Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.2003, Blaðsíða 20
SJÓMANNADAGSBLAÐ Grindavíkur 2003 er komið út í fimmtánda sinn. Blaðið er óvenjustórt og efnismikið að þessu sinni, 88 blaðsíður. Efni blaðsins er með hefð- bundnum hætti, eins og fram kemur í ávarpi Hinriks Bergs- sonar ritstjóra, „að leiða með heimildum lesendum fyrir sjónir hið liðna um leið og birt er efni um það sem er að gerast hverju sinni varðandi sjómenn og sjó- mennsku“. Í blaðinu er birt ljóðið Grind- víkingur eftir Örn Arnarson. Meðal annars efnis má nefna grein sem nefnist Jaxlarnir á Hafbergi GK 377 en þar skrifar Jón Gauti Dagbjartsson um skipsfélaga sína, viðtal Hjartar Gíslasonar við Hilmar Helgason skipstjóra, frásögn Guðjóns Ár- manns Eyjólfssonar af reknet- um fyrir meira en hálfri öld og viðtal við Pétur Guðjónsson frá Höfn. Sjómannadagsráð Grindavík- ur gefur blaðið út. Hinrik Bergs- son hefur ákveðið að hætta að standa að útgáfu blaðsins, til þess að gefa öðrum tækifæri til að sjá um það. Hann segir að vissulega sé mikil vinna að sjá um sjómannadagsblaðið, „en ég hef haft mjög góða skrifara, allt- af haft aðgang að mönnum sem hafa viljað leggja því til efni. Það er síðan mitt hlutverk að raða þessu saman og taka ljósmynd- irnar en til þess hef ég haft góða aðstöðu hér við höfnina“. Óvenju- efnismikið Sjómanna- dagsblað Grindavík SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ BLAÐINU Í DAG alltaf á miðvikudögum Áhugaverðir bílskúrar, reynsluakstur og sportbílar í 16 síðna blaði Á HVERJUM laugardagsmorgni fyllist Sundlaug Njarðvíkur af ungu sundfólki, sem bíður óþreyjufullt eftir að komast ofan í laugina og sprikla frjálst. Börn- in eru ekki að æfa sundtökin, enda öll innan við eða rétt um eins árs, heldur að læra að bera virðingu fyrir vatninu. Sumum svelgist á í fyrstu dýfunum og verða óttaslegin, önnur eru ef til vill minnugri á níu mánaða dvöl- ina í volgu legvatninu. Foreldr- arnir virðast ekki síður spenntir og ekki leynir sér stoltið yfir af- rekum litlu krílanna. María Jóhannesdóttir íþrótta- kennari og eiginmaður hennar, Jóhann Júlíusson, hafa haft um- sjón með ungbarnasundi í Sund- laug Njarðvíkur í tæp 12 ár. Blaðamaður spurði Maríu um að- dragandann. „Börnin og við, sem var áhugafélag hér á Suður- nesjum um brjóstagjöf, hafði samband við mig til að kanna hvort ég hefði áhuga á að læra að kenna ungbarnasund. Áhuginn var fyrir hendi og ég fór því, ásamt Þórunni Magnúsdóttur, á námskeið hjá Snorra Magnússyni í Mosfellsbæ. Haustið 1991 byrj- uðum við Þórunn svo með nám- skeið og þau hafa verið óslitin síðan. Að vísu var Þórunn aðeins með mér í ár en þá gerðist Jó- hann aðstoðarmaður minn. Hann fór síðan á námskeið árið 1996,“ sagði María í samtali við Morg- unblaðið. Að sögn Maríu verða börnin að vera orðin 10 vikna gömul til að komast í ungbarnasund og a.m.k. 5 kíló. Ekki eru teknir inn byrj- endur eldri en 6 mánaða gömul og misjafnt er hversu lengi for- eldrarnir eru með börn sín á námskeiðum, þau sem lengst eru eru þó ekki miklu eldri en 15 mánaða. Aðlögunartími mislangur Að sögn Maríu er bæði boðið upp á byrjenda- og framhalds- námskeið. „Á byrjendanámskeið- unum eru foreldrunum kennd grunntök í vatninu og ýmsar æf- ingar og hreyfingar enda eru for- eldrarnir hinir eiginlegu þjálf- arar. Misjafnt er hvað börnin þurfa langa vatnsaðlögun, svo misjafnt er hvenær börnin fara í fyrsta sinn í kaf en oftast er það í öðrum eða þriðja tíma. Síðan fer mestur tíminn í að gera foreldr- ana örugga með börnin í vatninu og að setja börnin í kaf. Nám- skeiðið er tíu skipti. Á framhalds- námskeiðunum sem einnig er tíu skipti eru fleiri æfingar tengdar köfun og hreyfingu. Kennsla ung- barnasunds er einstaklingsbundin og mjög mismunandi hversu hratt börnin geta farið í æfingarnar og síðan kemur dagsformið alltaf inn í.