Morgunblaðið - 04.08.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 04.08.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg ferðaþjón-usta mun vaxa um4,5% á næstu ár- um tíu árum þrátt fyrir hryðjuverkahættu og óvissu um olíuverð. Þá mun ferðamönnum fjölga um fimmtíu milljónir á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Deloitte um þróun í alþjóð- legri ferðaþjónustu. Í skýrslunni eru taldir upp fimm þættir sem hafa hvað mest áhrif á ferða- þjónustu í heiminum í dag. Í fyrsta lagi er bent á að öryggi og ráðstafanir þar að lútandi skipti ferða- menn miklu máli. T.a.m. eru hótel og veitingastaðir í mikl- um vanda á Balí og vonir Ísraels- manna um uppbyggingu öflugrar ferðaþjónustu hafa orðið að engu. Ógnin sem stafar af hryðjuverkum hefur breytt miklu og sérstakar öryggisráðstafanir þarf að hafa uppi á öllum alþjóðlegum flugvöll- um. Breskir ferðamenn sækja t.a.m. í auknari mæli í skemmti- ferðasiglingar en það er talið tengjast því að fólk vilji síður ferðast með flugi. Páll Grétar Steingrímsson, einn eigenda Deloitte, bendir á að Ís- lendingar hafi tekið mið af ráð- legginum varðandi flugöryggi og þess vegna séu þessi mál í góðum farvegi hér á landi. Hins vegar sé hugsanlegt að yfirvöld sumra landa ákveði að skera niður í þess- um efnum og það geti haft mikil áhrif á fjölda ferðamanna. Í skýrslunni er því spáð að sum lönd muni herða körfur hvað varðar vegabréfsáritanir og að sums stað- ar verði jafnvel gengið svo langt að hafna alfarið ferðamönnum frá ákveðnum löndum. Ævintýraferðir vinsælli Í öðru lagi eru breytingar á hög- um fólks í heiminum taldar geta haft langvarandi áhrif á þróun ferðaþjónustu. Talið er líklegt að eldra fólk verði meira áberandi í hópi ferðamanna með meiri pen- inga milli handanna en áður. Með stækkun Evrópusambandsins, auknum hagvexti í Kína, Rúss- landi og Indlandi fjölgar ferða- mönnum um fimmtíu milljónir á næstu fimm árum. Breyttar reglur um virðisaukaskatt innan Evrópu- sambandsins eru jafnframt taldar líklegar til þess að hafa áhrif á hvert ferðamenn sækja. Páll bend- ir á að ferðaskrifstofur í löndum sem eru í Evrópusambandinu þurfi að leggja 15% virðisauka- skatt á alla þjónustu og því bendi allt til þess að ferðir muni hækka sem því nemur. Þetta getur orðið til þess að ferðir til Íslands verði enn fýsilegri kostur en áður þar sem ferðaskrifstofur hérlendis þurfa ekki að hækka virðisauka- skatt á sínum ferðum. Engu að síð- ur getur þessi hækkun haft áhrif á íslenska ferðamenn erlendis auk þess sem ferðaskrifstofur hérlend- is gætu þurft að hækka verð á ferðum sem eru skipulagðar í sam- ráði við ferðaskrifstofur í löndum sem eru í Evrópusambandinu. Í þriðja lagi er talið að ferða- menn komi til með að sækja öðru- vísi þjónustu en áður og að hin hefðbundnu fjölskylduferðalög séu á undanhaldi. Lægri fæðing- artíðni í Evrópu, færri hjónabönd og fleiri skilnaðir hafa þau áhrif að fólk sækist frekar eftir persónu- legri reynslu í ferðalögum. Eftir- spurn eftir ævintýraferðum á því eftir að aukast, styttri ferðalög verða algengari og ferðamenn með börn sjaldséðari. Bættari aðgangur að Netinu er fjórði áhrifaþátturinn en í fimmta lagi er bent á að þrátt fyrir aukn- ingu ferðamanna þurfi flugfélög eftir sem áður að glíma við mikinn óstöðugleika. T.a.m. er gert ráð fyrir að stærstu flugfélögin í Bandaríkjunum og um þrjátíu rík- isrekin flugfélög í heiminum skili tapi en engu að síður halda lág- gjaldaflugfélögin sessi og búist er við áframhaldandi þróun í þeim efnum. Það er því mikil þörf fyrir hagræðingu og endurskipulagn- ingu í þessum geira. Þarf að markaðssetja Ísland Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það þurfi góða markaðssetn- ingu til þess að aukinn fjöldi ferða- manna í heiminum skili sér hér á landi. „Íslensk ferðaþjónusta hef- ur vaxið hraðar en almennt gerist í kringum okkur. Það virðist sem áhugi á svona náttúruvænum stöð- um eins og Íslandi sé vaxandi.“ Jón Karl segir að fjöldi erlendra ferðamanna sé í kringum 350.000 en þá tölu sé vel hægt að tvöfalda og jafnvel þrefalda á næstu 10 til 15 árum. „Fólk þekkir Ísland kannski frekar af afspurn en í raunveruleikanum. Við þurfum að markaðssetja staðinn Ísland sem barnvænan, fjölskylduvænan og náttúruvænan ferðamannastað. Svo þurfum við að sjá til þess að gæði og þjónusta sé í lagi hér. Það hefur ekki verið vandamál hingað til en ef við ætlum að tvöfalda fjölda ferðamanna þarf að fjölga fólki og mennta það betur,“ segir Jón Karl og bætir við að huga þurfi að fleiri þáttum eins og ör- yggi á vegum og verði á mat og víni. Fréttaskýring | Ný skýrsla um alþjóðlega ferðaþjónustu Ferðamönn- um fjölgar Fjölgunin mun skila sér hér á landi en það þarf að markaðssetja Ísland vel Þrefaldast fjöldi ferðamanna á Íslandi? Aukin netnotkun hefur mikil áhrif á ferðaþjónustu  Ferðaþjónusta á Netinu veltir um 2.500 milljörðum króna en gert er ráð fyrir að hún tvöfald- ist á næstu þremur árum. Það má meðal annars rekja til þess að hlutfall fólks sem hefur aðgang að Netinu í fjölmennustu löndum heims, Kína og Indlandi, tvöfald- ast eða þrefaldast á næstu tutt- ugu árum en sem stendur eru að- eins um 5% jarðarbúa nettengd- ir. Sérstaklega mun þessi aukn- ing ná til hótelbókana en nú fer aðeins um 10% þeirra fram á Netinu. hallag@mbl.is SUMARÓPERAN hefur und- anfarið verið við stífar æfingar en í ár setur hún upp verkið Happy End sem verður frumsýnt í Ís- lensku óperunni þann 7. ágúst. Þegar hlé er tekið frá æfingum eiga leikararnir það til að mars- era fylktu liði niður Laugaveg og Bankastræti, syngjandi og trall- andi. Það gerði Hjálpræðisher Sumaróperunnar, þau Eline McKay, Valgerður Guðnadóttir, Aðalsteinn Bergdal og Hallveig Rúnarsdóttir. Happy End, sem er eftir þá Kurt Weill og Bertolt Brecht, ger- ist í undirheimum Chicago-borgar á þriðja áratugnum. Þar eigast við Hjálpræðisherinn og harð- svírað glæpagengi með ófyr- irséðum afleiðingum, en allt end- ar það vel að lokum...eða hvað? Um 15 leikarar og söngvarar koma fram í sýningunni ásamt átta manna hljómsveit sem er skipuð nokkrum af þekktustu tón- listarmönnum landsins. Morgunblaðið/Eggert Syngjandi sumarópera á ferð í Bankastrætinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.