Morgunblaðið - 04.08.2004, Side 12

Morgunblaðið - 04.08.2004, Side 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINUOpið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 DAGS- TIL MÁNAÐARLEIGUR Í Hlíðunum er nýstandsett 2ja til 3ja herb. íbúð í skammtímaleigu. Íbúðin er fullbúin húsgögnum, tækjum og rúmfötum. Dags- eða vikuleigur. 4608 SEILUGRANDI Endaíbúð á annarri hæð um 100 fm ásamt stæði í bílskýli. Mjög rúmgóð íbúð með nýjum gólfefnum og ný máluð. Laus til afhendingar við kaup- samning. V. 14 m. 6234 ÁSBÚÐ - GARÐABÆ Vel staðsett endaraðhús, um 260 fm, með innbyggðum tvöföldum bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum - gott út- sýni. Fimm svefnherbergi, stórar stofur o.fl. V. 29,8 m. 5906 MARÍUBAUGUR Mjög falleg fullgerð íbúð á 3ju hæð (efstu) í nýbyggðu fjölbýlishúsi, byggðu 2001. Aðeins ein íbúð á hverri hæð í stigahúsi. Íbúðin er 120 fm með 3 góðum svefnherbergjum, mjög stórum stofum og stóru eld- húsi, þvottahús í íbúðinni. Innrétting- ar eru ríkulegar og loft upptekin. Glæsilegt útsýni. V. 20,5 m. 6249 MÁVAHLÍÐ Góð ca 100 fm íbúð á efri hæð í fjór- býli ásamt ca 26 fm bílskúr. Góðar stofur. Suðursvalir. V. 17,9 m. 6266 VÍÐIHVAMMUR - KÓPAVOGI Mjög falleg 3ja herbergja íbúð í ný- legu fjórbýlishúsi. Íbúðin er um 80 fm og er mjög vel skipulögð - vandaðar innréttingar. V. 13,9 m. 6259 gámum var fluttur út ferskur fiskur fyrir 2,3 milljarða króna sem er aukn- ing frá fyrra ári um 868 milljónir króna eða 60,7%. Á Suðurnesjum var unnið úr afla að verðmæti 5,1 milljarður króna og er það aukning um 142 milljónir króna á milli ára eða 2,9%. Mestur Á FYRSTU fjórum mánuðum ársins 2004 var aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum nærri 24,8 milljarðar króna samanborið við 25,1 milljarð á sama tímabili 2003. Afla- verðmæti hefur því dregist saman um 1,3% á milli ára eða um nærri 330 milljónir króna, á verðlagi hvors árs. Verðmæti botnfiskaflans var 18 millj- arðar króna og jókst um tæpar 390 milljónir króna, eða 2,2%. Verðmæti þorsks var 12 milljarðar króna og jókst um tæpan milljarð króna, 9%. Verðmæti ýsuaflans nam 2,7 milljörð- um króna og jókst verðmæti hans um 540 milljónir króna, eða 24,8%. Verð- mæti karfa var 1,7 milljarðar króna og dróst því saman um rúmar 550 milljónir króna, eða um tæpan fjórð- ung. Verðmæti loðnuaflans nam 3,6 milljörðum króna og dróst saman um rúmar 600 milljónir króna, eða 14,3%. Þá var verðmæti skel- og krabba- dýraafla 647 milljónir króna en var rúmur milljarður króna á sama tíma- bili 2003. Verðmæti afla í beinni sölu útgerða til vinnslustöðva var á tímabilinu 12,2 milljarðar króna samanborið við tæp- lega 13 milljarða á árinu 2003 og er það samdráttur um 5,8%. Verðmæti sjófrysts afla var 5,9 milljarðar króna og er það sama verðmæti og 2003. Verðmæti afla, sem seldur var á fisk- mörkuðum til fiskvinnslu innanlands, dróst saman um 5,1%, var 3,9 millj- arðar króna samanborið við 4,1 millj- arð króna á sama tímabili 2003. Í samdráttur milli ára varð á Austur- landi, 444 milljónir króna eða sem nemur 12,5%. Verðmæti afla ís- lenskra skipa, sem unninn var erlend- is, jókst um 42,5%, úr 1,5 milljörðum króna á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins 2003 í nærri 2,2 milljarða króna á sama tímabili 2004. Aflaverðmætið dregst saman um 1,3% Suðurnes eini landshlutinn sem eykur verðmætið                           ! "  #       $   %  $   %  $ &     $ #   $ '! $ ()*+,- ..