Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 47 HANDKNATTLEIKSSAMBAND Íslands, HSÍ og Patrekur Jóhann- esson sendu frá sér fréttatilkynn- ingu í gær þar sem fram kemur að Patrekur muni ekki taka þátt í næstu verkefnum landsliðsins. Fréttatilkynningin er svohljóðandi: „Forráðamenn Handknattleiks- sambands Íslands og Patrekur Jóhannesson hafa komist að sam- eiginlegri niðurstöðu um að Pat- rekur Jóhannesson taki ekki þátt í næstu verkefnum landsliðsins.“ En það er Einar Þorvarðarson fram- kvæmdastjóri HSÍ sem skrifar und- ir tilkynninguna. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur þýska hand- knattleikssambandið úrskurðað Patrek í sex mánaða keppnisbann. Patrekur var útilokaður frá leik Essen gegn Flensburg-Handewitt sl. laugardag eftir aðeins tíu mín- útna leik þar sem hann hrækti í átt að dómara leiksins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þýska handknatt- leikssambandið ekki sent inn skýrslu til Handknattleikssam- bands Evrópu varðandi atvikið og er Patrekur því ekki í formlegu leikbanni með íslenska landsliðinu að svo stöddu. Hann verður hins- vegar ekki með í þeim sex leikjum sem framundan eru hjá íslenska landsliðinu á næstu tveimur vikum. Íslendingar mæta Dönum í tveimur leikjum um næstu helgi og fara leikirnir fram hér á landi, á föstudag og laugardag. Patrekur ekki með lands- liðinu í næstu verkefnum HANDKNATTLEIKSKONAN Þór- dís Brynjólfsdóttir er gengin til liðs við FH á ný eftir að hafa verið tvö undanfarin tímabil í röðum Gróttu/ KR. Þórdís, sem er 23 ára miðju- maður, lék síðast með FH tímabilið 1999–2000 og var síðan eitt ár með norska félaginu Sola. Hún missti nær alveg af fyrra tímabili sínu hjá Gróttu/KR þar sem hún sleit kross- band en var síðan atkvæðamikil með liðinu í vetur. Þórdís aftur til FH YFIRVÖLD í Manchester búast við að um 50.000 Ítalir komi til borg- arinnar vegna úrslitaleiksins í Meistardeild Evrópu í knattspyrnu, sem fer fram í kvöld. Fjölmargir aðdáendur Juventus og AC Milan koma til Manchester til að upplifa stemninguna sem fylgir umstang- inu í kringum leikinn, en uppselt var á leikinn fyrir löngu. Juventus er sigursælasta lið Ítal- íu – vann sinn 27 meistaratitil á dögunum. AC Milan hefur fagnað oftar Evrópumeistaratitlinum, fimm sinnu, en Juventus tvisvar. Borgaryfirvöld í Manchester gera margt til að halda aðdáendum liðanna ánægðum og hafa sett upp öfluga dagskrá til að skemmta gest- unum í borginni. Í kvöld munu þeir aðdáendur lið- anna í Manchester, sem hafa ekki miða á Old Trafford, geta horft á leikinn á risaskjá í miðborginni, en honum hefur verið komið upp svo fylgismenn liðanna geti fylgst með einum stærsta viðburði í sögu ítalskrar knattspyrnu.  Sjá umsögn á bls. 45 Ítalir setja mikinn svip á Man- chester  AUÐUN Helgason var í byrjunar- liði Landskrona í sænsku úrvals- deildinni í gær þar sem liðið tapaði 3:1 gegn GIF Sundsvall á útivelli. Auðun lék í 39 mínútur en fór af velli vegna meiðsla.  VARNARMAÐURINN sterki, Páll Þorvaldur Hjarðar hjá knatt- spyrnuliði ÍBV er meiddur á hné og er óvíst að hann geti leiki með liðinu í sumar í Landsbankadeildinni. Við rannsókn kom í ljós að krossband í hnénu er illa farið og tognað. ÍBV hefur tapað báðum leikjum sínum á Íslandsmótinu til þessa en leikur gegn Fylki í dag á heimavelli. Páll hefur ekki leiki með liðinu á leiktíð- inni til þessa.  JÓHANNES B. Jóhannesson, Brynjar Valdimarsson, Lúðvík Nordgulen, Gylfi Ingason og Pálmi Einarsson taka þátt í Evrópumeist- aramóti í snóker sem hefst í Bad Wildungen í Þýskalandi á morgun. Jóhannes hefur þrívegis komist í átta manna úrslit á þessu móti, 1998, 1999 og 2000.  