Morgunblaðið - 04.08.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.08.2004, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. KARLMAÐUR á fertugsaldri lést þegar stór malarflutningabíll sem hann stýrði rann út af vegi og niður í fjöru við norðurenda Akureyrarbæj- ar skömmu eftir hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akureyri eru tildrög slyss- ins enn óljós. Lögreglu barst tilkynning um slys- ið um klukkan hálfþrjú í gær. Slysið varð á Krossanesbraut, skammt sunnan við bæinn Krossanes sem stendur við norðurenda Akureyrar, þar sem verið var að vinna við breikk- un vegar. Lögregla segir ekki ljóst á þessari stundu hvað olli því að gríðarstór mal- arflutningatrukkur af þeirri gerð sem jafnan gengur undir nafninu Búkolla, lenti út af veginum, rann niður bratta brekku og lagðist svo á hliðina í fjöru- borðinu. Rannsókn á tildrögum slyss- ins stendur yfir. Banaslys á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Friðarljósum og blómum hafði ver- ið komið fyrir þar sem malarflutn- ingabílinn fór fram af veginum. Fjær sést hvar malarflutningabíll- inn er kominn upp á dráttarvagn. FÍKNIEFNADEILD lögreglunn- ar og tollgæslan í Reykjavík hafa lagt hald á um þrjú kíló af amfeta- míni sem komu til landsins með Dettifossi, skipi Eimskipafélags- ins. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, staðfesti þessar upplýsingar í gær. Hann sagði að enginn hefði verið handtekinn vegna málsins en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina enda væri hún á afar viðkvæmu stigi. Hann vildi hvorki svara því hvort efnið hefði verið falið í skipinu eða í vörusendingu né hvort einhver starfsmaður skipafélagsins væri viðriðinn málið. Sjaldgæft er að lögregla eða toll- gæsla leggi hald á svo mikið magn amfetamíns í einni sendingu en það gerist þó endrum og sinnum. Árið 2003 lagði lögreglan í Reykjavík hald á 2,4 kíló af am- fetamíni en það var talsvert minna en árið á undan þegar hald var lagt á tæplega 6,5 kíló. Algengt að drýgja amfetamín Ef amfetamínið er hreint geta fíkniefnasalar blandað það með öðrum efnum og drýgt það allt að þrefalt til fjórfalt. Miðað við að efnið yrði blandað má gera ráð fyr- ir að hægt yrði að selja það á göt- unni fyrir 30–40 milljónir króna en gramm af amfetamíni kostar tæp- lega 4.000 krónur, samkvæmt upp- lýsinum frá SÁÁ. Dettifoss er í siglingum til meg- inlands Evrópu og kemur m.a. við í Rotterdam en Holland er ein helsta framleiðslu- og dreifingar- miðstöð amfetamíns í Evrópu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hol- lenskra lögregluyfirvalda hefur ekki tekist að uppræta amfetamín- framleiðslu í landinu. Þremur kg af amfetamíni smyglað með Dettifossi JÖKULSÁRLÓN á Breiðamerkursandi hefur um árabil verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem sækja Ísland heim. Siglingar á lóninu hafa verið stundaðar í á annan áratug og að sögn Ein- ars Björns Einarssonar, eiganda Jökulsárlóns ehf., fara allt að 500 manns á dag í bátsferðir á lóninu þegar mest er að gera yfir sumartímann. Hann segir aðsóknina aukast með hverju ári. Fyrirtæki Einars Bjarnar er með þrjá báta sem ferja ferðamenn um Jökulsárlón. Hver bátanna tekur 25 manns og ferðirnar eru í gangi allan daginn frá miðjum maí og fram í miðjan september. Flestir þeirra sem sækja bátsferðirnar á Jök- ulsárlóni eru erlendir ferðamenn, þótt einn og einn Íslendingur slæðist með. Á þriðja tug hefur atvinnu af því að fylgja ferðamönnum í bátana og greina frá því sem fyrir augu ber á lóninu. Veðrið er misgott eins og gengur, en að sögn Einars kemur það sjaldan fyrir að hætta þurfi við ferðir vegna veðurs. Jökulsárlón laðar marga að Morgunblaðið/Ómar ENGAR opinberar tölur eru til um umfang landflutninga á Íslandi en samkvæmt upplýsingum frá helstu vöruflutningafyrirtækjum landsins aka daglega um 100 flutningabílar með vörur landshluta á milli. Að meðaltali eru um 15 