Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 25 STUÐLABERG, HF Í einkasölu glæsilegt tvílyft parhús með sérstæðum bílskúr á góðum stað í Setberginu, í Hafnarfirði. Glæsilegar innréttingar, nýjar hurðar, falleg gólfefni. Fallegur suður sólpallur úr timbri. Einstaklega falleg eign sem vert er að skoða! Áhvílandi bygg.sj. lán ca. kr. 4,5 millj. Verð kr. 23,8 millj. F YRIR réttum mánuði leit ég inn á bókasafn Norræna hússins og þar vöktu þrjár veglegar bækur sem frammi lágu á kynning- arborði strax athygli mína. Allar fjölluðu í máli og myndum um ævi og lífshlaup jafnmargra stórmenna í norrænni menningu, þeirra Hamsuns, Ibsens og Carls Larssons. Þótti mér ég hafa komist í feitt og fletti í þeim, og þegar ég hafði fengið staðfest að þær væru til útláns stóð ekki á mér að tryggja mér þær allar þótt þungar væru í burði. Hef af og til verið að fletta í þeim síðan og þótt ég teldi mig þekkja vel til jöfranna er trúa mín að hafa bætt umtalsverðum fróðleik í heila- kirnuna og kvíði fyrir að skila bókunum, helst verða menn að rífa þær úr höndum mér. Þekking mín náði helst til Hamsuns en minnst til lífshlaups málarans og hönnuðar- ins Carls Larssons, sem lifði umbrota- sama tíma og ævi hans ekki síður merkilegt. Var fædd- ur 28. maí 1853 svo í dag eru nákvæmlega 150 ár liðin frá því hann var í heiminn bor- inn, og af því tilefni ákvað ég að helga hon- um tvo pistla til að ná að gera ævi hans nokkur skil í takmörkuðu rými. Hins vegar var ég mætavel kunnur þeim anga listar hans sem veit að olíumálverkinu og akvarell- unni en minna hönnun, enda hvorki séð sýn- ingu verka hans né jafn skilvirkt úrval þeirra á bók. Má vera lýsandi dæmi þess að jarðtengdur samgangur norrænna myndlist- armanna og listrýna hefur allar götur fram til dagsins í dag verið stórum minni en skyldi, hefur þó naumast skort viljann meðal listamanna til að ráða hér bót á og síst hvað mig snertir. Þá hefur kynning norrænnar listar innbyrðis verið mjög einstrengingsleg, hlutdræg og/eða handhófskennd. Engin alls- herjar úttekt verið gerð á þróun hennar í því augnmiði að upplýsa almenning og ekki er mér kunnugt um neina uppsláttarbók norrænnar listar eða marktækt fræðirit. Bókin kom upprunalega út haustið 1997, í sambandi við stóra yfirlitssýningu á safni Victoriu og Alberts í London; Carl and Kar- in Larsson: Creators of the Swedis style, (höfundar sænska stílsins), gefin út af vel- unnurum safnsins, The Board of Trustees. Sænska útgáfan var hins vegar gefin út af forlagi Alberts Bonniers í Stokkhólmi árið eftir. Sýningin var haldin á besta hugs- anlega tíma eða 21. október til 18. janúar, þá vinsældir sænska stílsins voru í hámarki og 130.000 gestir sóttu hana heim. Velkist fyrir einhverjum hvað átt er við með sænska stílnum, má vísa til þess sem selt er í Ikea- verslununum, því ennþá byggist form og litanotkunin í þeim bæ á grunnvinnu hjónanna. Samblandi alþýðulistar í Döl- unum, frumkvöðlastarfi William Morris í Englandi og æskustílnum þ.e., Jugendstil/ Art Nouveau í Evrópu. Carl Olof Larsson var fjölhæfur listamað- ur, mikilvirkur málari, listhönnuður, mynd- lýsti, skreytti og skrifaði sjálfur bækur. Er þar nafnkenndust bókin, Et Hem, (Heim- ilið), sem hann lýsti með yndisþokkafullum vatnslitamyndum, en í þeirri grein var hann talinn einn hinna fremstu í Evrópu um sína daga. Bókin náði fljótlega mikilli útbreiðslu í Svíþjóð, hér lögð áhersla á fjölskylduna, þjóðlegar hefðir færðar í ljósan og litríkan búning með lífsgleðina sem megininntak, og hafði hún gífurleg áhrif á þróun innanhúss- arkitektúrs í Svíþjóð, sem enn er í fullu gildi. Auk þess fékk Larsson mörg stór verkefni varðandi opinberar byggingar, gerði m.a. freskur á veggi ríkislistasafnsins í Stokkhólmi, var svo einnig um skeið kennari við Valands-listaskólann í Gautaborg á upp- hafsárum hans. Larsson var framan af ferli sínumvinur og félagi Strindbergs, semvar fjórum árum eldri, og mynd-lýsti fyrstu skrif hans, en löngu seinna átti leikskáldið, sem líkast til hefur fundist málarinn