Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 og 10.30. FRÁ FRAMLEIÐANDANUM JERRY BRUCKHEIMER Sýnd kl. 5,30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. „Það má semsagt vel mæla með Artúri konungi sem hressilegri ævintýrastríðsmynd“  HJ MBL t l l rt ri i r il ri i t r trí „Skemmtilegasta og besta mynd sem ég hef séð lengi!“ Ó.H.T. Rás 2 „Einstaklega vel gerð mynd á allan hátt, sem rígheldur manni strax frá upphafi. Þrælskemmtileg!“ HL MBL Toppmyndin í Bandaríkjunum í dag. Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins. i í rí j í . r l i tj r i t , r l i r i lif r i . Myndin skartar úrvalsliði leikara, þeim Joaquin Phoenix, Adrien Brody, William Hurt, Sigourney Weaver, og Brendan Gleeson. FRUMSÝNINGFRUMSÝNING FRUMSÝ NING „ B E S T A M Y N D E V R Ó P U “ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Enskt tal. / Sýnd kl. 5 og 7. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.40, 8, 9.10 og 10.20. B.i. 14 ára. 40.000 gestir Frá leikstjóra „The Sixth Sense“, „Unbreakable“ og „Signs“ kemur kvikmyndaupplifun ársins. FRUMSÝ NING SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. ATH ! Auk asý ning kl. 9.10 Toppmyndin í Bandaríkjunum í dag. OFFICIAL GERMAN ENTRY ACADEMY AWARD BEST FOREIGN LANGUAGE FILM GOLDEN GLOBE NOMINEE BEST FOREIGN LANGUAGE FILM WINNER EUROPEAN FILM AWARDS6 WINNERGERMAN FILM AWARDS9 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. bbbb „Skemmtilegasta og besta mynd sem ég hef séð lengi. Stórkostleg kvikmynd!“ – Ó.H.T. Rás 2 bbbb „Einstaklega vel gerð mynd á allan hátt, sem rígheldur manni strax frá uppha7. Þrælskemmtileg!“ – H.L. Mbl NÚ STYTTIST í að tökur hefjist á fyrstu mynd Árna Ólafs Ásgeirssonar í fullri lengd, en hann gerir ráð fyrir að þær fari í gang í haust eða vetur. Vinnuheiti myndarinnar er Blóðbönd. Árni er menntaður í Póllandi og á að baki m.a. stuttmyndina Anna’s Dag, sem hann gerði í Danmörku. Sú mynd hefur vakið þó nokkra athygli. Árni segir að myndin sé fjöl- skyldusaga. „Hún fjallar um hjón um fertugt sem eiga tíu ára dreng og eiga von á öðru barni. Í ljós kemur að maðurinn er ekki faðir þessa tíu ára drengs og myndin fjallar um það hvernig fjölskyldan tekst á við þá uppgötvun,“ segir Árni Ólafur. Aðspurður segir Árni að hann sé ekki orðinn kvíðinn ennþá. „Ég geri ráð fyrir að kvíðinn hellist yfir mig u.þ.b. viku áður en við förum í tökur. En núna hlakka ég bara til,“ segir hann, „maður er búinn að mennta sig í þessu í mörg ár og vonandi undirbúa sig nokkuð vel.“ Gerist í Reykjavík Búið er að ráða bróðurpart leik- hópsins og meðal annars er frágengið að Hilmar Jónsson leiki fjölskyldu- föðurinn. Myndin gerst í Reykjavík nútímans og fara tökur þar fram. Snorri Þórisson hjá fyrirtækinu Pegasus framleiðir myndina ásamt Árna Ólafi. „Við fengum styrk úr Kvikmyndasjóði og höfum nú lagt inn umsóknir um styrki hjá hinum ýmsu sjóðum í öðrum löndum. Þegar svör koma þaðan skýrast línurnar betur og þá getum við sagt betur til um hvenær vinna hefst. Allt annað er nokkurn veginn til reiðu,“ segir hann. Morgunblaðið/Eggert Árni Ólafur hlakkar til að byrja tökur á fyrstu mynd sinni í fullri lengd. Kvikmyndir | Fyrsta mynd Árna Ólafs Ásgeirssonar í fullri lengd Fjölskyldusaga úr nútímanumSKOSKA hljómsveitin Beta Bandhefur tilkynnt á heimasíðu sinni að sveitin muni leggja upp laupana í lok ársins. „Átta ár af erfiðri vinnu og lítil viðurkenning fyr- ir unnin störf taka sinn toll þeg- ar til lengri tíma er litið. Þess vegna höfum við ákveðið að leggja hljómsveitina nið- ur,“ segir meðal annars í tilkynn- ingu frá sveitinni á heimasíðu þeirra. Þar stendur jafnframt að liðs- menn muni að sjálfsögðu skilja í mesta bróðerni og að fyrirhuguð sé kveðjutónleikaferð um Bretland með haustinu. Beta Band var stofnað árið 1997 og er skipuð þeim Richard Green- tree bassaleikara, Steve Mason söngvara, Robin Jones trommuleik- ara og plötusnúðnum John Maclean.    BANDARÍSKA söngkonan Pink,sem væntanleg er til hljóm- leikahalds hérlendis í næstu viku, yf- irgaf Prag í Tékklandi í skyndi í kjöl- far sprengju- árásar í spilavíti í borginni sl. sunnu- dag, að því er Luk- as Vedral hljóm- leikahaldari fullyrðir. Pink hafi ætlað að eyða nokkrum dögum í borginni áður en hún héldi til Danmerkur. Sprengingin varð fyrir utan Cas- ino Royal í miðborg Prag aðeins nokkrum klukkustundum fyrir tón- leika söngkonunnar þar sem 5.500 manns komu til að berja hana augum og hlýða á söng hennar. Átján manns særðust, aðallega erlendir ferðamenn. Pink hélt til á hóteli ekki langt frá tilræðisstaðnum en yfirvöld segja að sprengjunni hafi greinilega verið beint að eiganda spilavítisins, sem er af ísraelsku þjóðerni.    EKKI ER búið að ráða Eric Banaí hlutverk James Bond, eins og götublaðið News of the World hefur haldið fram. Vefsvæðið Com- ingSoon.net segir að framleiðendur James Bond kvikmyndanna hafi ekki einu sinni komið að máli við Bana um þátttöku hans í næstu kvik- mynd um breska njósnarann. News of the World hafði sagt að Bana, sem lék í Tróju og Hulk, hafi átt í samningaviðræðum við fram- leiðendur James Bond kvik- myndanna um að taka við hlutverki Pierce Brosnan. Gert er ráð fyrir að tökur á næstu kvikmynd hefjist á þessu ári. Brosnan hefur sagt að hann ætli sér ekki að taka að sér hlutverk Bond á ný, en nú er ekki loku fyrir það skotið að hann leiki í einni kvikmynd til viðbótar um njósnarann, að sögn ananova.com. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.