# /012 341 12 /51 1/ 2661 /1 051 1 0401 /015 //1 612 051 1 5016 /01 251 512 0431 7 8    46/1 4/16 34/12 3402015 3465313 4031 40521 421 3401/ 04316 40521/ 04615 34251 341 3461/ 451 4316 451 43/01/ 4661/                      ! "                           9   :  ;  # 8  ""$<    ()*+,- ..# 451 531 3221/ 1 1 0401 415 013 3610 15 310 0431 7 8    364551 34501 46616 3413 31 04316 324012 340212 42315 561 310 4661/                    ! "  ÞINGFEST var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófess- ors við Háskóla Íslands, um að sýslumaðurinn í Reykjavík verði við þeirri lögbannsbeiðni að siða- nefnd HÍ fjalli ekki um kæru af- komenda Halldórs Laxness á hend- ur honum. Afkomendurnir kærðu Hannes til siðanefndarinnar í vor og vildu að hún fjallaði um vinnu- brögð hans við ritun bókar um Halldór Kiljan Laxness. Kæran er í fjórum liðum og byggist á 220 blaðsíðna greinargerð Helgu Kress, prófessors við HÍ, um bók hans um skáldið. Hannes telur kæruna tilefnislausa en jafnframt að nefndin hafi ekki heimild til að fjalla um hana. Jón Steinar Gunnlaugsson, lög- maður Hannesar, segir að þegar afkomendurnir hafi lagt fram kær- una á hendur Hannesi í vor hafi hann, fyrir hönd Hannesar, gert þá kröfu að nefndin vísaði málinu frá, m.a. á þeirri forsendu að Hannes hefði skrifað bókina áður en siða- nefndin var stofnuð og reglur hennar settar. Siðanefndin var stofnuð 10. nóvember 2003. Þá sé frávísunarkrafan m.a. byggð á þeirri forsendu að í siða- reglum nefndarinnar sé kveðið á um að hún megi ekki fjalla um mál ef hægt sé að bera það undir aðila utan Háskólans. Afkomendurnir séu að kæra Hannes fyrir meint brot á höfundarrétti og slík kæra heyri undir almenna dómstóla. Ómerki ákvörðun nefndarinnar Nefndin tók afstöðu til frávís- unarkröfunnar í byrjun júlí og ákvað að vísa tveimur af fjórum liðum kæru afkomendanna frá en fjalla efnislega um tvo þeirra. „Þegar þessi niðurstaða lá fyrir stefndi ég, fyrir hönd Hannesar, nefndinni og dánarbúinu fyrir dómstóla,“ útskýrir Jón Steinar, en það mál á að þingfesta 2. sept- ember nk. Vill hann að dómurinn ómerki þá ákvörðun nefndarinnar að fjalla efnislega um tvo liði kær- unnar og viðurkenni að hún megi alls ekki fjalla um neina þætti hennar. Jón Steinar kveðst hafa tilkynnt nefndinni strax um þessa máls- höfðun enda hljóti meðferð málsins fyrir nefndinni að liggja niðri með- an fjallað sé um það hjá hinum al- mennu dómstólum hvort nefndin megi fjalla um málið. „Ég fékk hins vegar tilkynningu til baka, þar sem segir að nefndin ætli ekki að hætta, heldur halda áfram með málið, þrátt fyrir að búið sé að bera undir dómstólana kröfu um að hún megi ekki fjalla um það.“ Kveðst hann í kjölfarið hafa óskað eftir því að sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á frekari meðferð fyrir nefndinni að svo stöddu. „Þeirri kröfu var synjað í síðustu viku, án nokkurra rök- semda, og er ég að bera þá synjun undir héraðsdóminn,“ segir Jón Steinar, en eins og áður sagði var sú krafa þingfest síðdegis í gær. Fékk þar lögmaður siðanefndar- innar, Gestur Jónsson, frest fram í næstu viku til að skila greinargerð af hálfu nefndarinnar. Málsmeðferð með ólíkindum Jón Steinar segir það með hrein- um ólíkindum hvernig farið sé fram gegn Hannesi við þessa máls- meðferð. „Nefndin virðist vera staðráðin í að fjalla efnislega um málið þrátt fyrir alla þess ann- marka og án þess að leyfa einu sinni manninum að bera undir dómstólana áður heimildina til þess,“ segir hann. „Það á ekki að láta Hannes Hólmstein Gissurar- son njóta réttar við þessa máls- meðferð hjá Háskóla Íslands. En það þarf eitthvað meira að ganga á áður en þetta fólk fær að ganga yf- ir hann með þessum hætti. Það verður reynt að tryggja rétt hans fyrir dómstólum ef það er hægt.