Morgunblaðið - 04.08.2004, Side 18

Morgunblaðið - 04.08.2004, Side 18
MINNSTAÐUR 18 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Selfoss | „Það er mikill straumur af fólki hérna og mikið að gera hjá okkur og það er gaman að vera hérna með þessa þjónustu, hitta allt þetta fólk og finna hvað það tekur þessu vel. Sérlega gaman þegar fólk kemur hingað eftir gönguferðir úr Þórsmörk,“ segja Nína Ivanova og Smári Kristinsson sem reka Fjallafang en það er verslun og upplýsingaþjónusta sem er í Landmannalaugum og ferðamenn kunna vel að meta. Í versluninni er hægt að fá ýmsar nauðsynjavörur, matvörur, fisk úr vötnunum og eitt og annað sem fólk þarfnast í fjallaferðum. Auk verslunarinnar starfrækja þau hjónin upplýsingamiðstöð þar sem fólk getur sest niður og spáð í gönguleiðir og umhverfið. Þau hjónin hafa gefið út göngukort af svæð- inu þar sem meðal annars eru merktar gönguleiðir og góðir útsýnisstaðir. Byrjuðu í gömlum Land-Rover Fjallafang byrjaði fyrir 14 árum sem grisjunarfyr- irtæki í vötnunum og fyrst í stað byggðist starfsemin á því að selja ferðafólki fiskinn sem kom í netin og þau kváðust hafa komist að því að ekki þurfti að líta til út- landa eftir erlendum markaði því hann var bara á staðn- um þar sem voru erlendu ferðamennirnir sem kunnu vel að meta fjallafangið og gera enn. Nú er komið annað fyr- irtæki, Fjallafiskur, sem annast grisjunina en Nína og Smári einbeita sér að verslunar- og upplýsingaþjónust- unni við ferðafólkið. Fyrst var verslunin og fisksalan starfrækt í gömlum Land-Rover jeppa en hann varð fljótt of lítill enda fylgdu verslunarþjónustunni ýmsar reddingar og aðstoð við ferðafólkið. „Við settum upp þessa upplýsingaþjónustu til að þjóna fólkinu með kort og ýmislegt sem ferðafólk þarf á að halda. Við fáum senda veðurspá frá Hellu, með rútunni sem er okkar lífæð hérna og veðurspáin er mjög eftirsótt atriði og mikið spáð í veðrið einsog gefur að skilja. Þessi upplýsingamiðstöð er hreint áhugamál okkar,“ sagði Smári um upplýsingamiðlunina sem þau starfrækja í gamalli grænni Ford-rútu. Sumir koma á hverju ári „Þetta er mjög fjölbreytt starf og hér er mikilfenglegt landslag. Hér getur maður hitt stóran hóp af fólki af öllu þjóðerni og margir eru hér á hverju ári,“ sagði Nína Iv- anova en þau hjónin vinna annars í Æðey sem veð- urathugunarfólk og annast búskap þar frá því í október og fram í maí en upp úr miðjum júní tekur við dvölin í Landmannalaugum og vinnan við ferðaþjónustuna þar. Reka verslun og upplýsingaþjónustu í Landmannalaugum Gaman að vera hér og hitta allt þetta fólk Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ánægð: Nina Ivanova og Smári Kristinsson í Fjalla- fangi fyrir framan verslunina og upplýsingamiðstöðina í bílunum tveimur fyrir aftan þau. Stykkishólmur | Gestur Hólm Krist- insson, trillusjómaður í Stykk- ishólmi varð fyrir því óláni í desem- ber síðastliðnum er hann var á leið heim úr róðri að bátur hans, Hólm- arinn SH 114, sökk við Bjarneyjar. Gestur má teljst lánsamur að kom- ast heill frá þeim atburði. Gestur segir að það hafi tekið hann mun lengri tíma en hann átti von á að jafna sig eftir sjóslysið. „Í fyrstu hélt ég að það yrðu nokkrir dagar vegna þess að ég slapp svo vel, en atburðurinn var svo nálægt mér dögum saman og ég hugsaði mikið um þetta. Ég var ákveðinn að komast aftur á trillu og þegar ég var tilbúinn pantaði ég nýjan Sóma- bát sem ég er kominn með hér í höfnina,“ segir Gestur Hólm. Nýi báturinn ber sama nafn og fyrri bátur, Hólmarinn SH 114. Hann er af gerðinni Sómi 960 en það þýðir að hann er 9,6 metrar á lengd. Báturinn er með 480 ha Volvo vél og með þeim hestöflum kemst báturinn á 30 mílna ferð tómur og með 4 tonn í lest nær hann 24 sjómílum. Gestur er ánægður með bátinn. Hann segir að hægt verði að vera með sex handfærarúllur, sem er meira en gengur og gerist. Þá lét hann smíða kassa fyrir rúllur og fisk í staðinn fyrir handrið. Bát- urinn er ekki með handstýri og er það nýjung. Af öryggisástæðum lét Gestur setja myndavél í vélarúmið, og getur hann fylgst með úr stýr- ishúsinu hvað þar er að gerast. