Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er ekki oft að súperstjarna í myndlistarheiminum haldi einka- sýningu á Íslandi. En sú er raunin um þessar mundir því að um síð- ustu helgi opnaði bandaríski lista- maðurinn Matthew Barney sýn- ingu í Nýlistasafninu. Matthew Barney er 36 ára gamall og hefur verið áberandi í myndlistarheimin- um í 11 ár eða síðan hann tók þátt í sýningunni Documenta IV í Kassel, Þýskalandi, árið 1992 og sýndi hið eftirminnilega verk OTTOshaft, í höfuðið á ruðningsboltahetjunni Jimi Otto. OTTOshaft er undanfari Cremaster-hringsins sem listamað- urinn hóf svo að undirbúa á sama ári. Fyrsti hluti Cremaster-verks- ins, eða réttara sagt fjórði hlutinn (listamaðurinn vann ekki verkefnið í réttri röð), var frumsýndur árið 1994. Verkefninu lauk svo í fyrra- vetur með umfangsmiklum sýning- um í Guggenheim-safninu í New York, Ludwig-safninu í Köln og ARC í París. Cremaster-hringurinn saman- stendur af 5 kvikmyndum og fjölda af skúlptúrum, bókverkum, teikn- ingum og ljósmyndum. Titillinn á við um vöðva sem stjórnar ýmist herpingi eða sigi á hreðjum karl- manna og samræmist hugmynd Barneys um að þróun listaverksins sé í líkingu við sjálfstætt vaxandi lífform. Formrænt notar listamað- urinn Cremaster-vöðvann sem myndlíkingu fyrir afl sem stjórnar þróunarferli fósturs. Fyrstu 7 vik- ur þróunarstigsins er fóstrið kyn- laust en þegar kynið er ákveðið hefjast átök í líkingu við herping og sig hreðjanna. Er þá fóstrið fyrst aðskilið frá paradís og eignast gagnstæðu. Hér er því um átök gagnstæðra krafta að ræða, hins kvenlega og karmannlega, Ying og Yang, fegurðar og ljótleika, Apoll- ós og Díonýsosar, menningar og náttúru o.s.fv. Cremaster-kvikmyndirnar Cremaster-kvikmyndirnar eru nokkurs konar ferðalag á milli fimm landfræðilegra staða sem hefst á æskuslóðum Barneys í Idaho, nánar tiltekið á ruðnings- boltaleikvangi þar sem listamaður- inn gegndi bakvarðarstöðu á skóla- árum sínum og endar síðan í Ríkisóperunni í Búdapest. Á leið- inni ferðast áhorfandinn gegn um undraheim Barneys sem hefur að geyma sögulegar staðreyndir, goðafræði, líffræði, læknisfræði, frímúrarafræði og auðvitað form- fræði. Cremaster-myndirnar teljast óhefðbundar sem kvikmyndir, en eiga sér þó hliðstæður í kvik- myndasögunni, sérstaklega á tím- um þöglu myndanna þegar kvik- myndagerðarmenn þurftu að reiða sig meira á myndræna tjáningu en talaðan texta til þess að koma frá- sögn til skila. Andalúsíuhundurinn eftir surrealistana Luis Bunuel og Salvador Dali frá árinu 1927 og Entract́e sem Dadaistinn Rene Clair gerði árið 1925 eru dæmi um forfara Cremaster-myndanna. Margt í myndunum minnir líka á kvikmyndir David Lynch og Peter Greenway sem báðir hafa bak- grunn í myndlist. Þeir eru þó fyrst og fremst kvikmyndagerðarmenn en Matthew Barney er aftur á móti skúlptúristi. Skúlptúr er allsráð- andi í kvikmyndunum. Í hverri senu er á einhvern hátt verið að skapa skúlptúr, ýmist í mótun eða þá eru skúlptúr-form í fókuspunkti. Form Cremaster-vöðvans, sem hef- ur tvo anga sem teygja sig í sitt hvora áttina líkt og tvö horn með kúlur á endunum, birtist oft í myndunum, ýmist í forgrunni eða bakrunni, sem abstrakt hlutur, hnakkur á hvolfi, stóll, landslag eða bara uppstilling. Leikarar í mynd- unum þjóna álíka tilgangi og efni gerir í skúlptúr. Listamaðurinn valdi t.d. Ursulu Andress í hlutverk Hlekkjadrottningarinnar í Cre- master V vegna líkamlegrar bygg- ingar