Morgunblaðið - 04.08.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.08.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is/kaupmannahofn Í Kaupmannahöfn sameinast glæsileiki og lífsgleði. Heimsþekkt söfn, sögufrægar byggingar og listviðburðir eru meðal þess sem nærir anda ferðamannsins en ekki er síður vinsælt að slaka á með Tuborg og ekta dönsku smurbrauði. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina *Hotel Selandia á mann í tvíbýli 23.-25. okt., 12.-14. nóv., 14.-16. jan., 4.-6. feb., 4.-6. mars. Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur m. morgunverði, flugvallarskattar, þjónustugjald og eldsneytisgjald. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Fyrir handhafa Vildarkorts VISA og Icelandair. Jafnvirði 5000 kr. Gildir til 1. september. Verð frá 29.540 kr.* Lífsgleði og glæsileiki ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 25 37 0 0 7/ 20 03 ÓVENJUMIKILL fjöldi erlendra ferðamanna var á Ísafirði í gær þegar tvö stór skemmtiferðaskip höfðu þar viðkomu. Annað skipið er Prinsedam með um 700 farþega og er það stærsta skemmtiferða- skip sem kemur til Ísafjarðar í sumar. Lá skipið við festar við Sundahöfn en minna skipið, Func- hal, lagðist að bryggju. Farþegar þess voru um 500. Að sögn Guðrúnar Guðmanns- dóttur, upplýsingafulltrúa Ísa- fjarðarhafnar, koma alls 18 skemmtiferðaskip til Ísafjarðar í sumar og eiga sex skip eftir að hafa viðkomu. Hún segir hafnaryf- irvöld bjóða ferðamönnunum til tónleika í Ísafjarðarkirkju og Morrinn, atvinnuleikhús ungs fólks í bænum, flytur skemmti- atriði við höfnina. Ferðamennirnir skoðuðu sig um í bænum og litu á minjagripi og annan varning sem boðinn er til sölu. Guðrún sagði yfirbragð bæjarins breytast við komu svo stórs hóps ferðamanna sama daginn og ekki hefði spillt fyrir að veður var með eindæmum gott. Skipin héldu frá Ísafirði síðdeg- is í gær. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Erlendu ferðamennirnir litu á minjagripi í Aðalstrætinu og gátu einnig sótt tónleika og hlýtt á leiklistardagskrá. Prinsedam er stærsta skemmtiferðaskip sumarsins á Ísafirði. Um 1.200 ferðamenn settu svip sinn á Ísafjarðarbæ RAGNAR Sigurjónsson, sem hafði verið eftirlýstur í fimm ár vegna dómsmáls hér á landi, kom í lög- reglufylgd til landsins á sunnudag. Hann hafði setið í fangelsi í Bang- kok í Taílandi síðan í maí þegar hann var handtekinn fyrir þjófnað, samkvæmt upplýsingum frá ríkis- lögreglustjóra. Það var ekki fyrr en hann hafði samband við ræðismann Íslands í Taílandi um miðjan júlí sem íslensk stjórnvöld fréttu af fangavist hans. Ragnar var ákærður af ríkislög- reglustjóra fyrir fjársvik í desem- berbyrjun 1998 en fór af landi brott áður en aðalmeðferð í máli hans átti að hefjast. Í fjóra mánuði var leitað að honum í Bretlandi en nokkru síð- ar skaut hann upp kollinum í Taí- landi þar sem hann mun hafa hafst við síðan. Að sögn Smára Sigurðssonar var óskað eftir að Ragnar yrði fram- seldur til Íslands en sú beiðni hafi af ýmsum orsökum strandað í taí- lenska kerfinu. Þegar Ragnar var síðan handtekinn í maí á þessu ári hafi hann ekki haft skilríki og því hafi þarlend yfirvöld ekki vitað hvern þau höfðu í haldi. Hann hafi síðan sett sig í samband við ræð- ismann Íslands í Taílandi og eftir það hafi hjólin byrjað að snúast. Þrátt fyrir að hafa ekki formlega fallist á að framselja hann til Ís- lands hafi taílensk stjórnvöld boðist til að afhenda hann íslenskum stjórnvöldum. Smári segist því hafa sent tvo menn til Bangkok til að ná í hann og komu þeir heim á sunnu- dag. Ragnar var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 23. ágúst nk. en hann hefur kært úrskurðinn. Að sögn Steinars Adolfssonar, löglærðs full- trúa hjá ríkislögreglustjóra, sem sækir málið, hefur refsimálið gegn honum verið endurvakið og mun það sennilega verða dómtekið á næstu þremur vikum. Ragnar var ákærður fyrir að hafa gert samning við forsvarsmann níg- erísks fyrirtækis um að selja honum 1.000 sekki af þurrkuðum þorsk- hausum sem hann átti ekki og hafði ekki ráðstöfunarrétt yfir, og þannig blekkt hann til að greiða rúmlega hálfa aðra milljón króna inn á reikn- ing sinn. Ennfremur er hann