Morgunblaðið - 04.08.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.08.2004, Qupperneq 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 17 SUÐURNES HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Suðurnes | Nýjar reglur um katta- hald á Suðurnesjum taka gildi næst- komandi þriðjudag, 10. ágúst, og verður fljótlega eftir þann tíma farið að fanga ómerkta ketti. Eigendur ómerkts kattar, sem hefur verið fangaður, hafa sjö daga til að sækja hann, annars gæti honum verið lóg- að. Samkvæmt nýju reglunum þurfa allir kettir á Suðurnesjum að vera skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suð- urnesja, og til að fá skráningu verða þeir að vera merktir á varanlegan hátt, annaðhvort með örmerkingu eða húðflúri, og einnig þarf staðfest- ingu á því að þeir hafi verið spólu- ormahreinsaðir. Það kostar 15.000 kr. að skrá kött, en 5.000 kr. afslátt- ur er gefinn fyrir 10. ágúst. Einungis þarf að greiða þessa upphæð einu sinni fyrir hvern kött. Magnús H. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir að fjöldi skráninga sé að aukast, og byrjað verði að fanga ketti fljótlega eftir 10. ágúst. „Við búumst við því að það verði tals- vert skráð fyrir 10. ágúst því þá rennur fresturinn út til að skrá með afslætti. Svo kemur væntanlega önn- ur skriða þegar við förum að fanga ketti og það fer að spyrjast út að við séum úti í hverfunum að taka ketti,“ segir Magnús. Magnús segir að ekki verði beitt harkalegri aðferðum við að kanna hvort kettir séu merktir en þörf krefur. „Flestir kettir eru gæfir þannig að það er hægt að taka þá upp og skoða merkið og svo setja þá aftur niður ef þeir eru merktir og bú- ið að greiða af þeim. Þeir sem eru styggir verða fangaðir í búr.“ Séu kettir, sem lenda í búrum, merktir verður þeim strax sleppt aftur. Magnús segir að gildrurnar verði vaktaðar stanslaust meðan þær eru úti og því þurfi kettir ekki að bíða lengi í þeim áður en þeir fá frelsið, eða eru teknir inn í dýrageymslu. Hugsanlega lógað eftir 7 daga Samkvæmt nýju reglunum hafa eigendur ómerktra katta sjö daga til að sækja kött sem hefur verið fang- aður, ella verði honum ráðstafað til nýrra eigenda, hann seldur fyrir kostnaði eða lógað. Þegar ómerktur köttur er sóttur leggst ýmiss kostn- aður á eiganda kattarins. Í fyrsta lagi þarf að greiða skráningargjald- ið, 15.000 kr. og til að fá það þarf að greiða dýralækni fyrir merkingu og hreinsun, sem getur kostað um 4.000 kr. Hjá Heilbrigðiseftirlitinu þarf svo að greiða fyrir kostnaðinn sem hlaust af því að fanga köttinn. Fastur kostnaður vegna vinnu starfsmanns og kostnaður við leigu og hreinsun á búri er að lágmarki um 10.000 kr. og kostnaður við mat og húsnæði fyrir hvern dag sem kötturinn dvelur í geymslu er um 2.500 kr. Þegar tölurnar eru lagðar saman kemur í ljós að til að fá aftur ómerkt- an kött sem hefur verið í einn dag í geymslu þarf eigandinn að borga um 31.500 kr., en hafi hann verið í sjö daga þarf að greiða um 46.500 kr. Magnús segist ekki óttast það sér- staklega að eigendur ómerktra katta hafi ekki tök á því að greiða þessa upphæð til að fá köttinn aftur. „Mér finnst það ólíklegt. Þetta er svona svipað og hundaeigendur þurfa að greiða fyrir hunda sem eru teknir lausir. Í rauninni gerist það bara núna að það sama gildir um katta- eigendur eins og hefur gilt um hundaeigendur,“ segir Magnús. Dýraverndunarþátturinn gleymist „Það sem menn hafa kannski ekki horft á er dýraverndunarþátturinn í þessu. [...] Bæði dýraverndunarsam- tök og dýralæknar hafa bent á að dýralæknar eru alltaf að svæfa ketti. Þetta skiptir tugum og hundruðum katta hjá dýralæknum á ári. Ein af ástæðunum fyrir þessu er hvað það er ódýrt að vera með ketti. Það kost- ar ekkert að fá sér kött,“ segir Magnús. Hann bendir á að það sé svipað ástand og var með hunda áður en reglur um hundahald tóku gildi, en í dag sé það fremur sjaldgæft að heilbrigðum hundum sé lógað. Nýjar reglur um kattahald taka gildi í næstu viku Ómerktir kettir fangaðir Morgunblaðið/Ásdís