Fréttablaðið - 12.05.2006, Side 13

Fréttablaðið - 12.05.2006, Side 13
FÖSTUDAGUR 12. maí 2006 13 Nú getur þú fengið ATLAS kreditkort hjá öllum bönkum Á atlaskort.is Skráðu þig í ATLAS hópinn á atlaskort.is. ATLAS korthafar fá bíómiða í Smárabíó, Regnbogann, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri á aðeins 600 kr. Tilboðið gildir út maí. Nánari upplýsingar á atlaskort.is og í síma 550 1500. LÖGREGLUMÁL Fjöldi nýnema sem hefja nám við Lögregluskólann á næsta skólaári í janúar er sá sami og verið hefur undanfarin ár sam- kvæmt ákvörðun ríkislögreglu- stjóra eða um 36 talsins. Engin aukning verður því á nemendum milli ára en illa hefur gengið að manna stöður hjá lög- regluembættum og er enn víða ráðið ófaglært fólk með litla eða enga reynslu af löggæslustörfum til starfa hjá embættum landsins. - aöe NEMAR Á ÆFINGU Þrátt fyrir skort á lærð- um lögreglumönnum hefur nemum ekki fjölgað í Lögregluskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lögregluskólinn: Sami fjöldi nema næsta ár DANMÖRK, AP Margrét Þórhildur Danadrottning mun fara á fund Benedikts XVI páfa í Páfagarði í Róm í næstu viku, að því er segir í tilkynningu frá hirðinni í Kaup- mannahöfn. Páfi mun veita drottningu einkaáheyrn í lok opinberrar heimsóknar hennar til Ítalíu, en tilefni hennar er annars fimmtíu ára afmæli dönsku menningar- stofnunarinnar í Rómaborg. - aa Danadrottning til Ítalíu: Fer á fund páfa FINNLAND Eineltismál hefur komið upp hjá Amnesty International í Helsinki en kona hefur kvartað undan því að vera lögð í einelti af sínum nánasta yfirmanni, að sögn finnska dagblaðsins Hufvudstads- bladet. Af þrettán starfsmönnum hafa fimm hætt störfum, þar af trúnaðarmaður starfsmanna. Rannsókn Vinnueftirlitsins í Helsinki hefur leitt í ljós að í stað þess að taka á eineltinu hafi því verið haldið áfram. Konan var flutt til í starfi og sú ástæða gefin að hún ætti að hætta að trufla sam- starfsmenn sína. Stjórnandinn ver sig með því að stjórn Amnesty hafi viljað harðari stjórnun innan samtakanna.- ghs Amnesty í Finnlandi: Ekki tekið á eineltismáli Fáir hlustuðu á Clinton Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti erindi í 2.000 manna sal í borginni Tampere í Finnlandi í vikunni, að sögn Helsingin Sanomat. Miði á erindið kost- aði 790 evrur, eða um 71 þúsund krón- ur, en fjölmargir boðsmiðar voru sendir út. Aðsókn var þó afar léleg, aðeins 700 manns mættu á erindið. FINNLAND SKIPULAG Sex af ellefu fjárfestum og verktökum sem sóttu um að koma að uppbyggingu miðbæjar- ins á Akureyri vildu byggja á sama skipulagsreit sunnan fyrir- hugaðs sjávarsíkis, Glerárgötu- reit syðri. Þrír aðilar sendu inn umsókn um fleiri en einn skipu- lagsreit en enginn sóttist eftir einum fimm reita sem í boði voru, Torfunefsreit syðri. Valnefnd á vegum Akureyrar- bæjar hefur lagt til að Eykt, Smáragarði og Þyrpingu verði gefinn kostur á að skila inn nán- ari útfærslu á hugmyndum sínum um uppbyggingu á Glerárgötu- reit syðri. Fasteignafélagið Hlíð, P.A. byggingaverktaki og Eykt fá að skila inn hugmyndum um Drottningarbrautarreit og Nýsir og Gránufélagið í sameiningu, Njarðarnes og Þ.G. verktakar varðandi Glerárgötureit nyrðri. SS Byggi er gefinn kostur á að skila inn hugmyndum um upp- byggingu á Sjallareit en aðrir sóttust ekki eftir því að byggja á þeim reit. Tillögum ber að skila eigi síðar en 20. júní næstkomandi og val- nefndin mun tilkynna hverjir verða valdir til að koma að upp- byggingu á tilteknum reitum fyrir 1. júlí. - kk Umsóknir um uppbyggingu miðbæjar Akureyrar streyma inn: Fjárfestar heillast mest af sjávarsíki BYGGINGARREITIR Í MIÐBÆNUM Sex fjárfestar og verktakar sóttust eftir að byggja á Glerár- götureit syðri (2), fjórir á Drottningarbrautarreit (1), fjórir á Glerárgötureit nyrðri (4), einn á Sjallareit (5) en enginn á Torfunefsreit syðri (3). DÓMSMÁL Unglingspiltur sem neit- aði að snúa til baka til föður síns í Svíþjóð eftir heimsókn til móður sinnar hér á landi má vera hér áfram og þarf ekki að snúa aftur eins og fyrri dómur Héraðsdóms Reykjaness kvað á um. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands sem sneri við fyrri dómi þar sem enginn vafi væri á að dag- leg líðan piltsins miðað við frásagn- ir hans væri betri hjá móður hans en föður úti í Svíþjóð. Hafði héraðs- dómur mælt svo um að föðurnum væri heimilt að fá piltinn tekinn úr umráðum móður sinnar enda ætti hann óskoraðan rétt á því en því var Hæstiréttur ekki sammála.- aöe Önnur afstaða Hæstaréttar: Forsjárdómi snúið við

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.