Morgunblaðið - 04.08.2004, Page 6

Morgunblaðið - 04.08.2004, Page 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Jónsson veðurstofustjóri frábiður sér ómál- efnalega gagnrýni á veðurspárnar um verslunarmannahelg- ina og segir að þær hafi sjaldan gengið betur eftir en ein- mitt nú. Hann skilur vel að mótshaldarar vilji gera mikið úr góðu veðri en minna úr því lakara en Veðurstofan geti ekki tekið þátt í slíku. Magnús segir að það hafi helst verið mótshaldarar í Vest- mannaeyjum og í Galtalæk sem hafi gagnrýnt spárnar í við- tölum við fjölmiðla um helgina. „Það var búið að vera lengi í okkar spákortum að þetta yrði tiltölulega blaut helgi en það er ekki þar með sagt að það stytti aldrei upp. Venjulega eru veður ekki þannig á Ís- landi og það þekkjum við allir. Það rignir yfirleitt í ákveðinn tíma en svo léttir til eða styttir upp á milli,“ segir hann. Fyrir helgi hafi verið gert ráð fyrir að nokkur regnsvæði gengju yfir landið og hafi tímasetningar í meginatriðum gengið eftir. Í fréttatilkynningu sem Magnús sendi frá sér í gær kem- ur fram að úrkoma á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá fimmtudeginum 29. júlí til mánudagsins 2. ágúst hafi mælst 62 mm, sem er um 85% af venjulegri mánaðarúrkomu í júlí. „Er þetta næstmesta úrkoma sem mælst hefur þessa daga síðan 1949,“ segir í tilkynningunni. Enginn óskaði eftir staðbundinni spá Auk hinnar hefðbundnu veðurspár býður Veðurstofan upp á staðbundnar spár. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og deildarstjóri á Veðurstofunni, segir að sjálfvirk spá fyrir eina helgi kosti innan við 10.000 krónur. Ef veðurfræðingur leggist meira yfir spána og taki tillit til aðstæðna á hverjum stað kosti spáin 6.500 krónur fyrir hvern dag. Slíka þjónustu hafi m.a. kvikmyndatökulið nýtt sér. Aðspurður segir hann að enginn mótshaldari um verslunarmannahelgina hafi óskað eftir slíkri spá. Þessa þjónustu hafi hann boðið aðilum sem héldu mannamót fyrr í sumar en fengið litlar undirtektir. Spár sjaldan réttari en fyrir helgina Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Góð stemning hjá aðkomufólki á Þjóðhátíð. SAMFYLKINGIN mælist stærsti flokkurinn þriðja mánuðinn í röð, samkvæmt nýrri könnun Þjóð- arpúls Gallups í júlí. Mældist flokk- urinn með rúmlega 32% fylgi, en næstur kom Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 31% fylgi. Vinstri- grænir mældust með 19% fylgi, Framsóknarflokkur með 12,5% fylgi og Frjálslyndi flokkurinn með rúmlega 5% fylgi. Ekki var mark- tækur munur á breytingum milli mánaða. Rétt tæplega 17% tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og tæplega 9% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram nú. Rúmlega 38% sögðust styðja rík- isstjórnina, en tæp 62% styðja hana ekki. Stuðningur við ríkisstjórnina er meiri meðal karla en kvenna en um 43% karla segjast styðja rík- isstjórnina en það gerir aðeins um þriðjungur kvenna. Símakönnun var gerð dagana 25. til 26. júlí, og var úrtakið 2.799 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 62%. Samfylking mælist með mest fylgi TÆPLEGA 350 manns biðu eftir flugi frá Vestmannaeyjum í gær. Illa hafði viðrað til flugs frá því um þrjúleytið á mánudag en upp úr klukkan tíu í gær létti til og flug- samgöngur hófust milli lands og Eyja stuttu síðar. Tvær vélar frá Flugfélagi Íslands flugu til Vest- mannaeyja í gær til þess að sækja um 100 manns sem urðu eftir í Eyj- um í fyrradag. Hjá Flugfélagi Vest- mannaeyja áttu 242 bókað flug til Bakkaflugvallar í gær. Aðrir áttu bókað með Herjólfi en fullbókað var með skipinu í gær og áttu einn- ig 220 manns bókað far með kvöld- ferðinni, en skipið tekur 525 far- þega. Fólkið sem komst ekki frá Eyjum í fyrrinótt gisti í íþrótta- miðstöðinni í Vestmannaeyjum og að sögn lögreglu voru gestir allir hinir rólegustu. Um 1.000 gestir