Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 21 Ljósmynd: Frækileg björgun, Alfons Finnsson í Ólafsvík. LANDSMENN Í LINSUNNI LJÓSMYNDASÝNING MORGUNBLAÐSINS Í ÓLAFSVÍK Í Pakkhúsinu í Ólafsvík stendur yfir sýning á verð- launamyndum úr ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Á myndunum má sjá fjölbreytt viðfangsefni frétta- ritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Fólk er í brennidepli linsunnar hjá þeim. Sýningin stendur til fimmtudagsins 5. júní. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins á mbl.is UM hálf milljón króna safnaðist á söngskemmtun sem haldin var í síð- ustu viku á Sauðárkróki til styrktar Rúnari Birni Þorkelssyni og fjöl- skyldu hans. Að auki barst fjöldi gjafa frá fyrirtækjum. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu lamaðist Rúnar Björn fyrir neðan háls er hann féll úr ljósastaur á Sauðárkróki síðustu ný- ársnótt. Hefur hann verið í end- urhæfingu á Grensásdeild í Reykja- vík og öðlast þar eilítinn mátt í upphandleggjum. Aðstæður fjöl- skyldu Rúnars Björns eru erfiðar en fyrir á hann fjölfatlaðan bróður, sem einnig er bundinn við hjólastól, og von er á barni í fjölskyldunni í næsta mánuði. Af þessum sökum efndu vinir og aðstandendur til söfnunar til styrktar fjölskyldunni, stofnuðu reikning í Búnaðarbank- anum á Sauðárkróki og skipulögðu söngskemmtun. Fullt var út úr dyrum í Bóknáms- húsi Fjölbrauta- skóla Norður- lands vestra á Sauðárkróki þar sem skagfirskir listamenn lögðu fram krafta sína. Mætti Rúnar Björn óvænt á samkomuna að frumkvæði sjúkraþjálfara síns og aðstoðarkonu á Grensás- deild. Reikningur áfram opinn Fjölskylda Rúnars Björns vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir allan stuðninginn og vinir Rún- ars Björns vilja ennfremur minna á að söfnunarreikningurinn verður áfram opinn. Númer reikningsins er 0310-13-850056 og kt. 080582-4209. Fjármunir munu renna óskertir í sjóð sem varið verður til kaupa á hjálpartækjum og öðrum nauðsynj- um fyrir Rúnar Björn í framtíðinni. Hálf milljón safnaðist og fjöldi gjafa barst Rúnar Björn Þorkelsson Sauðárkrókur MIKILL áhugi er fyrir því í Stykkishólmi að bjóða upp á fjar- nám frá Háskólanum á Akureyri næsta vetur. Bæjarstjórn stóð fyrir kynningarfundi fyrir skömmu þar sem kynntir voru möguleikar á fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Á fundinn mættu fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri. Erlendur Steinar Friðriksson, verkefnastjóri fjarnáms, kynnti framkvæmd og skipulag fjarnáms við Háskólann og Margrét J. Þorvaldsdóttir, brautarstjóri leikskólabrautar, kynnti leikskólafræðin. Inga Sig- urðardóttir frá Símenntunarmið- stöð Vesturlands sagði frá náms- framboði við Háskóla Íslands. Á fundinn komu tæplega 40 manns og vöknuðu margar spurn- ingar sem fyrirlesarar svöruðu og sköpuðust fjörugar umræður. Greinilegt er að áhugi er fyrir því að nýta sér þá miklu tækni sem felst í því að geta stundað há- skólanám í sinni heimabyggð með fjarfundabúnaði sem er þegar til staðar. Stykkishólmsbær keypti í fyrra Egilshús og er ætlunin að þetta gamla hús fái nýtt hlutverk og verði fræðasetur Hólmara í