Morgunblaðið - 04.08.2004, Page 34

Morgunblaðið - 04.08.2004, Page 34
DAGBÓK 34 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Árnaðheilla dagbók@mbl.is 90 ÁRA afmæli.Sunnudaginn 25. júlí varð níræð Tryggva Söebech, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Laugardaginn 7. ágúst býður hún ætt- ingjum og vinum í kaffi í Hátíðarsalnum í Hlíð kl. 15.00. Blóm og gjafir eru afþökkuð en hún vonast til að sjá sem flesta. 50 ÁRA afmæli.Fimmtugur varð þriðjudaginn 3. ágúst Guðjón Guðna- son rafvirkjameist- ari, Klettagötu 12, Hafnarfirði. Eig- inkona hans er Hafdís Ólafsdóttir mat- reiðslumeistari. Hann tekur á móti ættingjum, vinum og samferðafólki fimmtudaginn 5. ágúst frá kl. 18.30 til kl. 22.00 í Frímúr- arahúsinu í Hafnarfirði, Ljósatröð 2 (við lækinn). 20 ÁRA afmæli.Sunnudaginn 1. ágúst varð Hjalti Sigfússon hellulagn- ingamaður 20 ára. Hjalti hélt upp á dag- inn með vinum og vel- unnurum um helgina. Hjalti þakkar öllum sem komu og fögnuðu með honum. Góðar stundir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Tunglið er í merkinu þínu í dag og það gerir þig óvenju tilfinninganæma/n. Þetta veitir þér þó einnig ákveðið for- skot. Reyndu að nýta það sem best. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að vera heima og slaka á í dag. Ef þú átt ekki kost á því, reyndu þá að minnsta kosti að gefa þér svolítinn tíma til einveru. Allt er betra en ekkert. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður þínar við vinkonu þína geta orðið til þess að þú skiptir um skoðun á einhverju í dag. Þú ert allt í einu tilbú- in/n til að gera eitthvað sem þú varst áð- ur mótfallin/n. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fólk er óvenju þrætugjarnt í dag og því munu foreldrar þínir eða aðrir yfirboð- arar hugsanlega setja óvenju harkalega ofan í við þig. Reyndu að forðast deilur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta getur orðið mjög góður dagur. Reyndu endilega að gera eitthvað nýtt og spennandi. Þú getur byrjað á því að fara aðra leið heim úr vinnunni en venju- lega og í aðrar búðir en þú ert vön/vanur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur gaman af því að sýna þig og daðra í dag. Þetta er einfaldlega merki þess að þú sért ánægð/ur með sjálfa/n þig. Leyfðu þér að njóta þess. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að sýna öðrum óvenjumikla þol- inmæði í dag því tunglið fer framhjá merkinu þínu á leið sinni í gegnum hrútsmerkið. Það er mikill hiti í fólki í dag og hætt við að hann beinist gegn þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Byrjaðu á því að skipuleggja nánasta umhverfi þitt því þannig nærðu best stjórn á hlutunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta getur orðið mjög skemmtilegur dagur. Njóttu þess bara að leika þér við börnin og vera með skemmtilegu fólki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt líklega eiga mikilvægar sam- ræður við maka þinn í dag. Ekki reyna að berja hlutina í gegn. Bíddu heldur betri tíma til að reyna að ná sam- komulagi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér er mikið í mun að koma sjón- armiðum þínum á framfæri í samræðum þínum við aðra í dag. Láttu þó ekki draga þig inn í tilgangslausar þrætur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt líklega fá þá skyndihugdettu að kaupa þér eitthvað í dag. Það getur vel verið að það sé góð hugmynd en þú ættir eftir sem áður að hugsa þig aðeins um áður en þú lætur slag standa. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Eru greind og skapandi og svolítið upp- reisnargjörn. Þau eru fljót að tileinka sér hlutina og eiga auðvelt með að ná til annarra. Þetta ár mun marka ákveðin tímamót hjá þeim. Evrópumótið í Málmey. Norður ♠G109 ♥KD65 V/NS ♦953 ♣D108 Vestur Austur ♠3 ♠62 ♥3 ♥G984 ♦G876 ♦KD102 ♣Á65432 ♣KG7 § KG7 Suður ♠ÁKD8754 ♥1072 ♦Á4 ♣9 Þótt flestar sveiflur verði til í sögn- um er ekki alltaf augljóst hvar hund- urinn liggur grafinn. Lítum á dæmi frá leik Íslands og Póllands: Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Þorlákur Tuszynski Jón Kowalski Pass Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Nákvæmlega tíu slagir í boði og 620 til Pólverja. Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Chmurski Matthías Puczynski Magnús Pass Pass 1 tígull 1 spaði 3 lauf Pass Pass 3 spaðar 4 lauf 4 spaðar Pass Pass 5 lauf Dobl Allir pass Fórnin er mjög góð og Chmurski fór aðeins einn niður með því að svína fyrir laufdrottningu: 11 IMPar til Póllands. Engin augljós mistök hafa átt sér stað í sögnum, en tvennt virðist þó ráða úrslitum um niðurstöðuna. Annars vegar er það opnun Kowalskis á fjórum spöðum. Ef hann byrjar á einum spaða kemst Þorlákur inn á tveimur laufum og þá er stutt í fórnina. Hins vegar er það hin fislétta þriðju-handar-opnun Puczynskis á einum tígli. Hún verður þess valdandi að vestur verður virkur þátttakandi í sögnum, enda með sexlit og góðan stuðning við tígulinn (stökkið í þrjú lauf var „fit-showing“). Sennilega hefði engu breytt þótt Magnús hefði stokkið beint í fjóra spaða – vestur hefði örugglega sagt fjögur grönd til að sýna tígulstuðning og langan lauflit. Þetta spil er enn ein auglýsingin fyr- ir tvær meginkennisetningar í sagn- baráttu: (1) Hindranir loka leiðum. (2) Sá vængur sem byrjar að segja stend- ur betur að vígi. BRIDS GuðmundurPáll Arnarson/ dagbok@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 ný, 4 líta, 7 poka, 8 talan, 9 dvelst, 11 fífls, 13 konur, 14 raki, 15 sjáv- ardýr, 17 bjartur, 20 mann, 22 Evrópubúi, 23 snúin, 24 hreysið, 25 vota. Lóðrétt | 1 þrautseigja, 2 auðugan, 3 skilyrði, 4 ástand, 5 fiskúrgangur, 6 hinn, 10 reika stefnulítið, 12 ílát, 13 ögn, 15 heil- brigð, 16 kelta, 18 svæfill, 19 rás, 20 konungssveit, 21 geð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 reimleiki, 8 fæddi, 9 topps, 10 níu, 11 síðla, 13 rengi, 15 stans, 18 sleif, 21 tóm, 22 kættu, 23 áttin, 24 kard- ínáli. Lóðrétt | 2 eldið, 3 meina, 4 ertur, 5 kæpan, 6 ófús, 7 æski, 12 lán, 14 ell, 15 sókn, 16 aftra, 17 stund, 18 smáan, 19 eitil, 20 fund. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9. Hár- greiðsla, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, keila kl. 13.30. spil kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Ásgarður | Glæsibæ. Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði kl. 10, samfélagið í nær- mynd kl. 11 þáttur um málefni eldri borgara á RÚV. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–13, bað kl. 8–12.30, handavinna kl. 9–16, kl. 10– 10.30 bankinn. Brids/vist kl. 13–16.30. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45, bað kl. 9–14, leikfimi kl. 10–10.45, ferð í Bónus kl. 14.40, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16, verslunin kl. 10–13, bankinn kl. 13.30, leik- fimi kl. 11–11.30. Gerðuberg | Lokað vegna sumarleyfa til 17. ágúst. Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 10– 17, bobb kl. 17. Hraunbær 105 | Pútt, hárgreiðsla, fóta- aðgerð og banki kl. 10–11, brids kl. 13. Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 14–16 pútt á Ásvelli. Hvassaleiti 58–60 | Jóga kl. 9–10 og kl. 10–11, samverustund kl. 10.30–11.30. Fóta- aðgerð, hárgreiðsla. Hæðargarður 31 | Vinnustofa kl. 9–16.30, pútt, hárgreiðsla kl. 9–12, fótaaðgerð kl. 9– 16.30. Kópavogur | Félag eldri borgara. Skrif- stofan er opin frá kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Langahlíð 3 | Hjúkrunarfræðingur á staðn- um kl. 9.30, hárgreiðsla kl. 10, verslunin kl. 10–12, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1 | Fótaaðgerð kl. 9–16, fé- lagsvist kl. 14, kaffi og verðlaun, kl. 13– 13.30 bankinn, Vesturgata 7 | Sund í Hrafnistulaug kl. 10– 12, fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16, verslunarferð kl. 12.15–14.30, myndbands- sýning, spurt og spjallað kl. 13–14. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, handmennt kl. 9.30–16, morgunstund kl. 10–11, fótaaðgerð kl. 10–16, verslunarferð kl. 12.30. Sléttuvegur 11 | Opið í júlí og ágúst frá kl. 10–14. