Morgunblaðið - 28.05.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 28.05.2003, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 49                                                              ELTON John og sambýlismaður hans, David Furnish, hafa komið enn einni stjörnunni til hjálpar en parið er þekkt fyrir hjálpsemi við kollega sína. John og Furnish hafa boðið bresku leikkonunni Sadie Frost að dvelja á sveitasetri sínu á frönsku Rivierunni ásamt börn- unum Finlay, Rafferty, Iris og Rudy en Frost er sögð niður- brotin vegna skilnaðar hennar og leikarans Jude Law. Elton bauð sem kunnugt er fyr- irsætunni Liz Hurley að dvelja á heimili sínu á Englandi á meðan hún jafnaði sig eftir fæðingu son- arins Damians. Þá buðu þeir írska söngvaranum Stephen Gately að dvelja á heimili sínu í Frakklandi eftir að útgáfusamningi hans var rift á svipuðum tíma og kærastinn Eloy De Jong yfirgaf hann. Elton kemur til hjálpar ReutersElton sér um sína! HALIFAX er mekka hiphopsins í Kanada og þaðan kom mikið af forvitnilegasta hiphopinu sem ég heyrði á síðasta ári. Buck 65, Sixtoo (Sebutones), Greymatter, Taichichi, Kunga 219 og Josh Martinez svo dæmi séu tekin. Buck 65, Richard Tefry, er þar fremstur meðal jafn- ingja, sá listamannanna sem hefur verið iðnastur við að senda frá sér plötur þó erfitt hafi verið að koma höndum yfir þær hér á landi í það minnsta. Fyrir skemmstu gerði Buck 65 síðan út- gáfusamning við Warner-útgáfuna í Kanada sem veit vonandi á gott varðandi dreifingu á plötum hans í Evrópu. Samstarfið hófst með því að gömlu plöturnar hans voru endurút- gefnar auk þess sem platan Square kom út með nýrri tónlist. Square er fjórða platan sem Buck 65 gefur út í Language Arts seríunni og að því hann segir sú síðasta. Hún er óvenjuleg að því leyti að á henni eru aðeins fjögur „lög“, „Square“ 1, 2, 3 og 4, nánast jafn löng. Þó lögin séu aðeins fjögur skiptir eyrað hverju lagi upp í hluta, því þó ákveðið leiði- stef sé í hverju lagi eru þar líka kaflaskipti, ólík stemning og texta- stíll. Segja má að Buck 65 sé betri taktsmiður en texta-, enda er hann með fremstu taktsmiðum/upptöku- stjórum og fer víða á kostum á plöt- um sínum. Hann er þó með betri rímnamönnum eins og heyra má á Square, ekki síst eftir því sem orðin ljúka upp fyrir áheyranda hugsun- inni á plötunni og heildarverkið, ævi- sagan, kemur í ljós. Um eldri verk Buck 65 má segja að þau verði æv- intýralegri og geggjaðri er ferillinn er skoðaður aftur í tímann. Þannig hefur hann smám saman verið að slípa tónmálið, verið að ná betri tök- um á því sem hann hefur að segja, náð betri stjórn á hljóðaheiminum. Hann hefur sagt að hann vilji ekki læsast í því að vera hiphopari, hann vilji ekki síður ná til þeirra sem hlusta á Sparklehorse, Johnny Cash eða Vic Chestnut og Square er vissu- lega skref í þá átt að því leyti að hún er ekki hefðbundin hiphopskífa en höfðar þó líklega helst til þeirra sem hafa gaman af framsæknu hiphopi og pælingaplötum, enda er þetta plata sem hægt er að hlusta á dögum saman.  Tónlist Sannkölluð pælinga- plata Buck 65 Square Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.