Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð sjálfstæð og listræn og njótið ykkar best þegar sköpunargleði ykkar fær að njóta sín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Sýndu þolinmæði og þá mun allt leysast farsællega. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú rekur þig á að það er misjafn sauður í mörgu fé. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi heldur auka þér styrk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er mikil hætta á mis- skilningi í dag. Reyndu að koma hugmyndum þínum á framfæri með sem skýr- ustum hætti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reyndu að missa ekki stjórn á þér þótt það séu ekki allir á þínu máli. Reyndu að komast að samkomulagi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það getur verið þreytandi að hlusta stöðugt á ráðlegg- ingar annarra en reyndu að sýna þolinmæði og minna þig á að fólkið í kringum þig vill þér vel. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekkert er dýrmætara en heilsan og því skaltu varast að ofbjóða þér á sál eða lík- ama. Það er ákveðin list að þræða hinn gullna meðalveg á milli sérhlífni og of mik- illar fórnfýsi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú verður að nýta tímann vel og halda þér við efnið svo að þú náir að standa við gefin loforð. Láttu ekkert trufla þig á meðan. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ættingi þinn réttir þér hjálparhönd í minniháttar vandamáli. Þiggðu aðstoð- ina þótt þú vitir að þú sért fær um að leysa málið upp á eigin spýtur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Lánið virðist leika við þig þessa dagana. Njóttu þess þótt þú eigir von á því að um stundafyrirbæri sé að ræða. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Snúðu ekki baki við þeim sem þarfnast athygli þinnar jafnvel þótt þér sé ekki mik- ið um þá gefið. Þú munt fá umbun fyrir góðverk þín. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Varastu að vera stöðugt kvartandi út af öllum sköp- uðum hlutum. Snúðu við blaðinu áður en þú eyði- leggur líf þitt með nei- kvæðninni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það kemst enginn hjá því að mæta örlögum sínum þegar þau berja að dyrum. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SIGUR er margrætt hug- tak. Norðmenn stóðu vissulega uppi sem sigur- vegarar opna flokksins á Norðurlandamótinu í Fær- eyjum, en það var aðeins einn sigur af mörgum. Heimamenn unnu ýmsa sigra. Þeir frændur Jóann- es og Hedin Mouritsen urðu til dæmis í fjórða sæti í fjölsveitaútreikningi mótsins. Þá unnu Fær- eyingar Ísland 17-13 í fyrri umferð og Norðmenn í fyrsta sinn í sögunni, 17- 13. Loks vann einn litrík- asti spilari Færeyinga, Bogi Simonsen, frækinn sagnsigur í síðasta spili mótsins gegn Norðmönn- um. Þessu hér: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á986 ♥ G ♦ ÁDG82 ♣D97 Vestur Austur ♠ 53 ♠ G10 ♥ K1098764 ♥ Á52 ♦ 106 ♦ 953 ♣ÁG ♣K10632 Suður ♠ KD742 ♥ D3 ♦ K74 ♣854 Bogi var í vestur og makker hans Rói A Rógvu Joensen í austur, en í NS voru Geir Helgemo og Per Erik Austberg, sem urðu efstir í fjölsveit mótsins: Vestur Norður Austur Suður Bogi Geir Rói Per Erik -- -- Pass Pass 1 spaði ! 2 tíglar 2 spaðar ! 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Eftir að austur og suður höfðu sagt pass í upphafi sá Bogi sér leik á borði og vakti á einum spaða á tví- litinn! Hvergi smeykur. Geir Helgemo kom inn á tígulsögn og Rói tók þátt í leiknum með því að styðja spaðann á tvílit! Þar með var spaðinn endanlega úr sögunni sem tromplitur fyrir NS, en Norðmenn- irnir áttu góða fyrirstöðu í litnum og reyndu þrjú grönd á þeirri forsendu. En útspilið var ekki spaði, heldur hjarta, og vörnin tók fyrstu níu slagina. Bogi hélt þessa sýningu í opna salnum og áhorfendur skemmtu sér hið besta, en ágóðinn var minni en efni stóðu til, því á hinu borðinu fóru NS einn niður í fjórum spöðum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Df3 h6 8. Bh4 Be7 9. O- O-O Dc7 10. Be2 Rbd7 11. Bg3 O-O 12. Kb1 Hb8 13. a4 Rc5 14. De3 e5 15. Rf5 Bxf5 16. exf5 Hfc8 17. Hc1 Dd7 18. f4 e4 19. Bh4 Rxa4 20. Rxa4 Dxa4 21. Hhd1 Hc5 22. Hd4 Dc6 23. g4 Staðan kom upp á ung- verska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu. Ferenc Berkes (2578) hafði svart gegn Sang Cao (2531). 