“ Aðspurð sagði María að ekki væri búið að framkvæma kann- anir á færni í vatni síðar meir hjá þeim börnum sem verið hafa á ungbarnanámskeiðum en mark- miðin með námskeiðunum eru engu að síður skýr. „Markmiðið er að viðhalda kafviðbragði og gera það virkt eða lært. Nám- skeiðunum er ætlað að stuðla að auknum hreyfiþroska og auka líkurnar á því að barnið geti bjargað sér í vatni og ekki síst læri að bera virðingu fyrir því. Svo má ekki gleyma að samvera eins og þessi eykur tengsl for- eldra eða forráðamanna og barns,“ sagði María að lokum. Ungar drottningar og kóngar í sundi Sumum svelgist á í fyrstu dýfunum Njarðvík Verið er að æfa þennan snáða í því að hanga í bakka laugarinnar. Mik- ið er nú gott að vita af öruggum höndum pabba í nálægð! Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hún virðist hvergi bangin þessi unga sunddrottning. María Jóhannesdóttir íþróttakennari kennir henni tökin og stúlkan er fljót að læra. TUTTUGU og tveir tóku þátt í vinnuvélanám- skeiði sem Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja hélt á dögunum. Var það fyrsta vinnuvélanámskeið stofnunarinnar. Luku allir tilskildum tíma og þreyttu próf í lokin. Námskeiðið var haldið á daginn, dagana 5. til 16 maí. Ökuskóli Suðurlands ehf. annaðist kennslu sem fram fór í félagsheimili Keflavíkur við Hringbraut. Þátttakendur voru mjög ánægð- ir með kennsluna og létu vel að aðstæðum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Svæð- isvinnumiðluninni. Þátttakendur fengu afhent skírteini í lok nám- skeiðsins og var þá haft orð á því hversu hóp- urinn var vel samstilltur, jákvæður og áhuga- samur. Luku vinnuvéla- námskeiði vinnumiðlunar Suðurnes Ljósmynd/Sævar Sævarsson Tuttugu og tveir Suðurnesjamenn fengu vinnuvélaréttindi eftir námskeið Svæðisvinnumiðlunar. SYSTRAFÉLAG Ytri-Njarðvíkur- kirkju hefur fært sóknarnefndinni að gjöf borðbúnað, kaffivél, dúka og ýmsan annan búnað í eldhús kirkj- unnar. Verðmæti gjafarinnar er um 530 þúsund krónur. Frá árinu 1970 hafa konur í Systrafélaginu gefið að jafnaði eina til tvær gjafir á ári til kirkjunnar og er verðmæti þeirra talið í milljónum króna. Þetta fórnfúsa starf þeirra er ein af undirstöðunum í kirkjulega starfinu og verður seint fullþakkað, segir í fréttatilkynningu. Það var Hafdís Friðriksdóttir, gjaldkeri félagsins, sem afhenti Ing- ólfi Bárðarsyni, formanni sóknar- nefndar, gjafabréfið á mæðradaginn. Nú eru skráðar 28 konur í Systra- félagið. Sigrún Alda Jensdóttir er formaður og með þeim Hafdísi í stjórn er Ólöf Viðarsdóttir ritari. Aðal fjáröflun Systrafélagsins er blómamarkaður sem haldinn er í lok maí ár hvert. Að þessu sinni er markaðurinn 29. maí til 1. júní. Gefa búnað í eldhús Njarðvík Hafdís Friðriksdóttir, gjaldkeri Systrafélagsins, afhendir Ingólfi Bárðar- syni, formanni sóknarnefndar, staðfestingu á gjöf félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.