Morgunblaðið - 28.05.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.05.2003, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MARGA setur hljóða þegar þeir horfa upp á nýjasta sjónarspil stjórnmálanna. Utanríkisráðherra hefur oft sein- ustu árin verið sem einkaþjónn á pólitísku heimili forsætisráð- herra. Nú er hon- um sjálfum lofað embætti for- sætisráðherra en nokkuð tóma- hljóð er í þeirri upphefð. Eftir það sem á undan er gengið þá er væntanlegur titill for- sætisráðherra hengdur á utanrík- isráðherra líkt og fálkaorða sem menn fá í ævilokin fyrir góða þjón- ustu og vel unnin embættisstörf. Innihald orðunnar er lítið og titill- inn eða orðan oft hégómi og jafnvel froða. Bréfritari telur að þessu sé líkt farið með þennan væntanlega for- sætisráðherra. Engum dettur í hug að þessum nýja titli eða fálkaorðu fylgi aukin völd. Sjálfstæðisflokkur- inn heldur sínu striki og það verður óbreytt stefna áfram af hans hendi eins og áður. Þótt einhver fram- sóknarmaður kalli sig forsætisráð- herra breytir það engu. Öll völd eru hjá Sjálfstæðisflokknum áfram. Bréfritari telur að fyrir þessu séu einföld pólitísk rök. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur í dag rúmlega 30% fast og öruggt kjörfylgi þegar kosið er til Alþingis. Svo hefur flokkurinn menn í öllum lykilstöðum bæði í stjórnkerfinu og einkageiranum. Þessu er öfugt farið með Fram- sóknarflokkinn. Hann hefur afhent öðrum eða lagt niður seinustu árin margar valdastofnanir sem studdu Framsóknarflokkinn áður. Þessu hafa ráðherrar flokksins fórnað um langt árabil til að geta sjálfir per- sónulega haft valdastóla í ríkis- stjórn. Foringjar Framsóknar- flokks hafa því lítið eða ekkert fast bakland lengur hjá kjósendum. Bréfritari bendir máli sínu til stuðnings á skoðanakannanir fyrir seinustu kosningar. Þá var allt fast fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík horfið að mestu og vænt- anlegur forsætisráðherra fallinn. Þetta var sönn og raunsæ mynd af ástandinu. Ekkert var eftir af föstu fylgi sem heitið gat. Framsókn var langt til horfin í Reykjavík. Þá var brugðið á það ráð að kaupa atkvæði handa Framsóknar- flokknum með því að auglýsa eftir þeim í sjónvarpi og blöðum. Þetta dugði í bili en er einnota fylgi sem keypt var með borguðum auglýs- ingum. Þetta voru ekki trúir fram- sóknarmenn heldur lausafylgi sem hleypur þann daginn á þann flokk sem auglýsir mest og skrumar hæst. Bréfritari spyr því sem lýðræð- issinni og kjósandi hvar lýðræði í landi okkar sé komið þegar hægt er að kaupa sig inn á Alþingi með aug- lýsingum þrátt fyrir nánast ekkert fylgi og fall rétt fyrir kosningar samkvæmt öllum skoðanakönnun- um. Þeim bar öllum saman um fall framsóknarformannsins. Þegar inn á Alþingi er komið get- ur þessi maður sem hefur nánast ekki fylgi kjósenda í nýjum alþing- iskosningum og alls ekki fast flokksfylgi til að ná þingsæti keypt sér væntanlegan titil forsætisráð- herra með svipuðum verzlunar- samningum og þegar menn selja síld frá Hornafirði. Þetta er brot á öllu siðgæði og lýðræðisreglum og ber að stoppa í fæðingu. Ef nokkur töggur er í minnihlut- anum í þingflokki Framsóknar ættu svona 3-5 að gera uppreisn sem fyrst gegn þessu í nafni lýðræðis í landinu og sameinast með stjórn- arandstöðu í að samþykkja á Al- þingi vantraust á ríkisstjórnina. Hún þarf að falla. Er svikastjórn. Betra er að stoppa þetta strax en láta þetta enda með enn meiri skelf- ingu. LÚÐVÍK GIZURARSON, Grenimel 20, 107 Reykjavík. Er stjórnin feig? Frá Lúðvík Gizurarsyni hæstaréttarlögmanni HAFNFIRÐINGAR, ungir sem eldri! Ætla ráðamenn bæjarins í raun og veru að gera sig seka um annað stórslys í bænum, með því að leyfa byggingu 6 hæða blokkar við Reykjavíkurveginn, við hliðina á Nóatúni? Þetta er til umræðu hjá bænum og hefur komið fram í blöð- unum. Kristjánssynir sækja fast enda peningar í spilinu. Engan bæj- arbúa höfum við enn hitt að máli sem ekki finnst kaupfélagsblokkin svonefnda vera sjónmengun í um- hverfinu. Vilja menn búa til annan steinkumbalda sem stingur í stúf við allar aðrar byggingar eftir Reykjavíkurvegi endilöngum. Hús upp á þrjár hæðir væri í samræmi við umhverfið og mál til komið að nýta lóðina, í stað skúra, gáma og alls kyns drasls sem fokið hefur þarna fram og til baka í 20 ár. Svo er talað um að planta gamlingjun- um í þetta hús. Aumingja þeir sem eiga að búa við hliðina á bensínstöð og þrem sjoppum þar sem ungling- arnir „trylla um á túttunum“ svo ískrar í dekkjum hálfu og heilu næturnar. Ætla menn að láta svona glap- ræði yfir sig ganga möglunarlaust? Hvar eru samráðin við bæjarbúa um skipulagningu sem alltaf er lof- að fyrir kosningar? Umhverfisslys geta víðar átt sér stað en á hálendinu. Látið nú til ykkar taka í þessu mikilvæga máli! Fyrir hönd margra Hafnfirðinga sem þykir vænt um bæinn sinn. ÞÓRUNN S. ÓLAFSDÓTTIR, Suðurvangi 3, Hafnarfirði. Það yrði slys … Frá Þórunni S. Ólafsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.