Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 31
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 31 Í dag, fjórða dag ágústmánaðar 0́4, er góðvinur okkar og ágætur veiðifélagi um skeið sjötugur. Jóhann Guðmunds- son eða Jói eins og við nefnum hann oftast er af vestfirskum ættum kominn, og ólst upp í Arnarfirði að bænum Dynjanda, í því dá- semdar umhverfi sem margir þekkja. Æskan leið í leik og starfi í foreldrahúsum við hin ýmsu sveita- störf, því piltur var harðduglegur. Fljótt náði hann góðum tökum á að munda veiðistöng og byssu, sem hann eignaðist mjög ungur eða um 13 ára. Veiðieðlið var til staðar en því var aldrei misbeitt á nokkurn máta, og höfum við það fyrir satt að aldrei skaut hann ref þar vestra þótt góð skytta væri, því refurinn átti samúð hans í öll- um sínum erfiðleik- um í lífsbaráttunni. Eftir skólagöngu í heimahögum hélt Jói suður eins og sagt var þá, 17 ára gamall, og hóf nám við Iðn- skólann í Reykjavík og lagði stund á vél- virkjun og lauk þar prófi árið 1957. Eftir námið hóf Jóhann að starfa hjá bifreiða- fyrirtækinu „Egill Vilhjálmsson“ og vann þar í ein 25 ár, lengst af sem verkstjóri. Síðar eignaðist hann vélaverkstæðið „Egil ehf.“ í Kópavogi ásamt nokkrum félögum sínum. Eins og fyrr segir var Jói fljót- lega valinn til forystu á vinnustað sínum sökum einstakra hæfileika sinna til að fást við erfið verkefni. Allt lék í höndum hans. Við fé- lagarnir fórum oft með bilaðar stangir, veiðihjól, byssur, sláttu- vélar, dælur, bílvélar og hvað eina, og Jói lagfærði allt og oft á ótrú- legan hátt og aldrei þáði hann greiðslur fyrir. Jóhann skipaði sér snemma í raðir Stangaveiðifélags Reykjavík- ur og starfaði lengi í árnefndum fé- lagsins svo sem í Stóru-Laxá, Laxá í Kjós, Víðidalsá og fleiri ám. Hann er meðlimur í Oddfellow-hreyfing- unni hér í borg til margra ára, en eins og menn vita lætur hún margt gott af sér leiða. Eitt aðaláhugamál Jóhanns í mörg ár hefir verið veiði með stöng að vopni við vötnin ströng, árnar okkar, sem hann hefir yndi af að sækja heim. Hann er veiðimaður frábær og stundar íþrótt sína af kappi en um leið af forsjálni, og gengur aldrei á hlut annarra við veiðarnar, en sýnir öllu í umhverf- inu fyllstu tillitssemi að hætti nátt- úruunnandans. Fluguköst hans eru fullkomin og glæsileg, svo unun er á að horfa. Við félagarnir höfum bundist sterkum vináttuböndum vegna dellu okkar sem við nefnum svo: veiðidellunnar, og oft heyrist orða- tiltækið: Dauður er dellulaus mað- ur. Þessi vinátta okkar hefir hald- ist í marga áratugi og aldrei fallið skuggi þar á. Hún hefir styrkst og eflst með árunum. Sá er vinur sem í raun reynist; en það þekkja allir. Sterk vináttubönd og tryggð er farsælasta veganestið til æðstu gæða. Slík bönd taka til alls þess sem manninum finnst ómaksins vert að sækjast eftir í lífinu. Séu vináttubönd fyrir hendi erum við sæl með lífið, ef þau skortir erum við vansæl. Áherslu ber að leggja á að velja vini af kostgæfni. Jóhann valdi sér lífsförunaut og vin, er hann gekk að eiga Sig- urlaugu Hannesdóttur úr Mið- stræti hér í borg árið 1958, hina ágætustu konu, sem búið hefir þeim afar fallegt og gott heimili á Valhúsabraut á Seltjarnarnesi, en þangað er yndislegt að koma og njóta gestrisni í ríkum mæli. Börn þeirra hjóna eru tvö: Anna og Guð- mundur og barnabörnin fjögur. Við veiðifélagarnir viljum hér með óska þeim hjónum innilega til hamingju á þessum tímamótum, um leið og við sendum börnum þeirra, mökum, barnabörnum og öðru venslafólki okkar ágætustu kveðjur með innilegri þökk fyrir allt gamalt og gott á liðnum árum. Kæri Jóhann; bestu afmælisósk- ir færum við þér með þessum fá- tæklegu orðum á þessum merka degi. Lifðu heill um ókomna framtíð og njóttu í ríkum mæli útivistar með stöng í hönd við vötnin ströng. Þess óska þér af alhug veiði- félagarnir: Halldór Þórðarson Ólafur Ólafsson Kjartan Zóphoníasson Friðleifur Stefánsson JÓHANN GUÐMUNDSSON Sumartilboð - 30%! Full búð af nýjum vörum fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. 