Morgunblaðið - 04.08.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 04.08.2004, Síða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 29 ✝ Jón Vignir Jóns-son fæddist í Gerðum í Garði 24. júlí 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. júlí síðastliðinn. Jón var sonur hjónanna Jón- ínu Sesselju Jónsdótt- ur frá Ytri-Galtavík í Skilmannahreppi í Borgarfirði, d. 20. nóvember 1958 og Jóns Þórarinssonar verkstjóra og fiski- matsmanns frá Gerð- um í Garði, d. 15. júlí 1969. Foreldrar Jóns bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði, en faðir Jóns Vignis var verkstjóri hjá Ak- urgerði, sem síðar varð Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar. Jón Vignir átti fjögur systkini, Axel vörubíl- stjóra í Keflavík, f. 1916, d. 1973, Einar prentmyndasmið, f. 1918, d. 1977, Vilhelmínu húsmóður, f. 1922 og Gísla Hvanndal leigubíl- stjóra, f. 1929. Eiginkona Jóns Vignis er Soffía Jónsdóttir frá Bjarnastöðum á Álftanesi, f. 22. mars 1918. Þau eiga fjög- ur börn, þau eru: 1) Jón Rúnar, f. 2.7. 1940, kvæntur Dag- björgu Traustadótt- ur; börn þeirra eru Dagrún, Margrét, Berglind og Davíð Þór. 2) Kolbrún, f. 2.7. 1945, gift Stein- grími Magnússyni, börn þeirra eru Ágústa, Soffía og Jón Vignir. 3) Bragi Vignir, f. 24. júlí 1951, kvæntur Rut Helgadóttur, börn þeirra eru Helgi Vignir, Sif og Svava. 4) Sig- urður Ólafur, f. 25. nóv. 1956, unn- usta hans er Dagrún Guðlaugs- dóttir og á hún soninn Fannar Þór. Barnabörn Jóns Vignis eru fjór- tán. Jón Vignir og Soffía bjuggu all- an sinn búskap í Hafnarfirði og voru til heimilis að Sævangi 15. Útför Jóns Vignis fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku besti pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir Kolbrún. Ég var stödd erlendis þegar mamma hringdi og sagði mér að afi væri dáinn. Hann hafði kvatt þá um nóttina eftir baráttu við veikindi sín. Mikið fannst mér erfitt að fá þessar fregnir og erfitt að vera svona langt í burtu en maður er víst sjaldan tilbú- inn að kveðja. Afi var einstakur per- sónuleiki sem kenndi mér margt. Hann var einn sá duglegasti maður sem ég hef kynnst og kenndi hann mér dugnað og vinnusemi. Afi kenndi mér líka að ég get gert allt sem ég vil. Hann hvatti mig áfram og var ávallt svo stoltur af mér og börn- unum mínum. Ég man þegar Raggi færði honum fréttirnar af því þegar ég lauk ameríska hjúkrunarprófinu, þá sagði hann: „Þetta er örugglega heimsmet,“ og stoltið leyndi sér ekki. Hann var sannfærður um og sagði margoft að börnin mín væru bestu og yndislegustu börn í heimi, alveg sama hvernig þau létu, þá lét hann þeim finnast þau vera einstök. Ég var líka einstaklega ánægð með afa minn. Mér fannst hann flott- ur og ótrúlega duglegur. Hann var um áttrætt þegar hann var enn með sítt hár, í leðurjakka og í fyrirtækja- rekstri. Hann gerði allt á sinn ein- staka hátt og þegar ég hugsa um afa kemur lagið „My Way“ sem Sinatra gerði ógleymanlegt upp í hugann því það á vel við. Afi átti viðburðaríkt líf og kynntist sorgum og sigrum og hann átti góðan lífsförunaut í ömmu Fíu, en hann kallaði hana alltaf Fíu sína og bar óendanlega virðingu fyr- ir henni og fannst hún svo æðisleg að það skein í gegn. Þó svo að erfitt sé að kveðja afa er ég svo heppin að eiga fullt af minningum þar sem ég hef eytt miklum tíma á heimili afa og ömmu. Við afi við eldhúsborðið hjá ömmu sem gaf okkur ávallt eitthvað gott að borða, iðulega fisk, en það fannst okkur afa best, og afi sagði að ég yrði svo gömul ef ég væri dugleg að borða fisk. Við spjölluðum um allt og ekkert og oft rifjuðu afi og amma upp gamla tíma fyrir mig, sem