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Sól- vallagötu 48, lokað vegna sumarleyfa í ágúst. Fundir Krabbameinsfélagið | Skógarhlíð 8. Stuðn- ingshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi félagsins kl. 17. GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl. 18 á Digranesvegi 12, Kópavogi og í Egilsstaða- kirkju. Kirkjustarf Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Háteigskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13-16. Mánu- daga og miðvikudaga „pútt“ í garðinum kl. 13-15. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja | Gönguhópurinn Sólar- megin kl. 10.30. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seljakirkja | Leikjanámskeið verður vik- urnar 9.-13. ágúst og 16.-20. ágúst. Skrán- ing í kirkjunni. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Alt- arisganga og fyrirbænir. Vídalínskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12. Víðistaðakirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Bessastaðasókn | Foreldramorgnar byrja að nýju eftir sumarfrí í dag í Haukshúsum kl. 10-12. Umsjón Gréta djákni. Landakirkja | Vestmannaeyjum. Kl. 11 Helgistund á Hraunbúðum. Þorlákskirkja | Barna- og foreldramorgnar kl. 10-12. Selfosskirkja | Opið hús kl. 11 í sumar fyrir mæður og börn í safnaðarheimilinu. Tíða- söngur og fyrirbænastund kl. 10 þriðjudag til föstudags. Fyrirbænum má koma til prests, djákna eða kirkjuvarðar. Lágafellskirkja | AA-fundur kl. 20.30. Sauðárkrókskirkja | Kyrrðarstund kl. 21. Kletturinn | Kl. 20.30 Bænahópar í heima- húsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20. Ræðumaður Margrét Hróbjartsdóttir. Mannamót Vinstri-Grænir | Sumarferð að Langasjó helgina 6.–8. ágúst. Rúta fer frá Umferð- armiðstöðinni kl. 17 nk. föstudag. Laug- ardeginum verður varið inn við Langasjó. Sjá nánar á www.vg.is Myndlist Veitingastaðurinn Narfeyrarstofa | Stykkishólmi. Nú stendur yfir sýning Rögnu Scheving á munum úr leir og gleri, m.a. kertastjakar úr leir og gleri. Sýningin stendur fram eftir ágústmánuði. Námskeið Árbæjarsafn | Námskeið í flugdrekagerð fyrir alla aldurshópa á morgun, kl. 13–16. Söfn Minjasafn Austurlands | Egilsstöðum. Þjóðháttadagur verður á morgun. Þá mun Sigurður Guðmundsson frá Eiríksstöðum í Jökuldal fjallar um hina íslensku hefð að reykja hangikjöt, silung og fleira góðgæti heima kl. 13–17. Gestir geta bragðað á heimareyktu kjöti meðan birgðir endast. Tónlist Hvalasafnið | Húsavík. Hljómsveitin Ice- landic Sound Company (ISC) lýkur tón- leikaferð sinni um Norðurland með tón- leikum kl. 12 í dag og kl. 19 á morgun á Húsavík. Ennfremur verða tónleikar í ein- um af tönkunum á Hjalteyri á fimmtudag kl. 20.30. Hljómsveitina skipa Gunnar Kristinsson (slagverk), Ríkharður H. Frið- riksson (gítar) og Guido Bäumer (saxófón). Útivist Útivistarræktin | Gengið á Kerhólakamb. Brottför frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaár- dalnum kl. 18.30 í dag. Mælst er til þess að þátttakendur hittist þar. Hafnargönguhópurinn | Kvöldganga kl. 20 frá horni Hafnarhúsins, norðanmegin. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is LEIKFÉLAGIÐ Landsleikur sýnir leikritið Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð í Norræna hús- inu kl. 20 í kvöld. Verkið er byggt á sam- nefndri skáldsögu Finnans Arto Paasilinna. Leikhópinn skipa átta ungmenni sem öll hafa tekið þátt í uppfærslum Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík. Leikritið fjallar um hóp ungs fólks sem hef- ur misst sjónar á tilgangi lífsins og hyggst fremja sjálfmorð, ásamt fleiri ein- staklingum í sömu hugleiðingum. Hópurinn leggur svo af stað í ferð með það fyrir aug- um að enda lífið saman á áfangastaðnum. Undirtónninn í verkinu er kaldhæðinn og glittir oft í hinn finnska þurra húmor. Leik- stjóri er Bergur Ingólfsson, en leikgerðin er eftir Ólaf Egil Egilsson. Verkefnið er styrkt af UFE (Ungu fólki í Evrópu), Hinu húsinu og menningarsjóði fé- lagsheimila. Morgunblaðið/Þorkell „Leikhópurinn kemur sem ferskur andvari inn í sumarið,“ segir m.a. í umsögn um leik- ritið Dýrðlegt sjálfsmorð, í dag. Dýrðlegt sjálfsmorð Staðurogstund idag@mbl.is RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.