JÓHANNES og Brynjar keppa á öðru móti í dag þar sem fjórir efstu vinna sér þátttökurétt á áskorenda- mótum, Challenge Tour, í Englandi. FÓLK KR-ingar hófu leikinn af miklumkrafti og markið lá í loftinu. Á 23. mínútu skoraði Ásthildur Helga- dóttir með góðum skalla eftir horn- spyrnu Ernu Er- lendsdóttur. Eflaust eiga Vesturbæing- arnir eftir að skora mörg mörk úr föstum leikatriðum það sem eftir lifir í sumar því yfirburðir Ásthildar í loft- inu eru algjörir. Á 29. mínútu tók Þóra B. Helgadóttir, markvörður KR, langt útspark. Í stað þess að koma boltanum frá gerðu Blikar sig seka um byrjendamistök, þegar boltinn skoppaði fyrir framan varnarlínuna. Í stað þess að skalla boltann frá marki myndaðist barningur við vítateig Breiðabliks sem lauk með því að Ást- hildur slapp innfyrir vörnina og lagði boltann laglega framhjá Dúfu í marki Breiðabliks. Staðan var 2:0 í hálfleik. Í síðari hálfleik gerðu KR-ingar út um leikinn á fyrsta stundarfjórðungi hálfleiksins. Fyrst fullkomnaði Ást- hildur þrennu sína eftir lipran sam- leik við Hrefnu Jóhannesdóttur. Síð- an skoraði Sólveig Þórarinsdóttir, 4:0, og aftur var það Hrefna Jóhannes- dóttir sem átti lokasendinguna. Það sem eftir lifði leiks áttu bæði lið sín færi en leikur Breiðabliks breyttist mjög til batnaðar eftir að Bjarnveig Birgisdóttir kom inná þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Þá fór Bjarnveig í framlínuna og Margrét Ólafsdóttir fór á miðjuna. Þessa breytingu hefði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Breiðabliks, átt að gera miklu fyrr og í raun hefði Margrét átt að byrja á miðjunni þar sem hún hefur ætíð leik- ið. Hjá Blikum var fátt um fína drætti. Það var helst að Gréta Mjöll Sam- úelsdóttir hafi glatt augað með hraða sínum. Þá varði Dúfa Ásbjörnsdóttir nokkrum sinnum ágætlega. Hjá KR-ingum var Þóra örugg í markinu, Guðrún Sóley spilaði vörn- ina vel og Hrefna Jóhannesdóttir var með gott auga fyrir sendingum á samherja sína. En inni á vellinum var leikmaður sem bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn, Ásthildur Helgadóttir. Með hana innanborðs er líklegt að Ís- landsbikarinn verði áfram í Frosta- skjólinu. „Í rauninni kom það mér á óvart hversu auðveldur þessi sigur var. Vissulega komu mörkin á góðum tíma, sérstaklega var það gott að skora þessi mörk í upphafi síðari hálf- leiks, þau voru mikilvæg.“ Aðspurð hvort hún hafi einhvern tímann verið í betra líkamsástandi svaraði Ásthild- ur: „Ég hef líklega aldrei æft betur og ég held að ég geti þakkað það þessum nýju knattspyrnuhöllum og einn- igæfði ég aðeins með strákunum (meistaraflokki karla í KR) í vetur og það gerði mér mjög gott.“ Fyrstu stig Stjörnunnar Stjarnan lagði Þrótt/Hauka að velli,4:0, í Hafnarfirði. Elva Björk Er- lingsdóttir skoraði tvívegis í leiknum, en Lilja Karlsdóttir og Guðrún Halla Finnsdóttir bættu við mörkum fyrir Stjörnuna. Staðan í hálfleik var 2:0 en Þróttur/Haukar nálægt því að skora fyrsta mark leiksins beint úr horn- spyrnu, en liðinu hefur skorað eitt mark til þessa. Morgunblaðið/Kristinn Barátta um knöttinn, með augun lokuð. KR-ingurinn Katrín Ómarsdóttir og Silja Þórarinsdóttir úr liði Breiðabliks misstu sjónar á knettinum eitt augnablik í Kópavoginum í gær. Ásthildur er í sérflokki STÓRLEIKUR þriðju umferðar í úrvalsdeild kvenna fór fram á Kópa- vogsvelli í gærkvöld. Þar mættust tvö sigursælustu félög kvenna- knattspyrnunnar undanfarinna ára Breiðablik og KR. Það er skemmst frá því að segja að Íslands- og bikarmeistarar KR unnu auðveldan 4:0-sigur á Blikum, þar sem Ásthildur Helgadóttir skor- aði þrennu. Í Hafnarfirði lagði Stjarnan lið Þróttar/Hauka, 4:0. Hjörvar Hafliðason skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.