Morgunblaðið - 28.05.2003, Side 52

Morgunblaðið - 28.05.2003, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 8. B.i.14. Sýnd kl. 6, 8, 9 og 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 7. Sýnd kl. 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. B.i. 14 ára ÁLFABAKKI kl. 4. ísl. tal. / kl. 5.30. Ísl. tal. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2 GLATT var á hjalla við Síðumúla 12 á föstudag, en þá var opnuð sýn- ing Femínistafélags Íslands, Af- brigði af fegurð, þar sem sýndar eru svipmyndir af áróðri gegn hlut- gervingu líkama og fegurðar í gegnum árin. Sýningin var opnuð samhliða keppninni um titilinn Ungfrú Ísland, en við sama tæki- færi fjölmenntu femínistar að Broadway þar sem dreift var bæk- lingum og gerð var tilraun til að gefa þátttakendum í fegurð- arsamkeppninni boli femínista- félagsins. Um helgina var sýningin flutt á veitingahúsið Prikið, neðst á Laugaveginum, og mun sýningin standa þar næstu vikurnar á efri hæð hússins. Þær Auður Magndís Leiknisdóttir, Elísabet Ronaldsdóttir, Sóley Stefánsdóttir og Katrín Anna Guðmundsdóttir, glaðbeittar á opnunar- degi sýningarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Gestir á sýning- unni virða fyrir sér verk, sem kynnir kvenna- ræktarráðunauta til sögunnar. Úrval af áróðri Femínistafélagið hélt sýningu á áróðri gegn fegurðarsamkeppnum SANNKALLAÐ rafstuð verður á Grandrokki næstu tvö kvöld á tvenn- um tónleikum, að sögn Arnviðs Snorrasonar, sem er betur þekktur undir nafninu Exos, en hann skipu- leggur tónleikana. Hann segist sjálfur ætla að verða með „teknósett í harðari kantinum“ en hugmyndin hafi verið að sameina eins margar raftónlistarstefnur og hægt væri á einu kvöldi. Hugmyndin virðist hafa gengið upp en í kvöld spila auk Exos, Worm is green, Funk Harmony Park, Ísar Logi Arnarsson, DJ Richard og Haukur. Arnviður segir að vel hafi gengið að stefna tónlistarfólkinu saman. Hann neitar því að miklir fordómar séu milli stefna heldur frekar leynist þeir á milli sveita. Hann segir snið- ugt að ota fólki saman svo það kynn- ist og „geti jafnvel unnið meira sam- an í framtíðinni,“ en tilgangurinn er líka að hleypa lífi í raftónlistarsen- una. Hann hefur áhuga á að halda áfram að blanda saman tónlistar- stefnum á einu tónleikakvöldi. „Jafnvel að blanda saman rokk- tónleikum og teknótónleikum, alla- vega sjá hvernig það kemur út.“ Fyrstu tónleikarnir í tvö ár Á tónleikunum á fimmtudaginn spila Adrone, Sk/um, Ruxpin og Ex- os. Þetta eru útgáfutónleikar hjá bæði Ruxpin og Sk/um. Ruxpin, eða Jónas Þór Guð- mundsson eins og hann heitir, var að gefa út sína þriðju breiðskífu, Magrathea, hjá Mikrolux, undirfyr- irtæki Elektrolux. „Ég er hjá þýsku dreififyrirtæki og er aðallega að starfa þar en það koma nokkur ein- tök af plötunni í 12 tóna,“ segir hann. Jónas Þór segist ætla að blanda saman nýju og gömlu efni á tónleik- unum á fimmtudagskvöld en þetta eru fyrstu tónleikar hans hérlendis í um tvö ár. Nafnið á plötunni er komið úr þeirri merku bók The Hitch-hiker’s Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams. „Þar er það pláneta sem býr til aðrar plánetur,“ segir hann en í lok sumars er von á annarri plötu eftir Ruxpin, Avalon, „eina af þeim plánetum, sem Magrathea er að búa til“. Hann segir að tónlist sín hafi tekið nokkrum breytingum. „Á fyrstu tveimur plötunum voru þetta meiri tölvupælingar, núna er maður farinn að fást meira við tónlistina sjálfa.“ Þess má geta að tónleikarnir hjá Ruxpin verða teknir upp og verður þeim útvarpað í Þýskalandi innan tíðar. Gerum alla tónlistina saman Hljómsveitin Sk/um sam- anstendur af tónlistarmönnunum Jóhanni Ómarssyni og Þorsteini Konráði Ólafssyni, sem eru betur þekktir sem Skurken og Prince Val- ium. Heldur hún einnig útgáfu- tónleika sína á fimmtudagskvöld í tilefni þess að út er komin platan Í þágu fallsins hjá útgáfufyrirtækinu Resonant í Bretlandi. Eins og hjá Ruxpin er plötunni „aðallega dreift í útlöndunum en við erum með einhver nokkur eintök hérna sem við erum að selja í búð- um, 12 tónum og Japis,“ segir Jó- hann. Þetta er fyrsta plata Sk/um. „Við gerum alla tónlistina saman,“ segir hann. „Við höfum þekkst lengi og mikið spilað á sömu stöðunum. Þetta æxlaðist bara svona,“ segir Jóhann um upphaf samstarfsins. Á tónleikunum á fimmtudaginn hyggjast Sk/um spila lög af plötunni og einnig eitthvert nýtt efni. „Við er- um komnir með einhver tíu ný lög,“ segir hann. Upprisuhátíð raftónlistar og útgáfutónleikar Ruxpin og Sk/um Raftónlist- armenn allra tegunda sameinist Raftónlistarmaðurinn Ruxpin gaf nýlega út plötuna Magrathea og spilar af því tilefni á Grandrokki á fimmtudagskvöldið ásamt fleirum. Fleiri sveitir koma fram í kvöld. TENGLAR ..................................................... this.is/funkhp Ísar Logi Arnarsson, Worm is green, Funk Harmony Park, DJ Richard, Exos og Haukur á Grandrokki í kvöld. Útgáfutónleikar Ruxpin og Sk/um auk Adrone og Exos á Grand- rokki fimmtudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.