fram- tíðinni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri, Inga Sigurðardóttir frá Símennt- unarmiðstöð Vesturlands, Erlendur Steinar Friðriksson og Margrét Þorvaldsdóttir frá Háskólanum á Akureyri og Magnús Bæringsson, formaður atvinnumálanefndar Stykkishólms, fyrir framan Egils- hús, en því húsi er ætlað að vera fræðslumiðstöð Stykkishólms. Boðið upp á háskólanám í Stykkishólmi Stykkishólmur FÖSTUDAGINN 23. maí var í fyrsta sinn útskrifaður fatlaður nemandi sem stundað hefur nám á framhaldsskólastigi á Hólma- vík. Það er María Lovísa Guð- brandsdóttir frá Bassastöðum sem lýkur nú námi af starfsbraut III við Menntaskólann á Ísafirði. María dvelur í skammtímavist á Hólmavík virka daga en um helg- ar heima á Bassastöðum í Kald- rananeshreppi. Undanfarin ár hefur Menntaskólinn á Ísafirði ráðið starfsmann á Hólmavík til að kenna Maríu u.þ.b. 24 stundir á viku. Er þá m.a. fengist við íþróttir, starfsþjálfun, matreiðslu, heimsóknir á bókasafn, útivist og margvísleg verkefni. Áður fylgdi María Lovísa nemendum við grunnskólann og naut þar einnig sérkennslu, lengst af undir leið- sögn Rögnu Þóru Karlsdóttur þroskaþjálfa. Morgnublaðið/Kristín Sigurrós María Lovísa ásamt leiðbeinanda sínum, Hildi Guðjónsdóttur. Útskrifaðist af starfs- braut fatl- aðra frá MÍ Hólmavík júní og verður opin um helgar frá kl. 14 til 22, en virka daga frá kl. 17 til 22. ELFAR Guðni Þórðarson listmálari var útnefndur menningarfrömuður ársins í Árborg en viðurkenningin var veitt í húsi Hólmarastar á Stokkseyri á fimmtudagskvöld þar sem fram fór hátíðardagskrá. Elfar Guðni opnaði við þetta tæki- færi sína árlegu hvítasunnusýningu í salnum Svartakletti í Hólmarast- arhúsinu. Sýningin stendur til 9. Elfar Guðni menningar- frömuður Árborgar Árborg Morgunblaðið/Óskar Magnússon Elfar Guðni Þórðarson listmálari. VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst er nú að fara af stað með meistara- nám við skólann. Undirbúningur hef- ur staðið yfir í vetur en boðið verður upp á tvær, leiðir annars vegar MS- gráðu í viðskiptafræði og hins vegar MA-gráðu í hagnýtum hagvísindum. Magnús Árni Magnússon, aðstoð- arrektor Viðskiptaháskólans á Bif- röst, sagði að frá stofnun skólans árið 1918 hafi markmið hans verið að mennta leiðtoga og stjórnendur fyrir atvinnulíf og samfélag. Árið 1918 dugði að fara á nokkurra vikna nám- skeið til að komast í þann ágæta hóp og þá gátu menn orðið stjórnendur fyrirtækja, alþingismenn eða ráð- herrar svo dæmi sé tekið. Nú geri at- vinnulífið í auknum mæli kröfu til þess að fólk hafi meistarapróf. „Skólinn hefur borið gæfu til að fylgja kröfum tímans öll þessi ár,“ sagði Magnús. „Hann varð háskóli fyrir 15 árum og hefur í auknum mæli útskrifað fólk með BS-gráðu. Nú er svo komið að nánast allir sem fara í gegnum skólann útskrifast eru með slíka gráðu. Til þess að halda áfram að skila fólki í stjórnunarstöður í sam- félaginu var því talið nauðsynlegt að taka þetta skref.