23... Rxg4! Tryggir að hvítur fær ekkert mótspil á meðan svartur fær ráð- rúm til að byggja upp öfluga sókn. 24. Dxe4 Bxh4 25. Bxg4 Bf6 26. Hb4 d5 27. Dg2 a5 28. Hb3 a4 29. Ha3 b5 30. Bf3 b4 31. Hd3 a3 32. Bxd5 Dc7 33. He1 axb2 34. Hde3 Dd7 35. He5 Bxe5 36. Hxe5 Da4 37. Ba2 b3 38. cxb3 Hc1+ 39. Kxb2 Dd4+ 40. Kxc1 Hc8+ 41. Dc2 Dxf4+ 42. Kb1 Df1+ og hvít- ur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Zoltan Almasi (2676) 7 vinninga af 9 mögulegum. 2.-3. Robert Ruck (2569) og Lajos Port- isch (2583) 5½ v. 4. Gyula Sax 5 v. 5.-6. Ferenc Berkes (2578) og Peter Acs (2600) 4½ v. 7.-9. Zoltan Gyimesi (2567), Sang Cao (2531) og Zoltan Varga (2533) 3½ v. 10. Adam Horvath (2503) 2½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 28. maí, er fimmtugur Páll Pálsson, Mánastíg 6, Hafn- arfirði. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum í kvöld kl. 20 í frímúrarahús- inu við Ljósutröð í Hafnar- firði. Morgunblaðið/Arnaldur Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.067 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Ágústa Björns- dóttir og Vilborg Magnúsdóttir. HLUTAVELTA SVANASÖNGUR Margt er manna bölið, misjafnt drukkið ölið lífs um tæpa tíð; í dag byljir bíða, bjart er loftið fríða, á morgun hregg og hríð, villtur er sá, sem væntir á stöðugt lengi gleðinnar gengi, gjörvöll hverfur blíða. Eg var ungur maður, alheill, fær og glaður, lék við heimsins hátt, lukkan lét í hæfi langt fram eftir ævi, féll til rauna fátt, minn var þá þankinn sá þann veg enda láta og lenda lundblíð mundi gæfa. – – – Stefán Ólafsson LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU Þú átt að vera einn í klefa, heyrirðu það! Og hvenær tókstu fyrst eftir því að þú værir ósýnilegur, Jónas? FRÉTTIR ÍÞRÓTTA- og ólympíusamband Ís- lands hefur látið gera sérstaka fræðslu- og hvatningarhandbók sem send verður inn á öll heimili í landinu, í dag, miðvikudaginn 28. maí. Verkefnið er hluti af átaks- verkefni ÍSÍ, Ísland á iði, sem er fræðslu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands fyrir landsmenn á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsu- eflingar. Er það 32 síðna handbók þar sem kynnt eru ýmis form hreyf- ingar, svo sem ganga, hjólreiðar, hlaup, sund, teygjuæfingar og hlé- æfingar. Prentsmiðjan Oddi prent- ar bæklinginn og Íslandspóstur dreifir honum til allra heimila í landinu. Með verkefninu Ísland á iði vonast ÍSÍ til að ná til enn fleiri íbúa landsins um mikilvægi hreyf- ingar, næringar og hollustu. Morgunblaðið/Sverrir Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts. Hvatningarhandbók til allra landsmanna Slökun hjá stuðningshópi um eggjastokkakrabbamein. Stuðn- ingshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka heldur rabbfund í húsi Krabbameinsfélags- ins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík, í dag, miðvikudaginn 28. maí, kl. 17. Margrét Hákonardóttir, geðhjúkr- unarfræðingur við þróunarskrif- stofu hjúkrunarforstjóra LSH, verð- ur gestur fundarins og fjallar um slökun og mun jafnframt bjóða upp á slökun. Margrét hefur sinnt slökun og dáleiðslu sl. sex ár fyrir ein- staklinga og hópa, sjúklinga sem og starfsfólk sjúkrahússins. Hjónanámskeið á Hótel Skógum. Dagana 28.