Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.08.2004, Blaðsíða 19
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 19 S kórnir sem við göngum eða hlaupum á mynda undirstöðuna í tilveru okkar. Góður skóbún- aður getur því skipt sköpum vilji fólk veita stoðkerfi og vöðvabyggingu líkamans þá und- irstöðu sem nauðsynleg er. Á síð- ustu árum hefur þróun á skóbún- aði sem veitir góðan stuðning fleygt fram og hafa stærstu stökkin verið tekin í þróun á hlaupaskóm. Þeir sem eru að hefja hlaupþjálfun eða stunda skokk reglu- lega þurfa sérstaklega að huga að góðum skóm, en þar getur verið úr vöndu að ráða því úrvalið er mikið. Lýður Skarphéðinsson íþróttafræðingur hefur sérhæft sig í því er lýtur að skóbúnaði og líkamsburði, en hann starfar sem ráðgjafi við göngu- og hlaupagreiningu hjá Össuri hf. Hann segir mikla þekkingu lagða í það að hanna hlaupaskó en talsvert vanti upp á að þekkingin skili sér til neytandans. „Hjá stóru íþróttaskóframleiðendunum starfar mjög öfl- ugt lið lækna, sjúkraþjálfara, íþrótta- fræðinga og tæknimanna við að hanna skó með ákveðnar og oft mjög nákvæmar þarfir í huga. Þannig er mikil þekking lögð í gerð skóbúnaðarins en það vantar hins vegar oft að þessi fagþekking skili sér alla leið til kaupandans. Þess vegna er það ákaflega mikilvægt að íþrótta- og skó- vöruverslanir leggi áherslu á að afla sér upp- lýsinga um það hvaða skógerðir henta hverj- um, og þjálfi starfsfólk sitt í að veita góða ráðgjöf.“ Hjá Össuri er hægt að fá greiningu á nið- urstigi, álagi frá hnjám og mjöðmum, skekkj- um í fótum og ráðgjöf um hentugan skóbúnað, innlegg og fleira. Lýður segir að það sé mjög ráðlegt fyrir fólk að leita eftir slíkri ráðgjöf, en einnig geti fólk skoðað sjálft, t.d. hvernig það slítur skóm. „Eðlilegt niðurstig liggur utan- og aftanvert á hælinn og inn á við fram á stóra tá- bergsliðinn. Þeir sem rúlla fætinum ýmist út á jarkann eða lengra inn á við ættu að huga að skóm sem styðja við niðurstigið.“ Mismunandi niðurstig Það er mikilvægt að viðskiptavinurinn viti hvernig skóm hann eigi að leita eftir, og bendir Lýður á að þar sé fyrst og fremst úr þremur flokkum að velja. „Hlaupaskór eru hannaðir í þremur meginflokkum, sem styðja við mis- munandi fótlag og niðurstig. Þetta eru í fyrsta lagi svokallaðir innanfótarstyrktir skór, þ.e. skór sem eru mikið styrktir að innanverðu og henta fólki með mikla líkamsþyngd eða ilsig. Andstæðan við þetta eru skór sem hannaðir eru til að taka við álagi út á jarkann, og eru styrktir að utanverðu. Þessir skór henta þeim sem eru hjólbeinóttir eða með háan iljaboga sem veldur því að fóturinn leggst ögn út á við. Þriðja gerðin af skóm hentar þeim sem eru mitt á milli þessara andstæðu tilhneiginga í niðurstigi. Þessir skór gefa bæði stöðugleika og mýkt og fellur stærstur hluti fólks í þennan flokk.“ Lýður segir að byrjendur ættu fremur að horfa í gæðin en verðið þegar fest eru kaup á hlaupaskóm. „Þeir sem eru að byrja að hlaupa þurfa að vera í öflugustu skónum. Fyrstu skórnir eiga í raun að hjálpa fólki að byggja upp styrk í beinum, vöðum og liðum. Fólk hef- ur auðvitað tilhneigingu til þess að kaupa sér ódýra skó til að byrja með, því það ætlar að „sjá til“ hvort eitthvað verði úr hlaupinu. En ef fólk leggur af stað í óhentugum skóbúnaði, er líklegra að það finni til óþægilegra verkja í skrokknum, og hætti við áformin. Fyrstu skórnir mega heldur ekki vera of léttir, því ef létta á skó, verður að taka eitthvað úr þeim af nauðsynlegum stuðningsbúnaði og högg- dempun. Allir alvöru æfingaskór eru á bilinu 360–400 grömm. Ef skórnir eru orðnir léttari eru það einfaldlega skór sem gerðir eru fyrir styttri vegalengdir, hafa minni endingu og ekki eins góðan stuðningsbúnað. Léttustu skórnir eru aðeins ætlaðir þaulvönum mara- þonhlaupurum sem hafa byggt upp mikinn styrk.