30% afsláttur af öllum vörum. Opið mán.-fös. kl.10-18, lau. 10-16, sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Fjórhjólaferðir í Haukadalsskógi www.atvtours.is Símar 892 0566 og 892 4810. Ferð og saga. Farið verður í ferð á slóðir Ólafíu Jóhannesd. laugard. 7. ágúst. Sögumenn: Guðrún Ásmundsd. Edda Björgvinsd. ofl. Sími 551 4715/ 898 4385. www.storytrips.com Einkatímar í sjálfseflingu Unnin með EFT tækni, dáleiðslu og djúpslökun. Upplýsingar og tímapantanir í síma 694 5494, EFT@internet.is. Viðar Aðalsteinsson ráðgjafi. Heilsárssumarbústaður óskast. Óskum eftir sumarbústað á Suð- urlandi með 2-3 herb. og/eða svefnlofti og með heitum potti. Verðh. 6-11 millj. Uppl. sendist á bustadur@visir.is. Fagþjónustan ehf., s. 860 1180. Glerísetningar, móðuhreinsun glerja, háþrýstiþvottur, þakvið- gerðir, þakmálun, útskipting á þakrennum og niðurföllum, steyp- uviðgerðir, lekaviðgerðir o.fl. Námskeið í tréskurði. Örfá byrjendapláss laus í septem- ber nk. Hannes Flosason, sími 554 0123. Ég missti 11 kg á 9 vikum - www.heilsulif.is. Aukakílóin burt! Ása 7 kg farin! Anna 9 kg farin! Vilt þú léttast hratt og örugglega? Frí prótein mæling. Hringdu strax. Alma, s. 694 9595 www.heilsulif.is Tilboð: Rafdrifið hlaupahjól kr. 7.990. 100w, ca 10-12 km hleðsla, hámarkshraði ca 12km/klst., handbremsa. Frábær kaup. Hring- du núna! ONOFF, sölum., s. 892 9804. Lagersala 60-70% af öllu Ótrú- legt úrval af öðruvísi vörum frá Austurlöndum, sem ekki fást ann- ars staðar á Íslandi. Sigurstjarna (bláu húsin), Fákafeni. Kristalssprey. Ný sending af kristalsspreyi fyrir kristalsljósa- krónur o.fl. Slovak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Bókhald - skattframtöl. Stofnun einkahlutafélaga - ráðgjöf o.fl. KJARNI ehf. - sími 561 1212 - karm@simnet.is Bruna- og hljóðvarnir Askalind 6, sími 554 1800  Eldverjum stálbita.  Eldverjum timbur.  Þéttum gegnumtök í veggi.  Eldverjum loftræstistokka.  Hjóðverjum milliveggi.  Eld- og hljóðverjum iðnaðarhús. Sumarsandalar Tilboð 1 par 1.290 - 2 pör 2.000. Stærðir 35-41, margir litir. Nýir litir í barnastærðum. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Poncho - margar gerðir og litir Ný töskusending. Póstsendum. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Vantar þig bát, mótor, mæla, lúgur, festingar, öryggisbúnað eða annað tengt bátum? Bátaland ehf., Óseyrarbraut, Hafnarfirði, sími 565 2680. www.bataland.is. Nissan Terrano II árg. '01 ek. 47 þús. Álfelgur, skyggðar rúður, geislaspilari, ný 31" dekk, þjón- ustubók. Mjög fallegur og vel hirtur bíll. Verð 2,1 millj. Uppl. í símum 564 2076 og 848 8788. Nýr Eurotrailer tunnuvagn. Nýr 3ja öxla tunnuvagn, Hardox 450. Diskabremsur, lyftihásing, utaná- liggjandi gafl, seglyfirbreiðsla o.fl. Til afhendingar strax. Th. Adolfsson, sími 898 3612. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Palomino pony (Yarling), árg. 2001, með ísskáp, svefntjöldum, hleðslu í bíl og á nýjum dekkjum. Áhv. 350 þ. kr. Tilboðsverð 750 þ. kr. Uppl í s. 898 9007. Til sýnis á bílasölunni Planið. Stíflulosun og röramyndun Ásgeirs sf. Skolphreinsun Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum. s. 892 7260 og 567 0530, f. 587 6030 FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.