voru fluttir frá Eyjum í gær HELGA Árnadóttir tölvunarfræð- ingur hefur tilkynnt framboð sitt til formanns Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, á næsta aðalfundi félagsins. Samkvæmt upp- lýsingum frá formanni Heim- dallar hafa ekki fleiri tilkynnt um framboð. Nái Helga kjöri verður hún önn- ur konan til að gegna embætt- inu frá stofnun félagsins, árið 1927. Eina konan, sem hefur ver- ið kosin formaður Heimdallar í 77 ára sögu félagsins, er Elsa B. Valsdóttir læknir. Helga hefur fulla trú á því að það megi bæta starf félagsins. „Ég hef starfað mikið bæði innan Sjálfstæðisflokksins og Heimdall- ar og markmið mitt er að mynda stjórn sem er skipuð breiðum hóp af ungu fólki. Því legg ég áherslu á það að þetta er opið framboð en það eru 11 stjórnarsæti sem enn eru óskipuð. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi félagsins, eða vera í stjórn, eru því hvattir til þess að hafa samband,“ segir Helga en hún telur mikilvægt að mynda stjórn sem er skipuð ein- staklingum af báðum kynjum. „Í ljósi þess, að margar efnilegar ungar konur eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins, er eðlilegt að þær séu áberandi í framvarð- arsveit flokksins jafnt og karlar.“ Nánari upplýsingar um fram- boð Helgu er að finna á heima- síðu framboðsins, www.helga- arna.is/. Býður sig fram til formanns Heimdallar Helga Árnadóttir FJÓRUM mönnum var bjargað úr sökkvandi skútu á Norður-Atlants- hafi snemma í gærmorgun, að því er fram kom í breska dagblaðinu The Guardian í gær. Var skútan á leið til Íslands frá Írlandi. Þyrla skosku strandgæslunnar var kölluð út, eftir að skip strandgæslunnar varð vart við neyðarkall skútunnar, og kom hún mönnunum til bjargar. Að sögn Martins Collins, tals- manns strandgæslunnar, var áhöfnin, þrír Englendingar og Kan- adamaður, að sigla til Reykjavíkur frá Belfast á Írlandi. Líðan mann- anna var eftir atvikum góð en einn sjómannanna er að jafna sig eftir áfall. Svo virðist sem stór alda hafi lent á skútunni og gert gat á skrokkinn með þeim afleiðingum að skútan tók að sökkva. Skipstjórinn, Alan Priddy sem er 51 árs, segir að hlutirnir hafi gerst hratt. „Eina stundina flugum við áfram og þá næstu vorum við komnir á kaf. Þetta gerðist á sekúndubroti.“ Hann segir að skutur bátsins hafi sprungið í ölduganginum og að hann og áhöfnin hafi álitið sig vera komna á síðasta snúning, dauðinn hafi verið á næsta leiti. Skipverjar héldu sig á aftanverðri skútunni þar sem framendi hennar fór fljót- lega á kaf ásamt björgunarbúning- um. Aðstoðarskipstjórinn, hinn 56 ára Egbert Waters, hrósaði Priddy fyrir snör handtök. „Hann fór aftur í sjóinn til þess að ná í björgunar- búningana og bjargaði þar með áhöfninni.“ Fjórum bjargað úr sökkvandi skútu ÞESSAR trönur í fjöruborðinu á vestanverðu Vatnsnesi hafa vakið athygli innlendra sem er- lendra ferðamanna undanfarna daga en á þeim hangir ýmis konar gamaldags sjávarfang, s.s. hertir þorskhausar, hákarlsbeita, sigin grásleppa og harðfiskur. Trönurnar voru settar upp fyrr í sumar í tilefni af hátíðinni Bjartar nætur sem kvenfélagið Hús- freyjurnar stendur fyrir, að sögn Kristínar Guð- jónsdóttur, formanns félagsins. Húsfreyjurnar sjá um að reka Hamarsbúð, sem er lítið hús á Vatns- nesinu en félagið hefur staðið fyrir Björtum nótt- um síðastliðin níu ár og hafa trönurnar verið reist- ar í tengslum við hátíðina undanfarin þrjú til fjögur ár. Húsfreyjurnar hafa þá boðið upp á hlað- borð þar sem gamlar hefðir í matargerð hafa fengið að njóta sín og hefur gestum m.a staðið til boða súrmatur, heimareykt hangikjöt og heima- gert skyr. Það var Björn Sigurðsson sem sá um að reisa trönurnar í samvinnu við kvenfélagið. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hertir þorskhausar og hákarlsbeita á trönum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.