“ „Skelfilegur“ skóbúnaður Lýður er að lokum spurður hvort mikilvægt sé að huga að þessum þáttum þegar fólk velur sér skó til daglegra nota. „Ef starf fólks kallar á miklar stöður eða göngur ætti það tvímæla- laust að leggja sig eftir því að vera á góðum skóm, helst góðum æfingaskóm með stuðn- ingsbúnaði. Það er auðvitað allur gangur á því hvernig fólk er búið hvað þetta varðar. Ég fæ til dæmis oft ungar stúlkur til mín í göngu- greiningu sem eru kannski með verki í vöðvum og stoðkerfinu, og hafa þá verið að ganga allan daginn á þessum háhæluðu og támjóu skóm sem eru í tísku. Það sorglegasta er að ég get stundum lítið gert fyrir þessar stúlkur því þær hafa oft ekki um annað að velja en að vera á hælunum ef þær t.d. starfa í tískuvöruversl- unum eða í öðru umhverfi þar sem tískukröf- urnar eru miklar. Þetta er í raun alveg skelfi- legur skóbúnaður því það sem skór eiga að hafa til að bera er það að vera eins og fóturinn sjálfur í laginu og sólinn þarf bæði að styðja við fótinn og gefa eftir þegar stigið er frá hæl fram í táberg. Staðreyndin er nefnilega sú að maðurinn hefur gert allt umhverfi sitt hart og gengur meira og minna á steypu, flísum, park- eti og hertum iðnaðarmarmara sem er það al- harðasta sem hægt er að finna. Helst vildi ég sjá alla sem þurfa að hreyfa sig mikið í vinnunni eða við heimilisstörf vera á góðum íþróttaskóm til að búa vel að líkama sínum til frambúðar. Þetta hefur verið að þróast í rétta átt á heilbrigðisstofnunum en málin eru erf- iðari viðfangs þar sem tískan ræður ríkjum,“ segir Lýður að lokum.  Á HLAUPUM | Hvernig á að velja góða skó? Morgunblaðið/Árni Torfason Lýður Skarphéðinsson: Veitir rágjöf um góðan skóbúnað til íþróttaiðkunar og í daglegu starfi. Utanfótarstyrktir skór: Gráa svæðið á ut- anverðum sólanum er styrkt til þess að taka á móti álagi út á jarkann. Þessir skór eru breiðari og öldudýpri en aðrir skór, og henta þeim sem eru hjólbeinóttir eða með háa rist og iljaboga. Fótur með þessu lagi er venju- lega mjög stífur, þ.e. slaknar ekki að fullu við niðurstig og við það kemur venjulega álag út á jarkann. Stór höggdempandi púði er jafn- framt hæl og tábergi í skónum sem styður við háan iljaboga. heida@mbl.is Skór skipta máli Innanfótarstyrktir skór: Þessir hlaupskór eru spelkaðir til þess að styðja við þungann sem leggst á innanverðan fótinn. Gráa svæðið á sólanum er helmingi harðara en hvíta svæð- ið í kring og spelka liggur yfir hælkappann. Þessir skór eru hannaðir fyrir fólk með mikla líkamsþyngd, og þá sem hafa skekkju í lík- ambyggingu eða mikinn liðleika í ökklum, sem veldur því að hællinn sígur inn við nið- urstig. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s s: 894 3000 - 894 3005 Túnþökur Ná úruþökur Túnþökurúllur únþökulagnir Áratuga reynsla og þekking Hekkklippur og keðjusagir www.slattuvel.com Faxafeni 14 : Sími 5172010 Verð frá 5.900.- Verð frá 14.900.- Hellur steinar borðinu skuluð þið þekkja þær Á yfir- HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855 Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO GRÓÐUR & GARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.