grun- aður um að hafa haft rúmar tvær milljónir af Nígeríumanninum til viðbótar. Brotin voru framin á síð- ari hluta ársins 1996. Íslenskur maður sem hefur verið eftirlýstur í 5 ár úrskurðaður í gæsluvarðhald Í fangelsi í Taílandi síðan í maí SEX guðfræðingar sóttu um emb- ætti sóknarprests í Ólafsfjarð- arprestakalli í Eyjafjarðarprófasts- dæmi. Frestur til að sækja um rann út 28. júlí síðastliðinn. Umsækjendur í stafrófsröð eru: Aðalsteinn Þorvaldsson, Arndís Ósk Hauksdóttir, Sigríður Munda Jónsdóttir, Sigríður Rún Tryggva- dóttir, Sólveig Jónsdóttir og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir. Embættið verður veitt frá 1. nóv- ember í ár að því er fram kemur í tilkynningu frá Biskupsstofu. Val á umsækjendum fer þannig fram að vígslubiskup Hólaumdæmis boðar valnefnd prestakallsins saman en í henni sitja auk hans fimm fulltrúar úr prestakallinu. Sex sóttu um embætti prests í Ólafsfirði HJÓNUM, sem lentu í bílslysi um fjögurleytið á mánudag á Suður- landsvegi, er haldið sofandi í önd- unarvél á gjörgæsludeild Landspít- alans – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Var þyrla Landhelg- isgæslunnar kölluð út til að flytja konuna á sjúkarhúsið. Að sögn læknis er konan þungt haldin eftir slysið en hún gekkst undir aðgerð í gærkvöld og fengust þær upplýsingar að hún hefði geng- ið vel. Maðurinn er minna slasaður en líka tengdur við öndunarvél. Haldið sofandi í öndunarvél MAÐURINN, sem handtekinn var í kjölfar þess að hann hafði skotið á tvö hús á Reykhólum á Barðaströnd sl. sunnudag, hefur verið lagður inn á viðeigandi stofnun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Maðurinn mun eiga við geðræn vandamál að stríða Kannabisplöntur fundust á mánudag í húsnæði í Reykjavík, sem maðurinn hefur haldið til í. Annar maður, sem einnig var hand- tekinn vegna þessa máls, hefur ját- að að hafa átt og ræktað plönturn- ar. Málið telst upplýst og hefur honum verið sleppt. Lagður inn á viðeigandi stofnun SÉRÞJÁLFAÐIR leitarhundar áttu stóran þátt í því að upp komst um 46 fíkniefnamál á Akureyri um helgina. Að sögn Daníels Guðjónssonar, yfirlög- regluþjóns á Akureyri, hafa ekki verið teknar saman tölur um það hversu mörg málum hundarnir komu beint að, en hann segist geta ímyndað sér að hund- arnir eigi þátt í um tveimur þriðju þeirra mála sem komust upp. Hann slær þó þann varnagla að hann ábyrgist ekki þær tölur en dregur ekkert úr því að hundarnir hafi skilað góðu starfi. „Hundarnir stóðu sig alveg frábærlega vel,“ segir Daníel en í heild voru þrír hundar frá Tollgæslunni í Reykjavík á hátíðinni á Akureyri. Hann segir það ekki vera neina spurningu að hundarnir hafi skipt sköpum í því að komist hafi upp um svo mörg mál enda sérþjálfaðir til þess að þefa upp fíkniefni. „Þeir bara þefuðu uppi tjöldin og þá var nú þægilegt að banka upp á og segja komdu með fíkniefnin. Þeir þef- uðu líka uppi einstaklinga með efni í fórum sínum,“ segir Daníel. Erfitt sé að bera hátíðina í ár saman við þá sem var haldin í fyrra. Þá hafi undirbúningur ekki verið með þeim hætti sem hann var í ár, að sögn Daníels. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vest- mannaeyjum, segir að leitarhundurinn frá Tollgæsl- unni, sem lögreglan hafði til umráða á Þjóðhátíðinni í Eyjum, hafi haft sitt að segja en upp komst um 43 fíkniefnamál þar. Til viðbótar við þann hund hafi lög- reglan í Eyjum verið með einn hund frá sér að auki á hátíðinni. Jóhannes segir erfitt að meta það nákvæm- lega hversu mörg málanna hundarnir hafi átt beinan þátt í að koma upp um, en ljóst þyki að þeir spari talsverða vinnu. T.d. þurfi lögreglumennirnir síður að leita á fólki. „Það er ljóst að þessi hundur sem við vorum með hér frá Tollinum kom vel út. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Jóhannes. Álíka mörg mál komu upp í fyrra og voru sömu ráðstafanir gerðar þá og nú, að sögn Jóhannesar. Yfirlögregluþjónarnir taka þó báðir fram að um samspil manna og hunda sé að ræða. Unnið sé saman að settu marki og þannig náist sem bestur árangur. Leitarhundar taldir hafa skipt sköpum Upp komst um tæplega 90 fíkniefnamál á Akureyri og í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.