Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 48
Eftir að hafa upplifað versta dag lífs síns fær sjónvarps- fréttamaðurinn Bruce Nolan (Jim Carrey) sérstaka krafta í Almátt- ugum Bruce. GRÍNMYNDIN Almáttugur Bruce (Bruce Almighty) náði að velta Matrix endurhlöðnu úr toppsæti bandaríska bíólistans um helgina. Myndin er ný á lista og er þetta næststærsta opnunarhelgi kvik- myndar um þessa löngu helgi en al- mennur frídagur var í Bandaríkjun- um á mánudag vegna minningardags (Memorial Day). Aðeins Týndi heim- urinn: Júragarðurinn (The Lost Word: Jurassic Park) hefur fengið fleiri áhorfendur þessa helgi en hún var frumsýnd árið 1997, að því er fram kemur í Screen Daily. Í myndinni leikur Jim Carrey gamalreyndan fréttamann, sem verður almáttugur í einn dag. Jennifer Aniston og Morgan Freeman fara með önnur helstu hlutverk í þessari mynd Tom Shadyac. Stórmyndin Matrix endurhlaðið þurfti því að sætta sig við annað sæt- ið sína aðra viku á lista. Myndin hal- aði inn meira en 200 milljónir dala, eða 14.400 milljónir króna, á ellefu dögum, en aðeins ein mynd hefur náð þessari fjárhæð inn á styttri tíma. Er það Kóngullóarmaðurinn (Spider-Man), sem náði 200 milljón- unum á níu dögum í fyrra. Aðsóknin á Matrix endurhlaðið var þó 60% minni en frumsýningarhelgina. Aðeins ein önnur ný mynd komst inná topp tíu og er það Tengdafólkið (The In-Laws), sem fór beint í ní- unda sætið. Michael Douglas og Al- bert Brooks leika þar tilvonandi tengdapabba, sem eru mjög ólíkir en börn þeirra hyggjast ganga í hjóna- band. Myndin er í leikstjórn Andrew Fleming og er byggð á samnefndri mynd eftir Arthur Hiller frá árinu 1979 og hefur ekki fengið góða dóma. Fyrsti smellur Eddies Murphys í langan tíma, Dag- pabbinn (Daddy Day Care), nýtur enn vinsælda og er í þriðja sæti. X2, framhaldsmyndin um stökk- breyttu X-mennina, lækkaði sig um eitt sæti og er í því fjórða. Myndin hefur hlotið góða dóma og þykir jafn- vel betri heldur en fyrsta myndin. Hún nálgast 200 milljóna dala mark- ið en hefur sem stendur náð að þéna 192 milljónir, eða tæpa 14 milljarða króna, fyrir Twentieth Century Fox.                                                                             ! !! "   ##  $   " %                    &'() )*(' +&(, +-(+ .(+ *(+ )(, -(, (' () &'() ,.(* /-(+ +.(, .(+ +)(/ -/(- ',(, ).( +-+(& Almáttugur Bruce ræður við Matrix FÓLK Í FRÉTTUM 48 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vegna fjölda áskorana verður aukasýning á hinni geysivinsælu afmælissýningu Halla og Ladda Lau. 31. maí kl. 20 Lengi lifir í gömlum bræðrum! Miðasala opin frá kl. 15-18. Símsvari allan sólarhringinn loftkastalinn@simnet.is TVÖ HÚS eftir Lorca fim. 29. maí kl. 20 fös. 30. maí kl. 20 sun. 1. júní kl. 20 fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20 Síðasta sýning AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR 552 1971 - nemendaleikhus@lhi.is www.sellofon.is mið 28. maí, LOKASÝNING Í NASA Í VOR, örfá sæti lau 31. maí, ZÜRICH í SVISS; frumsýning fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15, júní kl. 21, Hótel Borgarnes Miðasala á Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorg. Stóra svið Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 31/5 kl. 20. ALLRA SÍÐASTA SÝNING Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/6 kl 20, Fi 5/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Sunnudaginn 1/6 kl 20 - AUKASÝNING 15:15 TÓNLEIKAR - POULENC HÓPURINN Lau 31/5 kl 15:15 Ferðalög: Bergmál Finnlands BÍBÍ OG BLAKAN - ÓPERUÞYKKNI eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason í samvinnu við HUGLEIK Lau 31/5 kl 20:00 - Lokasýning SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Fi 29/5 kl 20 ATH: SÍÐASTA SÝNING NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR og ÍD Lau 7/6 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Su 1/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20, Fö 13/6 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fi 29/5 kl 20 ATH: SÍÐASTA SÝNING SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN, PÚNTILA, SUMARÆVINTÝRI, MAÐURINN SEM. MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fö 30/5 kl 20, SÍÐASTA SÝNING FYRRVERANDI kryddpí- an Emma Bunton hefur tjáð fjölmiðlum að hún hafi fallið fyrir sitjanda súkku- laðistráksins Justin Timb- erlake. Sögur hafa verið á kreiki um að hlýtt væri orð- ið milli þeirra. Emma segist þó einnig hafa fallið fyrir augum Justins, sem hún segir sérlega fögur. … Dívan Liza Minelli varð fyrir því óhappi að brotna á hné á dögunum. Liza, sem vantar tvö ár í sextugt, hnaut á þrepi á hóteli á Ítalíu á sunnudag. Minelli er þegar með gervimjaðm- arliði og þarf væntanlega að festa hnébein saman með skrúfu. …Söngfugl- inn Whitney Houston mun víst hafa verið nokkuð ólátasöm í Las Vegasborg á dögunum. Hún var þar ásamt karli sínum Bobby Brown og þótti Whitney ansi sjúskuð ásýndum og þau hjúin hneykslanleg í framkomu. Whitney var í skyndi drifin á sjúkrahús eftir miklar blóðnasir, en óttast er að hér sé um að ræða algengan fylgikvilla kókaínneyslu, en söngkonan hæfi- leikaríka hefur þurft að glíma við eiturlyfja- djöfulinn. …Sjónvarpsstöðin Bravo sem heyr- ir undir NBC-keðjuna hyggst láta frá sér „samkynhneigða útgáfu“ af þáttunum um Pip- arsveininn („The Bachelor“) sem íslenskir sjón- varpsáhorfendur hafa fengið að kynnast. Til að bæta fjöri í spilið verða ekki allir vongóðu þátt- takendurnir 15 samkynhneigðir, heldur leynast inn á milli gagnkynhneigðir leikarar sem eiga að reyna eftir megni að þykjast vera samkyn- hneigðir. Segja framleiðendur þáttanna tilgang- inn meðal annars að velta upp spurningum um karllegar staðalmyndir, en þetta er í fyrsta skipti sem sérstakur stefnumótaþáttur er gerð- ur eingöngu um samkynhneigð, en áður hafa stakir þættir í stefnumótaþáttaröðum tekið fyr- ir samkynhneigðarþemu. Þættirnir, sem skiptast í sex hluta, munu kallast Piltur hittir pilt („Boy Meets Boy“), og er piparsveinninn eftirsótti 32 ára Kaliforníubúi. FÓLK Ífréttum JAMES Mangold þekkjum við helst af myndinni Girl, Interrupted, sem hann bæði skrifaði og leikstýrði, og færði Angelinu Jolie Óskarsverðlaun. Margir muna þó einnig eftir mynd hans Cop Land, með Sylvester Stallone og Ro- bert De Niro. Nýjasta mynd hans er síðan vel uppbyggður og tauga- trekkjandi tryllir. Þannig er að tíu manns sem búa yfir leyndarmáli er safnað saman á vegahótel í brjáluðu veðri. Það er eðal- vagnsbílstjóri, fyrrverandi sjónvarpsstjarna, lögga og morðingi í fylgd með hon- um, símavændiskona, brúð- hjón og fjölskylda í kreppu. Skelfing er fljót að grípa um sig þegar fólkið byrjar að deyja eitt af öðru. Þau skilja að þau verða að kom- ast að leyndamálinu sem þau eiga sameiginlega, til að halda lífi. Leikstjórinn sjálfur vill meina að í myndinni séu margar djarfar hugmyndir um leið og þar sé verið að leika sér með hefðbundnar aðferðir til að skapa spennu og hræðslu. Ó, nei! Hvað eigum við að gera? Taugatrekkj- andi leyndarmál Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó á Akureyri frumsýna kvik- myndina Einkenni (Identity). Leikstjórn: James Mansgold. Aðal- hlutverk: John Cusack, Rebecca DeMornay, Ray Liotta, Jake Busey og Amanda Peet. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur Nýr listi www.freemans.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.