Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.05.2006, Blaðsíða 10
 12. maí 2006 FÖSTUDAGUR Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri býður upp á nám til B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfunarfræði. Hjúkrunarfræði: Markmið námsins er að búa nemendur undir að gegna almennum hjúkrunarstörfum svo og stjórnunar- og fræðslustörfum á flestum sviðum heilbrigðisþjónustu. Námið skiptist í raunvísindi, hug- og félagsvísindagreinar og hjúkrunarfræðigreinar. Klínískt nám hefst strax á fyrsta ári, fer fram víða um land og tekur samtals 24 vikur. Iðjuþjálfunarfræði: Háskólinn á Akureyri er eini íslenski háskólinn sem býður upp á nám í iðjuþjálfunarfræði. Markmið námsins er að búa nemendur undir fjölbreytt störf sem iðjuþjálfar í heilbrigðis- og félagsþjónustu, skólakerfinu og á almennum markaði. Námið skiptist í raunvísindi, hug- og félagsvísindagreinar, heilbrigðisvísindi og iðjuvísindi. Vettvangsnám er 25 vikur. „Á háskólasvæðinu á Sólborg er sérstök álma fyrir verklegt nám í heilbrigðisvísindum. Húsnæðið er ríkulega búið tækjum sem notuð eru við kennslu og er aðstaða fyrir nemendur eins og hún gerist best.“ Persónulegt umhverfi – góð tengsl milli nemenda og kennara Verkefnavinna – bæði hópverkefni og einstaklingsverkefni Frábær aðstaða – nýlegt húsnæði fyrir verklega kennslu Spennandi valkostur B.SC. Í HJÚKRUNARFRÆÐI OG IÐJUÞJÁLFUNARFRÆÐI www.unak/heilbrigdisdeild Umsóknarfrestur er til 5. júní. Umsóknareyðublöð, námsskrá og kynningarefni eru aðgengileg á www.unak.is. HM-GRILLTILBOÐ Við höldum með þér! Char-Broil Seguia gasgrill + kassi af Carlsberg léttöli + kippa af 2 lítra Coke + kassi af Prins Polo 27.900,- Verð áður 34.900,- Char-Broil CB gasgrill + kassi af Carlsberg léttöli 12.900,- Verð áður 16.900,- Við færum þér grillið samsett heim og losum þig við gamla grillið. Léttgreiðslur Visa og Euro í 2 til 6 mánuði. HM-tilboðið gildir til 9. júní eða á meðan birgðir endast. Heimsending gildir fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og Akureyri. Permasteel gasgrill +3 mánaða áskrift að SÝN 79.900,- 4.650 ,- léttgr eiðslu r í 6 m ánuð i 13.31 7,- léttgr eiðslu r í 6 m ánuð i 2.150 ,- léttgr eiðslu r í 6 m ánuð i LAGERSALA 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLU ! OPIÐ 11-19 FELLSMÚLA 28 (GAMLA WORLD CLASS HÚSINU) FRAKKLAND, AP Pólitíska hneykslis- málið, sem varð til þess að Jacques Chirac forseti taldi sig í vikunni þurfa að lýsa yfir fullu trausti sínu til forsætisráðherrans Dominiques de Villepin, teygir anga sína víða um franska stjórnkerfið. Málið snýst um það að grunur hefur leikið á því að Dominique de Villepin forsætisráðherra hafi í janúar árið 2004 látið njósna um Sarkozy innanríkisráðherra, hugs- anlega í þeim tilgangi að grafa upp einhver óhrein leyndarmál sem gætu spillt fyrir framboðsáhuga innanríkisráðherrans. Villepin harðneitar þessum ásökunum, en orðrómurinn hefur engu að síður orðið til þess að grafa undan Villepin og nú er nánast ekk- ert orðið úr áformum hans um að bjóða sig sjálfur fram til forseta- embættisins. Nógu slæmt var ástandið fyrir hjá Villepin eftir að hann varð að láta undan kröfum stúdenta og verkalýðshreyfingarinnar um að hætta við breytingar á vinnulög- gjöfinni í vetur, þótt þessar ásak- anir hefðu ekki bæst við. Villepin hefur hins vegar skýrt frá því að hann hafi beðið Philippe Rondot, reyndar yfirmann úr leyni- þjónustunni, um að kanna hvað hæft væri í ásökunum um spillingu í tengslum við sölu á frönskum her- skipum til Taívans árið 1991. Árið 2004 fékk dómari, sem einnig var að rannsaka þennan sama viðskiptasamning, sendan lista með nöfnum á fólki, sem sagt var hafa hagnast á þessum við- skiptum. Meðal þeirra sem þar voru nefndir er Sarkozy, en dómar- inn komst á endanum að þeirri nið- urstöðu að listinn væri falsaður. Sarkozy telur hins vegar ein- sýnt að þessi listi hafi verið sendur dómaranum til þess að eyðileggja mannorð sitt. Nú stendur yfir áköf leit að þeim sem sendi nafnalist- ann. Í franska gríntímaritinu Le Canard Enchaine er því haldið fram að hinn seki sé Jean-Lois Gergorin, aðstoðarframkvæmda- stjóri EADS, sem framleiðir og selur bæði flugvélar, vopn og búnað til geimferða. Gergorin neit- ar sök, en lét engu að síður af störf- um hjá EADS nú í vikunni. - gb Hriktir í stoðum frönsku stjórnarinnar: Hneykslið teygir anga sína víða NICOLAS SARKOZY Innanríkisráðherra Frakklands segir ófrægingarherferð á hendur sér til þess ætlaða að hann hætti við forsetaframboð á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Guð- mundur Sævar Guðjónsson, for- seti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, er ekki á framboðslista D-lista sjálfstæðismanna og óháðra fyrir þessar kosningar. Í hans stað er kominn Jón B. G. Jónsson yfirlæknir. Að sögn Guð- mundar Guðlaugssonar bæjar- stjóra var Guðmundi Sævari boðið að vera forseti fyrstu tvö árin ef listinn næði meirihluta en hann þáði ekki það boð. Eftir að þetta varð ljóst var til- kynnt að Úlfar B. Thoroddsen myndi leiða lista S-lista Samstöðu þó svo að hann væri flokksbund- inn í Sjálfstæðisflokknum en Úlfar er svili Guðmundar Sævars. Guðmundur Guðlaugsson, sem var ráðinn bæjarstjóri eftir síð- ustu kosningar, skipar fjórða sæti D-listans. - jse Framboðslistar í Vesturbyggð: Forsetinn farinn GUÐMUNDUR SÆVAR GUÐJÓNSSON Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar á ekki sæti á framboðslista D- listans fyrir þessar kosn- ingar. Eftir að það varð ljóst gekk svili hans til liðs við S-listamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.