Morgunblaðið - 28.05.2003, Side 53

Morgunblaðið - 28.05.2003, Side 53
MARGIR hugsa um The Incredible String Band sem „erkihippabandið“ og er annað hægt þegar önnur plat- an, sem út kom 1967, heitir 5000 Spirits or the Layers of the Onion? En ISB var miklu meira en ímynd hins síð- hærða, leitandi og andans þenkjandi mussuhippa. Því á sjöunda áratugnum var sveitin eitt helsta „költ“-band Bretlandseyja, sveit sem menn eins John Lennon, Mick Jagger og Robert Plant vísuðu allir í sem mikinn áhrifa- vald. Byltingarkennd samsuða þeirra á ólíkri þjóðlaga- tónlist og einstakt næmi fyrir fallegum lagasmíðum var mörgum innblástur og hefur haldið nafni þeirra á lofti æ síðan innan raða tónlistaráhugamanna. Árið 2000 settu svo höfuðpaurarnir, þeir Mike Heron og Robin William- son, sveitina saman á ný og hófu að leika á tónleikum. Eftirspurnin var vonum framar en fljótlega sagði Williamson sig úr bandinu og vildi frekar einbeita sér að eigin verkum. Heron rek- ur því sveitina einn í dag, sem nefnist nú incredible- stringband2003, og sló blaðamaður á þráðinn til hans þar sem hann var við það að klára að pakka. Þið einbeitið ykkur að gamla efninu er það ekki rétt? „Jú, þetta er aðallega af fyrstu fimm plötunum, efnið sem við sömdum á sjöunda áratugnum. Þetta gamla góða! (hlær).“ Hvers vegna ákváðuð þið að stilla saman strengi á nýj- an leik? „Það var nú þannig að Clive (Palmer sem er nú í band- inu, en sagði skilið snemma við ISB á sínum tíma) og Robin voru eitthvað að dútla saman og svo ákváðum við þrír að koma saman í Edinborg árið 2000. Á síðasta ári fórum við svo í nokkuð langan túr og þá nennti Robin þessu ekki lengur. Hann á enda nýja konu og ungt barn og þarf að sinna fjölskyldunni.“ Og hvernig var nú það að vinna og starfa á sjöunda ára- tugnum? „Sko, við byrjuðum sem frekar hefðbundnir þjóðlaga- spilarar. Svo komumst við í kynni við upptökustjórann Joe Boyd og hann kom okkur á Elektra-merkið í Bandaríkj- unum. Enn fremur kom hann okkur inn í svala klúbba í London eins og UFO, þar sem Pink Floyd voru að spila, og við tengdumst mjög fljótlega senunni sem var í gangi þar. Við erum frá Skotlandi þannig að við komum dálítið bláeygir inn í þetta. Við vor- um aðallega að spila tónlist sem okkur þótti flott, við vor- um ekki að elta einhverja tískustrauma. En andinn í Lond- on var sannarlega okkur í hag.“ Svo gliðnaði bandið í sundur á áttunda áratugnum... „Já, við snöruðum upp þrettán plötum á milli ’66 og ’74 sem er nú bara harla gott! (hlær). Robin hætti um miðjan Bandaríkjatúr og þá var þetta búið ... í bili alltént.“ En hvað eruð þið að vilja til Íslands? „Það er nú það ... það hljómaði bara spennandi. Við fórum til Noregs fyrir stuttu og það var mjög gaman. Er ekki líka við hæfi að sveit eins og ISB kíkji til lands sem er rómað fyrir mikinn andans kraft og náttúrufegurð?“ Mikið nafn – mikil tónlist TENGLAR .................................................................................. www.incrediblestringband.com arnart@mbl.is Frá kl. 13 á föstudag verður hægt að festa sér miða á tón- leikana í afgreiðslu Íslensku óperunnar þar sem tónleik- arnir fara fram um kvöldið. Forsala er annars í Tólf tónum og Skífunni. Miðaverð er kr. 3.900. The Incredible String Band með hljómleika á föstudaginn í Íslensku óperunni  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT Rás 2 KVIKMYNDIR.IS „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12. / Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 / Sýnd kl. 5.40 og 10. B.i.12. / Sýnd kl. 8 og 11. B.i. 12. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05, 10.10 og 11.15. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. Frumsýning Allt sem hann þurfti að vita um lífið lærði hún í fangelsi! MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 53 www.casa.is ÓÐUR til Ellyar heitir ný plata þar sem Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona og útvarpskona, flytur mörg af ástsæl- ustu sönglögum Ellyar Vilhjálms sem lést 1995. „Elly hefur alltaf borið af og ég held að hún sé í uppáhaldi hjá flestum ís- lenskum söngkonum,“ sagði Guðrún Gunnarsdóttir í samtali. „Ég kynntist henni lítillega þegar við unnum saman á Ríkisútvarpinu þar sem hún hvatti mig til dáða í sönginum. Frá því hún lést hef ég gengið með þá hugmynd í maganum að halda henni minningar- tónleika. Þeir voru haldnir í nóvember og stóð til að hafa þá aðeins þetta eina skipti, en nú er komið að fjórðu tón- leiknum,“ sagði Guðrún, en í kvöld verða tónleikarnir endurteknir í Saln- um í Kópavogi og eru aðeins örfá sæti eftir óseld. „Í upphafi stóð ekki endilega til að gera plötu. Ég lét taka tónleikana upp og hugsaði það mest fyrir sjálfa mig, en síðan leyfði ég öðrum að hlýða á upptökuna og þeir voru svo hrifnir að úr varð að gefa þetta út á diski og skapa þannig áþreifanlega minningu sem kalla má þakklætisvott til Ellyar, meistaranna sem útsettu fyrir hana og tónlistarmannanna sem færðu okkur þessa flottu tónlist.“ Guðrún fékk til liðs við sig marga hæfa tónlistarmenn – meðal annarra Stefán Hilmarsson, en hann hefur löngum haldið upp á Vilhjálm Vil- hjálmsson, og syngja þau Guðrún meðal annars dúetta sem þau systk- inin Vilhjálmsbörn sungu á árum áður. Á hljóðfæri leika Eyþór Gunnarsson, Sigurður Flosason, Birgir Bragason, Erik Qvick og Eyjólfur Kristjánsson og bakraddir syngja Andrea Gylfa- dóttir, Berglind Björk Jónasdóttir og Ellen Kristjánsdóttir. Auk einvalaliðs tónlistarmanna fékk Guðrún liðsinni Jónatans Garðarssonar sem annast hefur sagnfræðilega úrvinnslu auk þess að hún hlaut styrk úr menning- arsjóði FÍH. Guðrún mun flytja tón- leikadagskrána á Sauðárkróki 19. júní og einnig sem opnunartónleika lista- sumars á Akureyri 20. júní. Elly Vilhjálms hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá Guðrúnu Gunn- arsdóttur. Guðrún Gunnarsdóttir syngur Í minningu söngkonu Óður til Ellyar er kominn út. Útgef- andi er Dimma ehf. og dreifing í höndum Eddu hf. Elly Vilhjálms til heiðurs á nýjum diski

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.