Fréttablaðið - 12.05.2006, Page 16

Fréttablaðið - 12.05.2006, Page 16
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR LÉTT SPÆGIPYLSA 65% MINNI FITA LONDON Bresk þingnefnd segir það vera skiljanlegt að bresku leyni- þjónustunni hafi ekki tekist að afla sér nægilegra upplýsinga til þess að koma í veg fyrir sjálfs- morðsárásir hryðjuverkamanna í London í júlí á síðasta ári. Nefndin skilaði í gær skýrslu um rannsókn sína á árásunum, sem urðu fimm- tíu og tveimur að bana og særðu nokkur hundruð manns að auki. Í skýrslunni segir að leyniþjón- ustan hafi á árunum 2003 til 2005 hugsanlega getað rekist á einhverj- ar upplýsingar, sem hefðu getað leitt til þess að komið hefði verið í veg fyrir árásirnar. Hins vegar hafi leyniþjónustan haft svo mörg mál á könnu sinni, og takmörkuð úrræði til að fylgja þeim öllum eftir, að óhjákvæmilegt hefði verið að forgangsraða þeim upplýsing- um sem kanna skyldi frekar. Í gær upplýsti síðan John Reid innanríkisráðherra í breska þing- inu að lögreglu og leyniþjónustu- mönnum hefði tekist að koma í veg fyrir þrjár aðrar árásir frá því að sprengjuárásirnar voru gerðar í júlí á síðasta ári. Í skýrslunni frá þingnefndinni segir hins vegar að breska leyni- þjónustan hefði ekki haft neinn grun fyrirfram um að árásar- mennirnir fjórir væru líklegir til þess að fremja hryðjuverk. Ekki lá heldur fyrir neinn grunur fyrir fram um að árásir yrðu gerðar þann 7. júlí. Þó höfðu nöfn tveggja árásar- mannanna verið nefnd í tengslum við aðrar rannsóknir, en engar vís- bendingar lágu fyrir um að þeir hefðu verið að skipuleggja hryðju- verk. Reid innanríkisráðherra skýrði frá því í gær að árásarmennirnir hefðu verið í tengslum við einn eða fleiri einstaklinga í Pakistan skömmu fyrir árásirnar. Í skýrslunni frá þingnefndinni segir hins vegar að allt sé enn óljóst um það hvort aðrir en sprengjumennirnir fjórir hefðu tekið þátt í skipulagningu árás- anna, eða hvort þeir hefðu verið í einhverjum tengslum við hryðju- verkasamtökin al-Kaída. Talið er að sprengjumennirnir hafi varið sem svarar rétt rúm- lega milljón íslenskra króna í und- irbúning og framkvæmd hryðju- verkanna. Allir voru þeir breskir ríkisborgarar, þrír af pakistönsk- um uppruna en einn þeirra var frá Jamaíku. gudsteinn@frettabladid.is Í KJÖLFAR ÁRÁSANNA Þessi vegfarandi aðstoðaði særða konu við að komast út úr neðan- jarðarlestarstöð í London eftir árásirnar sem gerðar voru 7. júlí í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sakaðir um úrræðaleysi Breska leyniþjónustan réð ekki við að vinna úr gríð- arlegu magni upplýsinga og vísbendinga um hugs- anleg hryðjuverk í London. Þingnefnd hefur skilað skýrslu um sprengjuárásirnar 7. júlí síðastliðinn. ÁRÁSIN Á LONDON Þingnefnd hefur skilað skýrslu um árásirnar 7. júlí sl. sem urðu 52 að aldurtila. HEILBRIGÐISMÁL Enn koma upp ný tilfelli lekanda, að því er fram kemur í nýjum Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins, sem út koma mánaðarlega. Þar eru birtar fregnir um tíðni ýmissa smitsjúk- dóma hér á landi. Þrjú tilfelli af lekanda greindust í apríl og á fyrsta þriðjungi maí- mánaðar bættist enn eitt tilfelli við. Hinir smituðu eru á aldrinum 23 til 35 ára, þrír karlar og ein kona. Það bendir ekkert til að útbreiðsla smitsins sé í rénun. Sóttvarnalæknir ítrekar mikil- vægi þess að fólk gæti varúðar í kynlífi. Brýnt er fyrir fólki að nota smokka við skyndikynni. Einnig er mjög mikilvægt að fólk leiti læknis og fái viðeigandi greiningu vakni grunur um smit. - jss Farsóttarfréttir Landlæknis: Lekandi ekki í rénun SKIPULAGSMÁL „Árás uppkaups- manna á hestamannafélagið Gust og skipulagsmistök meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs komu öllu þessu máli af stað,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, sem gagnrýnir harðlega fyr- irhuguð kaup bæjarins á Gusts- landinu, sem er 11,5 hektarar. Flosi bendir á að gert sé ráð fyrir því að greiða þrjá milljarða og eitthundrað áttatíu og fimm milljónir króna fyrir landið, eða rúmlega 27 þúsund krónur á fer- metrann. „Kaupverðið skiptist á milli uppkaupsmanna, eiganda ein- stakra hesthúsa og Hestamanna- félagsins Gusts,“ segir Flosi. „Fjárfestingafyrirtækið KGR ehf. hefur tryggt sér eignarhald á 40 prósentum hesthúsanna sem standa á 14,45 prósentum af land- inu. Fyrir það vilja framsóknar- og sjálfstæðismenn greiða þeim rúman 1,1 milljarð króna eða rúm- lega 67 þúsund krónur á fer- metra.“ Gunnar Birgisson bæjarstjóri segir að búið sé að samþykkja í bæjarstjórn að haga málum á þennan hátt. Það sé fjárhagslega mjög hagkvæmt fyrir bæjarsjóð, og haldi hestamannafélaginu saman. Þegar svæðið verði full- byggt gefi það 400 milljónir í fast- eignagjöld á ári. Samfylkingin hafi hringlað fram og til baka í þessu máli og hafi nú snúist heilar 180 gráður. - jss GUSTUR Nú virðist sjá fyrir endann á deilum þeim sem hafa staðið um framtíð Gusts. Bæjarstjórn Kópavogs kaupir Gustslandið á rúma þrjá milljarða: Fjárhagslega hagkvæmt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.