“ Tvær leiðir í meistaranáminu Ákveðið hefur verið að bjóða upp á tvær leiðir í meistaranáminu. Annars vegar MS-gráðu í viðskiptafræði, sem er hugsuð fyrir þá sem eru með BS- eða BA-próf í við- skiptafræði, rekstrarfræði eða tengdum greinum t.d. hagfræði. Þannig nám mun henta vel þeim nemendum sem hafa útskrifast frá Bifröst og er m.a. hugsað sem þjón- usta við þá. Hins vegar verður boðið upp á MA-gráðu í hagnýtum hagvísindum. Inntökuskil- yrði fyrir það er BA-, BS-, eða BEd- gráða. Innan beggja þessara leiða er boðið upp á ákveðið val. Í MS-leiðinni er boðið upp á sérhæfingu í fjármálum, stjórnun og nýsköpunar- og frum- kvöðlafræðum. Hægt verður að blanda þessu þrennu saman og jafn- vel kúrsum úr MA-náminu í svoköll- uðu opnu vali. Þá velur fólk sér kúrsa og sérhæfir sig í því sem það hefur áhuga á með ritun rigerðar. Í MA-leiðinni er boðið upp á enn fjölbreyttara val. Þar er boðið upp á hagfræðival, Evrópufræðival, stjórn- sýslufræðival og í samvinnu við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri verð- ur boðið upp á umhverfis- og auð- lindahagfræðival og svæðafræðival. Þær greinar verða kenndar í náinni samvinnu við Hvanneyri. Námið er hugsað fyrir fólk sem stundar vinnu. Hægt er að taka kúrsa upp á 7,5 einingar á önn, haustönn og vorönn í fjarnámi auk tveggja sum- aranna í 5 vikna samþjöppuðu stað- námi í júlí og ágúst á Bifröst, þar sem nemendum verður boðið upp á hús- næði fyrir sig og fjölskyldu sína á staðnum. Að þessu loknu er skrifuð ritgerð annaðhvort 15 eða 30 eining- ar. Einnig er hægt að vera í þessu í fullu námi og skrifa ritgerðina sam- hliða námskeiðunum. Ef fólk ákveður að taka 7,5 einingar á önn með vinnu ætti að vera hægt að ljúka 45 eininga meistaragráðu á tveimur árum. Magnús gerir ráð fyrir að einhverjir muni þó reyna að flýta fyrir sér með því að skrifa ritgerðina jafnhliða. „Við munum reyna að gefa þeim sem hafa hug á að skrifa 30 eininga ritgerð kost á að starfa sem aðstoð- arkennarar á Bifröst. Það væri fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem eru í fullu námi og hafa hug á áframhald- andi námi.“ Kynnt á fundi í dag Magnús segir að viðbrögðin hafa verið býsna góð. Umsóknir hafa þeg- ar borist og margar fyrirspurnir. Um- sóknarfrestur er til 10. júlí og er mið- að við að um 30 nemendur komist að. Hann vill hvetja alla sem hafa áhuga á náminu að koma á kynning- arfund sem haldinn verður í Rúg- brauðsgerðinni, Borgartúni 6 í Reykjavík, í dag, miðvikudaginn 28. maí, kl. 17. Viðskiptaháskólinn á Bifröst býður upp á meistaranám Atvinnulífið gerir í auknum mæli kröfu um meistaranám Magnús Árni Magnússon Borgarfjörður www.casa.is SJÁLFSBJÖRG í A-Húnavatnssýslu af- henti á dögunum bingóspjöld og kúlu- vél til félagsstarfs aldraðra og fatlaðra í A-Húnavatnssýslu. Sigríður Bjarkadóttir sagði að Sjálfsbjörg í A-Hún. hefði reynst þessu félagsstarfi ákaflega vel í gegn um tíðina og ekki væri langt síðan Sjálfsbjörg hefði fært félagsstarfinu vandaða saumavél. Eins og áður hefur komið fram í fréttum er Sjálfs- björg í A-Hún. eitt fjölmennasta félag innan landsamtaka Sjálfs- bjargar og lætur nærri að um 12% íbúa héraðsins séu skráðir fé- lagar. Á myndinni eru frá vinsti Sigríður Bjarkadóttir, Ingunn María Björnsdóttir formaður Sjálfsbjargar A-Hún., Guðfinna Einarsdóttir og Sigríður Ingi- mundardóttir. Gáfu bingóspjöld Blönduós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.