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Aftur á sjóinn: Gestur Hólm hefur aftur róðra á nýju fiskveiðiári. Kemur heim með nýjan Hólmara HANDVERK 2004, hin árlega handverkshátíð að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, hefst fimmtudag- inn 5. ágúst og stendur hún í fjóra daga, fram á sunnudaginn 8. ágúst. Þetta er í tólfta sinn sem efnt er til hátíðarinnar og hefur aðsókn jafnan verið góð. Sýningarsvæðið er um 1700 fermetrar, í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla og kennsluhúsnæði skólans, en einnig er sýnt í útibásum. Þema sýningarinnar að þessu sinni er málmar og er leitast við að skapa umgjörð sýningarinnar og dagskrá með það þema að leiðarljósi. Ýmsir gestir sækja hátíðina, m.a. Therese Johanson eld- smiður, Jan-Erik Svenson koparslagari, Sigga á Grund, einn færasti útskurðarmeistari landsins, en þetta fólk verður að störfum á handverkssýn- ingunni og heldur námskeið í tengslum við hana. Þá verða nokkrir gullsmiðir á Akureyri með sýn- ingu á verkum sínum, áhugahópur um málm- smíði sýnir sitt handverk og Guðmundur Bjarna- son sýnir slípaða steina og hvernig hann vinnur með silfur. Í sölubásum í útitjaldi verður megináhersla lögð á afurðir heimilanna, þá verður skemmti- kvöld í tjaldinu á laugardagskvöld. Halldór Ás- grímsson starfandi forsætisráðherra setur hátíð- ina kl. 16 á fimmtudag og verður hún opin til kl. 21 um kvöldið. Á föstudag og laugardag er opið frá kl. 13 til 21 og frá 13 til 18 á sunnudag. Málmar þema Handverkshátíðar ÞRÍR af eigendum Bautans á Akureyri, þeir Stef- án Gunnlaugsson, Sævar Hallgrímsson og Björn Arason, hafa selt hinum eigendum veitingastað- arins, þeim Hallgrími Arasyni og Guðmundi Karli Tryggvasyni og eiginkonum þeirra, Guð- rúnu Ófeigsdóttur og Helgu Árnadóttur, eign- arhlut sinn, alls 67,5%. Stefán og Hallgrímur hófu rekstur Bautans fyrir 33 árum og fljótlega eignaðist Björn hlut í fyrirtækinu. Stefán var framkvæmdastjóri í 31 ár en Hall- grímur tók við því starfi fyrir tveimur árum og verður áfram framkvæmdastjóri og Stefán mun áfram starfa hjá fyrirtækinu. Björn og Sævar unnu hjá Bautabúrinu, sem Bautinn seldi fyrir um 10 árum og starfa á öðrum vettvangi. Bautinn hóf rekstur Smiðjunnar árið 1978 í samliggjandi húsnæði við Bautann en sá staður heitir nú La Vita Bella. Eigendur og starfsfólk Bautans og La Vita Bella höfðu í nógu að snúast um nýliðna verslunarmannahelgi, enda gríð- arlegur mannfjöldi í bænum. Að sögn Stefáns Gunnlaugssonar var nýliðin helgi sú besta frá upphafi og gestir staðanna til fyrirmyndar. Breytingar á eignarhlut Bautans Dalvík | Dalvíkingar eru farnir að undirbúa Fiskidaginn mikla sem haldinn verður í fjórða sinn á hafnarsvæðinu á Dalvík laug- ardaginn 7. ágúst. Fiskidagurinn mikli er fjölskylduhátíð þar sem öllum landsmönn- um er boðið í mat. Það eru fiskverkendur í Dalvíkurbyggð og fleiri sem standa að deginum og er markmiðið að fá sem flesta til að koma sam- an og borða fisk. Dagurinn verður með svip- uðu sniði, en matseðillinn og dagskráin veg- legri en áður. Meðal þess sem í boði verður að þessu sinni eru fersk og reykt hrogn, rækjur, ýsa, harðfiskur, lax, síld, ufsi, fisk- frá Blönduósi hefur sett svip sinn á daginn en hann hefur sýnt yfir 100 tegundir af ferskum fiski en stefnir nú að því að auka enn við þannig að gera má ráð fyrir að sýn- ingin í ár verði sú stærsta sem haldin hefur verið á landinu með þessu sniði. Salka Fisk- miðlun á Dalvík verður svo með nígerískan bás, skreyttan með afurðum sem fluttar eru út til Nígeríu, þar verður m.a. hægt að bragða á harðfiski og skreið. Yfirkokkur er sem fyrr Úlfar Eysteins- son á Þremur frökkum, en um 300 sjálf- boðaliðar taka þátt í deginum. Nánari dag- skrá má finna á www.julli.is. borgari og hrefnukjöt í brauði sem grillað verður á stærsta grilli landsins. Til gamans má geta þess að í ár fara ofan í gesti hátíðarinnar um 10 tonn af fiski, 800 kg af kryddi og olíum, 30.0000 brauð, 400 heimabökuð rúgbrauð, 3000 lítrar af kaffi frá Kaffibrennslunni , 2 stórir flutningabíl- ar af drykkjum frá Vífilfelli og auk þess tæpt tonn af sælgæti og 10.000 kandyflos frá Mola Dalvík, 11000 íspinnar og margt fleira. Alls verða útbúnir 90 þúsund mat- arskammtar og verða þeir afgreiddir á 15 stöðvum. Fiskasýning Skarphéðins Ásbjörnssonar Gefa 90 þúsund matarskammta RÚMLEGA 70 manns tóku þátt í sameiginlegri fjölskylduguðs- þjónustu Akureyrar- og Glerárkirkju í blíðskaparveðri í Kjarna- skógi um helgina. Prestar voru séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og séra Arnaldur Bárðarson og Hildur Tryggvadóttir og Örn Viðar Birgisson leiddu almennan söng við undirleik Arnórs Vilbergs- sonar. Fjölmenni við útimessu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.