mér fannst gaman að hlusta á. Stundum fékk ég að fara með afa í vinnuna og eftir ferðir í álverið var afi stundum plataður til að stoppa í Sædýrasafn- inu en það var fátt sem hann ekki gerði fyrir litlu Fíu sína. Afi var sér- staklega góður í að „spilla“ lítilli stelpu og keypti ýmislegt handa mér sem gladdi mig mikið. Einnig áttum við góðar stundir í garðinum saman en afi ræktaði hundruð blóma sjálfur og plantaði í garðinn sinn svo að á hverju sumri var garðurinn hlaðinn blómum í öllum litum sem hann var afar ánægður með. Það er ekki lengra síðan en í júní sem við Raggi komum að honum að planta út en þá var hann orðinn veikur og þetta sýn- ir vel hversu duglegur hann afi var. Mikael og Thelma, litlu langafabörn- in, hafa einnig átt erfitt með að skilja að afi sé farinn og komi ekki aftur. Þeim fannst alltaf jafn gaman að heimsækja afa og ömmu á Sævang- inn og Thelma hreinlega dýrkaði afa sinn. Hún var mikil vinkona hans og þrátt fyrir ungan aldur segist hún aldrei ætla að gleyma honum afa. Afi passaði að eiga alltaf uppáhaldskexið þeirra í skúffunni og veitti þeim tíma og athygli. Afi fékk endalaus knús og kossa frá litlu vinkonu sinni sem hef- ur grátið með mömmu sinni síðustu daga en við erum sannfærðar um að að lokum hittumst við öll á ný. Það var erfitt fyrir okkur að kveðja afa á spítalanum og sjá hann rúmfastan því það var svo ólíkt afa, sem var allt- af að gera eitthvað. En við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman í sumar og við notuðum til að kveðja. Elsku amma, þú hefur misst mest og söknuður þinn ómældur en við eigum minningar um einstakan afa sem við munum aldrei gleyma. Ég elska þig, afi minn. Þín litla Fía Soffía. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku afi, með þessari kveðju til þín vildum við minnast þín. Á kveðjustundu ríkir hjá okkur sökn- uður og þakklæti. Ágústa og JónVignir. JÓN VIGNIR JÓNSSON Mér finnst ekki hægt að lýsa henni betur. Hún var glöð og góð og alltaf jafn dugmikil, sama hvort hún saltaði síld, var í heyskap, reri út á vatn að veiða silung, svo maður tali nú ekki um æðarvarpið. Eitt vorið hringdi ég í Boggu systur og spurði hvort hún vildi taka í fóstur 10 ára strák, meðan ég væri á sjúkrahúsi. Hún sagði að það væri velkomið, bara sjálfsagður greiði við systur sína. Eftir að ég kom heim af sjúkrahúsinu hringdi ég til hennar til að athuga með son minn. Hún Bogga sagði að strákurinn væri svo ánægður að hann kæmi bara beint í skólann um haustið. Í september kom piltur með flösku af glærum vökva og sagði að þetta væri sellýsi og að það væri svo gott út á siginn fisk og allir lærðu að borða siginn fisk og sellýsi. Í sjö sumur fóru þeir synir mínir til Boggu systur minnar. Einn þrisvar sinnum, annar fjórum sinn- um og sá yngsti í hálfan mánuð og komu þeir brúnir og brosleitir til baka enda hjónin og annað heim- ilisfólk skemmtilegar og góðar manneskjur. Ég heimsótti systur mína á Sel tveim dögum áður en hún varð átt- ræð og áttum við góðan dag saman. Það voru síðustu samfundir okkar. Ég sendi Árna eiginmanni henn- ar og fjölskyldu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa systur mína um leið og ég þakka henni fyrir allt. Þín systir Þorbjörg. Nú er hún horfin á braut hún Bogga frænka í Nesi, eins og við kölluðum hana alla tíð. Það er ein- hvern veginn alltaf þannig að mað- ur heldur að ekki sé alveg komið að brottför þeirra sem maður metur mikils, en svo allt í einu er þessi staðreynd orðin að veruleika. Það er oft þannig að þegar frétt um andlát ástvina berst að þá finnst manni eins og að maður hafi verið svikinn um síðustu