsinga til þess að koma í veg fyrir sjálfs- morðsárásir hryðjuverkamanna í London í júlí á síðasta ári. Nefndin skilaði í gær skýrslu um rannsókn sína á árásunum, sem urðu fimm- tíu og tveimur að bana og særðu nokkur hundruð manns að auki. Í skýrslunni segir að leyniþjón- ustan hafi á árunum 2003 til 2005 hugsanlega getað rekist á einhverj- ar upplýsingar, sem hefðu getað leitt til þess að komið hefði verið í veg fyrir árásirnar. Hins vegar hafi leyniþjónustan haft svo mörg mál á könnu sinni, og takmörkuð úrræði til að fylgja þeim öllum eftir, að óhjákvæmilegt hefði verið að forgangsraða þeim upplýsing- um sem kanna skyldi frekar. Í gær upplýsti síðan John Reid innanríkisráðherra í breska þing- inu að lögreglu og leyniþjónustu- mönnum hefði tekist að koma í veg fyrir þrjár aðrar árásir frá því að sprengjuárásirnar voru gerðar í júlí á síðasta ári. Í skýrslunni frá þingnefndinni segir hins vegar að breska leyni- þjónustan hefði ekki haft neinn grun fyrirfram um að árásar- mennirnir fjórir væru líklegir til þess að fremja hryðjuverk. Ekki lá heldur fyrir neinn grunur fyrir fram um að árásir yrðu gerðar þann 7. júlí. Þó höfðu nöfn tveggja árásar- mannanna verið nefnd í tengslum við aðrar rannsóknir, en engar vís- bendingar lágu fyrir um að þeir hefðu verið að skipuleggja hryðju- verk. Reid innanríkisráðherra skýrði frá því í gær að árásarmennirnir hefðu verið í tengslum við einn eða fleiri einstaklinga í Pakistan skömmu fyrir árásirnar. Í skýrslunni frá þingnefndinni segir hins vegar að allt sé enn óljóst um það hvort aðrir en sprengjumennirnir fjórir hefðu tekið þátt í skipulagningu árás- anna, eða hvort þeir hefðu verið í einhverjum tengslum við hryðju- verkasamtökin al-Kaída. Talið er að sprengjumennirnir hafi varið sem svarar rétt rúm- lega milljón íslenskra króna í und- irbúning og framkvæmd hryðju- verkanna. Allir voru þeir breskir ríkisborgarar, þrír af pakistönsk- um uppruna en einn þeirra var frá Jamaíku. gudsteinn@frettabladid.is Í KJÖLFAR ÁRÁSANNA Þessi vegfarandi aðstoðaði særða konu við að komast út úr neðan- jarðarlestarstöð í London eftir árásirnar sem gerðar voru 7. júlí í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sakaðir um úrræðaleysi Breska leyniþjónustan réð ekki við að vinna úr gríð- arlegu magni upplýsinga og vísbendinga um hugs- anleg hryðjuverk í London. Þingnefnd hefur skilað skýrslu um sprengjuárásirnar 7. júlí síðastliðinn. ÁRÁSIN Á LONDON Þingnefnd hefur skilað skýrslu um árásirnar 7. júlí sl. sem urðu 52 að aldurtila. HEILBRIGÐISMÁL Enn koma upp ný tilfelli lekanda, að því er fram kemur í nýjum Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins, sem út koma mánaðarlega. Þar eru birtar fregnir um tíðni ýmissa smitsjúk- dóma hér á landi. Þrjú tilfelli af lekanda greindust í apríl og á fyrsta þriðjungi maí- mánaðar bættist enn eitt tilfelli við. Hinir smituðu eru á aldrinum 23 til 35 ára, þrír karlar og ein kona. Það bendir ekkert til að útbreiðsla smitsins sé í rénun. Sóttvarnalæknir ítrekar mikil- vægi þess að fólk gæti varúðar í kynlífi. Brýnt er fyrir fólki að nota smokka við skyndikynni. Einnig er mjög mikilvægt að fólk leiti læknis og fái viðeigandi greiningu vakni grunur um smit. - jss Farsóttarfréttir Landlæknis: Lekandi ekki í rénun SKIPULAGSMÁL „Árás uppkaups- manna á hestamannafélagið Gust og skipulagsmistök meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs komu öllu þessu máli af stað,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, sem gagnrýnir harðlega fyr- irhuguð kaup bæjarins á Gusts- landinu, sem er 11,5 hektarar. Flosi bendir á að gert sé ráð fyrir því að greiða þrjá milljarða og eitthundrað áttatíu og fimm milljónir króna fyrir landið, eða rúmlega 27 þúsund krónur á fer- metrann. „Kaupverðið skiptist á milli uppkaupsmanna, eiganda ein- stakra hesthúsa og Hestamanna- félagsins Gusts,“ segir Flosi. „Fjárfestingafyrirtækið KGR ehf. hefur tryggt sér eignarhald á 40 prósentum hesthúsanna sem standa á 14,45 prósentum af land- inu. Fyrir það vilja framsóknar- og sjálfstæðismenn greiða þeim rúman 1,1 milljarð króna eða rúm- lega 67 þúsund krónur á fer- metra.“ Gunnar Birgisson bæjarstjóri segir að búið sé að samþykkja í bæjarstjórn að haga málum á þennan hátt. Það sé fjárhagslega mjög hagkvæmt fyrir bæjarsjóð, og haldi hestamannafélaginu saman. Þegar svæðið verði full- byggt gefi það 400 milljónir í fast- eignagjöld á ári. Samfylkingin hafi hringlað fram og til baka í þessu máli og hafi nú snúist heilar 180 gráður. - jss GUSTUR Nú virðist sjá fyrir endann á deilum þeim sem hafa staðið um framtíð Gusts. Bæjarstjórn Kópavogs kaupir Gustslandið á rúma þrjá milljarða: Fjárhagslega hagkvæmt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.