ekki nægilega framsækinn eða í takt við tímana, eftir að senda honum tóninn á opinberum vettvangi. Hann var tíu árum eldri en Munch og ellefu árum eldri en Hammershöi, þannig af stórmerkilegri kyn- slóð brautryðjenda í norrænni málaralist. En ólíkari málara getur þó naumast, þótt innimyndir þ.e. „interiör væru þeim öllum hugleikið viðfangsefni, í mismiklum mæli þó og að þeir nálguðust það hver á sinn hátt. Norrænt þunglyndi einkenndi myndheim Hammershöi og Munchs en birta og lífsgleði var undirtónninn í verkum Larssons, þótt sjálfur ætti hann sín blökku tímabil og sá þá trauðla til sólar. Átti erfiða bernsku og ólst upp við kröpp kjör, fæddur í gamla hluta Stokkholms, Gamla stan. Foreldrarnir komnir af bændafólki og handverksmönnum sem fluttu til borgarinnar í atvinnuleit, fað- irinn tók þá vinnu sem til féll og Larsson hefur dregið upp frekar dapurlega mynd af honum, ástlausum og innilokuðum. Aftur á móti fær móðirin aðra einkunn sem sá að- ilinn er reyndi eftir bestu getu að halda fjöl- skyldunni saman, veita eins mikilli birtu í tilveruna og hin knöppu kjör framast leyfðu. Einnig var móðuramman mikilvæg persóna, gædd óvenjulegri frásagnargáfu, sögur hennar nánast eina næringin sem hugarflug drengsins fékk í uppvexti sínum. Stundun var hann lokaður inni á meðan foreldrarnir voru í vinnunni, og var fljótlega látinn taka til hendinni við að bera vatn, höggva eldivið og moka snjó, sulturinn þó daglegur förunautur. Sjálfur hefur hann sagt sig hundsaðan á þessu tímaskeiði, illa séðan innan sem utan heimilisins. Fjöl- skyldan flutti í austurhluta borgarinnar og þar gekk Larsson í skóla sem einkenndist af yfirmáta ströngum aga, en þar uppgötvaði einn kennarinn eðlisbundna teiknihæfileika hans. Árið 1866 og þrettán ára gamall var hann sendur í undirbúningsdeild Listaka- demíunnar, þar sem nemendur hlutu leið- sögn í teikningu tréklossa og gerðu eft- irmyndir af koparstungum, mjög blandaður hópur en flestir drengjanna synir hand- verksmanna sem fengu hér nytsama und- irstöðuþjálfun en hugðu síður á listnám. En Larsson hél áfram, fyrst í antíkskólanum, hinni eiginlegu fornámsdeild listakadem- íunnar, þar sem teiknað var eftir gips- styttum síðan í módelskólanum þar sem fyr- ir voru lifandi fyrirsætur/sátar. Ekki hefur Larsson slegið slöku við því 1876 hlaut hann konunglegu medalíuna og henni átti að fylgja nokkurra ára styrkur til framhalds- náms erlendis, sem hann hlaut einhverra hluta vegna aldrei, þrátt fyrir endurteknar umsóknir. Í stað þess sá hann fyrir sér og foreldrum sínum með því að vinna við að lagfæra myndir á ljósmyndastofu, retúsera, teikna í skemmtiblöð og vikurit. Árið 1877 heldur hann til Parísar, innstilltur á frama í akademíska málverkinu, sem var vísast hug- arfarið á þeim árum, en honum mistekst hvað eftir annað að komast inn á Saloninn. Í fyrstu atrennu átti hann ekki peninga til að ljúka stóra málverkinu sem hann vann að, en sýndi í staðinn portrettmynd, sem var hengd svo hátt upp á vegg í kraðaðkinu að enginn gat séð hana. Var þar næst nauð- beygður til að halda heim og taka aftur að rissa í blöð og tímarit auk þess sem hann skreytti bókakápur og lýsti bækur. Kominn aftur til Parísar 1879, hélt hann áfram í góðu trússi við akademísku erfðavenjuna, en þrátt fyrir að framinn léti bíða eftir sér þrá- aðist hann við að líta hlutina raunsæjum augum. Hélt aftur heim og hóf að myndlýsa rit Strindbergs; Sænska þjóðin sýknt og heilagt. En hann var ekki á þeim buxunum að gefast upp og enn kominn aftur til Par- ísar 1881, fastákveðinn að fá uppreisn æru og lagði nú allt undir í stóru málverki í stíl sautjándu aldar sem hann sendi inn til dóm- nefndar Salonsins 1882. Var hafnað sem markaði endanlega uppgjöf hans til við- urkenningar í akademísku málverki. Án styrkja og aðgengis að Saloninum virtust honum öll sund lokuð, klippti málverkið nið- ur í búta og gaf vinum sínum … frh. Umbót Ísíðasta Sjónspegli varð mér á afleiturfingurbrjótur eins og menn segja ímanntafli og líkingin ekki út í hött.Að