hennar, þ.e. sem fyrsta íþróttalega vaxna kven-kyntáknið, í Cremaster III er hin gullfallega og fótalausa Aimee Mullins, sem leik- ur kattar-umbreytinginn með gegnsæja gervifætur úr sama plastefni og Barney notar í marga „objekta“ sína og Richard Serra, sem leikur Hiram Abiff í sömu mynd hefur verið einn þekktasti skúlptúristi Bandaríkjanna síðan á sjöunda áratugnum og með nær- veru sinni færir hann okkur nær hugmyndinni um skúlptúr en nokk- ur leikari hefði getað gert. Cremaster-skúlptúrar Helstu neikvæðu gagnrýnisradd- ir á skúlptúra eða „objekta“ Barn- eys eru að þeir séu bara leikmunir fyrir kvikmyndirnar. Vissulega er hollt að velta því fyrir sér hvaða annað gildi þeir hafa en leikmunir úr Hollywood-kvikmyndum sem eru t.d. sýndir á Planet Hollywood- veitingastöðum, svo sem brotajárn úr „The Terminator“ eða tankurinn sem geymdi Sylvester Stallone í „The Demilition Man“. Má jafn- framt spyrja sig hvort að ljós- myndir af sminkuðum leikurum Cremaster-myndanna, Laughton herramanninum eða Hlekkja- drottningunni, gegni einhverju öðru hlutverki en ljósmyndir af fígúrum Star Wars-myndanna, Meistara Yoda eða Amidölu drottn- ingu. Í sjálfu sér er enginn munur þar á nema að inntakið eða nálgun Barneys að kvikmyndagerð er, eins og ég nefndi áður, út frá forsendum myndlistar og skúlptúrs. Samspil „objektanna“ og kvikmyndanna er því af allt öðrum toga en samspil leikmynda og kvikmynda. Efnis- kenndin og formfræðin er t.d. margfalt innihaldsríkari. Minnir hún mig stundum á efniskennd í verkum þýska myndlistarmannsins Joseph Beuys sem telst á meðal áhrifamestu skúlptúrista síðustu aldar. Allt efni hjá Beuys þjónaði tilgangi og notaði hann m.a. fitu sem myndlíkingu fyrir líkamann. Matthew Barney notar plastefni á borð við pólíkarbonít og pólíprópil- ín í sama tilgangi. Munurinn er helst sá að fita í verkum Beuys átti við um líkamann sjálfan á meðan Barney vinnur með efni sem eru notuð til að búa til gerviútlimi og liðamót, þ.e. sem framlenging á efnislíkamanum. Beuys var einnig brautryðjandi í skúlptúr-gjörningum, en slík uppá- tæki eru tíð í Cremaster-myndun- um. Fikt morðingjans Garys Gilmores við sætisfestingar í bíl sínum í Cremaster II, ferðalag Laughton herramannsins um fæð- ingarveg jarðar í Cremaster IV, sement-gjörningur lærlingsins í lyftu Chrysler-byggingarinnar og klifur listamannsins á milli hæða Guggenheims-safnsins í Cremaster III eru dæmi um fjölmarga skúlpt- úr-gjörningum sem listamaðurinn fremur í myndunum, uppfullir af táknfræði, fagurfræði, furðuleika og glæsileika. Cremaster-skemmtun Þótt að Cremaster-hringurinn sé í eðli sínu myndlistarverk er hann líka múltí-milljóna króna fyrirtæki, markaðsett í líkingu við Star Wars, með sitt eigið „lógó“ þrykkt á plak- öt og boli. Nokkuð hefur borið á umræðu um skemmtigildi mynd- listar og á Cremaster-hringur Barneys erindi í þá umræðu. Á ný- yrðið „infotainment“ (information / entertainment) þar vel við. Orðið hefur mikið verið notað um sjón- hverfingamenn sem vinna á mörk- um skemmtisýninga og sjónlista. Þykir mér því athyglisvert að ein af hetjum Barneys skuli vera Harry Houdini, faðir nútíma sjón- hverfinga, sem jafnframt er ein af aðal sögupersónum Cremaster II. Notar listamaðurinn Houdini sem táknmynd fyrir formbreytingu eða mótun forma og efnis, þ.e. þegar Houdini er hlekkjaður og lokaður af í þröngu rými þarf hann að um- breyta sér til þess að verða frjáls. Eitt sem er