“ Jón Steinar ítrekar að það sé í raun kostulegt að siðanefndin skuli ekki ráða við það verkefni að vísa frá sér umræddri kæru. „Sú ein- falda ástæða sem hefði átt að valda því að þessi nefnd vísaði þessu máli frá sér þegar í stað er sú að siða- reglurnar og starfsreglur nefnd- arinnar voru settar eftir að Hannes lauk bók sinni.“ Þar að auki, segir Jón Steinar, voru siðareglurnar ekki birtar á þann hátt sem lög um HÍ gera ráð fyrir; reglurnar hafi verið birtar á innri vef skólans en ekki í Stjórnartíðindum. Jón Steinar bendur aukinheldur á að erfingjar dánarbús Halldórs Laxness hafi tilkynnt opinberlega á sínum tíma að þeir hygðust höfða mál á hendur Hannesi fyrir dóm- stólum. Það hafi dánarbúið þó enn ekki gert. „Það hefur bara kært fyrir þessari siðanefnd. Það er eins og það sé verið að afla sér einhvers efniviðar í málsókn seinna meir,“ segir hann. Siðanefnd HÍ fjalli ekki um kæru á hendur Hannesi Hólmsteini Hannes Hólm- steinn Gissurarson Jón Steinar Gunnlaugsson SENDINEFND á vegum Hróksins hélt af stað til Grænlands í gær en Hrókurinn og Skák í norðri standa fyrir skákmótinu Greenland Open 2004 í bænum Tasiilaq á austur- strönd Grænlands dagana 6. til 7. ágúst. Ferð Hróksins til Grænlands verð- ur, rétt eins og í fyrra, notuð til að smita sem flesta Grænlendinga af skákbakteríunni og liðsmenn Hróks- ins munu koma færandi hendi til Tasillaq, heimsækja skólann í bæn- um og gefa skáksett og klukkur auk þess sem boðið verður upp á skák- skóla fyrir börn og fullorðna. Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson er stigahæsti keppandinn á mótinu en hann mætir til leiks ásamt fleiri þekktum liðsmönnum Hróksins, þar á meðal Reginu Pokorna, Henrik Danielsen og Róbert Harðarsyni. Þá taka nokkrir efnilegir krakkar úr röðum Hróksins þátt í mótinu. Hrókurinn snýr aftur til Grænlands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Snarfara, félagi sportbátaeiganda. „Í frétt Morgunblaðsins föstudag- inn 30. júlí sl. um háan lögþvingaðan kostnað við útgerð skemmtibáta hér á landi er sú skýring höfð eftir sam- gönguráðuneytinu að aðstæður hér við land séu óblíðari en annars staðar í heiminum. Þessi staðhæfing byggist ekki á könnunum eða athugunum á notkun skemmtibáta eða aðstæðum þeirra hvorki hér við land né annars staðar í heiminum. Ráðuneytið hefur ekki kannað við hvaða aðstæður skemmtibátamenn stunda íþrótt sína hér á landi, hver slys og óhöpp kunna að verða á skemmtibátum eða hafa orðið í fortíðinni. Samgönguráðuneyt- ið hefur yfirleitt ekki sýnt skemmti- bátum neinn áhuga til annars en að leggja á þá gjöld. Hins vegar hefur þetta háa ráðu- neyti lögfest í reglugerð að hér við land sé verra veður en annars staðar og mun það áreiðanlega einsdæmi í siðmenntuðum löndum að menn starfi eftir lögfestri veðurlýsingu. Frétt Morgunblaðsins staðfestir það sem vitað var áður að stjórnsýsla samgönguráðuneytisins hvað skemmtibáta varðar fer fram að óat- huguðu máli. Þar á bæ telja menn sér heimilt að fullyrða án þess að vita og leggja á gjöld og kvaðir án þess að kanna réttmæti tilgangsins. Meira að segja telur hið háa ráðuneyti sér rétt að fullyrða rangt um sínar eigin reglur eins og kemur fram í þeirri röngu stað- hæfingu að skemmtibátar með sum- arhaffæri þurfi ekki björgunarbát. Þá væri gaman að vita hvaða vetrarferðir íslenskra skemmtibáta til annarra landa ráðuneytið hefur vitneskju um.“ Undir athugasemdina ritar Finnur Torfi Stefánsson. Segir ráðuneytið setja reglur að óathuguðu máli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.