–30. maí verður haldið hjónanámskeið á vegum MS-félags Íslands á Hótel Skógum fyrir fé- lagsmenn og maka þeirra. Mark- miðið með námskeiðinu er að styrkja ást og unað í hjónabandinu og bygg- ist m.a. á fræðslu, afslöppun og hvíld. Leiðbeinendur eru Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi hjá MS-félaginu, og Sigríður Anna Ein- arsdóttir, félagsráðgjafi hjá Aðgát, báðar með sérmenntun í hjóna- og fjölskyldumeðferð, segir í frétta- tilkynningu. Félagsfundur Menntar verður haldinn í dag, miðvikudaginn 28. maí kl. 13–16, í Háskóla Íslands, stofu 201 í Odda. Erindi halda: Alda Sig- urðardóttir stjórnarformaður Menntar, Áslaug Björt Guðmundar- dóttir framkvæmdastjóri Menntar, Þóranna Jónsdóttir forstöðumaður BSc náms í Háskólanum í Reykja- vík, Jón Sigurðsson stjórnarformað- ur FA, Björg Birgisdóttir forstöðu- maður námsráðgjafar og alþjóða- tengsla við Háskólann í Reykjavík, Helgi Baldursson aðjúnkt við Við- skiptaháskólann á Bifröst og Teitur Lárusson starfsmannastjóri Kaupáss. Í DAG Sjóarahátíð í Bolungarvík. Sjóara- hátíð í Bolungarvík 2003 verður haldin í fyrsta sinn dagana 29. maí – 1. júní. Það er nýstofnað fyrirtæki þeirra Soffíu Vagnsdóttur, Önnu Sigríðar Jörundsdóttur og Önnu Guðrúnar Edvardsdóttur YSJA, sem stendur að hátíðinni í samvinnu við Menningarráð Bolungarvíkur, Finnabæ, Náttúrustofu Vestfjarða, sjómenn og fleiri aðila. Fjöldi dagskrárliða verður á hátíð- inni m.a. ljósmyndasýning sjó- manna, veiðarfærasýning, söngvara- keppni 9–12 ára barna og vígður verður minnisvarði um Stanley, fyrsta íslenska vélbátinn. Hátíðin „Það er rok, rok, ég ræ ekki“ verður á laugardagskvöldið þar sem boðið verður uppá skemmtiatriði og hátíð- arkvöldverð í umjón SKG veitinga og hljómsveitin Sixties leikur. Á sunnudag verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur og verða tón- leikar með Ríó Tríó ásamt þeim Gunnari Þórðarsyni og Birni Thor- oddsen í Víkurbæ að kvöldi sjó- mannadagsins. Upplýsingar um Sjóarahátíð 2003 er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.bolungarvik.is/tonlistarskoli/ sjoarinn.html Aðalfundur og bingó. Aðalfundur Önfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldinn á morgun, fimmtu- daginn 29. maí kl 14, í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, Reykjavík. Að loknum aðalfundi kl. 16 verður spil- að bingó í Breiðfirðingabúð. Allir velkomnir. Ferðafélag Íslands með ferða- kynningu á morgun, fimmtudaginn 29. maí kl. 12–16, í FÍ-salnum í Mörkinni 6. Kynntar verða ferðir sem félagið býður upp á í sumar sem eru af öllum gerðum, stuttar og langar, erfiðar og léttar. Sýndar verða myndir úr ferðum, ferðalýs- ingar liggja fyrir og ferðafélagar verða á staðnum og svara spurning- um og veita upplýsingar. Árbækur og fræðslurit FÍ fást á tilboðsverði. Á MORGUN 10 ára afmælishátíð Rimaskóla verður haldin hátíðleg laugardaginn 31. maí kl. 12–15. Skólinn var stofn- aður 21. apríl 1993, skólastjóri Rimaskóla frá upphafi er Helgi Árnason. Á afmælishátíðinni verður boðið upp á skemmtidagskrá. Þórólfur Árna- son borgarstjóri verður heiðurs- gestur og Steinn Ármann Magnús- son leikari verður kynnir. Rimaskóli hefur í samstarfi við Bún- aðarbankann í Grafarvogi staðið fyr- ir tveimur samkeppnum meðal nem- enda á afmælisárinu. Um er að ræða samkeppni um hönnun á nýju leik- tæki á skólalóð og tillögu að skóla- söng fyrir Rimaskóla. Úrslit verða tilkynnt á hátíðinni og verðlaun af- hent sigurvegurum. Skólasöngurinn nýi verður formlega sunginn fyrsta sinni en Torfi Ólafsson lagahöfundur og kennari við Rimaskóla samdi lag við verðlaunatextann. Taflfélagið Hrókurinn efnir til fjöl- teflis á hátíðinni og mun Stefán Kristjánsson alþjóðlegur meistari, tefla við afmælisgesti. Foreldrafélag Rimaskóla stendur fyrir Rimaskóla- hlaupi. Í tilefni tímamótanna er gefið út afmælisblað skólans tileinkað sögu hans í máli og myndum. Einnig verður sýning á vinnu nemenda og sögu skólans. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.