Merktir: Allir kettir á Suðurnesjum þurfa að vera með varanlega merk- ingu og vera skráðir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja eftir 10. ágúst. DÝRALÆKNAR hafa undanfarið orðið varir við talsvert aukna ásókn í varanlegar merkingar og spóluormahreinsun fyrir ketti. Hrund Hólm, dýralæknir á Dýralæknastofu Suðurnesja, segir mikið um fyrirspurnir um merkingarnar. „Fólk er að leita sér leiðbeininga, og það hefur verið aukning í því að fólk sé að merkja, bæði eyrnamerkja og örmerkja,“ segir Hrund. Húðflúrmerk- ingarnar eru meiri aðgerðir þar sem það þarf að svæfa köttinn áður en sér- stakt númer er húðflúrað í annað eyra hans. Örmerkingin fer hins vegar þannig fram að örflögu er sprautað undir húð kattarins milli herðablað- anna. Hrund segir mismunandi hvorn kostinn kattaeigendur velja. Kost- urinn við húðflúrið er að allir geta séð að kötturinn er merktur, en sérstakt tæki þarf til að lesa af örflögunni sem sést ekki með berum augum. Kostn- aðurinn við örmerkinguna er aðeins meiri þar sem örflagan sjálf er dýr. Hrund segir að sérstakt tilboð sé í gangi þessa dagana, hægt að fá húðflúr og ormahreinsun á 3.700 kr., og örmerkingu og ormahreinsun á 4.700 kr. Annir hjá dýralæknum Reykjavík | „Við erum enn þá að róta,“ segir Magnús Eiríksson, tónlistarmaður og eigandi hljóðfæraverslunarinnar Rín, en verslunin skipti um aðsetur nú um mánaðamótin júní- júlí og segir Magnús að það sé enn þá verið að koma sér almennilega fyrir. „Við erum ekki alveg búin að raða þessu upp eins og við viljum hafa þetta,“ segir hann en býst þó við því að allt verði komið upp og búðin orðin skemmtileg fljótlega. Verslunin hafði um áratuga skeið verið á Frakkastíg 16 en nú hefur hún flutt að Braut- arholti 2 þar sem gamla Japis-verslunin var. „Búðin sjálf er svona helmingi stærri en sú gamla. Svo lítill lager hérna inn af.“ Í versl- uninni er því hægt að hafa helmingi fleiri hljóðfæri til sýnis en áður og segir hann að pantaðar hafi verið nýjar vörur sem séu óð- um að koma. Hann segir að það sé ekki hægt að neita því að þetta sé betri staður til að versla á. „Það er betra að fá bílastæði hérna, það var nánast útilokað á gamla staðnum.“ Þó segist hann sjá eftir gamla hverfinu enda búinn að vera þar lengi, en nýja búðin sé þó ekki svo langt frá þeirri gömlu þó að hún sé í öðru póstnúm- eri í dag. Með Magnúsi í versluninni vinna þrír synir hans, auk Guðna Ágústssonar verslunarstjóra. „Hann er skemmtilegur og hefur alltaf ver- ið,“ segir Magnús spurður um hvernig hljóð- færabransinn sé í dag og bætir því við að áhugi á því sem menn séu að gera skipti öllu máli. Hann segir að fólk á öllum aldri komi til hans að versla. „Það er alveg frá fimm, sex ára og alveg upp í grafarbakkann.“ Hann segir öll möguleg hljóðfæri koma til greina, bæði hjá yngstu og elstu hljóðfærakaupend- unum. Aðspurður hvort mikið sé um að fólk spyrji álits og leiti leiðbeininga varðandi hljóðfæri segir Magnús það vera mjög mis- jafnt. „Sérstaklega eru þessir yngri strákar með mjög fastmótaðar hugmyndir um hvað þeir vilja, og þú ekur þeim ekkert til.“ Sakna gömlu holunnar Þegar Magnús er inntur eftir því hvað gamlir viðskiptavinir hafi að segja um nýju verslunina segist hann fá blendin viðbrögð. „Sumir sjá eftir gömlu holunni en aðrir eru kátir með að fá bílastæði loksins. Þurfa ekki að keyra þarna í þrjú korter kannski að leita að bílastæðum. Þegar þú ert búinn að versla mjög lengi á sama stað þá kemur sérstakur andi, bæði þeirra sem hafa verið og þeirra sem eru að versla. Það eru margir búnir að vinna í því, mjög margir. Þekktir hljóðfæra- leikarar reyndar. Friðrik Karlsson, KK, svo ég nefni nú bara nokkra góða gítarleikara,“ segir Magnús og heldur áfram „Það tekur svolítinn tíma að gefa nýrri búð karakter.“ Hljóðfæraverslunin Rín flutt í Brautarholtið Helmingi stærri versl- un og aðkoman betri Morgunblaðið/Þorkell Skemmtilegt: Magnús Eiríksson tónlistarmaður er ánægður í hljóðfærabransanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.