tonn í bílunum þannig að daglega eru flutt um 1.500 tonn af almennum neysluvörum um vegakerfi landsins. Ekki er þá talinn með allur sá flutningur sem fer með umsvifaminni aðilum. Baldur Guðnason, forstjóri Eim- skips, sagði í Morgunblaðinu í gær að um 83% allra innanlandsflutninga færu um vegakerfið. Heildarflutn- ingar voru sagðir rúm 800 þúsund tonn á ári og samkvæmt þessu fara um 660 þúsund tonn landleiðina. Flytjandi, sem er í eigu Eimskips, rekur flutningakerfi á landsvísu sem að koma 23 aðilar. Velta þeirra á landsvísu er um 2.800 milljónir á ári en samkvæmt mati Samkeppnis- stofnunar er markaðshlutdeild þessa kerfis um 60% í landflutningum. Miðað við þetta er árleg velta land- flutningamarkaðarins um fimm milljarðar króna. Sjö sinnum meiri losun koltvísýrings Að sögn Guðmundar Arnaldsson- ar, framkvæmdastjóra Landvara, fé- lags vöruflytjenda, má áætla að ríkið fái um einn milljarð króna í þunga- skatt af vöruflutningabifreiðum á ári. Samkvæmt lögum fer skatturinn til að fjármagna vegaframkvæmdir. Guðmundur segir misskilning að vegakerfið þoli ekki aukna vöru- flutninga. Ef suðvesturhornið sé undanskilið séu vegirnir illa nýttir. Landvernd vakti í gær athygli á því að landflutningar fælu í sér sjö sinnum meiri losun koltvísýrings en strandflutningar. Á tímabilinu 1983– 2002 hefði losun koltvísýrings vegna landflutninga aukist um 67%. Aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu væri helsta ástæða þeirra hættulegu loftslagsbreytinga sem nú yrðu sí- fellt sýnilegri. Neikvæðar afleiðing- ar vöruflutninga á landi væru því ekki eingöngu bundnar við slys og slit á vegum. Þá segir í frétt á vefsíðu Land- verndar að svo virðist sem ekki hafi tekist að færa kostnaðinn við vega- slit yfir á vörubíla í samræmi við notkun þeirra. Velta landflutningakerf- isins um fimm milljarðar  „Menn vilja“/10 LOKA þurfti umferð yfir brú á vinnu- svæðinu við Kárahnjúka sem liggur yfir Jökulsá á Dal í Hafrahvamma- gljúfri í kjölfar þess að vatnsborð ár- innar hækkaði upp í 476 metra yfir sjávarmáli í gær. Bráðabirgðastíflu- garður árinnar nær upp í 483 metra hæð yfir sjávarmáli. Að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa verktakafyrirtæk- isins Impregilo á Íslandi, náði yfir- borð árinnar upp að brúarstólpum og vegfylling sem var þar næst gaf sig. Í kjölfarið var ákveðið að loka brúnni. Allri umferð hefur verið beint yfir brúna á Jökulsá á Brú. Ómar segir slíka vatnavexti eðlilega á þessum árstíma og margt geti stuðlað að slíku; mikil úrkoma, þíða og vindur. Vatnavextir í Jökulsá á Dal ÞAÐ þykir ganga kraftaverki næst að ökumaður vörubíls skyldi sleppa án alvarlegra meiðsla þegar bíll hans féll um 10 metra fram af brúnni yfir Laxá í Laxárdal í Dölum eftir árekst- ur við jeppa síðdegis í gær. Bíllinn hafnaði í stórgrýti og lagðist öku- mannshúsið nánast saman. Jóhannes Björgvinsson, lögreglu- varðstjóri í Búðardal, segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins á 26 ára ferli sínum í lögreglunni. „Það ber öllum saman um það að slíkt krafta- verk sé einsdæmi. Það er með ólík- indum að maðurinn skuli hafa lifað þetta af,“ segir hann. Í jeppanum voru hjón með tvö börn en þau sluppu nánast ómeidd. Vitni urðu að árekstrinum og segja þau að jeppinn hafi verið kominn út á brúna þegar ökumaður hans virðist hafa gert sér grein fyrir því að öku- maður vörubílsins gæti ekki hemlað í tæka tíð. Vörubíllinn kom að brúnni að norðanverðu en þar er talsverð brekka. Um 15 tonn af möl voru á pallinum. Ökumaður jeppans reyndi að bakka út af brúnni en náði þó ekki að koma í veg fyrir árekstur. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. Ökumaður vörubílsins var fluttur til Reykjavík- ur með sjúkrabíl en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Vörubíll féll 10 metra fram af brú Með ólíkindum að öku- maður skyldi lifa af ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.