sjálfsögðu þekki ég muninn á skil- vindu og mjaltavél svona líkt og hægri og vinstri hendi enda af þeirri kynslóð sem náði í skottið á fortíðinni, heim geðþekku stúlk- unnar við skilvinduna. Hér var ég gripinn einhverri orðblindu sbr. leikblindu í skák, en ekki þarf nema einn ljótan afleik til að snúa yfirburðastöðu í tap. Og allir geta leikið af sér, jafnt viðvan- ingar sem stórmeistarar, jafnvel heims- meistarinn Kasparov hefur leikið af sér drottningu í gjörunnu tafli. Þá mun ýmsum kunnugt um að jafnvel fremstu rithöfundar láta aldrei neitt frá sér fara á opinberan vettvang nema einhver nálægur hafi lesið skrifið yfir. Er góð regla ekki síst hvað list- rýni, pistla og greinaskrif sem skara listir áhrærir. Þetta var mér sagt í upphafi ferils míns og dró strax dám af með lærdóms- ríkum árangri. En svo hafa mál þróast að ég hef illu heilli orðið að treysta á mig einan sl. 15 ár eða svo og skiljanlega ekki par ánægð- ur með þá framvindu, útheimtir náttúrulega mun meiri og tímafrekari nákvæmnisvinnu því betur sjá augu en auga. Að sjálfsögðu á jafnaugljós fingurbrjótur ekki að fara fram hjá vökulum augum vinnsludeildar blaðsins sem hefur á að skipa vösku liði, en það er annað mál og afsakar lítið blindu mína. Þó svo að leiðrétting hafi birst strax daginn eftir finnst mér rétt að hún komi einnig frá geranda, einkum vegna þess að síminn á blaðinu var rauðglóandi all- an daginn, gefur augaleið að lesendur eru hér með á nótunum. Þá er ekki annað eftir en að biðja lesendur vel að virða ófull- komleika minn. Carl Larsson (1853–1919) Carl Larsson: Sjálfsrannsakandinn, 1896, olía á dúk, Uffizi-safnið, Flórenz. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is FYRSTU útskriftartónleikar Nýja söngskólans – Hjartansmál, verða í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöld. Þar munu tveir af nemendum skólans, Anna Klara Georgsdóttir sópran og Sævar Kristinsson barí- ton, syngja fjölmörg lög sem end- urspegla þau verkefni sem nemend- urnir hafa unnið með í námi sínu í skólanum. Á efnisskránni eru bæði íslensk og erlend sönglög, aríur, söngleikjalög og dúettar. Anna Klara hefur verið í ein- söngsnámi hjá Ragnheiði Hall, Elísabetu F. Eiríksdóttur og Lars Waage (í Kaupmannahöfn) og und- anfarin ár hjá Björk Jónsdóttur. Sævar hefur stundað nám hjá Birni Björnssyni, Sigurði Demetz, Jóhönnu Linnet og undanfarin árin hjá Bergþóri Pálssyni. Meðleikari á tónleikunum er Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Sævar Kristinsson og Anna Klara Georgsdóttir. Nýi söngskólinn útskrif- ar fyrstu nemendur sína Stafir og stein- hljóð nefnist ljóðabók T.G. Nordahl og til- einkar hann hana foreldrum sínum, Guðmundi Tyrf- ingssyni og Sig- urfljóð Skúladótt- ur. Höfundur hefur verið búsettur í Danmörku í meira en tvo áratugi og hefur m.a. lagt stund á trúarbragðafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Ljóðin eru alþýðleg og akademísk allt í senn, sum þarfnast eflaust skýringa, en geta þó fullkomlega notist eins og þau eru, þótt ekki sé farið út í djúpar skilgreiningar. Ljóð- in eru á engan hátt predikandi, en þó nákvæmar myndir af samtím- anum, pólitísk andúð gegn hvers- konar stríði og ófriði, en heim- spekilegt og siðferðilegt innihald truflar ekki hið ljóðræna fegurð- arskyn.“ Nýtt kyn Kaupmannahöfn gefur út. Bókin er 106 bls., prentuð í Kaupmannahöfn. Ljóð Saltstorkin bros eftir Hafliða Magnússon er sjálfstætt fram- hald skáldsög- unnar Togarasögu með tilbrigðum sem fyrst kom út árið 1981. Salt- storkin bros inni- heldur nítján samtengdar sögur sem gerast flestar í erlendum höfnum þegar siglt var með fisk til Þýska- lands og Englands á sjötta áratugn- um. Í mörgum er sagt frá sömu per- sónum og í Togarsögunni: Einari alheims, Vatnaguðinum, Dodda sjóara og Álfi atómskáldi. Einnig koma við sögu nýjar persónur, svo sem Benni stuð, Svarti presturinn og Díllinn. Útgefandi er Vestfirska forlagið. Bókin er 195 bls., prentuð í Ásprent. Skáldsaga ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.