sláandi við Cre- master-hringinn, og þá sérstaklega í samhengi við íslenska myndlist, er gríðarlegur skali listaverksins. Það liggur ómæld hugsun og vinna að baki og verkið spannar fimm kvikmyndir og mikið magn ljós- mynda, bóka og „objekta“ sem leggja undir sig stóran hluta af söfnum eins og Guggenheim og Ludwig. Slíkur skali er framandi í íslenskum myndlistarheimi og jafn- vel óraunhæfur. Undirritaður sá Cremaster-sýningu Matthews Barneys í Ludwig-safninu í fyrra- sumar og var það hreint makalaus upplifun. Það sem við sjáum í Ný- listasafninu er aðeins brot af um- fanginu, enda skapar listamaðurinn verkið sérstaklega fyrir sýningar- sal Nýlistasafnsins sem er á við eitt herbergi í Ludwig-safninu. Cremaster-landslag Sýningin í Nýlistasafninu nefnist Cremaster Plate og byggir lista- maðurinn hana á Cremaster- hringnum. Myndirnar eru allar sýndar í einu á skjáum sem mynda hring í lofti safnsins. Það er tals- vert truflandi að hafa allar mynd- irnar á í einu og gefur það manni frekar sýnishorn af þeim en að maður horfi á þær í heild sinni. Virkar hringlaga uppsetningin á mig sem sjálfstæður skúlptúr sem á að sýna að Cremaster-hringurinn sé lokaður þrátt fyrir þetta nýja listaverk sem er skapað út frá hon- um. Sjálf skúlptúr-innsetningin hefur með jarðvirkni að gera. Innsetn- ingin tekur allt sýningarrýmið sem er teppalagt. Á sitt hvorum enda rýmisins eru tveir stórir form- skúlptúrar sem liggja meðfram veggjunum og út á gólf. Þar er teppið í kuðli og virðast formin vera að ýta því áfram líkt og skrið- jökli sem slípar til og mótar land. Skúlptúrarnir eru úr vaxblönduðu vaselíni sem er sleipt efni og hreyf- anlegt líkt og skriðjökull og upp úr vaselín-klumpunum standa hvítar plötur úr plastefni líkt og ísjakar, eða þá klettar sem myndast við landsig þar sem gólf Nýlistasafns- ins tekur hlutverk gljúfurs eða gjár. Af Cremaster-kvikmyndunum þykir mér innsetningin tengjast mynd númer tvö hvað mest. Hún gerist að hluta til í salt-eyðimörk í Bandaríkjunum og endar í jökul- landslagi í Kanada. Samskonar plötur og Barney notar í Cre- master plate í Nýlistasafninu er einnig að finna í stuttum skúlptúr- gjörningi tveggja kvenna í Cre- master II. Það er nokkuð merkilegt að listamaðurinn kjósi að sýna í Ný- listasafninu frekar en í öðrum hvorum af stærri söfnunum í Reykjavík, Listasafni Íslands eða Listasafni Reykjavíkur, og er það til votts um stöðu Nýlistasafnsins sem helsti vettvangur samtímalista á Íslandi. Sýning Matthews Barn- eys er tvímælalaust mesti mynd- listarviðburður ársins sem án efa nær athygli út fyrir landsteinana, þar sem að verkið er það fyrsta sem listamaðurinn skapar eftir að hann lokaði Cremaster-hringnum og sýndi hann í heild sinni í New York, Köln og París. Framtakið er því mikil upplyfting fyrir Nýlista- safnið sem/og fyrir íslenska list- unnendur, en þeir hafa nú einstakt tækifæri til að kynna sér og upplifa myndlist þessa frábæra lista- manns. Rétt er að geta þess að kvikmyndir Barneys eru sýndar í Regnboganum til 1. júní og eru að mínu mati ómissandi hluti af sýn- ingunni. Cremaster-fyrirbærið MYNDLIST Nýlistasafnið Opið á miðvikudögum til sunnudags frá 13–17. Sýningunni lýkur 29. júní. ÝMSIR MIÐLAR MATTHEWS BARNEYS Morgunblaðið/Jim Smart Frá sýningunni Cremaster Plate í Nýlistasafninu. Richard Serra í hlutverki Hiram Abiff. Úr lokasenu Cremaster III. Jón B. K. Ransu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.