heimsóknina, eða að maður hafi trassað að drífa sig í heimsókn. Ég átti sem ungur drengur kost á því að dvelja nokkur sumur í sveit hjá Boggu frænku í Höskuldarnesi. Þetta var að sjálfsögðu heljarinnar ævintýri að fara til hennar í sveit. Strákpolli úr Reykjavík sem senni- lega hefur tafið hana og hennar fólk frekar en að verða til gagns, alla- vega svona til að byrja með. En oft hef ég rifjað upp þessa dvöl mína hjá Boggu frænku og Árna bónda í Nesi og það er eins og þessi dvöl hjá þeim verði manni sífellt dýr- mætari í minningunni eftir því sem árin líða. Það er ekki svo sjaldan sem ég hef haft orð á því, þegar tal- að er um börnin sem við erum að ala upp, hvað þau hefðu gott af því að komast í sveit. En það er vænt- anlega vegna þess hvað ég á góðar minningar um dvöl mína hjá Boggu frænku. Hún móðursystir mín var þessi einstaklega elskulega kona, harð- dugleg og vinnusöm. Árni bóndi og synir þeirra hjóna ásamt Guð- björgu litlu frænku voru á þessum árum einstaklega elskuleg í minn garð og eiga miklar þakkir skildar fyrir að hafa kennt ungum drengn- um að vinna öll þau fjölbreyttu störf sem til féllu á bænum. Það er ekki svo lítil reynsla að búa yfir að hafa fylgt þeim við bústörfin, ásamt því sem þau voru á vorin að veiða hrognkelsi, vinna við æðarvarpið og veiða silung í net í vatninu. Að öll- um þessum störfum gekk Bogga frænka fram af sínum alþekkta dugnaði og lét sig ekki muna um að leiðbeina mér systursyni sínum í leiðinni. Það eru miklar og góðar minn- ingar sem tengjast Boggu frænku í Nesi og það er alveg víst að þær munu ylja mér um ókomin ár. Guð blessi minningu þessarar miklu sómakonu. Gissur Kristinsson.  Fleiri minningargreinar um Arn- björgu Jóhannesdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Sigrún Lilja, Jakobína Jónsdóttir. Lokað Lokað verður frá kl. 12.00 miðvikudaginn 4. ágúst vegna útfarar JÓNS VIGNIS JÓNSSONAR. Hellusteypa JVJ, Vagnhöfða 17, Reykjavík. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR E. ÓLADÓTTUR, Njarðvíkurbraut 32, Innri-Njarðvík. Sérstakar þakkir til Systarfélags Innri-Njarð- víkurkirkju. Páll Kristinsson, Kristinn Pálsson, Björg Valtýsdóttir, Elín M. Pálsdóttir, Sigurður S. Guðbrandsson, Vilhelmína Pálsdóttir, Ingólfur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bestu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, OLGU ÁSBERGSDÓTTUR, Súgandafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umhyggju og hlýju. Jóhann Bjarnason, Kristín Björk Jóhannsdóttir, Ivon Stefán Cilia, Bjarni Jóhannsson, Bryndís Birgisdóttir, Örvar Ásberg Jóhannsson, Helena Sigurjónsdóttir og barnabörn. Hjartans þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs föður míns, sonar, unnusta og bróður, SIGURÐAR ÞÓRS SVEINSSONAR. Silja Dögg Sigurðardóttir, Unnur Ólafsdóttir, Elva Dís Adolfsdóttir, Vígl. Rúnar Jónsson, Rannveig Christensen, Kristján M. Jónsson, Ásta Baldursdóttir, Gunnar Ó. Jónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Kristvin J. Sveinsson, Alma Capul Avila, Jón T. Sveinsson. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLMA KRISTJÁNSSONAR, Birkilaut v/Vatnsenda. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar. Henný Torp Kristjánsson, Hinrik Pálmason, Margrét Helgadóttir, Kristján Pálmason, Hulda Ósk Sigurðardóttir, Sóley Pálmadóttir, Þorbjörn H. Pálsson og barnabörn. Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR (Hullu), Meistaravöllum 7. Jón Bergmann Ingimagnsson, Þórdís Karlsdóttir, Guðrún Erla Ingimagnsdóttir, Valdimar Stefánsson, Eiríkur Ingimagnsson, Sigríður Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.